Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 'VÍORGUNBUÁDIÐ Vonar að Katla gjósi hið fyrsta Belgíski jarðfræðingurinn og blaðamaður- inn Erik Van de Perre kom hingað til lands með ferjunni Norrænu í fyrsta skipti voríð 1993. Hitabylgja geisaði í Evrópu þegar hann sigldi þaðan en þykkt lag af -------------------7--------- snjó beið hans á Seyðisfírði. A þeim sex ár- um sem liðin eru hefur hann skidfað tvær bækur um landið og ótal greinar í blöð og tímarít, krækt sér í íslenskt kvonfang í göngum og ákveðið að setjast að hérlendis. —7--------------------------- I samtali við Sindra Freysson kemur fram að þvert á óskir heimamannna bíður hann þess og vonar að Katla gjósi hið fyrsta. FYRR á þessu ári gaf þýska bókaforiagið Bruckmann út ríflega tvö hundruð blaðsíðna bók um gönguleiðir á Islandi, ríkulega myndskreytta með Ijósmyndum sem höfundur bókarinnar, Belginn Erik Van de Perre, hefur tekið á ferðum sínum um landið. Bókin kemur út í útgáfuröð forlagsins sem nefnist í lauslegri þýðingu Ævintýri á gönguferð. Erik Van de Perre kom fyrst hingað til lands fyrir sex árum, í maí 1993, í því skyni að hjóla um Island ásamt vinkonu sinni. Vanmat landið stórlega „Það var hitabylgja í Evrópu þegar við fórum, 35 gráðu hiti, en þegar við sigldum inn Seyðisfjörð kyngdi niður snjó. Hvað í ósköpun- um erum við að hætta okkur útí? rámar mig í að hafa hugsað. Við fengum inni á farfuglaheimilinu í bænum og fórum ekki út úr húsi næstu þrjá daga, enda náði snjór- inn frá fjallstoppum niður í fjöru,“ segir Erik. Þau héldu af stað þrem- ur dögum síðar, þegar snjókomu létti og hjóluðu um landið um þriggja mánaða skeið, ásamt því að kanna gönguleiðir sem voru ófærar reiðhjólum. „Ég hafði hjólað víða um Evr- ópu, meðal annars í Olpunum og í Noregi, þannig að ég var ekki ókunnugur vondum fjallvegum og misjöfnum veðrum, en á íslandi kynntist ég nýjum aðstæðum sem vöktu forvitni mína. Ég er mennt- aður jarðfræðingur en í foðurlandi mínu, Belgíu, er lítið um eldfjöll og jökla, þannig að það var spennandi að komast í návígi við þessi nátt- úrufyrirbæri á Islandi. Vegna fá- fræði okkar um lándið gætti ákveð- ins hroka í ferðaáætlunum okkar fyrirfram; við ætluðum að skoða Island með svipuðum hætti og önn- ur Evröpulöndj hjóla lítið eitt og fara landshorna á milli á skömmum tíma. Það kom auðvitað í ljós að við höfðum vanmetið landið stórlega. Fyrir vikið fórum við miklu hægar yfír en gert var ráð fyrir, oft var vindur í fangið, við þurftum að fara gegnum snjóskafla og vegirnir voru engu líkir. Til að gera langa sögu stutta mistókst okkur herfi- lega að ná þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur fyrir ferðina. Ég ákvað því að koma aftur og gerði það tveimur árum síðar.“ Bókaskrif um Island I millitíðinni hafði hann gerst lausapenni hjá ýmsum blöðum og tímaritum í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu og skrifaði mestmegnis um ferðalög og skyld viðfangsefni. Meðan á dvölinni stóð 1995 ein- beitti hann sér að skrifum um land- ið íyrir áðurnefnda prentmiðla og ekki aðeins um hjólreiðar eða gönguferðir, heldur og um náttúru og íslenskt samfélag. Hann hafði einnig samið við þýska útgáfufyrir- tækið Conrad Stein Verlag að skrifa bók byggða á Islandsferð- inni og kom hún út ári síðar, en þar fjallar hann í máli og myndum um Landmannalaugar og hina vinsælu gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem flestir nefna Laugaveginn. Arið 1997 kom hann hingað í þriðja skipti og með í farteskinu út- gáfusamning við Bruckmann-bóka- útgáfuna um áðurnefnda bók um gönguleiðir hérlendis. Hann hafði þegar safnað miklu efni um land og þjóð, en dvaldi fimm mánuði til að afla sér viðbótargagna og vinna að ritun bókarinnar. Hann kortlagði tuttugu mismun- andi leiðir í því sambandi, fjórtán fyrir göngugarpa, fimm fyrir hjól- reiðamenn og eina fyrir ofurhuga sem kjósa róður á sjó-kajökum til að komast á milli staða. „Ég lýsi þessum leiðum af mikilli nákvæmni og af þeim sökum kost- aði bókin blóð, svita og tár. Yfir- leitt geta höfundar ferðabóka feng- ið hitt og þetta „lánað“ úr öðrum ferðabókum til að auðvelda sér starfið, og sú aðferð er alþekkt, en í þessu tilviki var það ómögulegt Morgunblaðið/Golli Erik Van de Perre segir að merkt gönguleið á hálendi Islands sé engin trygging fyrir því að villast ekki eða deyja úr ofkælingu. Ljósmynd/Erik Van de Perre Símon bóndi á Þverá í Svarfaðardal fær sér brjóstbirtu áður en haldið er áfram að draga í dilka. Ljósmynd/Erik Van de Perre Erik kveðst hafa orðið hugsað til indiana að senda reykmerki þegar hann ljósmyndaði þessar skýjamyndanir yfír Hvítserki í Borgarfirði eystra í fyrra. Aukinn áhugi á íslenskum málefnum því í flestum tilfellum voni engar heimildir fyrir hendi. Þau gögn sem ég gróf upp vora yfirleitt á ís- lensku, fáeinir bæklingar fundust en í þeim var höfuðáherslan á lýs- ingar á fegurð landsins og stemmningu, í stað þess að gera grein fyrir tæknilegum atriðum í tengslum við ferðirnar. Lesendur mínir þurfa að vita hvernig á að gera hlutina, hvaða búnað þeir eigi að taka með sér og við hvaða erfiðleikum þeir megi bú- ast á leiðinni. Fólk sem ætlar að flengjast um fjöll og firnindi þarf að vera vel búið og einn helsti til- gangur bókarinnar er einmitt að gera ferðalöngum grein fyrir hugs- anlegum hættum. Ég get nefnt Laugaveginn sem dæmi, fjölfarna gönguleið sem rómuð er í bækling- um og sögð vel merkt og flestum fær. Hvergi er þess hins vegar get- ið að veðrið geti versnað fyrirvara- laust, að fólk geti villst í þoku eða snjóbyl og orðið úti.“ Merking tryggir ekki öryggi Hann kveðst muna eftir að hafa heyrt fregnir árið 1995 af þýskum ferðalöngum sem lentu í villum á Fimmvörðuhálsi, með þeim afleið- ingum að kalla þurfti út fjölmennt leitar- og björgunarlið til að finna þá, með tilheyrandi umstangi og kostnaði. „Fyrir tilviljun rakst ég á þessa Þjóðverja örfáum dögum eftir að þeim var hjálpað til byggða og sá þá með eigin augum hversu van- búnir þeir vora. Þeir höfðu hvorki áttavita né kort meðferðis og vora með vægast sagt lélegan útbúnað til útivistar á hálendinu. Þeir vora raunar stálheppnir að hafa komist lífs af úr hrakningunum. Þeir höfðu anað af stað vegna þess að þeir voru þess fullvissir að Fimmvörðu- háls væri kyrfilega merktur, en á Islandi er merkt gönguleið á há- lendinu engin trygging fyrir því að villast ekki eða deyja úr ofkælingu. Fyrir vikið ákvað ég að hafa bókina kjarnyrta um þessi efni, ég ýki ekki beinlínis en mála hlutina stundum í sterkum litum. En það er betra að fólk fari vel búið í ferð en upp á von og óvon,“ segir Erik. Vegna fyrrgreinds skorts á stað- góðum upplýsingum byggði hann bók sína mestmegnis á eigin reynslu og samtölum við leiðsögu- menn og fólk á landsbyggðinni sem þekkti til slóðanna sem hann fjallar um. „Það var stundum vandkvæð.um bundið að finna þessai- fróðleiks- námur, en ég hafði upp á þeim flestum að lokum. Ég fékk því allar nauðsynlegar upplýsingar frá sér- fræðingum, sem veitti mér aukið sjálfstraust við ritun bókarinnar," segir Erik. Hann hafði aflað sér margvíslegs fróðleiks um Island og bundist landinu ákveðnum böndum, en ERIK Van de Perre hefur aðal- lega skrifað ferðagreinar til þessa en hyggst færa sig út í al- menna umfjöllun um Island og það sem hæst í þjóðlífinu ber hverju sinni. Hann segir ljóst að áhugi manna á meginlandi Evr- ópu beinist í auknum mæli að ís- landi. Þar sé efst á baugi þróun mála á hálendinu. „Fyrirfram óttaðist ég mjög að hafa ekki nægilega mörg verkefni, en í ljós hefur komið hið gagnstæða, eða mikil eftir- spurn eftir fréttum héðan, ekki síst af hálendinu. Mjög margir meginlandsbúar eru þess með- vitaðir að á íslandi er að finna seinustu ósnortnu óbyggðir álf- unnar og hafa því eðlilega áhyggjur af áformum um virkj- anir og byggingu stóriðjuvera," segir Erik. Sálin seld fyrir fé? „Án þess að ég vilji taka af- stöðu í jafnviðkvæmu póltisku máli, verð ég að játa að ég er ögn hræddur um að einhverjir freist- ist til að selja skrattanum sál sína fyrir þann fjárhagslega ávinning sem er í boði. fslendingar eru afar opnir og sjálfsöruggir í jákvæð- asta skilningi þess orð, en þeir eru um leið ákaflega þungt haldn- ir af efnis- og neysluhyggju. Þó margir vilji ekki láta hrófla við hálendinu, er hættan sú að þeir velji þann kost frekar en að missa spón úr aski sínum. Það er því togstreita í þjóðarsálinni á milli náttúruverndar og peninga, og ég get einungis vonað að rétt ákvörðun verði tekin að lokum,“ segpr hann. Erik kveðst hafa orðið vitni að náttúruspjöllum á ferðum súium í t.d. Noregi og Rússlandi sem hafi fært honum heim sanninn um mikilvægi þess að maðurinn reyni að hafa sem hógværust áhrif á það landakort sem náttúran teiknar sjálf. „Það er fátt dapur- Iegra en ferðast um landsvæði sem var áður án afskipta manns- ins, en er nú í skugga risastórra rafmagnsmastra eða annarra mannvirkja," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.