Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ? % Mynd Sig. Aðalsteinsson Klakahöll „Vetmrnóttin varla mun oss saka“ Það er ekki erfítt að þreyja þorrann og góuna, segir Stefán Friðbjarnarson, ef við- horfíð er vel grundað og rétt. Haustið nálgast, hríð og vetrarrosinn sennerekkisólarvon, senn er áin frosin. (Stefán frá Hvítadal) í GÆR, laugardaginn 23. októ- ber, hófst gormánuður að fornu tímatali. Og þá var fyrsti vetrar- dagur. Gleðilegan vetur, góðir iesendur! Sumur eru stutt í landi með okkar hnattstöðu. Sól og ylur aðeins fáa mánuði. Ekki einu sinni á vísan að róa um blíðviðri þessa sumarmánuði. Samt vóru þeir kallaðir bjargræðistími, bæði til sjávar og sveita, áður en tæknibyltingin og vélvæðingin komu til sögunnar. Þennan tíma þurfti að nýta vel til fæðuöflunar fyrir fólk og búsmala. Veturinn, langur og strangur, bauð upp á fátt annað en skammdegi, kulda og myrkur. Engir vóru vegimir, engar hafnir af mönnum gerðar, engin samgöngutæki (utan hest- ar og árabátar), ekkert sjón- varp, ekkert útvarp, enginn sími. Það þarf engan að undra þótt áar okkar treguðu sumarið, þeg- ar það var gengið. Það þarf heldur engan að undra haust- kvíðann, sem settist að í hugum margra þeirra, einkum þegar vetrarforðinn var smár. Samt sem áður átti haustið sinn sjarma, - sinn þokka, svo notað sé rétt orð. Fjallkonan skartar fegurð allar fjórar árstíðimar en haustlitir gróðurkragans um- hverfis hálendið gleðja augun meira en flest annað. Göngur og réttir, sem heyra til síðsumri og hausti, vóru og eins konar hér- aðs- og þjóðhátíðir, sem fólk hlakkaði til sumarlangt. Haust- ið, fyrsti vetrardagur og vetur- nætur vóra og veizlutími með norrænum mönnum. „Vetumáttaboð og leikar um það leyti koma víða fyrir í ís- lendingasögum. Snorri goði, Ólafur pá og Ósvífur, Gísli Súrs- son, Þorgrímur mágur hans, Ólafur á Haukagili, Gunnar og Njáll halda allir haustboð á vet- urríóttum, en Breiðvíkingar hafa knattleiki,“ segir í Sögu dag: anna eftir Áma Bjömsson. Á 12., 13. og 14. öld fer að vísu lítið fyrir frásögnum af vetumátta- boðum, en ýmiss konar mann- fagnaður, einkum brúðkaup, var gjarnan tímasettur að hausti. Astæðan er augljós. Haustið var uppskerutíð. Þá vóra gnægtir matar. Og „hér er fallegt þegar vel veiðist" sögu gömlu menn- irnir. Fyrsti vetrardagur skipaði nokkum sess með þjóðinni. I Sögu daganna segir: „Fyrsti vetrardagur var reyndar hálf- heilagur messudagur í Hólabisk- upsdæmi þar til konungur bann- aði þá villu árið 1744. Piltar í Hólaskóla vóra samt undanþegn- ir skyldulestri þann dag meðan sá skóli starfaði. Hugvekjur til húslestra fyrir daginn vóra einnig gefnar út miklu lengur. Um tveir tugir heimildarmanna hvaðanæva minntust þess að húslestrar hófust fyrsta vetrar- dag eða með vetumóttum." Menn styttu veturinn með ýmsum hætti, ekki sízt með mannfagnaði ýmiss konar. Haustfagnaði. Miðsvetrarfagn- aði. I kristnum sið lýstu jólin upp vetrarskammdegið, bæði í um- hverfinu og í huga fólks. Þá tók dag að lengja á nýjan leik og birtan að hrekja myrkrið út úr sólarhringnum, hægt en mark- visst. Og fagnaðarboðskapurinn um sigur lífsins yfir dauðanum færði fólki styrk og þrek. Veturinn, kuldinn og myrkrið setja trúlega ugg í brjóst nú- tímafólks sem fyrri tíðar manna. Það býr á hinn bóginn við allt aðrar aðstæður. Á tímum hita- veitna, rafljósa, fjarskipta og gjörbreyttra samgangna er vet- urinn ekki sá vágestur sem hann var. Félagslíf á vetrarmánuðum blómstrar og sem urt í gróður- húsi. Ásókn hvers konar afþrey- ingar í tómstundir fólks er nán- ast yfirgengileg. Vetraríþróttir eiga ófáa unnendur, sem fagna snjóalögum. Ferðir á suðlægar sólarstrendur era og sem betur fer mörgum viðráðanlegar. Veturinn er eftir sem áður veðurfarslega sá sami og hann var. Bitur reynslan hefur kennt okkur að umgangast hann, veð- ur hans og snjóalög með varúð. En hann er þrátt fyrir allt ávís- un á nýtt vor, nýja bjargræðistíð og nýtt líf í umhverfi okkar. Lokaerindi kvæðis Stefáns frá Hvítadal, sem vitnað var til í inngangi þessa pistils, sefa og haustkvíðann. Himinn yflr. Huggast þú, sem grætur. Stjömur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnætur. Vetramóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til íhugunar FJÖGURRA ára telpu- hnokki var sendur sál- fræðingi til athugunar vegna þess að stúlkubarn- ið málaði allar myndir með svörtum lit. Þetta þótti ískyggilegt. Telpan greindi heldur ekki mun á ljósbláu og dökkbláu og svo framvegis. Síðar kom í ljós að barnið vantaði gleraugu. Ekki tók skárra við þegar sálgreinirinn bað telpuna að láta tiltekinn kubb við enda á borð. Hún setti kubbinn á mitt borð. Nið- urstaða: Barnið illa upp- alið - ef ekki þroskaheft. I dag er telpan fullvaxin stúlka, dúx í stærðfræði. Hvort þakka ber sálfræð- ingnum veit ég ekki - en á misjöfnu þrífast víst börn- in best. Nú, gegnum tímans rás hefur margur æskumað- urinn glímt við stam, jafn- vel allt fram á efri ár. Hvort stamið á eitthvað skylt við orðið „hérna“ sem lærðir sem leiknir nota í viðtalsþáttum fjöl- miðla i tíma og ótíma er ég ekki nær um, nema hvað mér féll allur ketill í eld síðastliðinn vetur þeg- ar einn sérfræðingurinn, reyndar ekki sálfræðing- ur, notaði orðið „hérna“ fimmtíu sinnum í frekar stuttu viðtali. Guðrún Jacobsen. Verkamaður og viðskiptaeðlið EG las í DV nýlega að ekki væri viðræðugrundvöllur um launamái verkafólks. Og til verður enn eitt við- skiptahallærið í sögu mannkyns. Nú býst ég fastlega við því að atvinnu- rekendur eigi börn og fá þau stundum vasapening. Dæmi: Kalli fær 2000 þús. krónur í vasapening frá foreldrum og verður hann að vera mjög sparsamur ef það á að duga í viku, en ekki fer neitt í sparnað af því fé. Svo að Kalli gat því litlu eytt. En svo gerði pabbi Kalla góðan samning og fékk þá Kalli allt í einu 10 þús. krónur á viku, og viti menn, hann fór að eyða meiru. Verkamaður, einstak- lingur, getur ekki keypt sér íbúð og allt það sem þarf í búið með 70 þús. krónur á mánuði. En ef það yrðu 170 þús. krónur á mánuði þá kæmi annað hljóð í strokkinn og versl- un myndi dafna sem aldrei fyrr. Fyrir utan það að það eru talin sjálfsögð mann- réttindi að fólk geti lifað af launum sínum samkvæmt 5. gr. mannréttindalaga Sameinuðu þjóðanna. Og gefa þeir út þróunarstyrki handa þeim þjóðum sem eru til dæmis að þróa nýtt og betra launakerfi. Eg spyr: Er þá ekki kominn viðræðugrundvöll- ur fyrir betri laun í land- inu? Hvað segja atvinnu- rekendur og verkamanna- forystur við því? Svar óskast, fljótt og ör- ugglega, eins og viðgengst í viðskiptabransanum hér á okkar fróma landi land- könnuða, Islandi. Verkamaður í Reykjavík. Hver kannast við vísuna? KANNAST einhver við vísuna um Verslunina Edinborg? Það brot sem ég kann byrjar svona: Hlauptu niðrí Edinborg, það fróðlegt er að sjá. Gakktu beint upp stigann, opið verður þá. Basar harla mikið best sem landið á en budduna uppúr vasanum gleymdi ekki að ná. Getur verið að sumt eigi að vera öðruvísi en er þarna og eru þeir sem þekkja þessa vísu beðnir að hafa samband við Sigrúnu í síma 554 1972. Þakkir SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til Reynisbakarís á Dalvegi í Kópavogi. Hún hafði farið þangað og keypt tertu, sem hún missti síðan í gólfið. St- arfsfólkið fór strax og náði í aðra fína og stóra mar- sípantertu sem það lét hana hafa í staðinn. Sagði hún að starfsfólkið væri einstaklega þægilegt og brauðið og kökumar góðar í bakaríinu. Einnig vildi Sigríður koma á framfæri þökkum til verslunarinnar Álnabæjar í Miðbæ við Háaleitisbraut. Starfsfólk- ið þar værí einstaklega lip- urt og gefi góð ráð. Tapað/fundið Hvítagullshálsmen HVÍTAGULLSHÁLSMEN með nokkrum demöntum týndist 20. október á röntgendeild Landspítal- ans. Hálsmenið er erfða- gripur og mikill tilfinn- ingalegur missir fyrir eig- andann. Fundarlaun. Upp- lýsingar í síma 862 6672 eða skilist í upplýsingar á Landspítalanum. Hlutavelta Þessir duglegu krakk- ar söfnuðu 6.200 krón- um sem þau gáfu í Styrktarsjóð Um- hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Þau eru öll átta ára og heita Snæ- dís, Sólveig Hlín og Marvin Ingi. Um- hyggja færir þeim hjartans þakkir fyrir. Yíkverji skrifar... VINUR Víkverja hafði samband og vildi koma á framfæri orðinu beruglettur. Það vill hann nota yfir enska orðið striptease og finnst það mun betra en að tala um erótískan dans. Sá sem sendi Víkverja þessar línur smíðaði ekki umrætt orð, held- ur heyrði hann kunningja sinn „fyTstan manna nota þetta orð löngu áður en beraglettur urðu ómissandi þáttur í reykvísku menningarlífi“, eins og hann orðar það. Hugmyndinni er hér með komið á framfæri. Hvemig skyldu íslensku- fræðingar taka tillögunni? Og hvað finnst eigendum skemmtistaða þar sem beruglettur era í boði? xxx SERA Olafur Skúlason biskup var annar tveggja viðmælenda Sig- mars B. Haukssonar í matreiðslu- þætti hans í Sjónvarpinu á dögunum. Séra Olafur og Ebba eiginkona hans fluttu vitaskuld úr biskupsbústaðn- um eftir að hann hætti í embætti, en Víkveiji hafði ekki heyrt hvert þau fluttu, fyrr en séra Olafur upplýsti það í þættinum. Og Víkverja fannst staðsetning hins nýja heimilis þeirra hjóna sérlega vel við hæfi; þau búa nefnilega við Kirkjusand! xxx ISLENSKIR atvinnumenn í knatt- spymu skipta nú orðið tugum er- lendis. Þeir era misjafnlega áber- andi, eins og gefur að skilja, en Vík- verji hefur fylgst með einum þeirra af sérstakri aðdáun upp á síðkastið. Það er Eyjólfur Sverrisson, Sauð- krækingurinn öflugi, sem leikur nú með Hertha Berlin í Þýskalandi. Eyjólfur er einn þeirra leikmanna sem era draumur hvers þjálfara; stendur alltaf fyrir sínu og skilar ætíð því hlutverki vel sem hann er beðinn um. Víkverji fylgdist með leik Herthu og ítalska stórliðsins AC Milan á Sýn í Meistaradeild Evrópukeppninnar í vikunni, og hreifst af Eyjólfi. Hann var ekki einn þeirra leikmanna sem mest vora með boltann, eða mest áber- andi á sjónvarpsskerminum. Því fór reyndar fjarri. En þjálfari Hertha hafði greinilega falið Eyjólfi það hlutverk að gæta brasilíska lands- liðsmannsins frábæra, Leonardos, og íslendingurinn gerði það með þvílíkum sóma að Brasilíumaðurinn hreinlega sást ekki. Eyjólfur hafði hann algjörlega í vasanum, eins og stundum er. Eyjólfur þurfti að fara í uppskurð vegna meiðsla í haust og var nýfar- inn að leika á ný þegar íslendingar mættu Frökkum á Stade de France, í lokaleik undankeppni Evrópu- mótsins á dögunum. Þrátt fyrir að vera ekki í mikilli leikæfingu fór fyrirliðinn Eyjólfur þar fyrir lands- liðinu eins og sönnum herforingja sæmir; skoraði fyrra mark Islands með stórglæsilegu skoti eftir auka- spyrnu utan vítateigs og steig vart feilspor í vöminni. Enda hrifust Frakkar af leik hans, sem von var. Eyjólfur er lifandi dæmi um það hve langt er hægt að ná með réttu hugarfari. Seint verður sagt um Eyjólf að hann sé leiknasti knatt- spyrnumaður Islands, en það vinn- ur hann sannarlega upp með réttu hugarfari og baráttuanda. xxx EYJÓLFUR Sverrisson hefur aldrei leikið í efstu deOd ís- lensku knattspymunnar. Hann var hjá Tindastóli í heimabæ sínum, Sauðárkróki, þegar hann skoraði fjögur mörk í unglingalandsleik gegn Finnum á Akureyri fyrir nokkrum árum og sú frammistaða varð til þess að honum var boðið tO VfB Stuttgart í Þýskalandi, þar sem Ásgeir Sigurvinsson var fyrir. Ferill Eyjólfs hefur eftir það verið stór- glæsilegur; hann varð bæði meistari með Stuttgart og síðan Besiktas í Tyrklandi, þar sem hann lék einn vetur. Hann gekk síðan til liðs við Herthu í Berlín, sem þá lék í 2. deild; kvaðst vilja taka þátt í því að byggja upp stórlið í verðandi höfuð- borg sameinaðs Þýskalands og óhætt er að segja að hann hafi náð því markmiði sínu. Eyjólfur er orðinn vel stæður fjárhagslega á knattspyrnuiðkun sinni og á það sannarlega skOið. Víkverji gleðst yfir velgengni svona manna, sem era tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná langt. Allt of mörg dæmi eru nefnOega um stór- efnilega íþróttamenn, sem hafa ekki rétta hugarfarið, og enda sem með- almenn hjá félögum einhvers staðar úti í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.