Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. 20.12 spora hópurinn. Neskirkja. TTT, 10-12 ára starf, mánudag kl. 16. Kirkjukór Nes- kirkju æfir mánudag kl. 19. Nýir félagar velkomnir. Fótsnyrting á ^ vegum Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16. Upplýsingar í síma 551 1079. Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfé- lagið kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Yngri deild æsku- lýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkjuprakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánudögum. TTT-starf 10-12 ára, kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deiid æskulýðsfélagsins kl. 20-22. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. * 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrirbænir mánu- daga kl. 18. Tekið á móti bænarefn- um í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. KFUK-fundir á mánu- dögum. Kl. 17.15 stelpustarf á veg- um KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10- 12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Unglinga- kór á mánudögum kl. 16.30-18.30. Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20.30-22 í Há- sölum. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11: Sunnudagaskólinn býður vel- komna Litla lærisveina, sem munu leiða sönginn í fyrsta sinn í vetur undir styrkri stjóm Helgu Jóns- dóttur. Gleðin verður ráðandi og fleiri gestir eru væntanlegir. Guðs- þjónustan kl. 14 fellur niður vegna ferðalags kórsins. Þess í stað verð- ur poppmessa um kvöldið. Kl. 20.30: Fyrsta poppmessa veetrar- ins með prelátum. Fermingarbörn taka þátt í stundinni. Þar verða all- ir í stuði með guði. Sameinumst í húsi drottins. Mánudagur kl. 20 saumafundur Kvenfélags Landa- kirkju í safnaðarheimilinu. Frfkirkjan Vegurinn. Fjölskyidu- hátíð kl. 11. Komum saman og fögnum í húsi Drottins. Léttar veit- ingar eftir samkomuna. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. All- ir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Olga Björg Sigþórsdóttir talar, Inger Daníelsdóttir stjómar. Mánudagur kl. 15: Heimilasamband fyrir kon- ur. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag ld. 17.30 á prestssetrinu. Akraneskirkja. Mánudagur: Fund- ur í æskulýðsfélaginu í húsi KFUM og K kl. 20. i * BAKKASTAÐIR. Glæsilegt nýtt einbýlishús á góðum stað, 180 fm með innb. bílskúr. Til afhendingar pússað og einang- rað að utan en fokhelt að inna. Verð 14,9 m. VIÐ HÁTEIGSKIRKIU. Nýleg 3ja herb. með bílskúr. Mjög falleg 83 fm íbúð í litlu fjölbýli. Óvenju mikil lofthæð í stofu. Suðursval- ir. Laus strax. Tilboð óskast. ÖLDUGATA. 3jar4ra herb. íbúð á jarðhæð. Hátt til lofts, mikið endurnýjuð og falleg íbúð. MIÐLEITI. Falleg 60 fm íbúð f lyftuhúsi ásamt stæði í lokaðri bílgeymslu. V. 8,7 m. Ársalir ehf., fasteignamiðlun, Lágmúla 5 í Reykjavík. íslenskir ferðalangar í Failegu hæðunum fyrir utan Beijing. Ferðakynning Kínaklúbbs Unnar Gestakennar- ar og æfingar í Danssmiðjunni ALEXANDER Melnikov frá Rúss- landi og Bo Loft Jensen frá Dan- mörku verða við kennslu í Dans- smiðjunni dagana 29. október til 8. nóvember. Þeir kenna báðir sígilda samkvæmisdansa og Bo Loft Jen- sen kennir einnig suður-ameríska dansa. Óhætt er að fullyrða að Melnikov sé einn færasti þjálfari í samkvæm- isdönsum í sínu heimalandi en hann ferðast um allan heim og kennir og nýtur mikillar virðingar, segir í fréttatilkynningu. Bo Loft Jensen er íslenskum dönsurum vel kunnur en hann hefur komið reglulega í Danssmiðjuna og kennt frá árinu 1993. Bo er heimsmeistari í 10 döns- um og þjálfar marga af færustu samkvæmisdönsurum heims. íslandsmeistrakeppnin í sam- kvæmisdönsum verður haldin 7. nóvember. Tekið er við pöntunum í tímana í afgreiðslu skólans í Skip- holti 50A, sem er opin frá kl. 9-17 virka daga. Endurskipu- leggja flokks- starfið ÞING kjördæmissambands fram- sóknarmanna á Norðurlandi eystra (KFNE) var haldið á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit 15.-16. október sl. Á föstudagskvöldið hélt Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, yflrlitsræðu um stjórn- málaástandið og almenn flokksmál. Sömuleiðis gerði Valgerður Sverr- isdóttir alþingismaður grein fyrir sínum viðhorfum um þessi mál. I framhaldi af því urðu líflegar um- ræður. Sérmál þingsins var væntanleg kjördæmabreyting og var það tekið tU umræðu á laugardag. Samþykkt var að fela stjóm sambandsins að stýra vinnu að uppbyggingu og end- urskipulagningu flokksstarfsins í nýju kjördæmi. I stjóm sambandsins fyrir næsta starfsár vom endurkjörin þau Þór- arinn Egill Sveinsson, formaður, Akureyri, Sigurgeir Aðalgeirsson, Húsavík og Erla Óskarsdóttir, Öx- arfirði. Ný í stjórn vom kjörin þau Guðmundur Omar Guðmundsson, Akureyri, Pétur Snæbjömsson, Mývatnssveit, Katrín Sigurjóns- dóttir, Dalvíkurbyggð og Logi Ótt- arsson, Akureyri. Nýr formaður Norræna félagsins Á SAMBANDSÞINGI norrænu fé- laganna á Islandi, sem haldið var í Norræna húsinu nýlega, var Sigur- lín Sveinbjamardóttir kjörin nýr formaður Norræna félagsins á Is- landi. Þingið ályktaði um ýmis mál; svo sem að hvetja sveitarstjómir til nánara samstarfs við Norræna fé- lagið í umhverfismálum og vinabæj- arstarfinu, sem haft hefur mikil áhrif hér á landi sem og á Norður- löndunum. Akveðið var að framhald yrði á Snorraverkefninu, sem miðar að auknum samskiptum íslenskra ung- menna og jafnaldra þeirra í Vestur- heimi af íslensku bergi. I sumar dvöldu hér á landi 19 ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum í 6 vikur á vegum þessa verkefnis. Þá var fagnað aukinni fjölbreytni og hækkun norrænna ferðastyrkja til nemenda og kennara og stefnt að frekari kynningu þessara mála hér á landi. Norræna félagið á Islandi leggur áherslu á umhverfismál, en meðal markmiða félagsins er að hafa frumkvæði að því að hvetja félaga sína til að hlúa að náttúru landsins og náttúruauðlindum. KÍNAKLÚBBUR Unnar sem er nýkomin heim úr ferð frá Tíbet og Kína heldur ferðakynningu á næstu Kinafor miðvikudaginn 27. október á veitingahúsinu Sjang- hæ, Laugavegi 28. Fundurinn hefst kl. 19 með lit- skyggnusýningu, en Unnur Guð- jónsddttir mun sýna myndir frá þeim stöðum í Kína sem farið Vilja hraða sundlaugar- byggingu VEGNA sundlaugarmála í Reykja- vík hefur stjórn Sundsambands Is- lands sent eftirfarandi bréf til borg- arstjórnar: „A sundþingi, sem haldið var í Keflavík 13. maí 1999, var eftirfar- andi ályktun samþykkt: Sundþing fagnar því að unnið sé að byggingu 50 metra innilaugar í Reykjavík, til að bæta úr brýnni þörf fyrir sundhreyfinguna á ís- landi. Sundþing vill jafnframt hvetja yfirvöld til að hefja bygg- ingu sundlaugarinnar hið fyrsta og að ljúka byggingu á yfirstandandi kjörtímabili eins og kosningaloforð gáfu tilefni til að ætla. Jafnframt vill sundþing árétta að þannig verði staðið að verki að sundhreyfingunni verði tryggður forgangur um notk- un laugarinnar til æfinga og keppn- issunds, enda muni þá létta á að- gengi að öðrum laugum borgarinn- ar.“ Á fundi stjórnar SSI, sem hald- inn var 16. október sl., var jafn- framt samþykkt eftirfarandi áskor- un: „Vegna undirbúnings fjárhagsá- ætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000 vill stjórn SSÍ eindregið skora á borgarstjóm að hraða ákvarðanatöku og leggja fram- kvæmdafé í byggingu 50 m inni- sundlaugar eða tryggja með skýr- um hætti fjármögnun byggingar- innar. Framangreindu er hér með kom- ið á framfæri og þess vænst að brugðist verði fljótt og vel við þess- um áskorunum.“ verður til en ferðin er þriggja vikna ferð, næsta vor, dagana 12. maí til 2. júní. í þessari ferð verður farið til Beijing (Peking), Xian, Guilin, Sjanghæ og Suzhou. Eftir að kynningu lýkur geta gestir fundarins fengið sér að borða. Þeir sem það vilja ættu að panta sér borð á veitingahúsinu. SUJ gagnrýnir menntastefnuna SAMBAND ungra jafnaðarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem „sinnuleysi stjómvalda í mennta- málum“ er harðlega gagnrýnt. Vitnað er til nýrrar skýrslu Nor- rænu ráðherranefndarinnar þar sem fram komi að háskólar á Is- landi fái helmingi minna fjárfram- lag frá hinu opinbera en háskólar á hinum Norðurlöndunum sé miðað við þjóðarframleiðslu. „Að mati jafnaðarmanna eru menntamál mikilvægustu mál í upphafi næstu aldar enda er menntun fjárfesting fyrir lífskjör framtíðarinnar. Ástandið í menntamálum hér á landi er vægast sagt dapurlegt. Færri hafa lokið framhaldsskólaprófi hérlendis en í nágrannalöndun- um, háskólanám hefur dregist aftur úr og tækifæri ungra Is- lendinga í samkeppni á nýrri öld eru skert til muna vegna metnað- arleysis Sjálfstæðisflokksins en sá flokkur hefur ráðið mennta- málaráðuneytinu í 13 af síðustu 16 árum.“ Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á kyrr- stæða bifreið á Fjólugötu fimmtu- daginn 14. október síðastliðinn. Ekið var á nýlega MMC Colt bif- reið, hvíta að lit með skrásetningar- númerið SB-950 á tímabilinu kl. 9- 16.30. Biður lögreglan þá sem geta veitt upplýsingar um atburðinn að hafa samband við sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.