Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/10-23/10 ►FRESTUR til að skila inn þátttökutilkynningum vegna kaupa á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins rann út á fímmtudag- inn. Ekki hefur verið upp- lýst hversu margar þátt- tökutilkynningar bárust, en líklega munu þær upplýsing- ar verða kunngjörðar í vik- unni. ►Líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld og sam- starfsaðilum þess hefur tek- ist að greina genabreytingu sem veldur ákveðinni teg- und af sykursýki, svokall- aðri snemmkominni fullorð- inssykursýki. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta tekst á Islandi. ►MEIRIHLUTI íslendinga, eða um 73%, teiur að það skipti miklu, eða öilu máli að fram fari lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Þetta kom fram I skoðanakönnun sem gerð var fyrir Náttúru- verndarsamtök Islands. Samtökin hafa kært ísiensk stjórnvöld fyrir að hunsa mat á umhverfísáhrifum til Eftirlitsstofnunar EFTA. ►í FRUMVARPI tii fjár- aukalaga fyrir árið 1999, sem lagt var fram á Alþingi á fimmtudaginn, er gert ráð fyrir að einum milljarði króna verði varið til rekst- urs sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Samkvæmt frumvarpinu aukast útgjöld ríkissjóða um 5 milljarða króna. ►LÖGREGLAN í Reylgavík handtók á miðvikudaginn karlmann á fertugsaldri í tengslum við rannsókn á stóra fíkniefnamálinu og hefur hann verið úrskurðað- ur í eins mánaðar gæslu- varðhald. Einum gæsluvarð- haldsfanga var sleppt úr haldi á þriðjudag og sitja nú tíu karlmenn í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Engin kjarnorku- vopn á Islandi UTANRÍKISRÁÐHERRA., barst á fímmtudaginn staðfesting frá banda- ríská varnarmálaráðuneytinu um að kjarnorkuvopn hefðu ekki yerið á Is- landi á árunum 1956 til 1959'og þar með var njðurstöðú þriggja bandarískra fræðimanna vfsað'í'bug. Á miðvikudag- inn birtist frétt í bandarískum fjölmiðl- um, þar með talið í Washington Post og New York Times, þess efnis að kjarn- orkuvopn hefðu verið staðsett á Islandi á þessum tíma og var vísað í grein fræðimánnanna í tímaritinu Bulletin of the Atomic Scientists. Fræðimennirnir byggja niðurstöður sínar á upplýsing- um úr bandarísku skjali, þar sem var að fínna lista yfir erlend rfki, sem kjarn- orkuvopn voru flutt til á árunum 1945 til 1977. Á listanum hafði verið strikað yfír nafnið, sem fræðimennimir töldu að ætti við ísland, en þeir kváðust hafa komist að þeirri niðurstöðu að nafn ís- lands hefði staðið í eyðunni með því að styðjast við aðrar heimildir. íslendingar fyrstir til Ameríku NORSKI fræðimaðurinn Thor Heyer- dahl hefur undir höndum gögn sem hann telur sanna að íslendingar hafi komið fyrstir til Ameríku. Annars vegar er um að ræða gögn frá árinu 1070, sem Heyerdahl fann nýverið í skjalasafni Vatíkansins, þar sem rætt er um landa- fundi Islendinga í Ameríku, hálfri annarri öld áður en Grænlendingasaga og Eiríks saga rauða voru skrifaðar. Hins vegar er um að ræða afrit af portúgölskum gögnum sem þykja sýna fram á að Kólumbus hafí haft vitneskj- una um Ameríku frá norrænum mönn- um og af þeim gögnum dregur hann þessa ályktun. Nýtt mat á þjóðhags- legum áhrifum álvers HEILDARFJÁRFESTING við bygg- ingu 120 þúsunda tonna álvers á Reyð- arfirði, sem tæki til starfa árið 2003, nemur rúmum 60 milljörðum króna og landsframleiðsla myndi aukast um 2%. Ef álverið yrði stækkað í 240 þúsund tonn, sem yrði lokið árið 2008, nemur heildarfjárfestingin 180 milljörðum og landsframleiðsla yrði 5% hærri. Þetta kemur fram í endurskoðuðu mati Þjóð- hagsstofnunar. Wahid kjörinn forseti Indónesíu ABDURRAHMAN Wahid var óvænt kosinn forseti Indónesíu í atkvæða- greiðslu á þingi landsins á miðvikudag og bar sigurorð af leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, Megawati Sukarnoputri. Wahid er tæplega sextugur, hann er leiðtogi stærstu samtaka múslima í landinu. Meirihluti Indónesa er islams- trúar. Nýi forsetinn er afar heilsuveill en nýtur mikillar virð- ingar. Stuðnings- menn Sukarnoputri efndu til mikilla óeirða í höfuðbörg- inni Jakarta er úrslitin lágu fyrir og á fimmtudag var Sukarnoputri kosin varaforseti. Er talið að vegna heilsú- leysis Wahids geti varaforsetaembættið orðið áhrifamikið en margir óttast sámt að herinn verði eftir sem áður erfíður viðfangs og valdabaráttunni sé ekki Íók- ið. Abdurrahman Wahid Rússar nálgast Grosní RUSSAR skutu flugskeytum á Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, á fimmtudag. Óljóst var um mannfall en skelfing greip um sig meðal borgarbúa. Tals- menn Tsjetsjena sögðu að 60 hefðu farist er flugskeyti lenti á markaðstorgi og annað á mosku. Vladímír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, sagði að það færi „eftir aðstæðum“ hvort rússneski herinn réðist inn í Grosm' en herinn var á föstudag aðeins 12 kílómetra frá borg- ►PAKISTAN var í vikunni vísað úr öllum nefndum Sam- veldisins, samtaka Breta og fyrrverandi nýlendna þeirra, vegna valdaráns hersins í Pakistan. Fréttaskýrendur telja að valdaránið hafi vfð- tækan stuðning meðal al- mennings í landinu. ►JIANG Zemin, forseti Kfna, kom í opinbera heimsókn til Bretlands á þriðjudag og var efnt til mótmæla f tcngslum við heimsóknina vegna mannréttindabrota kín- verskra stjórnvalda. Jiang hélt til Frakklands frá London og var búist við sams konar aðgerðum þar í landi, að undirlagi mannréttinda- samtakanna Amnesty International. Tony Blair, forSúÆTsFáðherra Bretlands, hvatti Jiang til að hefja við- ræður við Dalai Lama, útlæg- an leiðtoga Tíbeta, um sjálf- stjórn. ►BILL Clinton Bandaríkja- forseti ákvað á mánudag að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi um fjármögnun erlendra verkefna sem þing- ið hafði undir forystu repúblikana skorið mjög nið- ur. Forsetinn sagði að sam- kvæmt frumvarpinu væri engu fé varið til að liðka fyr- ir friðarsamningum Israela og Palestínumanna og heldur ekki til að lækka byrði skuldugra rfkja f Rómönsku Ameríku. FRÉTTIR Landafundanefnd kynnti áform sín í Kanada Bjarni geimfari tekur þátt í hátíðahöldunum Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson Fulltrúar landafundanefndar áttu viðræður við fjölmarga aðila í fór sinni til Kanada. Winnipeg. Morgunblaðið. BJARNI Tryggvason geimfari og dr. Kári Stefánsson munu taka þátt í hátíðahöldum íslendinga í Kanada á næsta ári. Þetta tilkynntu Atli Ás- mundsson, Skarphéðinn Steinars- son og Guðjón Arngrímsson á blaðamannafundi sem skrifstofa að- alræðismanns Islands í Winnipeg, Svavars Gestssonar, boðaði til ásamt Davíð Gíslasyni, formanni Millennium 125-nefndarinnar í Winnipeg, í vikunni. Hátíðahöldin hefjast 12. apríl þegar Davíð Oddsson afhendir Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem er gjöf íslensku þjóðarinnar til Kanadamanna. Styttan verður varðveitt í Museum of Civilization í Ottawa. Bjami Tryggvason geim- fari verður viðstaddur athöfnina. Kathy Amason, sem skipuleggur hátíðahöldin í Ottawa, sagði að kanadískum skólabörnum yrði boð- ið til hátíðarinnar til þess að halda upp á 1000 ára afmæli Snorra, fyrsta evrópska barnsins sem fædd- ist í Norður-Ameríku, en styttan, sem er eftir Ásmund Sveinsson, sýnir Snorra í fangi Guðríðar móður sinnar. Annar hápunktur hátíðahaldanna verður koma víkingaskipsins Is- lendings til Nýfundnalands 28. júlí en þar mun Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra taka á móti skipinu. Skipið mun koma við á 12 stöðum á Nýfundnalandi og halda síðan til Halifax og svo áfram til New York. I Manitoba munu helstu hátíða- höldin fara fram í októbermánuði, en þá verður íslenskt minjasafn opnað í Gimli. Islenska bókasafn há- skólans í Manitoba verður flutt í nýtt húsnæði en það er annað stærsta safn íslenskra bóka utan Is- lands. í október verður einnig hald- in ráðstefna á vegum íslenskudeild- ar háskólans þar sem dr. Kári Stef- ánsson verður framsögumaður. í lok október verður haldið upp á að 125 ár verða liðin frá því að fyrstu Islendingarnir settust að á Nýja íslandi, en það var þann 21. október 1875 sem fyrsti hópur land- nemanna kom að landi á Víðirnesi, skammt lýrir sunnan Gimli. Björk var upptekin „Við munum sýna íslenskar kvik- myndir, kórar koma í heimsókn og leiksýningin Ferðir Guðríðar verð- ur sýnd víðsvegar um Kanada," sagði Svavar Gestsson þegar hann afhenti blaðamönnum lista sem innihélt yfír eitthundrað atburði sem ísland stendur fyi-ir á næsta ári í samvinnu við Vestur-Islend- inga. „Við reyndum að fá Björk Guðmundsdóttur til að koma, en hún verður því miður of upptekin á næsta ári,“ var svar hans þegar kanadískir blaðamenn sáu að hún var ekki á þeim lista. „Við erum hér tO að samræma vinnu Landafundanefndar og Millennium 125-nefndarinnar, og eins tij að funda með forsvarsmönn- um íslendingadagsins í Gimli,“ sagði Skarphéðhm Steinarsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytis- ins, og bætti því við að ljóst væri að undirbúningur hátíðahaldanna í Kanada gengi vel. Hæstiréttur í máli kynferðisafbrotamanns Olvunarakstur ekki afsak- anlegur með neyðarrétti HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt þekktan kynferðisafbrotamann tO 6 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa þrívegis ekið bfl undir áhrifum áfengis. Hann hefur sautján sinnum hlotið refsingu vegna ölvunarakst- urs, auk dóma fyrir auðgunarbrot og sjö dóma fyrir kynferðisafbrot gegn bömum og ungmennum. Hæstiréttur féllst ekki á að í eitt skipti hefði manninum verið nauð- ugur einn kostur að aka, vegna að- súgs sem hópur unglinga gerði að honum. Maðurinn var við drykkju á Hvolsvelli í október í fyrra, en hann hafði þá aðsetur í sendibifreið, sem hafði verið lagt í stæði við matsölu- stað. Hann þvældist ölvaður um bæinn og fór m.a. á svokallað opið hús 6-13 ára bama í félagsmiðstöð bæjarins, en var vísað þaðan út af forstöðukonu. Það spurðist út með- al barna og unglinga bæjarins að þessi þekkti kynferðisafbrotamaður væri í bænum og ákváðu a.m.k. nokkur þeirra að stuðla að því að hann yfíi-gæfi bæinn. Að kvöldi þessa dags, eftir að maðurinn var lagstur tfl svefns í bifreið sinni, vaknaði hann við hávaða og læti í um 20-30 ungmennum, sem safnast höfðu saman á planinu. Nokkur ungmennanna vom á bifreiðum og beindu ljósum þeirra að bifreið mannsins, sumir hristu bifreiðina til og sparkað var a.m.k. einu sinni í hana. Manninum tókst ekki að setja bifreiðina í gang, en nokkrir ung- linganna ýttu henni í gang og ók hann þá á brott. Einn af unglingun- um hringdi þá á lögreglu og nokkr- ir þeirra óku á eftir manninum allt þar til lögregla stöðvaði för hans eftir 7-8 kflómetra akstur. Maðurinn krafðist sýknu af ákæru fyrir ölvunarakstur í þetta sinn og bar við neyðarrétti, en HæstO’éttur tók ekki undir það og vísaði tfl forsendna héraðsdóms, þar sem sagði að þótt unglingamir hefðu kallað ókvæðisorð að mannin- um yrði samkvæmt framburði vitna í málinu ekki byggt á þeirri fullyrð- ingu mannsins að honum hefði verið hótað lífláti eða líkamsmeiðingum. Þá hafí ekkert komið fram sem styðji þá fulllyrðingu hans að bifreið hans hafi orðið lyrir grjótkasti. Hann hafi mátt vita að akstur hans var vítaverður þar sem hann ók undir áhrifum áfengis um götur Hvolsvallar og eftir þjóðvegi nr. 1, í stað þess til dæmis að leita eftir að- stoð á matsölustaðnum eða hringja þaðan eftir aðstoð. Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á (slensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku. - - FORLAGIÐ b' Laugavegl 18 • Síml 51S 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.