Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hver nýtur
vafans?
Því verbur ekki á móti mælt, hvað sem
Davíð Oddsson segir, að það hafa komið
fram vísbendingar sem renna stoðum und-
irþá ályktun, að kjarnavoþn hafi verið
geymd á Islandi.
Vöru kjarnorkuvopn
geymd á íslandi á
dögum kalda stríðs-
ins? Bandarískir
fræðimenn segja að
svo hafi verið. Islensk stjórnvöld
segja að svo hafi ekki verið.
Hvorum á maður að trúa?
Staðhæfing bandarísku fræði-
mannanna er byggð á ályktun í
ljósi tvíræðra gagna sem þeir
fengu frá varnarmálaráðuneyt-
inu bandaríska. Gögnin taka
ekki af allan vafa um að kjarn-
orkuvopn hafi verið geymd hér á
landi, en það er auðvelt að sjá
hvernig fræðimennimir geta
ályktað að nafn Islands hafi einu
sinni staðið svart á hvítu á lista
yfir þá staði
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
þar sem slík
vopn voru
geymd.
En þarna
leikur greini-
lega vafi á, líkt og í öllum vís-
inda- og fræðilegum tilgátum,
og íslensk stjórnvöld virðast
hafa ákveðið að láta Bandaríkja-
stjóm njóta þessa vafa. íslensk-
ir ráðamenn, þar helstir Davíð
Oddsson og Björn Bjarnason,
segja það staðlausa stafi að á ís-
landi hafi verið kjamavopn.
Davíð gekk svo langt að segja
ályktun bandarísku fræðimann-
anna „fáránlega". Auk þess
hefðu bandarískir embættis-
menn sagt íslenskum starfs-
bræðrum sínum að það væri
ekkert hæft í þessu. Davíð virð-
ist samkvæmt fréttum ekki hafa
útlistað nánar hvað sé „fárán-
legt“ við vinnubrögð fræðing-
anna bandarísku. (Væri þó tví-
mælalaust fengur í því að for-
sætisráðherra segði fræðimönn-
um hvernig kórrétt fræðistörf
fari fram.)
Davíð virðist ekki sáttur við
að menn séu að draga ályktanir
og ætlast til að tekið sé mark á
þeim. Hann vill greinilega fá af-
gerandi sannanir. Hann sagði að
„engar haldbærar upplýsingar"
bendi til þess (fréttavefur Morg-
unblaðsins 20. október) að hér á
landi hafi verið geymd kjarna-
vopn.
Þetta er beinlínis rangt hjá
Davíð. Það er rétt að engar
haldbærar upplýsingar taka af
allan vafa um að hér hafi verið
geymd kjarnavopn, en skýrslan
sem bandarísku fræðimennimir
byggja ályktun sína á er einmitt
„haldbærar upplýsingar" sem
benda í þá átt að hér hafi verið
geymd kjarnavopn. A þessu
tvennu er munur, þótt Davíð
virðist ekki átta sig á því, og fari
þar af leiðandi með ósannindi.
Svo sagði Davíð að auk þessa
lægju fyrir fullyrðingar banda-
rískra embættismanna um að
engin kjarnavopn hafi verið
geymd hér. Hann virðist ekki
sjá nokkra ástæðu til að efast
um sannsögli bandarískra emb-
ættismanna, þótt hann hafi verið
fljótur að hjóla í bandaríska
fræðimenn og atyrða þá fyrir
„fáránlegar" staðhæfingar.
Niðurstaða Davíðs í málinu
virðist því byggjast á því, að
hann trúi embættismönnum bet-
ur en fræðimönnum. Auðvitað er
ekkert rangt við að leggja meiri
trúnað á orð embættismanna en
fræðimanna, og kannski er ekki
nema eðlilegt að Davíð geri
slíkt, þar sem hann er sjálfur
embættismaður og þekkir vænt-
anlega sitt heimafólk.
Gallinn á málflutningi Davíðs
er þó fyrst og fremst sá, að hann
virðist telja, að úr því að skýrsl-
an sanni ekki beinlínis að hér
hafi verið geymd kjarnavopn, og
bandarískir embættismenn segi
svo ekki hafa verið, þurfi ekki
frekari vitnanna við. Þama hef-
ur forsætisráðherra tekið rök-
fræðilegt heljarstökk.
En kannski þekkir hann bara
lítið til starfa vísinda- og fræði-
manna. Kannski veit hann ekki,
að ályktun er grundvallaratriði í
vísindum og fræðum, því án
ályktunar kæmist vísindaleg
þekking ekki úr sporunum.
Kannski veit hann ekki að í vís-
indum og fræðum er aldrei hægt
að sanna neitt endanlega. Ein-
ungis styðja ályktanir með vís-
bendingum, nú eða hrekja þær
með gagndæmum.
(Kannski veit hann til dæmis
ekki, að það er ekki vísindalega
sannað að sígarettur valdi
lungnakrabba. Slíkt er ályktun,
sem er studd sterkum vísbend-
ingum. En að það hafi aldrei
verið sannað svo óyggjandi sé,
var einmitt skálkaskjólið sem sí-
garettuframleiðendur skákuðu í
sem lengst.)
Bandarísku fræðamennirnir
styðja ályktun sína með vís-
bendingum, og auðvelt er að sjá
hvernig þeir telja gögnin styðja
ályktunina. Það verður því ekki
annað séð, fljótt á litið, en að
þarna sé á ferðinni ágætis fræði-
mennska. Það er að vísu óvar-
legt að fullyrða að Bandaríkja-
mennirnir hafi rétt fyrir sér, en
það er á nákvæmlega sama hátt
alveg „fáránlegt" að fullyrða að
ekki sé nein ástæða til að taka
mark á þeim. Davíð áttar sig
sennilega ekki á því, að þessir
bandarísku fræðimenn eru
fræðimenn en ekki stjórnmála-
menn, og forsætisráðherra virð-
ist hafa brugðist við eins og um
pólitíska andstæðinga væri að
ræða (gott ef ekki laumufélaga í
Aiþýðubandalaginu - hver veit?).
En á hinn bóginn er krafa
stjórnarandstöðunnar um rann-
sókn á málinu og jafnvel ein-
hverskonar „sannleiksnefnd" al-
veg jafn hjákátleg. Rannsókn á
málinu er nákvæmlega það sem
þessir bandarísku fræðimenn
hafa nú gert, og engar líkur á að
„rannsókn" íslenskrar þing-
nefndar myndi skila einhverjum
öðrum og afdráttarlausari niður-
stöðum. Slík „rannsókn" yrði
varla annað en kostnaðarsamur
brandari.
Því verður ekki á móti mælt,
hvað sem Davíð Oddsson segir,
að það hafa komið fram vísbend-
ingar sem renna stoðum undir
þá ályktun, að kjarnavopn hafi
verið geymd á Islandi. Hvort sú
var raunin eður ei er þó ekki
fyllilega ljóst, og verður áreiðan-
lega aldrei. En vísbendingarnar
eru fyrir hendi, og þó ekki væri
út af öðru en þeim er það hroki
af hálfu íslenskra stjómvalda að
fullyrða að engin ástæða sé til
að ætla að hér hafi verið geymd
kjarnavopn.
GUÐFINNA
EINARSDÓTTIR
+ Guðfinna Ein-
arsdóttir fæddist
á Stuðlum við Norð-
fjörð 22. júlí 1906.
Hún lést á Landspít-
alanum 16. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Sigurbjörg Sig-
urðardóttir frá
Stuðlum, f. 1883, d.
1970, og Emar Ein-
arsson af Álftanesi,
f. 1881, d. 1907. Árið
1912 fluttist Guð-
finna, eða Finna eins
og hún var oftast
kölluð, til Eyja ásamt móður sinni
og stjúpa, Árna Oddssyni frá
Vestmannaeyjum, f. 1888, d.
1938. Fjölskyldan bjó lengst af á
Burstarfelli við Vestmannabraut.
Guðfinna var eina barn foreldra
sinna, en systkini hennar, börn
Sigurbjargar og Árna, voru: Sig-
ríður, f. 1910, Aðalheiður, f.
1913, d. 1987, Pálína, f. 1914, d.
1993, Lára, f. 1916, Helga, f.
1918, Vilhjálmur, f. 1921, d. 1993,
Óli Isfeld, f. 1927, d.
1938.
Ung að árum vann
Guðfinna fyrir sér í
vist. Eftir fermingu
vann hún meðal ann-
ars við fiskverkun á
Norðfirði, Raufarhöfn,
Vopnafirði og víðar. I
Vestmannaeyjum
starfaði hún aðallega
við fiskverkun auk
húsmóðurstarfa.
Guðfinna giftist 21.
maí 1932 Elíasi Sigfús-
syni, verkamanni og
verkstjóra, frá Arn-
geirsstöðum í Fljótshlíð, f. 17. mars
1900, d. 7. maí 1997 á Hrafnistu í
Reykjavík. Þau bjuggu á Hásteins-
vegi 15 í Vestmannaeyjum til ársins
1965, en fluttust þá til Reykjavíkur.
Elsti sonur Guðfinnu er Sigurberg-
ur, rafeindavirki, f. 1927. Faðir
hans var Hávarður Þórðarson frá
Neðradal í Mýrdal. Eiginkona Sig-
urbergs er Anna Ragnarsdóttir,
húsmóðir, f. 1930. Börn þeirra eru:
Eyþór, f. 1954, Ómar, f. 1958, fvar,
Elsku amma mín. Það er svo
sárt að kveðja þig. Það vantar svo
mikið þegar þú ert ekki hérna hjá
mér, elsku amma. Það var alltaf
svo gott að tala við þig. Eg þakka
guði fyrir að hafa átt þig sem
ömmu og fyrir allar góðu stundirn-
ar sem ég átti með þér. Við vorum
alltaf svo miklar vinkonur og ég
hélt svo mikið upp á þig. Þú varst
besta amma í heimi.
Ég dvaldi löngum stundum hjá
þér og afa þegar ég var lítil stelpa.
Á kvöldin fórstu alltaf með bænir
fyrir mig úr Passíusálmunum sem
hann afi þinn hafði kennt þér, síð-
an signdir þú mig alltaf. Það var
svo notalegt að ég bað þig að signa
mig aftur og aftur. Þú sagðir mér
líka alltaf svo skemmtilegar sögur
af sjálfri þér og þeim sem þér
hafði þótt vænst um. Það var svo
gaman að sjá hvernig þú ljómaðir
öll þegar þú sagðir mér frá göml-
um liðnum stundum og horfnum
ástvinum, eins og honum afa þín-
um sem þú talaðir alltaf svo fal-
lega um og henni stjúpu þinni sem
var alltaf svo góð við þig.
Ég hef aldrei kynnst jafnsterkri
kjamakonu og þér, amma mín.
Þrátt fyrir allt það sem þú hefur
gengið í gegnum varstu alltaf svo
dugleg og drífandi kona. Og þú
leist alltaf svo ljómandi vel út, svo
falleg og fín og varla komin með
eitt einasta grátt hár, þótt árin
væra orðin 93, og svo barstu þig
alltaf svo vel. Við upplifðum margt
skemmtilegt saman, amma mín.
Við bökuðum saman kleinur og
vora kleinurnar þínar alltaf þær
allra bestu.
Ég gleymi því ekki þegar ég
henti niður litlu stofuhillunni heima
hjá þér þegar ég var lítil stelpa í
einhverju frekjukasti og braut nær
allar stytturnar þínar. En þú varst
alltaf jafngóð við mig og límdir
styttumar saman og forðaðist að
nefna þetta atvik á nafn við
nokkum mann svo ég yrði nú ekki
skömmuð, en ég fékk aftur á móti
heiftarlegt samviskubit yfir því að
hafa gert þér þetta, amma mín.
Seinna gátum við hlegið dátt að
þessu. Þú varst líka alltaf svo góð
við mig þegar ég var lítil og átti
erfitt, þá sastu með mig í fanginu
og hughreystir mig.
Þú tókst alltaf svo vel á móti
okkur systkinunum og þú varst
alltaf tilbúin að fá okkur til þín og
dúlla í kringum okkur og spila við
okkur. Það verður skrítið að geta
ekki komið í heimsókn til þín á Dal-
brautina og setið, spjallað og spil-
að. Það er erfitt að sjá á eftir þér
og að halda upp á jólin án þín verð-
ur afskaplega tómlegt.
Elsku amma, að leiðarlokum
langar mig í huganum svo mikið
til að faðma þig og kyssa og knúsa
einu sinni enn, þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og segja
þér hvað mér þykir alveg ofboðs-
lega vænt um þig. Ég þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. En ég veit að þú ert
núna komin þangað sem þú vilt
vera, heim til guðs, og ert hjá öll-
um góðu englunum og í faðmi
þeirra sem þér þykir vænt um.
Það er gott að eiga minninguna
um þig og allar bænirnar þínar um
að guð og góðu englarnir vaki yfir
mér.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð.
Vaktu minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Takk, elsku amma mín.
Þín ömmustelpa
Heiðrún.
Er líður að árþúsundamótum
hefur það orðið hlutskipti fjöl-
skyldu okkar að sjá á eftir langöf-
um og nú langömmu barnanna. Að
Pzmt íínálíií 'oni uá ijöíjdiiiU
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúíleg þjónusta sem byggir á tangri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Æ*! jfö
VesturhlíB 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
&
f. 1963, Edda, f. 1965, og Ester, f.
1968. Barnabörnin eru sex.
Elías var ekkjumaður og eru
börn hans af fyrra hjónabandi,
fósturböm Guðfinnu: 1) Erna
Kristín, húsmóðir, f. 1926, eigin-
maður Garðar Stefánsson, fyrrv.
flugumferðarstjóri á Egilsstöðum,
f. 1923. Dóttir þeirra er Erna
Gréta, f. 1957._ Bamabömin em
tvö. 2) Sigfús Ágúst, sjómaður, f.
1927, d. 1948. Synir Elíasar og
Guðfinnu em: 1) Einar Pálmar, f.
1935, iðnrekandi á Selfossi. Fyrr-
verandi eiginkona Sigríður Berg-
steinsdóttir, röntgentæknir, f.
1941. Börn þeirra em: Bergsteinn,
f. 1960, Guðfinna Elín, f. 1963,
Örn, f. 1966, Sigrún Helga, f.
1970. Barnabörnin era tíu. Einar
er í sambúð með Önnu Pálsdóttur,
meinatækni og upplýsingafull-
trúa, f. 1947. 2) Sigfús Þór, pró-
fessor í tannlækningum, f. 1944.
Fyrrverandi eiginkona Þómnn
Magnúsdóttir, f. 1943, og eiga þau
eina dóttur, Heiðrúnu Osk, f.
1979. Sigfús Þór er í sambúð með
Ólafíu Ársælsdóttur, húsmóður, f.
1956. Synir þeirra: Elías Þór, f.
1988, Sævar Þór, f. 1992.
Útför Guðfinnu fer fram frá
Áskirkju á morgun, mánudaginn
25. október, og hefst athöfnin
klukkan 13.30
kveðjustund við Guðfinnu ömmu
skuli nú rannin upp er í sjálfu sér
eins eðlilegur hlutur og hægt er að
ætlast til af lífinu. Söknuður og
missir er hins vegar óhjákvæmileg-
ur og á hugann leitar umfram allt
þökk fyrir samveru við konu sem
skilaði sínu, konuna sem gaf af-
komendum sínum í veganesti
dugnað sinn, styrk og elju. Hún
neitaði sjálfri sér lengst af um að
verða gömul og fann sig aldrei
öðravísi en jafningja þeirra sem
yngri vora. Aldur hennar var þó
flestum ljós nú þegar hún tók að
þrá hvíldina, en þá skynjaði hún
það öðrum fremur að hverju dró.
Guðfinna amma var um margt
persónugervingur alþýðustéttar-
innar þar sem skilin milli vinnu
hinnar íslensku húsmóður á heimil-
inu vora samofin virkri atvinnu-
þátttöku. Þær vora stórar og
vinnulúnar hendurnar sem seildust
ofan í veskið eftir sælgætispoka
þegar hana bar að garði. Með þeim
hafði hún jafnhliða unnið við beitn-
ingu, flakað og flatt, unnið á fisk-
reit og heklað fíngerðustu dúka.
Guðfinna flutti ung að árum með
móður sinni, fóstra og yngri systr-
um frá æskustöðvum sínum við
Norðfjörð til Vestmannaeyja.
I Eyjum eignaðist hún frum-
burð sinn, Sigurberg, en stofnaði
síðar heimili með Elíasi Sigfússyni
sem var ekkjumaður og tveggja
barna faðir, þeirra Sigfúsar
Ágústs og Ernu Kristínar. Saman
eignuðust þau síðan Einar Pálmar
og Sigfús Þór. Það kom í hlut
ömmu að ganga börnum afa míns í
móður stað og ala önn fyrir heimili
þeirra allra. Lífsvettvangurinn á
blómaskeiði hennar var verstöðin
Vestmannaeyjar. Á yngri árum og
á fyrstu áram búskapar þeirra
vann hún ýmis störf sem vinnu-
kona í Eyjum og kaupakona í sveit
ásamt störfum við sjávarsíðuna
fyrir austan og síðar í Vestmanna-
eyjum.
Hlutskipti farandverkakonunnar
varð þannig stór partur af lífsbar-
áttu hennar fyrri hluta ævinnar.
Möguleikar til tekna voru fólgnir í
árstíðarbundnum eltingaleik við
fiskgengd og ferðast var með
strandferðaskipum til sumardvalar
á Austfjörðum þar sem vinna gafst.
Þátttaka í pólitík og verkalýðsbar-
átta varð vettvangur afa og meitl-
aði lísviðhorf hjónanna á Hásteins-
veginum. Henni kann á stundum
að hafa þótt nóg um en skoðana-
myndun og viðhorf vora á einn veg.
Fjölskyldan varð fyrir miklum
missi við fráfall fóstra hennar,
bróður og systursonar í bruna á
Burstafelli og síðar er Sigfús Ágúst
fóstursonur hennar drukknaði í
Vestmannaeyjahöfn. Farsæld af-