Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGAl
RÁOHÚSTORGI
sAMwmm
tSQBEXgmamaaBinmmiimaiM o
Þá er slagurinn hafinn.
Heppinn þátttakandi sem svarar léttum spurningum á mbl.ÍS getur unniö
Þriggja mánaða kort frá World Class
10.000 kr. fataúttekt frá Adidas
Miða fyrir tvo á myndina
Bardagaklúbbinn (Fight Club)
Fight Club tösku og bol frá Skífunni
A næstunni verður frumsýnd kvikmyndin Bardagaklúbburinn (Fight Club),
þar sem Brad Pitt og Edward Norton fara með aðalhlutverkin. Kvikmyndin
fjallar um tvo félaga sem stofna með sér bardagaklúbb. Klúbburinn nær
miklum vinsældum en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar stúlka að nafni
Marla, leikin af Helenu Bonham Carter, kemur til leiks.
ERLENT
Forsetakosningarnar í Úkrainu
VEGFARANDI í Kíev virðir fyrir sér grímu með andlitsdráttum
eins forsetaframbjóðandans, Jevhens Martsjúks, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Grímuna gerðu stúdentar sem sögðu kosningarnar
vera „leikhús fáránleikans“. Fundi þeirra var tvístrað af lögreglu.
Lýðskrum og
ásakanir um mis-
beitingu valds
Kíev. AP, Reuters, The Economist.
FRAMBJÓÐENDUR í úkraínsku
forsetakosningunum á sunnudaginn
eru nú orðnir 14 eftir að forseti
þingsins, Oleksander Tkatsjenkó úr
Smábændaflokknum, dró sig í hlé á
miðvikudag. Hann hvatti stuðnings-
menn sína til að kjósa frambjóðanda
kommúnista, Petro Symonenkó.
Talið er útilokað að nokkur fram-
bjóðandi nái meirihluta í fyrri um-
ferð kosninganna og líklegast að i
seinni umferðinni standi slagurinn
milli núverandi forseta, Leoníds
Kútsjma og annaðhvort Symonen-
kós eða einu konunnar í röðum
frambjóðenda, Natalíu Vítrenkó.
Kútsjma er efstur í skoðanakönn-
unum en þriðjungur aðspurðra
sagðist fyrr í vikunni enn vera ó-
ákveðinn. Kosningabaráttan hefur
þótt einstaklega óvægin og hefur
gengið á með gagnkvæmum ásök-
unum um misnotkun valds, svik og
aðra óhæfu auk lýðskrums. Forset-
inn hefur lýst yfir óánægju sinni og
segist sjálfur saklaus af því að beita
óþverraáróðri.
„Það erpkki hægt að segja að lýð-
ræði sé í Ukraínu. Algert taumleysi
af því tagi sem hér ríkir er óþekkt
annars staðar," sagði hann á kosn-
ingafundi í vikunni. Hann sagði að
sóðaskapurinn sem sumir frétta-
menn dreifðu ætti sök á því að hann
langaði til að „berja þá í ófrýnilegt
smettið ... ég heiti því að gera það
einhvem tíma“.
Ríkisfjölmiðlar misnotaðir
Einn af fyrrverandi forsætisráð-
herrum landsins, Pavlo Lazarenkó,
sem nú er með vegabréf frá Pan-
ama, er jsftirlýstur fyrir peninga-
þvætti í Ukraínu og Sviss. Almenn-
ingur virðist tortrygginn og marga
grunar að beitt verði svikum við
talningu atkvæða. Kútsjma hefur
verið sakaður um að misnota ríkis-
fjölmiðla sér í hag og ljóst er að þeir
hampa honum mjög, fylgja honum
hvarvetna eftir í kosningabarátt-
unni. Einnig hafa stjómvöld verið
sögð ofsækja frjálsa fjölmiðla.
Er Evrópuráðið kvartaði yfir mis-
notkun ííkisfjölmiðlanna sögðu
háttsettir embættismenn að ráðið
væri hlutdrægt.
Lýðskrum og stöðnun
Staðan hefur þó breyst til batnað-
ar að þessu leyti síðustu árin vegna
þess að fjöldi sjálfstæðra blaða, út-
varps- og sjónvarpsstöðva veitir nú
ríkisfjölmiðlunum nokkurt aðhald
og gagnrýnir forsetann. Auglýs-
ingasjónvarpi vex einnig ásmegin og
veldur þessi breyting því að fram-
bjóðendur verða að hafa fé til að
reka baráttu sína.
Róttækt lýðskrum til vinstri ein-
kennir öflugustu andstæðinga for-
setans en einnig boða nokkrir fram-
bjóðendur varfæma
markaðshyggju. Fyrir skömmu
reyndi hópur andstæðinga Vítren-
kós að myrða hana með hand-
sprengju en hún slapp nær ómeidd.
Allir frambjóðendur og flokkar for-
dæmdu þó ofbeldi af þessu tagi sem
er undantekning í stjórnmálum
landsins, ólíkt því sem gerist í
Rússlandi þar sem mikið er um
morð á fólki í viðskiptalífi og stjóm-
málum.
Symonenkó er andvígur einka-
væðingu og vill endurreisa Sovétrík-
in, Vítrenkó boðar þjóðemisöfgar
og var líkt við Vladímír Zhírínovskí í
Rússlandi en flokkur hennai’ á þingi
hefur samt stutt ríkisstjórnina. Hún j
er á móti öllu samstarfi við Aiþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og hefur sagt að
hún vilji senda núverandi ráðamenn
Ukraínu í úraníumnámumar.
Kjörtímabil forseta er fimm ár.
Kútsjma hefur boðað hægfara um-
bótastefnu í átt til markaðsbúskap-
ar en lítt hefur þokast, iðnaður er
enn að mestu í sama fari og á sovét-
skeiðinu, einkavæðing atvinnulífs-
ins varla hafin. Kútsjma hefur átt í
stöðugu stímabraki við þingið þar
sem kommúnistar og aðrir and-
stæðingar markaðshyggju hafa
traustan meirihluta. Hafa þeir getað
stöðvað flestar umbótahugmyndir
hans.
Nokkur árangur hefur þó náðst á
örfáum, afmörkuðum sviðum, til
dæmis hafa Úkraínumenn smíðað
fljótandi eldflaugaskotstöð sem tal-
in er geta keppt við þjónustu vest-
rænna þjóða, Rússa og Kínverja.
Lág laun í landinu hafa einnig ýtt
undir útflutning á vefnaðarvöm og
vömm eins og súkkulaði og tómat-
sósu. En laun í landinu era nú aðeins
helmingur þess sem Rússar fá að
jafnaði, að minnsta kosti þeir sem fá
launin sín greidd. Gjaldmiðillinn,
hryvnía, stendur sig skár en rúblan
og seðlabankinn nýtur virðingar
fyrir að standa fast á sjálfstæði sínu.
Rússneski minnihlutinn
í Úkraínu búa um 50 milljónir
manna, þar af er um fimmtungurinn
rússneskumælandi og hefur lengi
verið spáð að ágreiningur milli
þeirra og úkraínska meirihlutans
yrði til þess að landið klofnaði. Þær
raddir hafa hins vegar hljóðnað að
mestu og ástandið að því leyti mun
betra en hjá Rússum þar sem víða
er hávær þjóðakrytur og nú háð
blóðug styrjöld við sjálfstæðissinna
í Tsjetsjníu.
A einu sviði hefur Úkraínu tekist
betur upp en flestum, öðram fyrr-
verandi sovétlýðveldum. Lands-
menn eiga ekki í útistöðum við
grannríki sín og hafa reynt að miðla
málum í deilum þeirra. Ukraínu-
menn hafa einnig reynt að efla póli-
tískt og efnahagslegt samstarf við
Georgíu, Azerbajdzhan, Moldovu og
Úzbekístan. Stjómmálaskýrendur
spá því hins vegar að geri Ukraínu-
menn alvöra úr því að tengjast
Evrópusambandinu eða Atlants-
hafsbandalaginu nánari böndum en
nú muni Rússar, sem vilja hafa hönd
í bagga með stefnu Úkraínumanna,
ekki taka þeim tíðindum hljóðalaust.