Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 242. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kjötdeila Breta og Frakka Slegið á þjóðern- isstrengi London. Reuters. HARKA hefur færst í deilur Breta og Frakka vegna banns hinna síð- arnefndu við innflutningi á bresku nautakjöti af ótta við kúariðusmit. „Segið nei. England væntir þess að hver kaupandi gegni skyldu sinni,“ sagði æsifréttablaðið The Daily Mail með vísan til frægra orða sjó- hetjunnar Nelsons og hvatti Breta til að hunsa franskar vörur. Reiði Breta jókst enn á föstudag er upplýst var að Evrópusamband- ið hefði gagnrýnt Frakka harka- lega íyrir að nota hreinsað vatn úr skolpræsum í fóðurframleiðslu. Telja Frakkar að vatnið sé skað- laust en embættismenn ESB eru á öðru máli. Bretum þykir sem Frakkai- sýni eindæma hræsni með því að neita að kaupa kjöt af þeim en fara sjálfir á svig við fyrirmæli sambandsins í fóðurvöruframleiðsl- unni. Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, vill ekki grípa til aðgerða vegna deilunnar um fóður- vöruframleiðsluna og hafnar því að banna innflutning á frönskum vör- um. Hann sagði að framkvæmda- stjórn ESB tæki málið réttum tök- um og krefðist þess að Frakkar færu að lögum. „Það sem þeir segja frá í skýrslunni er vægast sagt hroðalegt og þeir segja Frökkum að hætta þessu fram- ferði,“ sagði Brown í samtali við BBC. Ilöng franskbrauð og Brie Ráðherrann sendi frönskum starfsbróður sínum, Jean Glavany, bréf og varaði hann við því að bannið á breska kjötið væri orðið mikið tilfínningamál í Bretlandi. „Æ fleiri verslanir banna nú franskar vörur í útibúum sínum til að sýna samúð með breskum bændum," segir í bréfinu. Verslanasamsteypan Asda sagðist í gær myndu hætta að kaupa franskt deig sem ílöngu franskbrauðin, bagetturnar, eru bökuð úr. Einnig hefur verið rætt um að kaupa ekki Brie-osta og frönsk epli. Verslanakeðjan Tesco hætti við samning upp á nær 250 milljónir króna um að kaupa mistilteina frá grannlandinu en tréð er hefðbundin jólaskreyting í Englandi. Reuters Búist við fundi Reuters Eldsvoði í diskótekum Vín. Reuters. YFIR 90 ungmenni slösuðust í eldsvoða í gærmorgun á tveim diskótekum í Austurríki. í Bad Goisem, um 280 km frá Vín, varð eldur laus í plastfrauðflögum sem dreift hafði verið á gólfið og mynd- uðu þar allt að 30 sentímetra þykkt lag. Meira en 80 gestir slösuðust, þar af voru 26 með slæm brunasár og reykeitrun. I bænum Oberndorf, um 20 km frá Salzburg, kviknaði einnig í frauðflögum og munu 10 unglingar hafa slasast þar. Eigandi annars staðarins sagðist hafa verið fullvissaður um að efnið væri ekki eldfimt. Andreotti endanlega sýknaður Giulio Andreotti Róm. Reutere, AP. DÓMSTÓLL á Sikiley sýknaði í gær Giulio Andreotti, fyrrverandi forsæt- isráðherra Italíu, af ákærum um að hann hefði verið í slagtogi við mafí- una. Er þar með lokið fjögurra ára málaferlum gegn stjómmálaleiðtog- anum aldna. For- seti dómstólsins sagði að Andreotti hefði verið sýknað- ur vegna þess að vísbendingamar um sekt hefðu reynst tilbúningur. Í síðastliðnum mánuði sýknaði dómstóll í Perugia Andreotti og fimm aðra sakbominga af að hafa staðið fyrir morði á blaðamanni árið 1979. Heimiidarmenn um sekt ráð- herrans fyrrverandi vora aðallega dæmdir glæpamenn. Andreotti, sem er áttræður, er kristilegur demókrati og í miklum metum í Páfagarði, gegndi sjö sinn- um embætti forsætisráðherra og var einn af áhrifamestu stjórnmála- leiðtogum Itala. „Ég er að sjálfsögðu himinlif- andi,“ sagði hann í gær í Róm. „Það var ekki þægilegt að þurfa að bíða eftir þessu í mörg ár. Ég tel að mál- inu sé nú lokið.“ Ferrari aftur í efsta sætið Reuters KAPPAKSTURSMAÐURINN Eddie Irvine náði aftur efsta sæti í Formúlu 1 heimsmeistarakeppn- inni í gær er æðstu ráðamenn íþróttagreinarinnar ákváðu að ógilda úrskurð um brottvísun Ferrari-liðsins úr Grand Prix- keppninni í Malasiu. Lið Ferrari hafði verið sakað um brot á keppnisreglum um búnað bíl- anna. Niðurstaðan í gær var áfall fyrir Mika Hákkinen og aðra í liði McLaren sem hófu að fagna heimsmeistaratitlinum sl. sunnu- dag. Irvine er nú með fjögur stig fram yfir Hákkinen. Á myndinni taka Ferrari-menn vel á móti Michael Schumacher, félaga Ir- vines, á brautinni í Malasíu í gær, en hann varð annar. Pútíns og Clintons Morgunbladið. Ósltí. Nálæfft Assínovskaja, Naíróbí. Reuters. RÚSSNESKAR hersveitir héldu áfram að þrengja hringinn um upp- reisnarhéraðið Tsjetsjníu í gær og sögðu rússneskar fréttastofur að gerðar hefðu verið 10 loftárásir á stöðvar uppreisnarmanna á einum sólarhring. Rússneskur fréttamaður á víg- stöðvunum sagði að flokkur 19 brynvarinna hervagna og skrið- dreka hefði í gær sótt inn í vestur- hluta Tsjetsjníu og lokað síðasta veginum sem enn var fær milli hér- aðsins og grannhéraðsins Ingús- hetíu. Fótgöngulið hefði nú grafið skotgrafir á svæðum þar sem áður var fjöldi flóttafólks á leið frá Tsjetsjníu. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fór í gær hörðum orðum um flugskeytaárás Rússa á markaðstorg í Grosní en Tsjetsjenar segja að á annað hund- rað óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. „Þeir [Rússar] hafa áhyggjur af starfsemi hryðjuverkamanna en það er engin lausn að draga óbreytta borgara inn í málin með þessum hætti,“ sagði hún. Skýring- ar Rússa á árásinni hafa verið rugl- ingslegar, stundum neita þeir að hafa borið ábyrgð á henni. Skýrt var frá því í gær að Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, myndi taka þátt í fundi í Ósló um næstu helgi ásamt Bill Clinton Bandaríkjaforseta þar sem Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, verður minnst. Er gert ráð fyrir að Pútín og Clinton noti tækifærið til að ræða málefni Tsjetsjníu. Vaxandi gagnrýni Hernaður Rússa sætir nú vax- andi gagnrýni vestrænna ráða- manna. Hefur meðal annars verið bent á að Bandaríkin, Evrópusam- bandið og alþjóðlegar lánastofnan- ir veiti Rússum mikla efnahagsað- stoð en samtímis verji þeir stórfé í að berjast við Tsjetsjena og svífist einskis í þeim átökum. HVER Á genin okkar? ÉG HUGSAÐI MEÐ MÉR: Sprengjan hefur lent á mér, bara á mér Fjölsóttasti ferða- mannastaður landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.