Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 1

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 246. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vopnaðir Armenar sleppa þingmönnum úr gíslingu og gefast upp Herinn krefst afsagnar yfírmanna löggæslunnar Armenskir lögi-eglumenn fylgja þingmönnum úr þinghúsinu í Jerevan eftir að vopnaður hópur þjóðernis- sinna sleppti þeim úr gíslingu í gær. Árásarmennirnir gáfust upp eftir að hafa myrt forsætisráðherra Armeníu, forseta þingsins og sex aðra embættismenn. Jerevan. Reuters. VOPNAÐIR menn, sem myrtu átta af æðstu embættismönnum Armen- íu í þinghúsinu í Jerevan í fyrradag, gáfust upp í gær og létu alla gísla sína lausa. Her landsins fordæmdi árásina, lýsti henni sem samsæri gegn armenska ríkinu, og krafðist afsagnar þriggja embættismanna sem bera ábyrgð á því að haldið sé uppi lögum og reglu. Forseti landsins, Robert Koeharyan, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna morðanna á tveimur af þremur æðstu embættis- mönnum landsins - Vazgen Sarks- yan forsætisráðherra og forseta þingsins - og sex öðrum valdamikl- um embættismönnum. Þeir verða bornir til grafar á sunnudag. Herinn gaf út harðorða yfirlýs- ingu um árásina og krafðist afsagn- ar ríkissaksóknara landsins, innan- ríkisráðherrans og öryggismálaráð- herrans. Ostaðfestar fregnir hermdu í gærkvöldi að innanríkis- ráðherrann, náinn bandamaður Sarksyans, hefði boðist tO að segja af sér vegna árásarinnar. „Landráð hafa verið framin af ásettu ráði,“ sagði í yfirlýsingu hersins. „Þetta var samsæri gegn armenska ríkinu og gegn framtíð armensku þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður getur herinn ekki staðið aðgerðalaus." Reiðitónninn í yfirlýsingunni olli í fyrstu vangaveltum um að herinn hygðist grípa tú einhvers konar að- gerða til að binda enda á pólitísku ólguna í landinu en allt var með kyrrum kjörum á götum armensku höfuðborgarinnar. Svo virtist sem yfirmenn hersins hefðu aðeins vOjað láta í ljósi óánægju sína með að lög- regluyfirvöld skyldu ekki hafa verndað forsætisráðherrann. Sarksyan var áður varnarmála- ráðherra og var sagður í meiri met- um hjá hernum en nokkur annar stjómmálamaður í Armeníu. Byssumennirnir, undir stjórn Kommúnisti afneitar þjóðnýtingu FÁTÆK kona í borginni Lviv í vesturhluta Ukraínu gengur fram- hjá búðarglugga skreyttum kosn- ingaáróðri vegna forsetakosning- anna í landinu á sunnudag. Þrátt fyrir mikla fátækt eftir hi-un Sov- étrikjanna er mörgum íbúum vest- urhlutans í nöp við forsetaefni kommúnista, Petro Symonenko, einn helsta keppinaut Leonids Kútsjma forseta. Symonenko sagði í gær að úkraínskum einkafyrir- tækjum stafaði engin hætta af kommúnistum og þau yrðu ekki þjóðnýtt kæmist hann til valda. Hann kvaðst hins vegar ætla að skera upp herör gegn spilltum skriffinnum. Talið er að enginn fái nógu mikið fylgi á sunnudag til að ná Nairis Unanyan, fyrrverandi félaga í þjóðernissinnuðum flokki, Das- hnak, sögðust í fyrstu ætla að steypa stjóminni, sem þeir sökuðu um að hafa leitt þjóðina á vOligötur. Ákærðir fyrir hryðjuverk Tugir gísla í þinghúsinu voru látnir lausir snemma í gærmorgun eftir næturlangar samningaviðræð- ur fulltrúa forsetans við árásar- mennina. Lesnar voru upp yfirlýs- ingar frá forsetanum og foringja byssumannanna áður en gíslarnir gengu út úr þinghúsinu. Kocharyan lofaði árásarmönnun- um sanngjömum réttarhöldum og AP kjöri, þannig að kjósa þurfi á milli tveggja efstu frambjóðendanna, líklega Kútsjma og Symonenko, í annarri umferð. ■ Lýðskrum og ásakanir/30 sagði að þeir yrðu ekki beittir of- beldi. Þeir höfðu krafist trygginga fyrir því að þeim yrði ekki gert mein. Ríkissaksóknarinn sagði síðai' að mennimir yrðu sóttir til saka fyrir hryðjuverk og tOraun tO að grafa undan ríkinu. Ái'ásin olli miklum óhug meðal Armena sem gátu fylgst með dráp- unum á átta af helstu valdamönn- um landsins í beinni sjónvarpsút- sendingu. Fimm þingmenn og einkavæðingarráðherra landsins voru enn á sjúkrahúsi vegna skotsára í gær. Ekki var Ijóst hvað vakti fyr- ir árásarmönnunum. Armenskir stjórnmálamenn töldu að árásin hefði ekki verið gerð af pólitískum ástæðum. „Það var engin pólitík á bak við árásina, þetta vora bara geðklofar sem komu í þinghúsið og frömdu þennan siðlausa glæp,“ sagði einn þingmannanna. Sameinuðu þjóðirnar og ráða- menn út um allan heim fordæmdu árásina. Rússar sögðust hafa áhyggjur af því að árásin gæti tor- veldað tilraunir þeiiTa til að leysa deilu Armena og Asera um héraðið Nagomo-Karabakh, sem er í Aserbajdsan en byggt Armenum. ■ Þjóðernishyggja/26 Kosovo Arás á Serba fordæmd Pristina, Haag. Reuters, AP. SERBNESK yfirvöld fordæmdu í gær árás Kosovo-Albana á 155 Serba sem vora á fiótta frá Kosovo og áttu að njóta verndar friðar- gæsluliða undir stjórn Atlantshafs- bandalagsins. Klaus Reinhardt, yfirmaður friðargæsluliðsins, sagði að árásin hefði verið „heimskuleg" og her- menn hans myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hafa hend- ur í hári árásarmannanna. Hann lofaði ennfremur að gera ráðstaf- anir til þess að auka öryggi serbneskra flóttamanna í hérað- inu. Að minnsta kosti átján Serbar særðust í átökunum, sem hófust síðdegis í fyrradag og stóðu fram eftir kvöldi í bænum Pec. Kveikt var í nítján bílum, þar af einum í eigu Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna sem skipulagði flóttann. Talsmaður flokks Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, sak- aði friðargæsluliðið um að láta hjá líða að vernda serbneska Kosovo- búa. „Ef hermenn Sameinuðu þjóð- anna og leiðtogarnir í héraðinu geta ekki verndað alla íbúana eiga þeir að viðurkenna það opinber- lega. Öllum í heiminum er ljóst að vandamálið í Iíosovo ... hefur alltaf verið hi-yðjuverk og aðskiln- aðarstefna Albana.“ Fleiri ákærur á hendur Milosevic? Aðalsaksóknari stríðsglæpa- dómstólsins í Haag skýrði frá því í gær að hann kynni að bæta við ákærum á hendur Milosevic, sem hefur verið ákærður fyrir glæpi serbneskra öryggissveita í Kosovo í átján mánaða herferð þeirra gegn albönskum aðskilnaðarsinn- um. Að sögn saksóknarans íhugar dómstóllinn nú að ákæra Milosevic einnig fyrir stríðsglæpi í Króatíu og Bosníu. Reuters „Við viljum ekki stríð en Frakk- ar hafa rangt fyrir sór“ var fyr- irsögnin í breska síðdegisblað- inu Sun í gær og nieira að segja á frönsku. mótmæla við franska sendiráðið í London en franski sendiherrann, Daniel Bernard, gerði sitt til að lægja öldurnar með því að blanda sér í hópinn og þiggja bita af grill- uðu, bresku nautakjöti. „Kjötdeilan“ milli Breta og Frakka Auknar vonir um samninga dnn. liriKsnl Rpntprs London, Brussel. Reuters. VAXANDI líkur eru á, að unnt verði að leysa „kjötdeiluná1 milli Breta og Frakka með samningum enda er hún verulega farin að skaða hagsmuni beggja þjóðanna. Vísindanefnd Evr- ópusambandsins kom saman í Bruss- el í gær til að meta röksemdir Frakka fyrir þvi að banna innflutn- ing á bresku nautakjöti og er búist við áliti frá henni í dag. Neil Kinnock, varaforseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í gær, að færu Bretar með deiluna fyrir dómstóla, gæti það tek- ið mörg ár að fá endanlega niður- stöðu í málinu. Spáði hann því, að framkvæmdastjórnin myndi beita sér fyrii' sáttum milli Breta og Frakka, jafnvel þótt vísindanefndin kæmist að þeirri niðurstöðu, að Frakkar hefðu rangt fyrir sér. Undir þetta tók talsmaður Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, í gær. Jean Glavany, landbúnaðarráð- herra Frakklands, sagði í gær, að innflutningsbanninu yrði ekki aflétt íyrr en franskir vísindamenn teldu það ráðlegt. Hann bætti síðan við, að leysa mætti deiluna með strangara eftirliti og nákvæmari vörumerking- um. Breskir bændur efndu í gær til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.