Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins hf.
Morgunblaðið/Sverrir
ferða
mannastaður landsins
Eftir Hildi Einarsdóttur
ÆVINTYRIÐ um Bláa
lónið hófst í byrjun
níunda áratugarins
þegar psoriasis-sam-
tökin reistu lítið hús við affallslón
orkuvers Hitaveitu Suðumesja í
Syartsengi. Komið hafði í ljós að
kísillinn og bláþörungar sem voru í
jarðsjónum höfðu góð áhrif á ein-
kenni sjúkdómsins og annarra húð-
sjúkdóma.
Það spurðist fljótt út að Bláa
lónið væri góð heilsulind. Islend-
ingar og einstaka erlendur ferða-
maður fóru að sækja í lónið.
Nokkrir einstaklingar á Suðumesj-
um ákváðu þá að reisa þar bún-
ingsklefa fyrir almenning. A tíma-
bili rak svo Grindavíkurbær baðað-
stöðuna.
Það urðu kaflaskipti í sögu stað-
arins þegar Bláa lónið hf. tók við
rekstri baðstaðarins árið 1994. Að
fyrirtækinu stóðu aðallega Hita-
véita Suðurnesja, sveitarfélogin á
Súðumesjum og Hvatning hf. en í
forsvari þess félags er Grímur Sæ-
niundsen læknir sem hefur verið
framkvæmdastjóri Bláa lónsins frá
stofnun þess árið 1992.
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Anna G. Sverrísdóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins hf., er
fædd 29. júlí 1950 í Stykkishólmi en uppalin í Reykjavík. Anna
lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1969. Hún
lauk námi í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Þránd-
heimi árið 1974. Anna hefur íjölþætta starfsreynslu, hún hefur
meðal aimars verið íjármálastjóri Viðskiptablaðsins, starfaði í
nokkur ár hjá Arnarflugi og var skrifstofustjóri hjá Islenska
útvarpsfélaginu hf. á árunum 1989 til 1991. Hún var fjármála-
sljóri hjá Vöku-Helgafelli hf. 1991-1992 og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1992-1995 þegar hún hóf störf
hjá Bláa lóninu sem ráðgjafi. Síðar tók hún við starfi fjármála-
stjóra en á síðastliðnu ári settist hún í stól rekstrarstjórans.
Anna er gift Siguijóni Einarssyni, skrifstofustjóra svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Þau eiga tvö börn, Yngva
Þór tölvunarfræðing og Maríu sem er þroskaþjálfí.
Nýir fiárfestar
koma til sögunnar
Einn aðaltilgangur Bláa lónsins
hf. frá upphafi.hefur verið að koma
upp fjölþættri heilsu- og ferðaþjón-
ustu við Bláa lónið. Þar með talið
að byggja baðaðstöðu upp á nýjum
stað þar sem hægt væri að njóta
dvalarinnar á fjölbreyttan hátt.
Ástæða þess að færa þurfti til bað-
aðstöðuna var að hún var inni á lóð
Hitaveitu Suðurnesja og síaukin
umsvif beggja fyrirtækjanna
kröfðust meira rýmis,“ segir Anna.
„Fyrirtækið byrjaði á því að
gera umhverfiskönnun á þeim
svæðum sem til greina komu fyrir
baðlónið. A þessum tima hefst
samstarfið við Sigríði Sigþórsdótt-
ur arkitekt. Einnig var leitað eftir
fleíri fjárfestum. I ársbyrjun 1998
komu nýir aðilar að fyrirtækinu og
ákveðið var að ráðast í byggingu
baðstaðarins. Nýju fjárfestarnir
Gert er ráð fyrir að um 250 þúsund manns heimsæki
Bláa lónið á þessu ári.
voru Flugleiðir, Nýsköpunarsjóður
íslands og 01ís.“
Hverjar voru helstu ástæðurnar
fyi'ir áhuga fjárfestanna?
,Ástæðumar voru fyrst og
fremst trú á að um arðbæran rekst-
ur gæti orðið að ræða sem byggist á
einstakri staðsetningu lónsins, sam-
spili umhverfis og lóns og síðast en
ekki síst eiginleikum jarðsjávarins
sem ekki á sinn líkan í heiminum.
Aðsókn að Bláa lóninu hafði á
þessum tíma vaxið hröðum skref-
um og þegar við vorum búin að af-
marka verkefnið við að byggja
góða baðaðstöðu fyrir almenning
voru menn til í slaginn.“
Umhverfissjónarmiða
gætt í hvívetna
Nýi baðstaðurinn býður
upp á meiri fjölbreytni
inu. Náttúruleg efni voru notuð
eins mikið og kostur er.“
Við víkjum að sjálfu húsinu sem
er afar skemmtilega hannað. í
byggingunni sem er 2700 fermetr-
ar að flatarmáli er að finna þrjár
gerðir af búningsklefum. Á neðri
hæðinni er almenningur þar sem
fólk hefur klæðaskipti og skápar til
að geyma fötin. Á efri hæðinni eru
einstaklingsskiptiklefar og skápar.
Einnig eru útiÚefar þar sem gestir
hengja fötin sín á snaga en geta
geymt verðmæti í litlum, læstum
skápum.
Tæknivætt aðgöngukerfí
„Við tókum þá ákvörðun að fara
í tæknivætt aðgöngukerfi. I stað-
inn fyrir lykla fær hver gestur
armband sem í er lítill tölvukubb-
ur. í kubbinn eru skráðar ýmsar
hagnýtar upplýsingar eins og
komutími gesta, hvort þeir hafi
leigt sundföt eða handklæði.
Einnig geta fullorðnir notað arm-
bandið sem krítarkort inni á svæð-
mu.
Armbandið er lykill að skápum
og inn- og útgönguhliðum. Þetta
er nýjung hér á landi og gefur
mikla möguleika. Með því að nota
kubbinn er hægt að fylgjast með
hve lengi viðkomandi hefur verið í
lóninu en grunnaðgangseyrinn
miðast við þrjá klukkutíma. Við
getum líka séð hve margir eru í
lóninu á hverjum tíma og fengið
upplýsingar um fjölda gesta, dval-
artíma og aðsókn. I framtíðinni
sjáum við fram á fleiri færi til að
nýta þessa tækni. Einn er sá að
láta armbandið fylgja með í
pakkaferðum til Islands. Jafn-
framt því að veita aðgang að lón-
inu gæti það verið aðgangur að
fleiri ferðamannastöðum en þá
þyrftu þeir staðir að taka upp
þetta kerfi.“
Ráðstefnusalur með
útsýni yfir lónið
að vera komu fleiri en einn staður
til greina að sögn Onnu. „Fram-
kvæmdir við nýju aðstöðuna
hófust 700 metrum vestan við
gamla baðstaðinn. Þetta er þó
sama lónið,“ segir hún. „Aðstæður
á nýja staðnum eru góðar frá nátt-
úrunnar hendi. Illahraun myndar
þarna hraunvegg, 6-8 metra háan,
sem skapar lóninu ákjósanlega
umgjörð auk þess sem það snýr
vel við sólu.
Þar eð staðurinn var þetta langt
í burtu þurfti að flytja jarðsjó und-
ir þrýstingi í jarðlögnum beint frá
orkuverinu og út í baðhluta lónsins
þar sem það blandast í átta blönd-
unarbrunnum."
Nýja baðstaðinn segir hún
bjóða upp á mun meiri fjölbreytni
en áður var. Helsta nýbreytnin er
að botninn er jafnaður sandbotn.
Lónið sem er 5000 fermetrar að
flatarmáli er hvergi dýpra en 1,40
metrar. Við hraunjaðarinn eru
víkur og vogar þar sem settir hafa
verið bekkir ofan í lónið. Hraun-
hellir er í lóninu og gegnum hann
flýtur jarðsjór og nokkrar brýr
sem tengja saman gönguleiðir. I
lóninu er líka gufuhver og gefur
hann staðnum dulúðlegt yfir-
bragð.
„Við höldum hitastiginu í vatn-
inu í 37°-39°. Við leitumst við að
hafa hitann jafnan og þægilegan,"
segir hún.
Annar hraunhellir er á strönd-
inni við lónið og í honum er nátt-
úrulegt jarðgufubað. Við hellinn er
strönd sem er notaleg allt árið um
kring. Hluti lónsins er innandyra
og er hægt að synda milli innilóns
og útilóns.
Lítill veitingastaður er á inni-
laugarsvæðinu þar sem menn geta
slakað á og fengið sér ávaxtasafa,
kaffi, ís, samlokur eða salat.
í húsinu er stór veitingasalur
þar sem boðið er upp á fjölbreytt-
an matseðil bæði fyrir hópa og
einstaklinga. Á kvöldin eru dekk-
uð borð með kertaljósum. Verk-
taki sér um þennan þátt reksturs-
ins.
í húsinu er einnig ráðstefnusalur
og þótt hann hafi ekki enn verið
nema sáralítið kynntur þá hefur að
sögn Önnu verið mikil eftirspurn
eftir honum. Þetta er fjölnota salur
sem gefur fólki kost á að vera með
fundi og viðburði á þessum sér-
stæða stað. Útsýni er yfir lónið og
til norðurs yfir hraunbreiðuna og
minnir það á Kjarvalsmálverk.
Enn sem komið er er salurinn
einkum notaður af íslenskum fyrir-
tækjum og stofnunum.
Verslun er í anndyri hússins þar
sem seldar eru húðverndarvörur
sem unnar ei-u úr virkum efnum úr
lóninu. Mikil sala er á Bláalónsvör-
unum að sögn Önnu, ekki aðeins á
baðstaðnum heldur einnig í ís-
lenskum markaði á Keflavíkuiy
flugvelli og í lyfjaverslunum. „í
verslun okkar eru seldir minja-
gripir og íslenskir listmunir. Við
erum líka með ýmsa hluti til sölu
sem merktir eru Bláa lóninu eins
og sundföt, handklæði, sloppa, boli
og fleira. Áhuginn fer vaxandi á
slíkum hlutum og er ætlunin að
þróa þessar vörur meira“, segir
hún.
Viðtökur fóru fram
úr björtustu vonum
Þegar verið var að velta því fyr-
ir sér hvar nýi baðstaðurinn ætti
„Við hönnun staðarins var lögð
áhersla á að hann félli vel að nátt-
úru landsins og umhverfissjónar-
miða væri gætt í hvívetna," segir
Anna. „Sérstök áhersla var lögð á
að hlífa hrauni og mosa í umhverf-
I
„Við höfðum gert ráð fyrir að
opna nýja baðstaðinn síðastliðið
vor,“ segir Anna. „Framkvæmdir
tóku þó lengri tíma en við ætluð-
um, þá ekki síst mótun umhverfís-
ins. Við þurftum að fikra okkur
áfram í þeim efnum. Hönnuðirnir
voru því á staðnum síðustu mánuð-
ina.
Þegar við opnuðum 9. júlí síðastlið-
inn fengum við strax góðar viðtök-
ur. Það var mjög mikið álag á
starfsfólkinu á þessum háannatíma
í ferðaþjónustunni og iðnaðarmenn
voru enn að störfum. Þetta tókst
samt ágætlega. Síðan höfum við
verið að læra á staðinn og laga
hann að þörfum rekstursins og
bæta ýmislegt sem betur má fara.