Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 27 öðrum sviðum og jafnvel orðið ein- hver afturför. Hlutverk mitt sem fræðimanns er ekki að gefa einföld svör við svona spumingunum, held- ur að spyrja annarra spurninga, nýrra spurninga og benda á hve heimurinn og samfélag okkar og saga eru flókin.“ Forréttindi fræðimanna Af hverju er svona mikil þörf á einföldum svörum í samtíðinni? „Það er mögulegt að við höfum alltaf verið að leita að einföldum svörum. Það er líka mögulegt að fjöl- miðlar nútímans, sem hafa það verk- efni að koma upplýsingum á fram- færi á stuttan og einfaldan hátt, kalli á alhæfingar. Nútímasamfélagið ein- kennist af hraða og þá eykst þörfin á einföldum og hröðum svörum. Það eru hins vegar forréttindi fræði- manna að eiga þess kost að eyða löngum tíma í að setjast yfir ákveðn- ar spurningar, rannsaka heimildir og koma þannig með svör sem eru ekki augljós og fela meiri blæbrigði í sér. Fræðimenn eiga að varðveita þessi forréttindi og láta öðrum eftir að hraðsjóða efnið fyrir lesendur. Nið- urstaða fræðimanna eru því ekki ein- föld svör heldur sýna þau hve flókinn veruleikinn er.“ Það mátti heyra af þínum lestri að við eigum meira sameiginlegt með miðaldamanninum en mai'gir vilja vera láta. „Auðvitað erum við ólík á marga vegu en það er samfella í þróun mannsins frá miðöldum til nútímans og það er of mikil einföldun að stilla þeim upp sem andstæðum." Hvað með frelsi einstaklingsins. Þú tókst í fyrirlestri þínum dæmi um Amelie Erhai-dt sem hefur verið tal- in gott dæmi um hinn frjálsa nútíma- einstakling. En njótum við í raun meira frelsis en miðaldamaðurinn? „Við lítum auðvitað svo á að nú- tímamaðurinn hafi frelsi. Ef við tök- um dæmi af ungri stúlku á miðöldum þá leit hún svo á að hlutverk sitt væri að giftast og síðan var ævi hennar ráðin að mestu leyti. Núna er möguleiki á að fara til útlanda og gera margt annað áður en fólk kem- ur sér fyrir.“ Auðmýkt nauðsynleg En þegar við ákveðum að stofna fjölskyldu gerum við það ekki með svipuðu sniði og við höfum alltaf gert? „Vissulega að stórum hluta. Við treystum á foreldrana til að hjálpa til við uppeldi barnanna og sam- skiptin við nánustu fjölskyldu eru mikilvæg. Við virðumst hafa grund- vallarþörf fyrir þessi tengsl og þau hafa í eðli sínu ekki breyst mikið þrátt fyrir að ytri aðstæður hafi gjörbreyst. Auðvitað hljótum við að breytast eitthvað með breyttu sam- félagi en þessar grundvallarþarfir eru enn til staðar.“ Hvers vegna er mikilvægt að stunda sagfræði? „Sagnfi-æði er mikilvæg af mörg- um ástæðum. í fyrsta lagi er hún nauðsynleg til að leiðrétta misskiln- ing og rangar staðhæfingar um for- tíðina. Að mati sumra væri þetta ær- in ástæða fyrir ástundun sagnfræði. En sagnfræðin veitir okkur einnig möguleika til að dýpka okkar eigin skilning og ímyndunarafl. Slíkt kem- ur okkur að gagni til að skilja betur eigin menningu og fortíð en það hjálpar okkur líka að skilja ólíka menningarheima sem eru samtíða okkur. Sagnfræðin gefur okkur hins vegar ekki forskrift að framtíðinni eins og sumir halda fram.“ En við þurfum auðvitað ímyndun- arafl til að setja okkur í spor fortíð- arinnar þegar við rannsökum heim- ildir? „Hvort sem við rannsökum ólíka menningarheima eða fjarlæga sögu okkar sjálfra verðum við að gæta þess að nálgast verkefnið af auð- mýkt. Við verðum að gera ráð fyrir að þessir heimar hafi verið ólíkir okkur sjálfum og síðan reyna að skilja þá á eigin forsendum." En getum við skilið fortíðina, get- um við skilið hugtökin og tungumál fortíðarinnar? „Við verðum að reyna að skilja hana rétt eins og við reynum að skilja menningu barna okkar. Þau hugsa ólíkt okkur en ekki svo ólíkt að við getum ekki reynt að skilja ef við sýnum þeim áhuga. Þetta er spurning um að nálgast verkið með hæfilegri auðmýkt." Eucerin heitialife.is WO til útlanda -auövelt aö muna SÍMINN www.simi.is vita-A-Kombi andlitslínan Svissneska lækninum og vísindamann- inum dr. Paul Herzog tókst eftir áratuga rannsóknir að binda súrefni í fast form. Eitthvað sem engum öðrum hefur enn tekist að gera. Afraksturinn eru súrefnisvörur Karin Herzog sem byggja á tveimur alheims einkaleyfum, þar sem Vita-A-Kombi andlitskremin eru horn- steinninn. Vita-A-Kombi andlitskremin hafa eigin- leika sem eru óþekktir í öðrum snyrtivörum, því í þeim er sameinað bundið súrefni og hlutlaust A- vítamín sem gefur bylting- arkenndan árangur í uppbyggingu og vörn húðarinnar. Uppfinn- ingar dr. Paul Herzog greina súrefnisvörur Karin Herzog frá öll- um öðrum snyrtivör- , um. Allar húðteg- besta fram. SureinisvorurN Karin Herzoo ' Súrefnisvörur ferskir vindar iú húðarJ ...ferskir vindar í umhirðu húðar Kynningar i vikunni Miðvikudagur 27. okt. kl. 14- Apótek Eskifjarðar, Eskifirði. 18: Fimmtudagur 28. okt. kl. 14—18: Snyrtihöllin Garðatorgi, Garðabæ. Fjarðarkaups Apótek, Hafnarfirði. Hagkaup Skeifunni. Egilsstaða Apótek, Egilsstöðum. Föstudagur 29. okt. kl. 14—18: Hagkaup Skeifunni. Snyrtihöllin Garðatorgi, Garðabæ. Nes Apótek, Neskaupstað. Tilboð á Karin Herzog snyrtistofu: 20% afsláttur af súrefnismeðferð fyrir reykingafólk.^ Tímapantanir í stma 698 0799 og 565 6520. eru: Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaverslun Suðurlands ÞÚ Sparar 20%-40% þegar þú kaupir gleraugu hjá okkur. Það tekur aðeins 15 mínútur að útbúa öll algengustu gleraugu. OPTICRL STUDIO Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425 0500 BOGART
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.