Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Maskhadov biður páfa
um liðveislu
SÞ huga
að mann-
úðarhjálp í
Tsjetsjníu
New York, Grosní. AFP, AP, Reuters.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda á
næstunni nefnd á vegum Sameinuðu
þjóðanna til Tsjetsjníu til að sinna
þar mannúðarmálum, að sögn tals-
manns samtakanna í gær. Hann
vitnaði einnig í yfirlýsingu Kofis
Annans, framkvæmdastjóra SÞ, sem
hvatti jafnt Rússa sem Tsjetsjena til
að sýna stillingu og leggja sig fram
um að koma í veg fýrir mannfall í
röðum óbreyttra borgara.
Nær 190 þúsund manns hafa að
sögn Rússa flúið frá Tsjetsjníu eftir
að átökin hófust 1. október, flestir til
grannhéraðsins Ingúshetíu. Aðstæð-
ur flóttafólksins eru bágbornar og er
óttast að þær eigi enn eftir að versna
þegar vetur gengur í garð á þessum
slóðum.
Fulltrúar rússneskra hernaðaryf-
irvalda hafa látið frá sér fara mót-
sagnakenndar yfirlýsingar um fyrir-
ætlanir Moskvustjórnarinnar varð-
andi höfuðstað Tsjetsjníu, Grosní.
Hershöfðingjar hafa þó sagt að ætl-
unin sé að Ijúka því að umkringja
borgina í byrjun nóvember og þegar
sé búið að ioka um 80% allra undan-
komuleiða frá henni.
Rússar hafa nú um helming upp-
reisnarhéraðsins á valdi sínu. ígor
Sergejev varnarmálaráðherra sagði í
sjónvarpsviðtali, sem tekið var í
bækistöð Rússa í Mozdok í Suður-
Ossetíu í gær, að hermenn hans
myndu aldrei hverfa aftur frá hérað-
inu eins og þeir gerðu 1997.
Hersveitir Rússa eru komnar inn í
útjaðar Grosní og stöðugt eru gerðar
á hana sprengjuárásir auk þess sem
beitt er flugskeytum. Rússar segjast
heyja styrjöldina til að binda enda á
starfsemi hryðjuverkamanna sem
talið er að hafi verið að verki í til-
ræðum sem kostuðu nær 300 manns
lífið, m.a. í Moskvu í sumar.
„Her Tsjetsjena mun verja Grosní
og aldrei gefast upp,“ hafði Interfax-
fréttastofan í gær eftir Aslan Mask-
hadov, forseta Tsjetsjníu. Hann hef-
ur ritað Jóhannesi Páli páfa bréf og
beðið hann að fá Rússa til að hætta
hernaðinum.
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif.
Tvívirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö - Sænsk gæðavara
T€nci
Smiðjuvegí 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax= 564 1089
Fást í byggíngavöruverslunum um land allt
Reuters
Mohammad Khatami, forseti Irans, virðir fyrir sér útsýnið frá Pantheon-hofinu í París í gær, í fylgd umsjón-
armanns hofsins, Bernard Joannot, og menningarráðherra Irans, Mostafa Moin.
Enginn frið-
ur með
friðarverð-
launahöfum
Jóhannesarborg. AP.
ÞÓTT þeir hafi unnið til ein-
hverra eftirsóttustu verðlauna,
sem um getur, friðarverðlauna
Nóbels, þá eru þeir Desmond
Tutu, erkibiskup í Suður-Af-
riku, og F.W. de Klerk, fyrr-
verandi forseti landsins, komn-
ir í hár saman og spara ekki
stóru orðin hver um annan.
í bók, sem Tutu hefur gefið
út, kallar kann Kterk „lítil-
menni“ og Klerk svaraði fyrir
sig í fyrradag og sagði, að Tutu
væri „blindaður af eigin þröng-
sýni“. Veltir hann því einnig
fyrir sér hvaða áhrif þessi deila
hafi á sambúð hvítra manna og
svartra í landinu en svo virðist
sem æ fleiri S-Afríkumenn vilji
reyna að gleyma fortíðinni og
takast heldur á við framtíðina.
Khatami líkir hnattvæðingu
við nvja nvlendustefnu
París. AFP, AP, Reuters.
MOHAMMAD Khatami, forseti írans, sagði í
ræðu í Pantheon-hofinu í París í gær að aukin
hnattvæðing væri ef til vill einungis ný útgáfa af
nýlendustefnu Vesturianda. Aflýsa þurfti fyrir-
huguðum ræðuhöldum forsetans í höfuðstöðvum
Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) þar sem ekki þótti sýnt að unnt væri
að tryggja öryggi hans.
Khatami átti á öðrum degi heimsóknar sinnar
morgunverðarfund með 40 helstu viðskiptajöfr-
um Frakklands. í Pantheon-hofinu, þar sem
flest mikilmenni Frakka frá lýðveldistímanum
liggja grafnir, lagði forsetinn blóm að leiðum
vísindamannanna Pierre og Marie Curie, rithöf-
undarins Emile Zola og fleiri merkra manna. í
ræðu sinni sagði hann að íslamska byltingin í ír-
an „væri komin á gelgjuskeiðið" og hvatti til
þess að sameiginlegur arfur ólíkra menningar-
heima yrði viðurkenndur. „Hin nýja heimsskip-
an og hnattvæðing, sem ákveðin stórveldi reyna
að fá okkur til að fallast á í dag ... minna helst á
einhvers konar endurborna nýlendustefnu,"
sagði Khatami og var greinilega að vísa til
Bandaríkjanna.
Andófsmaður fær 13 ára fangelsi
Heimsókn Khatamis varð tilefni undirritunar
tveggja stórra viðskiptasamninga milli Frakka
og Irana. Tilkynnt var í gær að Iranar hyggðust
kaupa fjórar Airbus-flugvélar að verðmæti 14
milljarða ki-óna, og á miðvikudag var skýrt frá
því að franska fyrirtækið Alstom myndi selja
Irönum dísel- og rafknúnar lestar fyrir jafnvirði
33,6 milljarða króna.
Byltingardómstóll Irans hefur dæmt helsta
forsprakka mótmælanna, sem fram fóru í Iran í
júlí, í 13 ára fangelsi, að því er íranska dagblaðið
Quods skýrði frá í gær. Dómurinn yfir hinum 35
ára gamla Manuchehr Mohammadi þykir til
marks um að írönsk stjómvöld vilji bæta ímynd
sína í augum alheimsins, einkum á meðan á heim-
sókn Khatamis í Frakklandi stendur, en bylting-
ardómstóllinn hafði gefið til kynna í september
að fjórir menn hefðu verið dæmdir til dauða fyrir
aðild að mótmælunum.
Kappræður A1 Gores og Bill Bradleys
Monicu-mál
Clintons rædd
Hanovcr. AP.
FÁTT kom á óvart í fyrsta einvígi
þeirra A1 Gores, varaforseta Banda-
ríkjanna, og Bill Bradleys, fyrrver-
andi öldungadeildarþingmanns, en
þeir keppa eftir að verða frambjóð-
andi demókrata í forsetakosningun-
um á næsta ári. Skiptust þeir kurt-
eislega á skoðunum en það, sem
vakti einna mesta athygli, voru um-
mæli Gores um Bill Clinton forseta
og samband hans við Monicu
Lewinsky.
Gore var spurður um álit hans á
framferði Clintons og hann kvaðst
skilja það vel, að fólki hefði mislíkað
það. „Mér var líka þannig innan-
brjósts en ég veit, að almenningur í
þessu vill horfa fram á veginn en
ekki aftur. Clinton er vinur minn,“
sagði Gore.
Báðir hrósa sigri
Aðstoðarmenn Gores sögðu, að
hann hefði sigrað með afgerandi
hætti í einvíginu en ráðgjafar Brad-
leys voru jafn vissir um, að hann
hefði borið hærri hlut. Gore tókst
þó að pína Bradley dálítið með
gagnrýni á þá ákvörðun hans að
hætta þingmennsku 1996 eftir að
repúblikanar voru komnir í meiri-
hluta á þinginu.
Umræðuefnin í einvíginu voru
meðal annars hugsanlegar breyt-
ingar á fjármögnunaraðferðum
frambjóðenda og ekki síst heilbrigð-
ismálin. Bradley vill koma á alls-
herjarsjúkratryggingakerfi en Gore
hélt því fram, að sú áætlun væri allt
of dýr, kostaði meira en allur áætl-
Reuters
Bradley svarar spurningum
áheyrenda áður en kappræð-
urnar hófust.
aður fjárlagaafgangur næstu tíu ár-
in. Báðir frambjóðendur voru hins
vegar sammála um, að breyta yrði
lögum til að draga úr vægi pening-
anna í kosningabaráttunni.
Stundum var slegið á létta
strengi og Gore var spurður að því
hver væru hans mestu mistök sem
stjómmálamanns. Sagði hann, að
þau væru sú yfirlýsing hans, að
hann væri í raun faðir alnetsins.
„Eg skammast mín dálítið fyrir
hana,“ sagði Gore, sem kvaðst þó
hreykinn af því að hafa útvegað al-
ríkisfé fyrir fyrirrennara netsins.
Kínversk stjórnvöld herða róðurinn
gegn Falun Gong-söfnuðinum
Sagður ógna
stöðugleika
Pekmg. Ap, Afp, Reuter.
KÍNVERSK lögregla handtók að
minnsta kosti 20 meðlimi sértrúar-
safnaðarins Falun Gong á Torgi
hins himneska friðar í Peking í gær.
Lögreglan leitaði einnig meðlima
víðsvegar um borgina, á gistihúsum
og einkaheimilum. Undanfama
daga hafa þúsundir félaga í Falun
Gong streymt til höfuðborgarinnar
frá ýmsum hémðum Kína í þeim til-
gangi að mótmæla banni stjórn-
valda við starfsemi safnaðarins og
ofsóknum á hendur meðlimum
hans.
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið
að herða róðurinn í baráttunni gegn
Falun Gong. Meðal annars ræða
þingmenn á þinginu í Peking nú um
að setja lög sem þyngi refsingar
meðlima sértrúarsöfnuða. Sértrúar-
söfnuðir era bannaðir með lögum og
eiga meðlimir þeirra á hættu að
verða handteknir og dæmdir til
margra ára fangelsisvistar.
Dagblað kínverska kommúnista-
flokksins í Peking, Dagblað alþýð-
unnar, réðst í gær harkalega að Fa-
lun Gong. „Flokkurinn og ríkis-
stjórnin munu ekki sýna lærisvein-
um djöfulsins neina miskunn vegna
þess að hvers konar undanlátssemi
við söfnuðinn mun skerða mann-
réttindi annarra þegna landsins,"
sagði í blaðinu. I sama streng tók
talsmaður kínverska utanríkisráðu-
neytisins, Zhang Qiyue. „Engin
ábyrg ríkisstjóm friðmælist við sér-
trúarsöfnuð. Að sýna slíkum hópi
vægð og umburðarlyndi er að troða
á mannréttindum þegnanna. Engin
ábyrg ríkisstjóm getur heldur leyft
sértrúarsöfnuði að stefna lífi og ör-
yggi þegnanna í hættu, né ógna
stöðugleika og reglu í samfélaginu,"
er haft eftir talsmanninum.
Segja 10 hafa látist
í varðhaldi
Meðlimir Falun Gong héldu í gær
leynilegan fund með erlendum
fréttamönnum í Peking. Þar lýstu
þeir illri meðferð lögreglu á safnað-
armeðlimum, pyntingum og bar-
smíðum, sem hafi orðið 10 þeirra að
bana. Félagar í söfnuðinum báðu
Sameinuðu þjóðimar, ríki heims og
frjáls félagasamtök um víða veröld
að leggja sér lið gegn ofsóknum kín-
verskra stjómvalda.
Falun Gong byggist á blöndu
hefðbundinna kínverskra trúar-
bragða og búddisma og taoisma.
Andlegur leiðtogi safnaðarins, Li
Hongzhi, er eftirlýstur í Kína en
býr í Bandaríkjunum. Hann hefur
predikað heimsafneitun og boðar
fylgjendum sínum að snúa baki við
vísindum og tækni og því sem hann
álítur úrkynjaða fjöldamenningu
Vesturlanda.
Talið er að 100 milljónir manna
um heim allan tilheyri söfnuðinum
en stjómvöld í Kína segja að með-
limir þar í landi séu um 2 milljónir.