Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 21
LANDIÐ
900 fm reiðhöll
rís á Blönduósi
Blönduósi - Árni Þorgilsson á
Blönduósi hefur unnið að byggingu
900 fermetra reiðhallar og 24 hesta
hesthúss í Arnargerði en svo nefnist
hesthúsahverfi hestamanna á
Blönduósi. Arni byrjaði á þessu
mannvirki í sumar og er áætlaður
kostnaður ekki undir 20 milljónum
króna. Nú hyllir undir verklok og
hefur Árni gert samninga við hesta-
menn og Blönduóssbæ til sjö ára um
afnot þeirra af reiðhöllinni og voru
þeir samningar undirritaðir í reið-
höllinni 26. okt. síðastliðinn.
Með Árna að byggingunni hafa
unnið tveir til þrír menn auk þess
sem fjölskylda hans hefur lagt drjúga
hönd á plóginn. Um síðustu helgi fjöl-
menntu hestamenn í héraði og fjöl-
skylda Árna til byggingarstarfa en þá
tókst að klæða stóran hluta bygging-
arinnar. Fyrirhugað er að gera annað
slíkt átak á næstunni til þess að ljúka
klæðningu fyrir veturinn.
„Víst er að reiðhöllin mun verða
mikil lyftistöng fyrir hestamennsku
í Húnavatnssýslu á komandi árum,“
segir Hörður Ríkharðsson, talsmað-
ur hestamanna á Blönduósi, en að-
staða sem þessi nýtist vel við tamn-
ingar og þjálfun reiðhrossa. Sölu-
sýningar munu fá fastan sess í
starfi reiðhaliarinnar auk keppni og
námskeiða af ýmsu tagi. Hvað
ferðaþjónustu viðvíkur er reiðhöllin
ákjósanleg til þess að kynna hestinn
fyrir erlendum ferðamönnum og
skapa þeim örugga aðstöðu til þess
að reyna íslenskan hest, sagði Hörð-
ur ennfremur. Húnvetnskir hesta-
menn og hrossaræktendur fagna
þessu framtaki Árna sem glöggt má
sjá í fórnfúsu sjálfboðastarfi þeirra
við byggingu reiðhallarinnar og þeir
hugsa sér gott til glóðarinnar að
nýta sér þessa aðstöðu sem vafalítið
mun efla allt þeirra starf á komandi
misserum.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hestamenn og fulltrúar bæjarstjdrnar undirrita samninga við Árna Þorgilsson um not af reiðhöllinni sjö ár.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
Mikið líf og kraftur er í kirkjunni þegar þar eru saman komnir upp undir 200 lífsglaðir einstaklingar.
Sameiginlegur sunnudaga-
skóli í Ólafsvíkurkirkju
Ólafsvík - Það var glatt á hjalla í
Ólafsvíkurkirkju á sunnudaginn
24. október sl. þegar þar var
haldinn sameiginlegur sunnu-
dagaskóli fyrir allt Snæfellsnes
enda við góðu að búast þegar allt
hið hæfileikaríka fólk sem þar
starfar leggur saman krafta sína.
Frá árinu 1993 hefur það verið
árlegur viðburður í starfi sunnu-
daga- eða kirkjuskólanna á Snæ-
fellsnesi að hittast til skiptis í
Stykkishólmi, Grundarfirði,
Ólafsvík og á Ingjaldshóli.
Það er spennandi fyrir börnin
að fá að fara í aðrár kirkjur í
langferðabifreið og kynnast þar
öðrum börnum og öðrum aðstæð-
um og aðferðum heldur en notað-
ar eru á hverjum sunnudegi á
heimakirkjunni. Að þessu sinni
var barn borið til skírnar í
sunnudagaskólanum, en hátíð og
gleði fylgir jafnan þeirri athöfn.
Oft er ferðalagið góð upphitun
fyrir stundina, því þar er sungið
af krafti og jafnvel farið í brand-
arakeppni á leiðinni.
I lokin hefur verið boðið upp á
hressingu. Öll árin hafa söfnuð-
irnir notið vinsemdar Mjólkur-
samlagsins í Búðardal sem lagt
hefur þessu sameiginlega starfi
til skólamjólk og fleira til að
seðja Iíkamann að lokinni upp-
byggilegri stund í kirkjunni.
Sterkbyggð-
ur bensín-
söluskáli rís
Flateyri - Framkvæmdir eru hafnar
við byggingu nýs Essoskála á Flat-
eyri, en skálinn sem var fyrir eyði-
lagðist í snjóflóðinu 1995. Um lang-
an tíma var beðið svars frá forráða-
mönnum Veðurstofu Islands og 01-
íufélagsins Esso um hvort nýr skáli
yrði reistur á grunni gamla skálans.
Þeirri spurningu hefur verið svarað
með þessum framkvæmdum.
Nýi skálinn verður stærri en sá
fyrri, eða um 100 fm að stærð. Hann
verður steinsteyptur, útveggir og
þak verða járnbent og steypt og í
gluggum verða öryggisgler. Við
hönnun hússins er gert ráð fyrir að
það þoli mikinn kófþrýsting (högg-
bylgju). Þá er talað um viðmiðun
sem samsvarar fimmföldu vind-
álagi, eða um 47 metra vindhraða á
sekúndu. Þetta telst vera hár stuð-
ull borið saman við hús sem standa
skjóllítil á sjávarkambi. Við bygg-
ingu húsa er oftast nær reiknað
með öryggisálagi, ekki kófálagi eins
og í þessu tilfelli. Með þessari sér-
stöku hönnun hússins er gert ráð
fyrir að húsið muni þola snjóflóð
sem kæmi yfir garðinn sem afleið-
ing af stærra flóði.
Verktaki hússins er verktakafyr-
irtækið Ágúst og Flosi frá ísafirði
og um hönnun hússins sáu arkitekt-
ar á vegum Olíufélagsins Esso og
Nýju Teiknistofunnar. Um burðar-
þolsteikningar sá Leifur Benedikts-
son, verkfræðingur hjá Nýverki.
Ráðgert er að afhenda húsið fullbú-
ið að utan og tilbúið undir tréverk
fyrir 21. des. nk.
Kristnihátíð í Rang-
árvallaprófastsdæmi
KRISTNIHÁTÍÐ verður haldin
sunnudaginn 31. október nk. í
Þykkvabæjarkirkju og á Lauga-
landi, en hún er önnur af þremur
hátíðum sem prófastsdæmið hefur
áfomað að halda í tilefni 1.000 ára
kristnitökuafmælisins.
Hátíðin hefst kl. 13 með hátíðar-
messu í Þykkvabæjarkirkju, þar
sem sóknarpresturinn sr. Sigurður
Jónsson þjónar fyrir altari en sr.
Halldóra J. Þorvarðardóttir pró-
fastur prédikar. Sameinaðir
kirkjukórar Fellsmúla- og Odda-
prestakalls munu sjá um sálmasöng
en einsöng flytur Eyrán Jónasdótt-
ir, skólastjóri tónlistarskóla Rang-
æinga. I sumar hefm' verið unnið að
endurnýjun á þaki Þykkvabæjar-
kirkju og settur upp nýr rafmagns-
knúinn hringibúnaður sem notaður
verður í fyrsta skipti til að hringja
inn hátíðarmessuna.
Að athöfn lokinni verður haldið
að Laugalandi í Holtum þar sem
fram fer hátíðardagskrá. Munu þar
halda fyrirlestra um ábyrgð manns
á sköpun Guðs og um safnaðarlíf og
safnaðaruppbyggingu, þeir dr.
Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í
gamla testamentisfræðum við HI,
og dr. Sigurður Árni Þórðarson,
verkefnastjóri safnaðaruppbygg-
ingar á Biskupsstofu.
Þá mun kvennakórinn Ljósbrá
syngja sem og áðurnefndir
kirkjukórar, Guðríður Júlíusdóttir
syngur einsöng og síðast en ekki
síst verða börn og unglingar með
sín atriði. í tengslum við hátíðina
verður myndlistasýning á verkum
Gunnars Arnar myndlistarmanns
í Kambi í húsinu þennan dag.
Kaffiveitingar verða í boði héraðs-
nefndar Rangæinga sem kvenfé-
lögin á svæðinu sjá um.
í byi'jun júní sl. var kristnihátíð
haldin á Breiðabólsstað og Hvols-
velli og á hvítasunnudag, 11. júní á
næsta ári, verður aðalhátíð pró-
fastsdæmisins haldin í Odda og á
Hellu.
i
TL ffiirm-w.riTfSv r
sem
gleymist
seint
hú§a> og suiiiarbústaðaskihi ,,
úr tré
Pantið
tímanlega
fyrir
Axel Björnsson
S: 897 3550
565 3553
fimmtudag laugardag
föstudag sunnudag