Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 26

Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 26
26 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Að hvaða leyti er nútíminn ólíkur miðaldasamfélag- inu? Eva Österberg sagnfræðingur hélt nýlega minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðingastofnunar um félagsleg tengsl á mið- öldum og bar þau saman við nútímann og þar mátti heyra að við eigum Mmnnsins MIÐALDIRNAR meira sameiginlegt með miðaldamann- inum en margir vilja vera láta. Salvör Nordal hitti Evu að máli eftir fyrirlest- urinn og þær ræddu um miðaldamanninn og hlut- verk sagnfræðinnar í nútímanum. Mbl/Árni Sæberg UMRÆÐU um nútímann hefur oft verið dregið fram hve ólíkur hann er miðöld- um. Ekki aðeins hefur sam- félagsgerðin breyst mikið frá því sem var heldur hefur því verið haldið fram að fé- lagsleg tengsl manna og upplifun mannsins á sjálfum sér hafi tekið stakkaskipt- um. í fyrirlestri Evu Öster- berg fjallaði hún um grein- ingu Anthony Giddens fé- lagsfræðings á ólíkum ein- kennum nútíma og miðalda, en hann heldur því m.a. fram að fjölskyldutengsl fólks í nútímanum séu ólík ættarsamfélagi miðalda og frelsi nútímannsins sé meira en fólk hafi notið á miðöldum. Eva Österberg er pró- fessor í sagnfræði við há- skólann í Lundi og hafa að- alviðfangsefni hennar verið á sviði félags- og menning- arsögu á miðöldum allt fram á 18. öld. Hún er afar mikil- virk í sínum fræðum og hef- ur stjórnað meðal annars rannsóknarverkefnum um afbrot og refsingar. Um þessar mundir vinnur hún meðal annars að rannsókn- um á vináttu og einnig verk- efnum tengdum kvenfrelsis- baráttunni á 19. öld. Þegar við setjumst niður eftir mjög áhugaverðan fyr- irlestur liggur beinast við halda áfram þar sem frá var horfið og ég spyr hana um greiningu Anthony Giddens sem skilja mátti af fyrir- lestrinum að væri frekar takmörkuð. Mikilvægi þverfag- legrar nólgunar ,Aihæfingar eins og þær sem Anthony Giddens setur fram um muninn á félags- legum tengslum fólks eru ágætar svo langt sem þær ná. Hann heldur því til dæmis fram að miðaldamað- urinn hafí verið mjög tengd- ur ættarveldinu og að nú- tímamaðurinn upplifi frelsi með nýjum og ólíkum hætti en miðaldamaðurinn. Ég lít svo á að hlutverk sagnfræð- inga sé að reyna að ögra al- hæfingum eins og þessum. Ég legg stund á félagssögu og reyni að sjá fjölbreyti- leikann og litbrigðin í fortíð- inni. Þegar við rýnum í sög- ur einstaklinga þá sjáum við að alhæfingamar standast ekki vel og það var ég að gera í fyrirlestrinum. Ég sagði sögu tveggja kvenna, miðaldakonunnar Þuríðar í Hænsna-Þóris sögu, sem virðist bundin föstum ætt- arböndum og flugkonunnai' Amelíu Erhardt sem er dæmi um hinn frjálsa nú- tímamann sem fer sínar eig- in leiðir. Sögur þessara kvenna er þó hægt að túlka með öðrum hætti sem sýna að miðaldakonunni var ekki mest í mun að fara í hjóna- band heldur var það henni kvöð og Erhardt stundaði ekki flugið af frelsisþörf heldur til að endurskapa heiður fjölskyldu sinnar. Þrátt fyrir gagnrýni mína á Giddens tel ég að alhæfing- amar hafa talsvert gildi. Þær draga upp ákveðnar línur sem hægt er að nota til að sýna spennu ólíkra viðhorfa og aðferðafræði. Mér hefur fundist mjög gagnlegt að nálgast sagn- fræði frá þverfaglegum grunni og hlusta á fræði- menn frá öðmm sviðum í stað þess að takmarka við- fangsefnið eingöngu við eig- in fræði.“ Miðaldirnar misskildar En hvers vegna er mikil- vægt að skýra út miðalda- manninn? „Við þurfum að rannsaka söguna til að sjá nútímann í réttu ljósi. Um þessar mundir fer fram mikil um- ræða um nútímann. Þessi umræða hefur til dæmis verið öflug í Svíþjóð en við höfum verið að fara i gegn- um efnahagskreppu og fer fram mikil umræða um samskipti ólíkra menning- arhópa. I slíkri umræðu um nútímann hefur fólk oft haft mjög óljósar hugmyndir um hver miðaldamaðurinn var. Því er tii dæmis haldið fram af mönnum eins og Giddens að miðaldamaðurinn hafi ekki skoðað sjálfan sig á sama hátt og við nútíma- maðurinn. Hins vegar hafi nútímamaðurinn þessa djúpu sjálfsvitund. Þannig er miðaldamaðurinn talinn hafa haft mun frumstæðari sjálfskilning og búið í stöðn- uðu, rótgrónu samfélagi þar sem ættartengslin skiptu mestu. Eitt af því sem alltaf kemur upp þegar við berum saman miðaldasamfélagið við okkar eigin er hlutverk trúarinnar í lífi okkar. Við vitum að miðaldasamfélagið var mjög mótað af trúar- brögðum og þessi áhrif hafa farið minnkandi. Við erum ekki eins trúuð í dag og við vorum. Mér finnst samt erfitt að gera mér fulla grein fyrir þessum mun og hvað það þýðir fyrir nútíma- samfélagið að áhrif trúar- innar hafa minnkað, ef það er rétt.“ Þú hélst því fram í fyrir- lestri þínum að umræðan um lögin og réttlæti hefði verið mikilvægari fyrir mið- aldamanninn en ættar- tengslin. Varla hefur þó verið almenn umræða í mið- aldasamfélaginu um þessa þætti? „Það er vissulega rétt að ekki allir tóku þátt í slíkri umræðu heldur fyrst og fremst frjálsir karlmenn. Þannig verðum við að vara okkur þegar við ræðum um samfélagið að það er lag- skipt. A fyrsta stigi eru fjöl- skylduböndin og þeim tengjast allir í samfélaginu en síðan taka færri þátt í mótun samfélagsins og stofnunum þess. En þetta er ekkert sérstakt fyrir miðaldir, sama á við um flestar nútímastofnanir. Þær eru mótaðar af frjáls- um karlmönnum, en það er tiltölulega nýlegt að konur hafi fengið aðgang að þeim.“ Framfarir eða ekki? Af hverju heldur þú að þessi misskilningur á mið- aldamanninum eins og kem- ur fram hjá Giddens sé svona útbreidd? „Fræðimenn hafa verið mjög uppteknir af þróun- inni og framförum. Þannig sér fólk nútímann sem há- tind ákveðinnar þróunar. Þetta birtist einnig í „hier- ai'chical thinking". Eða ný- lenduhugsun. Auðvitað höf- um við þróast mjög mikið. Mér finnst hins vegar hlut- verk sagnfræðingsins vera að ögra þessum viðteknu skoðnum. Við þurfum að skoða blæbrigðin í sögunni í stað þess að einblína á al- hæfingar. Ef við lítum á ein- staka þætti í samtíð okkar þá er ljóst að við höfum náð talsverðum árangri. Refs- ingar eru mannúðlegri núna, réttur og tækifæri kvenna hafa gjörbreyst, og fleiri lifa mannsæmandi lífi núna en áður. Ef við hins vegar lítum á aðra þætti samfélags okkar þá er kannski ekki eins mikil ástæða til bjartsýni. Við lif- um ennþá við stríð og átök eins og í Júgóslavíu og á Ir- landi. Það er stutt liðið frá Helförinni sem var skipu- lögð útrýming á fólki. Hvað höfum við lært? Hver er framþróunin þegar við lít- um á þessi svið mannlífsins? Það er því ekki einfalt að svara spurningum um fram- farirnar í nútímanum. A sumum sviðum hafa þær vissulega orðið en síður á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.