Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Kristján Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sergei Katanandov undirrita samning um aukið samstarf milli fs- lendinga og Kareli'umanna. „Gagnkvæmur áhugi á að auka samstarfíð“ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Sergei Katanandov for- maður ríkisstjórnar Karelíu skrif- uðu undir samning um samstarf rílganna á Fiðlaranum á Akureyri í gær. „Við höfum átt mjög ánægjulegar viðræður og það er gagnkvæmur áhugi á því að auka samstarf milli landanna," sagði Halldór Asgríms- son. Hann sagði að í framhaldi af heimsókn sendinefndar Karelíulýð- veldisins yrðu frekari möguleikar á samstarfi kannaðir, en nú þegar eiga löndin með sér samstarf á sviði fiskveiða og fiskvinnslu. „Við höfum áhuga á að auka það enn frekar,“ sagði Halldór. „Þá höfum við líka áhuga á að kaupa meira af vörum frá Karelíu." Samningur milli Islendinga og Karelíumanna Fulltrúar Karelíu hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að tekið verði á móti ungu fólki þaðan og því boðið upp á starfsnám hér á landi. „Við munum leitast við að verða við þeirri ósk,“ sagði Halldór. Tækifæri í auknu samstarfi við fslendinga Sergei Katanandov sagði það mikilvægt Karelíumönnum að und- irrita samning um aukið samstarf við Islendinga. „Rússland er að breytast, möguleikar á að taka þátt í starfi á alþjóðavettvangi hafa auk- ist. Við höfum stofnað til tengsla við ýmis ný lönd og sjáum ákveðin tækifæri í samstarfi við Islendinga," sagði hann. Islendingar og Karelíumenn hafa átt í samstarfi m.a. á sviði sjávarút- vegs og benti Sergei á að það gæti aukist í kjölfar samningsins. Þá hafa þrjú þarlend skip verið endur- byggð hér á landi og tvö til viðbótar koma til viðgerða síðar. Marel hefur verið í samstarfi við fyrirtæki í Kar- elíu og sagði formaður ríkisstjómar landsins það hafa verið afar mikil- vægt. Þá hefur Byko keypt timbur frá landinu og þess er vænst að við- skipti geti hafist með pappír miili landanna, en í Karelíu eru þrjár stórar pappírsverksmiðjur. Kaupstefna í Nígeríu á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands Ætlað að treysta og auka viðskipti landanna FISKMIÐLUN Norðurlands hf., í samvinnu við utanríkisráðuneyti Is- lands, efnir til kaupstefnu í Nígeríu dagana 4.-9. nóvember nk. Kaupstefn- an er liður í því að treysta viðskipti milli landanna tveggja enn frekar. Kaupstefnan verður haldin á Hot- el De Ville í borginni Aba. Þátt í kaupstefnunni af Islands hálfu taka ýmis íslensk fyrirtæki á sviði sjávar- útvegs og flutningaþjónustu, auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Alls fer 15 manna hópur frá Islandi í Nígeríuferðina. Fiskmiðlun Norðurlands var stofn- uð árið 1987. Meðal stofnenda fyrir- tækisins voru sjómenn og fiskverk- endur, aðallega á Norðurlandi. Fyrir- tækið selur allar algengar sjávaraf- urðir viða um heim en umsvifamest hefur fyrirtækið verið í sölu skreiðar og hausa og er langstærsta útflutn- ingsfyrirtækið á sviði þurrkaðra sjávarafurða frá íslandi til Nígeríu, með um 60% markaðshlutdeild. Tíu ár eru liðin frá því fyrirtækið hóf viðskipti við Nígeríu. Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því Norf- ish Ltd. hóf viðskipti við fyrirtæki í Nígeríu. Þegar í upphafi var það stefna fyrirtækisins að veita jafnt framleiðendum á íslandi sem við- skiptavinum í Nígeríu góða og ör- ugga þjónustu. Á kaupstefnunni verða m.a. kynntar ýmsar nýjungar í framleiðslu þurrkaðra afurða. Jafn- framt fer fram kynning á öðrum af- urðum sem Fiskmiðlun Norðurlands hf. getur boðið kaupendum í Nígeríu, svo sem frosnar og niðurlagðar sjáv- arafurðir. Loks verður gæðaeftirlit fyrirtækisins kynnt heimamönnum. Heimsókn til höfuðborgarinnar I tengslum við kaupstefnuna munu fulltrúar utanríkisráðuneytis Islands, þeir Sverrir Haukur Gunn- laugsson, ráðuneytisstjóri og Bene- dikt Höskuldsson, forstöðumaður viðskiptastofu utanríkisráðuneytis- ins, ásamt hluta hópsins, heimsækja höfuðborg landsins, Abuja, og hitta embættismenn og forsvarsmenn úr viðskiptalífi Nígeríu að máli. Einnig mun hluti hópsins fara til Lagos og kynna þar nýjungar í framleiðslunni og hitta kaupendur að máli. Bind miklar vonir við Nígeríuferðina „Markmið okkar hjá Fiskmiðlun Norðuriands með því að efna til þessarar ferðar er ekki síst það að framleiðendur hér heima kynnist markaðinum í Nígeríu að eigin raun. Þess vegna buðum við þeim að slást í hópinn með okkur og fjölmargir þeirra þekktust boðið. Það er mjög ánægjulegt og örugglega gagnlegt fyrir alla aðila málsins,“ segir Hilm- ar Daníelsson, stjórnarformaður Fiskmiðlunar Norðurlands. Hann segir forsvarsmenn Fiskmiðlunar Norðurlands þakkláta utanríkisráðu- neytinu fyrir það hversu vel það tók beiðni fyrirtækisins um að standa að kaupstefnunni með því. „Eg hygg að viðbrögð ráðuneytisins sýni betur en margt annað hversu mikilvæg þessi viðskipti eru fyrir íslenskan sjávar- útveg og þar með þjóðarbúið í heild sinni.“ Hilmar segist binda miklar vonir við að heimsóknin muni leiða til þess að viðskipti Islands við Nígeríu og samskipti landanna á öðrum sviðum aukist til muna á komandi árum. Selja lif- andi fisk JAPANSKA fyrirtækið Osak- ana Kikaku og Yamato tran- sport hyggst nú færa út kví- arnar og hefja sölu á lifandi fiski. Þetta er stærsta heim- sendingarfyrirtæki Japans og leggur það áherzlu á sölu á lif- andi fiski til hótela og veitinga- staða en hver og einn getur fengið fiskinn sendan heim. Stálnál er stungið í hausinn á fiskinum, en við það lamast hann. Honum er síðan pakkað í sérhannaðar pakkningar með kælingu og svolitlu af sjó. Við þessar aðstæður hreyfir fisk- urinn sig ekki og lifir í um hálf- an sólarhring. þetta mun vera í fyrsta sinn í heiminum, sem í boði er þjónustu af þessu tagi. Reuters Skothríð hryðjuverkamannanna í þingsalnum í Jerevan í fyrradag náðist á myndband. Þingmenn sjást hér liggja á gólfinu bak við borð sína er byssumaður hleypir skolum af vélbyssu. Stjórnmálaástandið í Armeníu Þj óðernishyggja, fátækt og um- botaviðieitni Sá áratugur sem liðinn er frá því Armenar lýstu yfír sjálfstæði frá Sovétríkjunum hefur verið mjög stormasamur í lífí þessar- ar Kákasusþjóðar. Auðunn Arnórs- son stiklar hér á stóru um stjórnmála- ástandið í Armeníu og Suður-Kákasus. EINS og umheimurinn varð var við er byssumenn myrtu forsætisráð- herra Armeníu í ræðustól á þingi landsins í fyrradag er mikil ólga í armenskum stjómmálum. Fljótlega eftir að byssumennirnir höfðu ráðizt inn í þinghúsið varð ljóst að aðgerðir þeirra tengdust fréttum af því hvaða stefnu viðræður um lausn hinnar römmu deilu sem Armenar hafa átt í við Asera um fjallahéraðið Nagornó-Karabakh, sem að mestu er byggt Armenum en tilheyrir Aserbaídsjan, en deilan hef- ur eitrað samskipti grannþjóðanna sl. 11 ár. Um 35.000 manns létu lífið í stríð- inu sem háð var um héraðið, með hléum, frá 1988 til 1994. Mörg hund- mð þúsund Aserar sem bjuggu í hér- aðinu flúðu það í átökunum. Armen- ar hafa haft héraðið á valdi sínu frá því að vopnahlé var samið vorið 1994, en allar tilraunir sem gerðar hafa verið fram að þessu til friðar- samninga hafa farið út um þúfur. Hefur þetta ástand tekið mikinn toll af efnahagslífi Armeníu, sem ekki var beysið fyrir, þar sem deilan hef- ur lokað mikilvægum sögulegum við- skiptaleiðum í gegn um hið olíuauð- uga Aserbaídsjan og Tyrkland. Lykilhlutverk Karabakli í armenskum stjórnmálum Levon Ter-Petrossian, fyrrver- andi forseti, var neyddur til að segja af sér á síðasta ári vegna harðrar gagnrýni þjóðernissinna á borð við Kocharyan, núverandi forseta, um að hann hefði gerzt sekur um of mikla undanlátssemi í samningavið- ræðum við Asera. í forsetatíð sinni kom Ter- Petrossian slæmu orði á eigin stjórn er hann sendi skriðdreka út á götur höfuðborgarinnar, lét smala saman tugum stjómarandstæðinga og banna starf nokkurra stjórnmála- flokka, eftir að hafa verið endurkjör- inn í embætti í atkvæðagreiðslu sem margt þótti athugavert við fram- kvæmdina á. Þegar arftakinn, Ro- bert Kocharyan - sem er fyrrver- andi leiðtogi Armena í Karabakh- héraði - tók við völdum, gerði hann að helzta forgangsverkefni sínu að knýja í gegn róttækar markaðsum- bætur. Lífskjör almennings hafa þó ekki batnað. Þjóðartekjur á mann mælast nú um 600 Bandaríkjadalir á ári. Almenn óánægja með þær umbæt- ur sem Kocharyan hefur reynt að koma í framkvæmd átti mestan þátt í því að Einingarhreyfing Sarksyans og Demirchians fékk mest fylgi í þingkosningum í vor. Sarksyan hét því að milda áhrif umbótaáformanna á lífskjör almennings. Þjóðernissinninn Koeharyan hefur reyndar náð mestum árangri í leit- inni að lausn á Karabakh-deilunni eftir að hafa átt beinar viðræður við Haidar Alíjev, forseta Aserbaídsj- ans. Erlendir stjórnarerindrekar telja að grannríkin hafi aldrei verið nær því að ná samkomulagi um lausn deilunnar. Sótzt eftir samvinnu Bæði Armenía og Aserbaídsjan, sem og grannríki þeirra, eiga það sameiginlegt að sækjast eftir nánari tengslum við helztu stofnanir evr- ópskrar samvinnu. Stjórnvöld í Aserbaídsjan kusu að taka ekki þátt í öryggismálasam- vinnu Samveldis sjálfstæðra ríkja (CIS - sem stofnað var til í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna) og vilja þess í stað að styrkja tengslin við Atlantshafsbandalagið. Að sögn Vafa Gúlúzade, utanríkismálaráðgjafa Alíjevs forseta, vinnur það beinlínis gegn hagsmunum Aserbaídsjan að taka þátt í öryggissamstarfi CIS, en stjórnin hefur á stefnuskránni að sækja um aðild að NATO. Aserar hafa löngum sakað Rússa um að draga taum Armena í Karabakh- deilunni. Hernaðarafskipti NATO af Kosovo-deilunni og annað sem á síð- ustu misserum hefur gefið tilefni til að ætla að NATO sé að breyta um áherzlur hefur vakið nýjar vonir í Suður-Kákasus og ýtt undir vissa þróun þar. Þótt ástandið í átakahér- uðunum Abkasíu og Nagornó-Kara- bakh réttlæti ekki bein afskipti NATO, þá tóku sérstaklega Aserar og Georgíumenn að gera sér vonir um að Vesturlönd myndu, að loknu Kosovo-stríðinu, snúa sér að því að stuðla að varanlegum lausnum í Kákasus. Bæði Aserbaídsjan og Georgía hafa NATO-aðild á langtímastefnu- skránni. Þessi ríki eru ásamt Úkra- ínu, Úsbekistan og Moldavíu í eins konar öryggismálabandalagi sem sækist eftir nánari tengslum við NATO. Þar með eru ríkin sem áður voru í Sovétríkjunum hvað öryggis- málastefnu snertir klofin í tvær her- búðir. Armenar hafa haldið sig við að efla tengslin við Rússa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.