Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 20
20
A'wr yqEVíTVn t'iK'? ff’ríMurrTTWí(&
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
„Jólabærinn Akureyri“
opnaður 20. nóvember
UNDIRBÚNINGUR vegna verkefnisins „Jóla-
bærinn Akureyri" stendur nú sem hæst, en það
eru Miðbæjarsamtökin á Akureyri sem hafa
umsjón með þessu verkefni í samstarfi við At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og fleiri.
Ingþór Ásgeirsson formaður Miðbæjarsam-
takanna sagði að jólabærinn yrði að þessu sinni
á Ráðhústorgi og í göngugötunni í Hafnar-
stræti. A síðasta ári var jólaþorpi undir nafninu
Norðui-póllinn komið fyrir á flötinni neðan við
Samkomuhúsið. „Við ákváðum að hafa þetta í
miðbænum núna og reyna að lífga þannig upp
á,“ sagði Ingþór.
Markaðsstemmning
Nú er unnið að því að hanna sérstaka sölu-
bása sem komið verður fyrir á Ráðhústorgi og
upp eftir göngugötu, en þar getur fólk fengið
inni til að bjóða upp á varning af ýmsu tagi,
handverk, hannyrðir og hvaðeina. Sölubásarnir
verða skreyttir með viðeigandi hætti og þannig
reynt að skapa sem skemmtilegasta markaðs-
stemmningu.
Þá verður í tengslum við verkefnið boðið upp
á skemmtidagskrá, söng og glens auk þess sem
jólasveinar verða á ferli svo sem vera ber á
þessum árstíma. Leitað hefur verið eftir sam-
starfi við félaga í skátunum og hafa þeir tekið
vel í að vera með. Þannig mun svæði jólabæjar-
ins teygja sig upp í Skátagil og ef veður leyfir
verður útbúin þar upp braut fyrir snjóbretta-
iðkendur og leiktæki að hætti skáta sett þar
upp.
Ingþór sagði að menn hefðu lært af reynslu
síðasta árs og reynt yrði að bæta úr því sem þá
fór aflaga. Allt það sem vel tókst til með verður í
boði nú, eins og jólapakkasöfnun, kórsöngur
barna og fleira.
„Við viljum halda þessu verkefni áfram, að
bjóða upp á skemmtilega jólastemmningu á
Akureyri, en umfangið verður minna nú en var
í fyrra. Við byrjum í smærri stíl en vonandi
mun þetta vaxa og dafna í áranna rás,“ sagði
Ingþór.
Jólabærinn Akureyri verður formlega opnað-
ur 20. nóvember næstkomandi, en þá má gera
ráð fyrir að búið verði að færa miðbæinn í jóla-
búning. Um það, sem og samræmdan af-
greiðslutíma verslana, verður rætt á fundi
Kaupmannafélags Akureyrar í næstu viku.
Þrennir
tónleikar
kammerkórs
KAMMERKÓR Norðurlands heldur
þrenna tónleika á Norðurlandi um
komandi helgi.
Fyrstu tónleikarnir verða í Snart-
arstaðakirkju við Kópasker laugar- j
daginn 30. október kl. 13.30. Um j
kvöldið verða tónleikar í Dalvíkur- j
kirkju og hefjast þeir kl. 20.30 og
þeir síðustu verða í Hvammstanga-
kirkju á sunnudag kl. 15.
Stjórnendur eru Sigurbjörg Krist-
ínardóttir og Björn Leifsson en und-
irleik á orgel annast Hlín Torfadóttir.
Efnisskráin ber yfirskriftina Heili
þér María og samanstendur af Mar-
íuversum eftir erlenda og innlenda
höfunda frá ýmsum tímum, ásamt
fleiri sönglögum sem flest má tengja
lofgjörð til Maríu meyjar.
Kammerkór Norðurlands var
stofnaður á haustdögum árið 1998 og
er söngfólkið af Norðurlandi, frá
Húnaþingi til Norður-Þingeyjarsýslu.
►
Morgunblaðið/Kristj án
Biðröð við Bókval
Reglustrika og
sími í kaupbæti
FJÖLDI fólks stóð í biðröð við
verslunina Bókval á Akureyri
þegar opnað var í gærmorgun,
en ástæða þess að svo margir
létu sig hafa það að bíða var til-
boð verslunarinnar; ef keypt var
reglustrika af ákveðinni lengd
fylgdi GSM-sími með í kaupun-
um og var verðið 16 krónur.
Ingþór Ásgeirsson, verslunar-
stjóri í Bókval, sagði að alls
SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR
JL plötur í lestar
B \ servant plötur
I B I I I SALERNISHÓLF
LMXJLJI baðþiljur
ELDSHÚSBORÐPLÖTUR
Á LAGER-N0RSK
HÁGÆÐAVARA
PP
&co
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: SS3 8640 & S68 6100
hefðu 100 símar verið í boði og
þeir farið á örskammri stund.
Hann sagði að tvær stúlkur
hefðu komið fyrstar í biðröðina
og mættu þær um miðnættið.
Þær gátu hallað sér í bíl sem
þær höfðu til umráða þar til fólk
fór að streyma að um fjögurleyt-
ið um nóttina og fram eftir
morgni. Hann sagði að fólk á öll-
um aldri hefði verið í röðinni,
allt frá unglingum og upp í sjö-
tugt. „Það sem kom mér mest á
óvart var hve rólegt og afslapp-
að fólkið var. Ég var búinn að
gera ráðstafanir, var með fjóra
menn til taks til að hafa hemil á
fólkinu, en það kom aldrei til
þess að þeir tækju til starfa, fólk
var afskaplega kurteist," sagði
Ingþór. Þó nokkrir þurftu frá að
hverfa án þess að fá síma með
reglustrikunni, eða um 50
manns.
Fundur um framtíðarskipulag
ferðamála á Norðurlandi
Ferðamálasamtökin á Norðurlandi
efna til stórfundar á Hótel KEA
laugardaginn 30. oktober nk. kl. 14.
Fundurinn er öllum opinn
Gestir fundarins verða:
Tómas Ingi Olrich, formaður ferðamálaráðs
Pétur Rafnsson, F.S.I.
Erna Hauksdóttir, S.A.F.
Sigrún Jakobsdóttir
Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Norðurlands vestra
Háskólinn á Akureyri og sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð
Samningur um
sérfræðiþj ónustu
^Morgunblaðið/Halldór Ingi Ásgeirsson
Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, Rögnvaldur Skíði
Friðbjörnsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri, og Pétur Bolli Jóhannesson, sveitar-
stjóri í Hrísey, undirrita samninginn.
SKRIFAÐ hefur verið undir sam-
starfssamning milli Háskólans á
Akureyri og þriggja sveitarfélaga
við utanverðan Eyjafjörð, Olafs-
fjarðar, Dalvíkurbyggðar og Hrís-
eyjar. I samningnum felst að há-
skólinn tekur að sér að tryggja leik-
og grunnskólunum sveitarfélaganna
aðgengi að sérfræðiþjónustu á sviði
kennslu- og þjónustustarfa um leið
og skólamir tryggja stúdentum við
kennaradeild aðgengi að vettvangs-
námi.
Háskólinn á Akureyri hefur falið
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri, RHA, að sjá um fram-
kvæmd samningsins og hefur Bene-
dikt Sigurðarson, sérfræðingur á
skólaþróunarsviði RHA, verið ráð-
inn verkefnastjóri. Samningurinn er
til þriggja ára en framlengist sjálf-
krafa um eitt ár í senn sé honum
ekki sagt upp.
Vildum taka við þessum
verkefnum sjálf
Rögnvaldur S. Friðbjömsson,
bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, sagði
að eftir að Skólaþjónusta Eyþings
hefði verið lögð niður hefðu um-
rædd sveitarfélög ákveðið að standa
saman um að veita þessa þjónustu
og ráðið Benedikt til að starfa með
verkefnahóp á vegum sveitarfélag-
anna. „Niðurstaðan var sú að við
vildum taka við þessum verkefnum
KYNNING á verkum Rósu Krist-
ínar Júlíusdóttur verður opnuð í
Samlaginu, listhúsi, á laugardag, 30.
október.
Rósa Kristín útskrifaðist frá
listaakademíunni í Bologna á Italíu
árið 1972, úr málunardeild. Hin síð-
ari ár hefur hún fundið listsköpun
sinni farveg í textíl án þess þó að
skilja alfarið við málaralistina, en
verk hennar eru „máluð vattteppi".
sjálf. Þessi samningur er fyrst og
fremst gerður til að tryggja aðgang
að þeirri þjónustu sem við teljum
okkur þurfa á að halda. Við munum
leysa einhver verkefni með því
starfsfólki sem við höfum á að skipa
hér í sveitarfélögunum, aðra þjón-
ustu fáum við hjá starfsfólki rann-
sóknarstofnunarinnar og þá munum
við kaupa eitthvað af þjónustu að,
t.d. sálfræði- og talmeinaþjónustu,
en sem betur fer er nægt framboð á
slíkri þjónustu á Eyjafjarðarsvæð-
inu,“ sagði Rögnvaldur.
Fyrstu teppin gerði hún fyrir
börnin sín, litla frænkur og frændur
og vini. Þetta voru teppi til að
breiða yfir sig og kúra undir. Rósa
leitar gjai’nan að innblæstri úti í
náttúrunni, skoðar allar ábreiðum-
ar sem móðir náttúra breiðir yfir
bamið sitt, jörðina.
Samlagið er opið frá kl. 14 til 18
alla daga nema mánudaga, þá er
lokað.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á
morgun, laugardag, kl. 11.
Fermingarfræðsla í kirkjunni
kl. 11 á sunnudag, 31. október.
Guðsþjónusta á sunnudag kl.
14. Minnst verður látinna og
geta kirkjugestir kveikt á kert-
um í minningu látinna vina.
Kirkjuskóli verður í Grenivík-
urkirkju á morgun, laugardag
kl. 13.30. Kyrrðar- og bæna-
stund kl. 21 á sunnudagskvöld.
Guðsþjónusta í Grenilundi á
sunnudag kl. 16. Minnst lát-
inna.
MÖÐRUVALLAPRESTA-
KALL: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta verður í
Möðruvallakirkju næsta sunnu-
dag, 31. október og hefst hún
kl. 11. Fermingarbörn aðstoða.
Stuttur fundur um barnastarfið
á eftii’. Þeii- sem hafa áhuga á
að vera með í barnastarfi í vet-
ur eru hvattir til að mæta.
Rósa Kristín í Samlaginu
Til leigu
verslunar-/skrifstofuhásnæði á besta
stað í miðbæ Akureyrar.
Upplýsingar í símum 896 4393 og
898 9802