Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR List og atvinnu- starfsemi NEMENDUR á 2. ári á skúlptúr- sviði myndlistardeildar Listahá- skóla íslands fóru í nokkur fyrir- tæki borgarinnar og opinberuðu verk sín sl. föstudag. Verkefnið er í tengslum við námskeið er kallast List og atvinnustarfsemi, undir handleiðslu Halldórs Ás- geirssonar myndlistarmanns. Nemendur völdu sér fyrirtæki eða stofnun sem viðfangsefni og gerðu sfðan verk út frá þeirri reynslu og upplifun sem þau urðu fyrir. Hugmyndin sem ligg- ur til grundvallar er að vinna myndlist út frá nýjum forsendum og setja upp myndverk á stöðum er tengjast hinu daglega lífí. Þau sem taka þátt í verkefninu eru Birta Guðjónsdóttir, sem sýn- ir myndverk fyrir utan Kassa- gerð Reykjavíkur og í húsnæði Kexverksmiðjunnar Fróns. Bryn- dís Erla Hjálmarsdóttir setur upp verk í inngangi Granda hf. Dorothée María Kirch á verk hjá Landsvirkjun við Háaleitisbraut. Fjölnir B. Hlynsson og Rósa Sig- rún Jónsdóttir setja upp hvort sitt. myndverkið í húsnæði Vífíl- fells ehf. og er verk Rósu gert með þátttöku starfsmanna fyrir- tækisins. Guðlaugur Valgarðsson er með útiverk við Veðurstofu ís- lands. Ida Sigríður Kristjánsdótt- ir kemur sínu verki fyrir í sæti í Háskólabíói og Sævar Karl Óla- son setur upp verk í fatahreins- uninni Hraði við Ægissíðu. Morgunblaðið/Golli Hluti nemanna sem verk eiga í verkefninu List og atvinnustarfsemi í stigaganginum í Granda. Ensk flautuhljóm- sveit í tónleikaferð Á VEGUM Stúlknakórs Bústaða- kirkju er hér á landi stödd flautu- hljómsveit frá Cleckheaton í Englandi undir stjóm Margaret Humphreys. Hljómsveitin leikur við tónlistarmessu í Bústaðakirkju á sunnudaginn og í Grindavík sama dag klukkan 18. Þá heimsækir hljómsveitin Tónlistarskólann í Hafnarfírði á miðvikudaginn og leikur þar kl. 16. Aðaltónleikar hljómsveitarinnar era föstudaginn 29. október kl. 18, en þeir tónleikar verða haldnir í Bústaðakirkju. Hljómsveitin mun einnig heimsækja Réttarholtsskóla og Lýðskólann. Tríö Sigurðar Flosasonar á Múlanum TRÍÓ Sigurðar Flosasonar stígur á svið í Sölvasal á Sóloni Islandusi, þar sem Múlinn hefur aðsetur sitt, í kvöld, sunnudagskvöld kl. 21. Tríóið mun leika meira og minna þekkta djassstandarda í opnum og frjálslegum útsetningum. Tríóið skipa Sigurður Flosason á altosaxófón, Matthías Hemstock á trommur og Þórður Högnason á kontrabassa. Þeir hafa leikið saman í ýmsum hljómsveitum um árabil en koma nú fram sem tríó í fyrsta sinn. Stúlknakór Bústaðakirkju tekur þátt í tónleikunum. Á efnisskránni eru útsetningar á klassískum verkum Brahms, Fauré og Mozarts, verk samin fyrir flautu- hljómsveit t.d. eftir Debussy, Jelle Hogenhuis, Trevor Wye og Bill Holcombe og ensk þjóðlög í ýmsum útsetningum. Flautuhljómsveitin hefur haldið fjölmarga tónleika á Englandi. Hljómsveitin er ein af sex hljóm- sveitum sem æfa í Cleckheaton-tón- listarmiðstöðinni, en þar eru 200 tónlistarmenn á aldrinum 6-60 ára sem fást við tónlistariðkun. Nýjar bækur • Þrælar og himnadraugar nefnist vísnasafn eftir Helga Ingibjargar- son. Undirtitill er Orð sundurlaus og samföst um stjörnótt stóð og stjörnuþjóð. Helgi yrkir um margvíslegustu efni og eru þjóð- mál honum hug- leikin. Lögreglu- þjónar og prestar eru meðal þeirra sem hann beinir spjótum að. Þrælar og himnadraugar er gefín út af höf- undi „997 árum eftir Orminn lánga unninn“. Bókin er 239 síður og fæst hjá höfundi og hjá Máli og menn- ingu. Helgi Ingi- bjargarson Utgáfutónleikar í Langholtskirkju MARGRET Bóasdóttir sópran- söngkona og Bjöm Steinar Sól- bergsson organisti flytja íslenska kirkjutónlist af nýútkominni geisla- plötu í Langholtskirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. „Gjafír andans“ er heiti plötunn- ar og er viðfangsefnið íslensk kirkjutónlist, forn og ný. Efnisskrá- in spannar allt frá Lilju Eysteins Ásgrímssonai- munks, í tónbúningi Þorkels Sigurbjörnssonar, til nýrri verka, m.a. eftir Atla Heimi Sveins- son, Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson. Einnig leikur Bjöm Steinar íslensk orgelverk, m.a. eftir Jón Nordal. Sérstakan sess skipa verk Jóns Leifs og ber þar hæst Faðir vor, en þessi stórbrotna tónsmíð hefur afar sjaldan heyrst. Josef Ognibene horaleikari leikur einnig með Mar- gréti og Birni á þessum tónleikum, en Magnificat eftir Jónas Tómasson Margrét Bjöm Steinar Bóasdóttir Sólbergsson er samið fyrir sópran, hom og org- el. Útgáfutónleikamir í Langholts- kirkju eru fyrstu einsöngstónleik- arnir sem hljóma með nýja orgel- inu. Það er Islensk tónverkamiðstöð sem gefur plötuna út. Hrynfast og* agað frelsi Tonlist Geislaplötur KERFILL mjómsveit Hilmars Jenssonar: Hilm- ar gítar, Andrew D’Angelo altósaxó- fón og bassaklarinett, Óskar Guð- jónsson sópran- og tenórsaxófón, Ey- þór Gunnarsson pianó, Bryndis Halla Gylfadóttir selló og Matthías M. D. Hemstock trommur og slagverk. Hljóðritað í Reykjavfk 19. og 20. jan- úar 1999. Smekkleysa 1999. ÞETTA er fjórði geisladiskurinn í útgáfuröð Smekkleysu: Frjálst er í fjallasal; þar ræður íslenskur frjáls- djass ríkjum og hefur Hilmar Jens- son haft umsjón með útgáfunni. Andrew D’Angelo er ágætlega kunnur þeim íslensku tónlistarunn- endum, sem leggja eyrun við nýrri tónlist. Hann kom hingað fyrst á RúRek djasshátíðina 1995 og lék þá með Hilmari, Matthíasi og Kjartani Valdimarssyni. Hann lék á fyrsta geisladiski Hilmars: Dofinn og tvisvar hefur hann heimsótt ísland á þessu ári og haldið hljómleika með Kerfilshópi Hilmars. Þeir fjórmenningar: Hilmar, Andrew, Óskar og Matthías eru sjó- aðir í frjálsdjassinum, en Eyþór hef- ur fyrst og fremst fengist við hefð- bundnai-i djass og Bryndís Halla tónskáldatónlist. Þau koma þó vel skædd að verkefninu því spuninn hefur alla tíð verið aðall Eyþórs og Bryndís Halla glímt við verk nú- tímatónskálda, sem Hilmar sækir ýmislegt til. Kerfíll er svíta uppá 40 mínútur þarsem skiptast á ljóðræn stef, rýþmískir, fönkaðir kaflar og frjáls spuni innan fastákveðins forms, því Hilmai- skrifar meirihluta svítunnar og þó hljóðfæraleikararnir fái að spinna frá eigin brjósti fá þeir ávallt eitthvert leiðarhnoð að fylgja. Þannig er frelsið hamið. Verkið næstum skipulagt kaos. Mörgum myndi detta í hug aðrir djasspíanistar en Eyþór Gunnarsson, er þeir heyra upphafskafla Kerfils. Þar er hann frekar á slóðum Cecil Ta- ylors en Keith Jarretts. Allt er yfir- bragð tónlistarinnar á landamærum frjálsdjassins og evrópskrar tón- skáldatónlistar þar til hljómsveitin vindur sér yfii- í kraftmikið rýþmískt stef með fonkbragði. Helsti sólisti í svítunni er Andrew D’Angelo á altó- saxófón og fellur sterkur og breiður tónninn vel að hugmyndum Hilmai’s - ekki er verra hversu vel hann ýlfrar í þeim anda er Albert Ayler skenkti djassinum. Óskar Guðjónsson blæs viðkvæman sópransóló, en hámarki nær lýrísk túlkun í svítunni í dúó Hilmars og Bryndísar Höllu áðuren dæmigert riffstef skellur á um miðbik Kerfils. Gaman er að impressjónískri náttúrulífsmynd sem Eyþór Gunn- arsson dregur upp meðan hinir hljóð- færaleikararnii’ líkjast helst fuglum himinsins. Undir lokin upphefst stef í anda Omette Colemans, sem Eyþór og Hilmar tengja síðan næmum huga kröftugu fónkuðu lokastefi svítunnar. Kerfill er landnám í íslenskum djassi. Eftir útkomu disksins getur engum blandast hugur um að ís- lenskur djasstónskáldskapur stend- ur öðram íslenskum tónskáldskap ekki að baki. Vernharður Linnet Ef þig hefur einhverntíma dreymt um þann stóra í stofunni þinni þá erum við tilbúnir að koma og setja "hann" upp hvenær sem er. Opera Collas Gold hátalarar WWW.ROGB.IS SÉRVERSLUN MEÐ HLJÓMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 51 I 6333 • INFO@ROGB.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.