Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 41 kennsluferils okkar bekkjarsystk- ina móður þinnar í Kennaraháskól- anum. Hve indælt var að fylgjast með þér og sjá þig vaxa og dafna. Fyrstu árin þín hitti ég þig bara stöku sinnum og hápunktur hvers árs var vorferð okkar félaganna úr KHÍ austur að Flúðum. Þar var al- deilis margt brallað. Manstu þegar allir fóru í pottinn í hellirigningu, það var nú gaman, eða þegar við gengum í sjoppuna á Flúðum til að fá okkur ís og einu sinni var svo kalt að við gátum varla grillað. Síðar fluttir þú, ásamt foreldrum þínum, í næsta hús við okkur Guð- björgu og Berglindi, þegar við bjuggum öll í Sandgerði. Þá komstu oft í heimsókn og mikið var gaman að heyra þegar þú guðaðir á glugg- ann hjá okkur og vildii- koma inn. Sérstakiega á laugardagsmorgnum þegar allir ætluðu að sofa út en, nei, því var ekki við komið, allir skildu upp og þó að maður hafi nú verið dálítið stúrinn þá léttist fljótt á manni brúnin þegar þú varst kom- inn í hús með þína léttu lund. Svo fórum við stundum í hjólreiðartúra um Sandgerði ég, þú og pabbi þinn, og það þótti þér gaman. Að sitja aft- an á hjóli pabba í stólnum góða og líða hljóðlaust um. Já, það voru góð- ar stundir. Dag einn eignaðist þú svo bróður, Egil Þorra. Þið voruð alltaf miklir mátar eins og bræður eiga vera. Einn daginn var ég beð- inn um að passa ykkur bræðuma. Ef þú hefðir ekki hjálpað mér hefði ég aldrei ráðið við verkefnið, því bróðir þinn grét nema ég sæti með hann í kjöltunni. En þér fannst það ekki mikið mál að hjálpa mér og í sameiningu skiptum við á honum og reyndum að svæfa hann. Þessar góðu minningar og marg- ar fleiri skjótast fram í hugann þeg- ar ég hugsa um þig, Andri Freyr, og þessar minningar geymi ég. Mik- ið sakna ég þín og fæ ekki séð lífið án þín á þessari stundu en ég veit að við eigum eftir að hittast síðar. Megi algóður Guð styrkja for- eldra þína, bróður og aðra aðstand- endur í þeirra miklu sorg. Þinn vinur, Sigurður Halldór Jesson. Elsku litli frændi okkar, hann Andri Freyr, er nú farinn frá okkur. Það er sárt, svo óbærilega sárt að kveðja svo lítinn dreng. Andri Freyr var greindur, fallegur og bráðþroska drengur sem hafði margt að gefa af sér og líktist pabba sínum mjög í útliti. Okkur fannst alltaf Andri Freyr tengjast okkur sérstökum böndum. Hann og yngri drengurinn okkar fæddust sama daginn með klukkustundar millibili. Er kom að því að skíra frænduma kom ekki annað til greina en að það yrði sameiginleg stund, þó að lands- hlutar skildu að. Bræðumir Smári og Sævar bám sig saman nokkrum dögum áður til að fullvissa sig um að nöfnin yrðu ekki þau sömu. Þeir ætluðu að láta það nægja að segja hvor öðrum fyrsta stafinn í nöfnun- um, en þegar hann reyndist sá sami hjá báðum urðu þeir að ljóstra upp leyndardómnum. Andri Freyr og Amór Freyr. Okkur fannst öllum ansi sniðugt að hafa verið næstum jafn samtaka í nafnavali og fæðing- ardegi. Við hlökkuðum til að sjá litlu strákana okkar stækka og takast á við viðburði lífsins, svo sem ganga, tala og byi-ja í skóla. Hlið við hlið eða í gegnum síma. Nú hafa leiðir skilið en Andri Freyr mun alltaf fylgja okkur í hug- anum. Við minnumst stundanna með Andra Frey í húsdýragarðin- um í sumar. Þá hélt Sævar á honum og gekk með hann vegna þess hve uppgefinn hann var, þá stund mun hann alltaf geyma í hjarta sínu, eins er hann sá Andra Frey í síðasta sinn. Þá bað Andri um að Ijósin yrðu slökkt svo hann gæti sýnt frænda sínum ljósin á geimskipinu sem hann hafði kubbað. Nú er Andri Freyr kominn til himna þar sem amma hans mun gæta hans. Elsku Smári, Kristín og Egill Þorri, ykkar missir er mestur, megi góður Guð gefa ykkur styi'k í þeirri miklu sorg sem þið nú standið frammi fyr- ir. Guð geymi þig, elsku litli Andri MINNINGAR Freyr okkar, minningin um lítinn Ijúfan dreng mun lifa í hjörtum okk- ar. Eg fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öU börnin þín svo blundi rótt. Sævar, Ingunn, Fannar, Arnór Freyr og Svanhildur. Elsku litli frændi minn, Andri Freyr. Hann var alltaf til í að fara að fíflast við mig þegar ég hitti hann, jafnvel þegar hann kom heim í leyfi af sjúkrahúsinu kom hann til mín að leika sér en mátti það sarnt ekki því hann var ekki fullfrískur. Mér er sérstaklega í minni þegar ég var að gretta mig framan í hann og það nefndi hann stóru grettuna sem hann og Egill Þorri hafa bara séð. Andri var alltaf að stríða mér í gríni jafnvel þó að hann væri mjög slappur. Mér er mjög minnisstætt þegar ég var í heimsókn á spítalan- um og náði að stela tyggjói í skál sem var hjá honum þá sagði hann: „Ef þú ætlar að smjatta vertu þá frammi." Nú er hann farinn en mun alltaf lifa í mínum huga. Árni frændi. Elsku barn. Þú fæddist inn í þennan heim með þitt yndislega hjarta og yndislegu augu. Þessi dagur er ógleymanlegur. Ég beið við símann og fékk síðan að vita að fæðst hefði lítill drengur. Klukku- tíma síðar fæddist annar drengur. Bræður eignuðust syni með klukku- tíma millibili. Er hægt að biðja um betra? Þeir þóttu líkir en þegar leið á urðu þeir ólíkari. Að horfa á bróð- ursyni sína vaxa úr grasi er fyrir mér líklega eins og að horfa á eigin börn vaxa úr grasi. Þú varst þeim hæfileika gæddur að eiga auðvelt með að skapa. Þú málaðir, teiknaðir og föndraðir allskyns fígúrur. Þegar ég sagði við þig að ég ætlaði að koma á myndlistarsýninguna þína þegar þú værir orðinn frægur lista- maður hlóstu bara og fórst hálfpart- inn hjá þér. Ég gleymi því ekki þegar við fór- um saman í strætó niður á Reykja- víkurtjöm að gefa öndunum. Við reyndum að lokka hvítan svan til okkar sem tókst næstum því. Á heimleiðinni steinsofnuðuð þú og Egill Þorri. Einnig er ógleymanleg ein ferðin þegar við gengum niður að tjöminni í Hafnarfirði. Við gáf- um öndunum brauð og komum síð- an við á rólóvellinum á leiðinni heim. Á leikbátnum sigldu þið bræðumir um höfin blá á skipinu á meðan ég sat á borðstokknum. Við róluðum okkur og síðan fundum við fjöður á lóðinni. Mér er einnig minnisstætt þegar við fórum aðra gönguferð um Hafn- arfjörð og komum við í bakaríinu og keyptum okkur kókómjólk og vínar- brauð sem var eitt af þínu uppá- haldi. Ég gleymi ekki afmælinu þínu í maí, þegar við fórum í marga leiki úti á túni. Þú vildir leika endalaust þó svo að líkaminn segði stundum stopp en þá var hugurinn sterkari. Þannig var það allan tímann. Þú átt stað í hjarta mínu og minning mín um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Mér finnst sem ég heyri rödd þína og hlátur sem ég mun aldrei gleyma. Ég vona af öllu hjarta að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég vona að þú sért með okkur. Ég vil að lokum senda þér nokkur orð þér til huggunar: „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns?“ Þín frænka Kristín (Stína stuð.) Síðasta ár hefur verið erfitt hjá Kristínu, Smára og fjölskyldum þeirra. Kristín missti móður sína fyrir rúmlega ári og aðeins fáum mánuðum síðar reið annað áfall yfir. Andri Freyr greindist með illkynja æxli í kviðarholi. Það var erfitt að trúa því að strákur sem alltaf hafði verið mjög hraustur yrði skyndilega svona alvarlega veikur. Hann fór í stranga lyfjameðferð sem hann gekk í gegnum af miklum dugnaði. Hún lofaði góðu þar til um verslun- armannahelgina að hann veiktist aftur. Andri var einstaklega rólegur og ljúfur drengur. Hann var mjög klár að setja saman alls konar tækni- lego. Það hjálpaði honum mikið að geta dundað við það þegar hann þurfti að dvelja langdvölum á spítal- anum. Það er óskiljanlegt óréttlæti að lítil saklaus böm eins og Andri Freyr þurfi að upplifa þær þjáning- ar er fylgja þessum sjúkdómi sem mannlegur máttur fær oft ekki ráð- ið við. Við verðum að trúa því að Andra sé ætlað mikilvægt hlutverk annars staðar þótt það sé erfitt að sætta sig við það. Elsku vinir, Kristín, Smári og Egill Þorri. Við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um yndislegan dreng lif- ir. Hafdís, Sigfús og dætur. Elsku Andri Freyr, það er svo margt sem okkur langar að segja og hefðum viljað segja íyrr við þig. Það er samt alltof oft svo að við segjum ekld hug okkar. Nú þegar þú ert far- inn héðan frá okkur minnumst við þess hversu yndislegur drengur þú varst, rólegur og allra hugljúfi svo við þekkjum ekki annað eins nema þá bróður þinn, hann Egil Þorra. Það voru ófáar ánægjustundimar sem við áttum með þér. Við stelp- umar og fullorðna fólkið nutum þess að leika við þig og eiga með þér góðar stundir. Þið bræðurnir vomð alla tíð góðir félagar og yndis- legt var hve innilega þú hugsaðir til hans síðustu stundar hér með okk- ur. Það var okkur mikils vh-ði þegar þú fékkst að gista hjá okkur þegar þú komst af spítalanum eftir eina lyfjameðferðina. Þig hafði langað að gista eins og Egill Þorri, sem var svo oft hjá okkur meðan þú varst á spítalanum. Það gefur okkur mikið að hafa ekki beðið með það. Það er ekki ofsögum sagt að þú varst duglegur og hugprúður. Okk- ur þykir stórkostlegt hversu vel og fljótt þú gast raðað saman flóknum legohlutum og málað svo fallegar myndir sem miklu eldri krakkar mættu vera stoltir af. Tilgangur Guðs með því að kalla þig héðan svo fljótt hlýtur að vera góður og þér ætlað meira hlutverk. Við sem eftir emm skiljum það þó ekki og finnst örlög þín grimm. Nú ertu kominn til Lilju ömmu sem passar þig og leiðir. Við gleðjumst yfir hverri stund sem við áttum með þér og fjölskyldu þinni. Megi al- máttugur Guð varðveita þig, Andri Freyr. Elsku Smári, Kiddý og Egill megi Guð styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Fjölskyldan í Bæjargili, Laufey, Hafdís og Katrín, Steinunn og Hjalti. Kveðja frá Leik- skólanum Hvammi Við munum dreng, með stór brún augu. Við munum dreng alvarlegan og íbygginn á svip. Við munum dreng glaðværan hlæjandi dillandi hlátri. Við munum dreng í (jjúpum samræðum við Alfrúnu. Við munum dreng í kubbaleik. Við munum dreng leiðandi bróður sinn Egil Þorra. Við munum þig. Elsku Andri Freyr, við biðjum Guð að geyma þig. Blessuð sé minn- ing þín. Elsku Kristín, Smári og EgiII Þorri. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Starfsfólk Leikskólans Hvanims. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og frænka, VILHELMÍNA CH. BIERING, Ljósheimum 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 26. október kl. 13.30. Svanhvít Björgvinsdóttir, Einar G. Torfason, Elísabet og Þorbjörg Einarsdætur, Erna Louise Nielsen, Garðar Georg Nielsen, Hanne Birgitte Ciausen, Ásta Ósk Hákonardóttir, Ari Eyberg Sævarsson, Natalía Rós Nielsen. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Álfheimum 42, Reykjavík. Jórunn Sveinsdóttir, Hjálmar Kristinsson, Mínerva Sveinsdóttir, Jens Jónsson, Þorsteinn Sveinsson, Helga Björg Helgadóttir, Ástríður Jóna Sveinsdóttir, Guðmundur M. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR, Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði. Halldór G. Ólafsson, Anna Björg Halldórsdóttir, Halla Sólveig Halldórsdóttir, Sigurjón Páll Högnason, Magnús Ólafur Halldórsson, Karl Sigurjónsson, Freyja Sigurjónsdóttir, Halldór Steinn Halldórsson. T + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BÖÐVARS HERMANNSSONAR, Þórsbergi 18, Hafnarfirði. Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, Magnús Jón Áskelsson, Brynja Haraldsdóttir, Herdís Hanna Böðvarsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Ragnar Böðvarsson og barnabörn. t > I + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR Z. GUÐMUNDSSONAR, áður til heimilis á Kleppsvegi 48. Jóhanna Haraldsdóttir, Víðir Þorgrímsson, Anna Jóna Haraldsdóttir, Ævar Snorrason, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.