Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 48
^18 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
EGÆTLA AÐ OSKA
MÉR STJÖRNU!
PAÐ ER MIKLIJ OÖYRARA
AÐ ÓSKA SER
VENJULEGRAR
VINKONU!
Grettir
Ferdinand
Smáfólk
(ALL RI6HT, UWO TOOk\
THE COMIC 500K THAT
WA5 ON THI5 TABLE ?/
HERE, l’MSORRT.I DIDN'T
KNOW IT WA5 YOOR5..
tc
Heyriði nú, hver tók
teiknimyndabókina
sem var hér á borðinu.
Hérna er hún.
Mér þykir það leitt en
ég vissi ekki að þú ættir hana.
Ég geri ráð fyrir að þú hafir
lesið allt lesmálið upp úr henni.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
ITC, síung og skemmti-
leg samtök - komið á
kynningarfund
Frá Fanneyju Úlfljótsdóttm-:
ITC-samtökin, Intemational Train-
ing in Communication, Þjálfun í
mannlegum samskiptum, urðu 60
ára fyrir ári síðan. Enn þann dag I
dag eiga þessi samtök fullt erindi
við fólk. Þessi
samtök áttu
einnig stóraf-
mæli hér á ís-
landi fyrir ári
síðan en þá fögn-
uðu þau aldar-
fj órðungsafmæli.
Fyrir ykkur,
lesendur góðir,
sem vitið ekkert
um þessi sam-
tök, þá starfa
þau með því markmiði að bæta ykk-
ur sjálf. Gera ykkur hæfari tii að: 1.
Hafa samskipti við annað fólk 2.
Skilja fundarsköp. 3. Stjóma fund-
um og nefndum. 4. Halda ræður,
flytja erindi o.fl. 5. Standa upp á
fundum og tjá ykkur. 6. Skipu-
leggja, t.d. fundi, ráðstefnur, árs-
þing o.fl. Til að ná þessum mark-
miðum em starfræktar deildir með
10-30 félögum sem funda hálfsmán-
aðarlega yfir vetrartímann. Félagar
fá verkefni öðm hvora yfir veturinn
tO að þjálfa sig og taka framföram.
Einnig er starfrækt matskerfi og
geta félagar fengið verkefni sín
metin og fengið uppbyggOega gagn-
rýni ef þeir vilja. Hver og einn fé-
lagsmaður fer á þeim hraða sem
hann velur sjálfur. Einnig fer heil-
mikO þjálfun fram með því að fá
fræðslu um hin ýmsu málefni s.s.
framkomu í ræðustól, tOlöguflutn-
ing, uppbyggilega gagnrýni, tján-
ingu o.fl.
Eitt það skemmtOegasta við
þennan félagsskap er það að félagar
hafa uppgötvað hjá sér ýmsa hæfi-
leika sem blundað hafa djúpt niðri í
fylgsnum hugans. Þessir hæfileikar
hafa komið upp á yfirborðið þegar
félagar hafa fengið verkefni til að
leysa á fundum. Það er virkilega
gaman að sjá framfarir hjá félögum
þegar þeir takast á við hin ýmsu
verkefni sem þeim er úthlutað.
Hugmyndir vakna og þeim er hrint
í framkvæmd.
Ræðukeppni
Eitt skemmtOegasta verkefni
mitt í ITC hefur verið að taka þátt í
mælsku- og rökræðukeppni. Þá
skipa deOdir í lið og keppa sín í
mdli. Þau era orðin allmörg skiptin
sem ég hef verið í liði Melkorku, en
það er mín deOd. Að standa frammi
fyrir hópi af fólki og sýna sannfær-
ingarkraft og færa rök fyrir máli
sem maður er gjörsamlega ósam-
mála er nokkur kúnst og virkilega
gaman. T.d. í fyrra þurftum við í liði
Melkorku að tala með því að gera
ensku að fyrsta tungumáli okkar Is;
lendinga en það náðist ekki í gegn. I
ár era 10 ár síðan ég tók þátt í
minni fyrstu mælsku- og rökræðu-
keppni. Þá var ég nýbyrjuð í sam-
tökunum. Ég man hvað ég var stolt
og hissa þegar ég var kosin ræðu-
maður dagsins. En þama var lagður
grannur að þeirri ánægju sem ég
hef af þátttöku í þessum keppnum.
í þeirri keppni samdi ég smá vísu
og hef reynt að halda þeim sið í
flestum keppnum sem ég hef tekið
þátt í. Það lífgar mikið upp á ræð-
umar.
Kynningarfundur
Miðvikudaginn 27. október kl.
20.00-22.00 verðum við í ITC-deOd-
inni Melkorku með kynningarfund
um starfsemi samtakanna og okkai-
deildar. Fundurinn verður haldinn í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
en þar höfum við fundað sl. 17 ár.
Allir era hjartanlega velkomnir. A
fundinum verður margt skemmti-
legt og fróðlegt á boðstólum. Þar
sýnum við Melkorku-félagar hvað
ITC hefur gert fyrir okkur. Lesið
einnig um ITC á Netinu. Heimasíða
ITC er: simnet.is/itc
FANNEY ÚLFLJÓTSDÓTTIR,
félagi í ITC-deildinni Melkorku.
R-listinn og dagvistun
Frá Guðjóni Sigurðssyni:
NÚ undanfarið hafa birst gi-einar frá
foreldrum og leikskólakennurum þar
sem lýst er áhyggjum af hvernig
staða í leikskólum er í dag. Ekki er
þetta að ástæðulausu.
Fyrstu ár barna okkar eru mikil-
væg, þau hafa eðli málsins vegna
misjafnar þarfir. Það er alvarlegt að
barn sem er 2 ára og er í leikskóla
komi í skólann sinn og oftast er kom-
in ný fóstra (kennari). Barnið er rétt
að byrja að tengjast og treysta sinni
fóstru og er farið að líða vel og farið
að treysta og geta sagt frá því
hvernig því líður. Síðan þegar bamið
kemur í skólann sinn einn daginn er
komin ný fóstra, barninu bregður og
fer að líða illa og nú er barnið komið
í upphafsstöðu.
Hugsum okkur vel um hvernig
þessu barni líður og hugsum það vel.
Hugsum okkur aftur hvernig þessari
litlu sál líður. Vandi leikskólakenn-
ara er mikill. í grein sem ég skrifaði
í Mbl. í nóvember í fyrra, þar sem ég
var að gagnrýna þá hækkun sem R-
listinn boðaði á leikskólagjöldum,
benti ég á að þær ættu að fara til
starfsfólks. Þá kom borgarstjóri
fram og sagði okkur að nú ætti að
opna tvo nýja leikskóla, þá spurði ég:
Hvar ætlar R-listinn að fá starfsfólk
til starfa á þessa nýju leikskóla? Það
að vinna með bömum er mjög krefj-
andi og tekur mikla orku. Það er
staðreynd að starfsfólk leikskóla er
mikið frá vinnu vegna veikinda, enda
ekki furða þegar starfsmaður þarf að
vera með allt að 10 börn í 3-4 tíma í
einu. Ábyrgð R-listans er mikil í
þessu máli. Hvað sagði R-listinn fyr-
ir kosningar 1994? Jú, öll börn eins
árs og eldri fái þá vistun sem for-
eldrar vilja. Árið 1995 voru 20 börn 3
ára og eldri á biðlista, árið 1996 voru
97 börn 2ja ára og eldri á biðlista og
1. janúar 1998 vora 1.768 börn eins
árs og eldri á biðlista. Hvernig ætli
staðan sé nú þegar hringt er í for-
eldra og þeir beðnir vinsamlegast að
ná í börn sín vegna manneklu? Dag-
vist var það loforð sem R-listinn setti
efst á lista fyrir kosningar árið 1994.
Allir vita hvernig það fór.
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
Hátúni 10A, Reykjavík.