Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 35 I I WuhJiff- W.nu KVÖLOTERÐÐB: Blómkálssöpa Humaroocktail Softin Nautabringa /srajöri Kaffi -T8 Matseðill - menu úr Lagarfossi 24. júlí 1962. Forsíða og baksíða. ! Málverk Júlíönu Sveinsdóttur, múrsteinn og netakúla. Ihinni fornu borg Péturs mikla, er við nálguðumst ósa Neva-fljóts. Um þá heimsókn reit ég í Morgunblaðið þann 10. ágúst 1962 og nefndi: „Heimsókn til Leningrad". I lok þeirrar greinar rita ég svo: „Er þá engin von til þess, að rússneska þjóð- in fái notið betri lífskjara en þeirrar hörmungar, sem nú blasir við ferða- manni í Leningrad? Það má teljast .útilokað undir stjóm núverandi vald- hafa. En sú er trú mín, að í náinni framtíð muni rússneska þjóðin hafa fengið sig fullsadda á því vandræða- skipulagi, sem kallað er kommúnismi og velja sér eitthvað annað stjórnar- fyrirkomulag, sem kallað gæti að nýju fram allt það besta í fari rúss- nesku þjóðarinnar. Með þá ósk í huga kveð ég Rússland og vona að birti upp fyrir hinni rússnesku þjóð sem allra fyrst.“ Ég hefí ekki komið til Rússlands síðan 1962 og er þvi ekki H kunnugur ástandinu þar nú. Þó eru 4 vonbrigði mín mikil með ástandið í Rússlandi. Þjóð, sem aldrei hefur 3 þekkt lýðræði á erfitt með að fóta sig á lýðræðisbrautinni fyrstu skrefín. Það er eins og að stökkva út í djúpa sundlaug án þess að kunna sundtökin. Karvel Ógmundsson kenndi sjálfum sér að synda méð því að leggjast upp á hefilbekk og æfa þar sundtökin undir leiðsögn Teits Stefánssonar. Eitthvað svipað mættu Rússar reyna. VI. Þann 16. júlí var siglt frá Len- ingrad áleiðis til Gautaborgar, sem var síðasti viðkomustaðurinn í þess- ari ferð. Farandsali kom þegar um borð og hóf að selja farþegum varn- ing sinn. Gjaldeyrir farþega var löngu þrotinn, svo hann bauðst til að taka íslenska peningaseðla, en gaf aðeins ca 8,50 sænskar fyrir hundraðið. Mér var kunnugt um það, að til stæði hjá ríkisstjórn Is- lands að leyfa ferðamönnum búsett- um á íslandi að flytja með sér út og inn í landið allt að kr. 2.500 í íslensk- um krónum (reglugerð nr. 123 frá 21. júní 1962, gekk í gildi 1. júlí 1962). Lánaði Guðmundur Einar bryti mér tólf hundruð krónur í 100 króna seðlum og arkaði ég með þá niður í Skandinaviska Banken og bað starfsmenn skipta þessum seðlum. Hik kom á bankastarfsmenn, er ég reiddi fram hina tólf hundraðkalla, því þeir höfðu örugglega aldrei fyrr verið beðnir um að skipta íslenskum seðlum, enda heimildarreglugerðin svo til ný. Þó sá ég sýnishorn af ís- lenskum seðlum í skúffu einni, hálf- opinni. Nú ákveða þeir að prófa heiðarleik minn og spyrja eldsnöggt um leið og þeir benda á myndina af Hólum í Hjaltadal á hundraðkallin- um: „Hvað er þetta?“ og ég svara: „Dette er et biskopssæde". Enn hefi ég ekki komist til þess að fletta þvi upp í sænskri orðabók, hvort þetta þýðir biskupssetur eða biskupssæði. Nema hvað. Ég fékk seðlunum skipt og það á réttu gengi. Þegar ég kom um borð aftur og sýndi meðfarþeg- um mínum bankanótuna og benti þeim á, hvað farandsalinn hefði svindlað á þeim, þá varð uppi fótur og fít um borð. Farandsalinn varð að leiðrétta þennan mun. Greiddi mun- inn að vísu ekki nema í vörum. Rétt gengi var skr. 11,40 fyrir hundrað- kallinn. Lesendur kann að undra, hvað far- þegar hafa fyrir stafni í 33 daga sigl- ingu. Því er fljótsvarað. Það var spil- að alla daga jafnt, frá 16-18 og 21-24, bæði bridge og vist. I bridgeklúbbn- um vorum við yfirleitt þessi: Jón Sig- urðsson og Dýrfinna Tómasdóttir, Elín Ellingsen og greinarhöfundur. Einnig gripu skipstjórahjónin Hr- efna og Birgir stundum í spil með okkur, ef þannig stóð á. Síðasta kvöld okkar í Gautaborg er sagt við okkur bridgefólkið: „Ætiið þið ekki í skemmtigarðinn Liseberg í kvöld, hann er næstum því eins flottur og Tívolí í Kaupmannahöfn?" Þá svöruð- um við einum rómi: „Nei, við ætlum að vera heima og spila.“ Svo lengi geta menn dvalið um borð í skipi, að þeim finnist það vera heimili sitt. Morgunverður hófst kl. 7.00 og var það líkara „köldu borði“ en venjuleg- um morgunmat, svo ríkulega var þar allt fram borið. Kl. 12 hádegisverður, venjulega þríréttaður. Miðdagskaffi kl. 15.30, kveldverður kl. 18.00, oft fjóiTéttaður. Kvöldkaffi kl. 21.00. Ég fitnaði um 10 pund á þessum 33 dög- um og það tók mig 10 ár að ná þeim af mér aftur. Ég var kjörinn ritstjóri skipsblaðsins Marbendils, sem því miður mun vera glataður. Móður- systur mínar Elín og Guðrún fóru af skipinu í Gautaborg, en þrír farþegar komu um borð í staðinn, Hrefna Arn- alds menntaskólanemi, nú kennari, og tvær stúlkur, sem starfað höfðu í naglaverksmiðju í Gautaborg. Sjö farþegar voru um borð í Lagarfossi allan tímann, þessa 33 daga, aðrir stóðu styttra við. Enn á ég í fórum mínum matseðil- inn frá 24. júlí 1962. Aftan á hann er ritað: „Síðasta kvöldmáltíðin um borð í Lagarfossi, 24/7 - 1962. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ Undir þetta rita skipstjórinn og allir farþegar nema einn. VII. Ferðalok Þann 25. júli 1962 er stimplað í mitt gamla vegabréf: „Komudagur 25. júlí 1962. Vegabréfaskoðunin i Reykja- vík.“ Ævintýraferðinni var lokið. Mik- ill handagangur i eldhúsi og borðsal. Brytinn kallar hárri röddu: „Fljótir að spæla eggin og steikja beikonið. Tollararnir eru að koma . . .“ 22. júní 1962 var lagt af stað frá Reykja- vík og 33 dögum og 10 pundum síðar komið aftur til Reykjavíkur. Þessi ferð mun mér aldrei úr minni líða. Höfundur er lögfræðingur. Heimildir: 1) Skipasaga í sjötíu og fimm ár: Hilm- ar Sporrason skráði, útg. Eimskipafé- lag Islands hf. Prentun Oddi hf. Reykjavík, 1988. 2) Morgunblaðið, 10. ág. 1962: Heim- sókn til Leningrad eftir Leif Sveinsson. 3) Sjómannsævi, Endurminningar Kar- vels Ögmundssonar skipstjóra, II... bindi, Dis. 11, Bókaútgáfan Öm & Ör- lygur hf., 1982. 4) Dagbók Elinar Ellingsen, skráð um borð í Lagarfossi 22. júní - 19. júlí 1962, handrit. Síðustu sætin til London frá kr. Helgarferð Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til heimsborgarinnar London í nóvember og nú seljum við síðustu sætin í vetur á hreint ótrúlegu verði; flugsæti frá aðeins kr. 13.890. Hvergi í Evrópu er jafn mikið um að vera í listum og menningarlífi og í London. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval hótela, frá 2-4 stjömu og að sjálfsögðu nýtur þú góðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann Heimsferðir bióða gott úrval hótela í hjarta London. 8. og 15. nóvember Verð kr. 13>890 Flugsæti með flugvallarsköttum, 8. og 15. nóv. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. 11. nóvember Verð kr. 24.990 Flug og gisting á Bayswater Inn hótelinu í London með morgunmat. Flugvallarskattar innifaldir. Gildir 11. nóvember. Flug alla fimmtudaga og mánudaga í nóvember. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Hvenær er laust? 28. okt. - uppselt I. nóv. - 18 sæti 4. nóv. - uppselt 5. nóv. - 11 sæti 8. nóv. - 36 sæti II. nóv. - 19 sæti 15. nóv. - 29 sæti 18. nóv. - 11 sæti 25. nóv. - 21 sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.