Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
(!0G
aii
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GOTT FORDÆMI
STAÐA kvenna í íslensku atvinnulífí er ekki góð sam-
kvæmt könnunum ef tekið er mið af setu þeirra í stjórn-
unar- og ábyrgðarstöðum. Konur eru þar í miklum minni-
hluta, hvort sem einkageirinn er skoðaður eða hinn opinberi.
Sjálfsagt hefðu fáir trúað því fyrir aldarfjórðungi eða svo,
þegar barátta fyrir jafnstöðu kvenna og karla komst í há-
mæli, hversu stutt við yrðum komin á veg hvað þetta varðar
og jafnréttismál yfirleitt í lok aldarinnar. Vafalaust mun
þróunin í átt til aukins jafnréttis á vinnumarkaði þó verða
hraðari á næstu árum, einfaldlega vegna þess að konur leita
nú menntunar og frama í atvinnulífi í sama mæli og karlar.
Jafnframt virðast fyrirtæki og stofnanir sífellt vera að átta
sig betur á því að í konum býr mannauður sem þau verða að
nýta í samkeppnisumhverfi nútímans, auk þess sem konur
hafa oft annað sjónarhorn á hlutina og nálgun sem sé dýr-
mætt.
Eimskipafélag Islands hefur sýnt gott fordæmi í þróun og
stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu. Jafnréttisráð hefur veitt
félaginu viðurkenningu fyrir þetta starf þar sem þess er sér-
staklega getið að markvisst hafí verið unnið að því að auka
hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Félagið hóf að
leggja aukna áherslu á hlut kvenna í stjórnunarstöðum árið
1993. Tilgangurinn var meðal annars að auka breidd í
stjórnendahópnum og nýta þá þekkingu, menntun og
reynslu sem konur búa yfir. Unnið hefur verið markvisst að
settu marki hvað þetta varðar og nú eru konur rúmlega 40%
af forstöðumönnum og deildarstjórum á skipuriti yfirstjórn-
ar félagsins eða átta talsins, en aðeins ein kona var á skipu-
ritinu árið 1994. Konum í stjórnunarstöðum hefur fjölgað úr
átta 1996 í átján og fleira mætti telja.
Vitanlega er enn mikið verk óunnið í að auka hlut kvenna
í stjórnun og framkvæmdastjórnum fyrirtækja hér á landi,
eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Jafnréttisráði um
viðurkenninguna. Fátt mun þó vinnast nema með frum-
kvæði á við það sem Eimskipafélagið hefur tekið. Vonandi
verður fordæmi þess öðrum til eftirbreytni. Hvert og eitt
fyrirtæki, hver og ein stofnun verður að huga að þessum
málum í eigin ranni.
BLÓMLEG BYGGÐ
MITT í umræðunni um ójafnvægi í byggð landsins og
fólksflóttann frá landsbyggðinni, kemur fram á sjónar-
sviðið ung og þróttmikil kona, sveitarstjóri Eyrarsveitar í
Grundarfirði, Björg Agústsdóttir, og lýsir uppgangi sinnar
byggðar. Sveitarfélagið hennar virðist hafa haft í fullu tré
við höfuðborgarsvæðið og íbúar eru að þriðjungi undir 16
ára aldri. Blómleg byggð, þar sem fólki finnst greinilega
gott að búa.
Grundarfjörður er dæmigert sveitarfélag, sem byggzt
hefur upp á sjávarútvegi. Par eru starfrækt þrjú sjávarút-
vegsfyrirtæki. Þau hafa alltaf verið sterk fjárhagslega og
við hlið þeirra hafa þrifizt aðrar atvinnugreinar. Iðnaðar-
menn hafa verið þar umsvifameiri en á flestum öðrum stöð-
um. Þeir hafa haft mikla vinnu og þjóna fyrirtækjunum og
íbúunum, sem vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu. Einnig
hafa Grundfirðingar verið duglegir við að bjóðaþjónustu út
fyrir byggðarlagið og fyrirtækin hafa því eflzt. A síðastliðn-
um 10 árum hefur íbúum Grundarfjarðar fjölgað um 18%,
sem er svipuð fjölgun og átt hefur sér stað á höfuðborgar-
svæðinu.
Sveitarstjórnin í Grundarfirði hefur gert tilraunir til að fá
opinberar stofnanir til þess að flytjast í bæjarfélagið, en lítt
orðið ágengt. Hins vegar hefur verið unnið að því leynt og
ljóst að nýta upplýsingatæknina og freista þess að skapa at-
vinnu á því sviði. Hefur verið rekinn farkennsla frá Tölvu-
skólanum Framtíðarbörnum og hafa grunnskólanemendur
notið tölvunáms á vegum skólans. Börnin hafa náð ákveðnu
forskoti á jafnaldra sína á þessu sviði og njóta bæði börn og
unglingar í sveitarfélaginu þjálfunar í samskiptum í tölvu-
heiminum.
Þannig hafa kraftar sveitarfélagsins mjög beinzt að ung-
viðinu á staðnum og að gera það samkeppnisfærara í lífsins
amstri. Grundfirðingar hafa greinilega undirbúið jarðveginn
vel fyrir upplýsingasamfélagið og sýnt mikinn vilja til að ná
langt á því sviði. I samtali við Björgu Agústsdóttur í Morg-
unblaðinu segir hún m.a. um fólksflóttann af landsbyggð-
inni: „Það getur auðvitað verið hagkvæm fjárfesting fyrir
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að koma upp bygginga-
svæðum og aðstöðu, þau fá tekjur af nýjum íbúum. En á
móti erum við að fórna verðmætum á öðrum stöðum. Við er-
um lítil þjóð og höfum ekki efni á þessari sóun.“
Enn vantar um 70 manns til þess að leikskólar Reykjavíkur verði fullmannaðir
Morgunblaðið/Arnaldur
Leikskólakennarar telja margir hverjir að menn geri sér ekki grein fyrir því hve gífurlega krefjandi og mikilvægt starf það sé að vinna með litlum börn-
um allan daginn.
Lokanir hafa bitnað á um 350
börnum í tólf leikskólum
Tolf leikskólar Reykj avíkurborgar hafa á
undanförnum mánuðum þurft að grípa til
öess ráðs að loka einstaka deildum um há-
degi með reglulegu millibili vegna manneklu.
I samantekt Örnu Schram kemur m.a. fram
að rekja megi þennan vanda á leikskólum
borgarinnar til launakjara leikskólakennara
og annarra starfsmanna leikskólanna.
AF 72 leikskólum Reykjavíkurborgar
hafa tólf þurft að grípa til þess ráðs að
senda börn fyrr heim á daginn síðustu
mánuði vegna skorts á starfsfólki, þ.e.
vegna skorts á leikskólakennurum eða
öðrum starfsmönnum, sem starfa á
deildunum með börnunum. Þessar lok-
anir hafa þannig bitnað á um 350 leik-
skólabörnum víða um borgina og segja
þeir sem til þekkja að ástandið á leik-
skólunum hafi sjaldan eða aldrei verið
jafnslæmt.
Samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu Leikskóla Reykjavíkurborgar
vantar enn um 70 manns til þess að
manna lausar stöður á leikskólum
borgarinnar þrátt fyrir að ítrekað hafi
verið auglýst eftir nýjum starfsmönn-
um í haust og talið er að ekki sé hægt
að nýta samtals um 60 heilsdagspláss á
leikskólum borgarinnar vegna mann-
eklu. Þá bíða átján börn, sem í sumar
fengu vilyrði iyrir leikskólaplássi, enn
eftir því að komast að.
Þessa vanda hefur vissulega gætt í
fleiri sveitarfélögum en í Reykjavík, en
að mati Bjargar Bjarnadóttur for-
manns Félags íslenskra leikskólakenn-
ara er ástandið sýnu verst í höfuðborg-
inni. Þar virðist vandinn ætla að vara
fram eftir vetri, enda engar lausnir í
sjónmáli. Enn vita foreldrar eða for-
ráðamenn margra leikskólabama ekki
annað en að þeir þurfl að sækja bömin
sín fyrr en ella einu sinni í viku næsta
mánuðinn eða mánuðina.
Flestir þeir sem Morgunblaðið
ræddi við vom á því að rót vandans
mætti rekja til lélegra kjara leikskóla-
kennara eða ófaglærðra starfsmanna
leikskólanna. Og á meðan þensla væri í
þjóðfélaginu ættu leikskólar erfiðara
með að keppa við aðra vinnustaði um
starfsfólk sem byðu hærri laun.
Sigrún Kristín Guðmundsdóttir leik-
skólastjóri á Ægisborg bendir til að
mynda á að byrjunargrunnlaun ófag-
lærðs starfsmanns á leikskóla sé rúm-
lega 70 þúsund krónur á mánuði og
fullyrðir að hægt sé að keyra út pizzur
fyrir um 120.000 krónur á mánuði svo
dæmi sé tekið. Af þessum sökum verði
leikskólar einíáldlega undir í sam-
keppninni um starfsfólk þegar næga
vinnu sé að fá annars staðar.
Sigrún tekur fram að haustin séu yf-
irleitt sá tími þar sem erfitt sé að
manna stöður í leikskólum borgarinn-
ar, m.a. vegna þess að sumarfólk sé að
hætta og byrja t.d. í skóla, en yfirleitt
hafi þó tekist að fylla í skörðin í sept-
ember eða október.
„Nú sjáum við leikskólastjórar hins
vegar ekki fram á að geta mannað
lausar stöður þrátt fyrir að við höfum
auglýst eftir starfskrafti viku eftir viku
í DV, Morgunblaðinu, á Netinu og
fleiri stöðurn," segir hún. „Jú, við fáum
svör við þessum auglýsingum," bætir
hún aðspurð við, „en við tökum ekki við
hverjum sem er inn á leikskólana. Við
höldum náttúrulega okkar kröfum."
„Aukafjárveiting
nægir ekki“
Björg Bjarnadóttir formaður Félags
íslenskra leikskólakennara tekur í
sama streng og Sigrún varðandi vand-
ann við að manna lausar stöður en
bendir jafnframt á að ástandið hafi far-
ið versnandi undanfarin ár. I íyrra hafi
vissulega þurft að loka einstaka deild-
um á leikskólum borgarinnar vegna
manneklu en það ástand hafi þó ekki
varað eins lengi eða verið eins víðtækt
og nú. „Leikskólarnir eru einfaldlega
ekki lengur samkeppnisfærir um
vinnukraft þegar kemur að launurn,"
segir hún. „Það er staðreynd sem við
leggjum áherslu á að sveitarstjórnar-
menn geri sér grein fyrir og hafí í huga
næst þegar sest verður að samninga-
borðinu."
Núgildandi kjarasamningur leik-
skólakennara var undiiritaður 20.
september árið 1997 og gildir hann út
árið 2000. I upphafi samningstímans
voru byijunargninnlaun leikskóla-
kennara tæplega 90.000 krónur á mán-
uði, en gert ráð fyrir því að þau verði
rétt rúmlega 102.000 krónur á mánuði
í lok samningstímans, eða frá og með
1. desember árið 2000. Svo annað
dæmi sé tekið þá var deildarstjóri á
leikskóla með rúmlega 91.000 krónur í
grunnlaun á mánuði í upphafi samn-
ingstímans, en undir lokin ná launin
upp í rúmlega 107 þúsund krónur á
mánuði. Meðaltalshækkun launa er því
um 27% á samningstímanum, segir
Björg.
„Þetta þótti heilmikil hækkun á sín-
um tíma, en á hinum langa samnings-
tíma hefur þenslan aukist töluvert í
þjóðfélaginu og starfsmenn annars
staðar en á leikskólum hafa einfaldlega
fengið yfirborganir,“ segir Björg og ít-
rekar að það geri samningsstöðu leik-
skólanna erfiðari að lítil sem engin von
sé um aukavinnu til handa leikskóla-
kennurum hvað þá yfirborganir.
Borgaryfirvöld virðast gera sér
grein fyrir bágum launakjöram leik-
skólakennara en virðast þó ekki vilja
hrófla við þeim kjarasamningi sem nú
er í gildi. Á hinn bóginn samþykkti
borgan'áð um miðjan september sl.
samhljóða tillögu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra um að veita
90 milljónum króna „til að efla starf í
leikskólum borgarinnai'", eins og það
var kallað. Þar af yrðu 20 milljónir
greiddar strax í haust en 70 milljónfr á
næsta ári. Áður, eða í vor, hafði borg-
arráð hins vegar samþykkt að veita
leikskólunum 30 milljónir króna til efl-
ingai' starfsins í leikskólunum. Borgar-
ráð hefur því veitt samtals fimmtíu
milljónum til þessa málaflokks á þessu
ári og hefur þeim fjármunum verið
skipt nokkurn veginn jafnt milli leik-
skóla borgarinnar, sem eru eins og áð-
ur segir ,72 tálsins.
„Þessum fjármunum er ætlað að
bæta kjör starfsmanna Ieikskólanna,“
segir Bergur Felixson framkvæmda-
stjóri Leikskóla Reykjavíkurborgar í
samtali við Morgunblaðið og hinn sami
skilningur kom fram í máli borgar-
stjóra á fundi borgarstjórnar í síðustu
viku.
Leikskólastjórar höfðu nokkuð
frjálsai' hendur með það á hvern hátt
þeir notuðu þessa fjármuni til að bæta
kjör starfsmanna sinna og segir Sig-
rún Kristín Guðmundsdóttir leikskóla-
stjóri að þeir hafi m.a. verið notaðfr til
að mæta auknu vinnuálagi vegna t.d.
námskrárgerða og foreldrastarfs.
„En þetta hefur þó engu breytt. Við
höfum ekki fengið neitt nýtt starfsfólk
út á þessa fjármuni,“ segir hún. Þegar
hún er spurð að því hvort þetta hafi
ekki bætt kjör þess starfsfólks sem
íyrfr er segir hún: „Jú, því við eram að
reyna að halda því fólki. Vandinn snýst
nefnilega ekki eingöngu um að ná
starfsfólki inn á leikskólana heldur líka
að halda því sem þegar er á leikskólun-
um.“
Lítil virðing borin fyrir
störfum leikskólakennara?
Launamál era þó ekki einu þættfrnir
sem nefndir hafa verið sem rót þess
vanda sem ríkir í leikskólum borgar-
innar heldur hefur því m.a. verið hald-
ið fram að ekki sé nóg framboð af
menntuðum leikskólakennurum.
Lausnin á ríkjandi vanda felist því m.a.
í því að útskrifa fleiri leikskólakennai'a
á ári frá leikskólaskor Kennaraháskóla
íslands (KHÍ).
Að sögn Jóhönnu Einarsdóttur
skorarstjóra leikskólaskorar KHÍ hafa
um 70 til 90 leikskólakennarar útskrif-
ast á ári hverju undanfarin ár sem
þýðir að um 70 til 90 manns séu teknir
inn í skorina á hverju hausti. Aðspurð
segir hún þó að oft hafi þurft að vísa
einhverjum tugum hæfra umsækjenda
frá vegna þess að ekki væri íjármagn
til þess að taka við fleiram en áður-
nefndar tölur gefa til kynna.
„Jú, við væram til í að taka inn fleiri
nemendur en 70 til 90 fengjum við fjár-
magn til þess,“ segir hún aðspurð. „Við
lítum á það sem skyldu okkar að taka
við eins mörgum nemendum og við
mögulega getum.“
Jóhanna telur að nýútskrifaðir leik-
skólakennarai' skili sér nokkuð vel út í
4-
leikskólana, en Björg Bjarnadóttir er
ekki á sama máli. „Eg veit af mjög
mörgum leikskólakennurum sem
starfa ekki á leikskólum. Þá vinna
margir leikskólakennarar ekki fulla
vinnu því það borgar sig ekki tfl dæmis
hjá konum sem eru með lítil börn.“
Björg telur hins vegar víst að hægt
verði að ná til þessa hóps með bættum
kjörum starfsgreinarinnar.
Eins og áður sagði hefur oft þurft að
vísa hæfum umsækjendum frá skóla-
vist í leikskólaskor KHI, en síðasta vor
má segja að dæmið hafi snúist við. Þá
var tekinn inn 81 nemandi af þeim 170
sem sóttu um, að sögn Jóhönnu, eða
allir þeir sem uppíylltu inntökuskil-
yrði. „Við tókum inn um það bil þann
fjölda sem við máttum, en aðrir upp-
fylltu ekki skilyrðin," segir Jóhanna,
en til þess að teljast hæfur umsækj-
andi þarf viðkomandi að hafa stúdents-
próf eða aðra sambærilega menntun
eða starfsreynslu sem að mati inntöku-
nefndar jafngildir sama undirbúningi.
En hver er ástæða þess að dæmið
snerist við í vor?
Að mati Bjargar gæti ástæðan ein-
faldlega verið lág laun fyrir krefjandi
vinnu. Fólk sjái enga framtíð í því að
leggja á sig þriggja ára nám í leik-
skólaskor fyrir þau laun sem í boði eru.
Jóhanna tekur í svipaðan streng og
telur jafnframt að vandinn geti líka
verið sá hve lítil virðing sé borin fyrir
starfi leikskólakennara.
„Eg held að menn geri sér ekki
grein fyrir því hve gífurlega krefjandi
og mikilvægt starf það er að vinna með
litlum bömum allan daginn og það
hlýtur að segja manni eitthvað um við-
horf til starfsins að launin skuli ekki
vera hærri en raun ber vitni.“
Boðið verði upp á
styttri námsbrautir
Jóhanna skýrir frá því að m.a. í ljósi
reynslunnar frá síðasta vori hafi stjórn
leikskólaskorar lagt til við yfirvöld
KHI sem og við menntamálaráðuneyt-
ið, í samráði við Félag íslenskra leik-
skólakennara, að boðið verði upp á
styttri námsbrautir í skólanum fyrir þá
nemendur sem ekki uppfylli skilyrði til
að komast í leikskólakennaranám. Það
nám yrði til að mynda tveggja ára nám
sem gæfi réttindi til þess að starfa á
leikskólum og til að halda áfram námi í
leikskólaskor og ljúka leikskólakenn-
araprófi.
„Við leggjum þessa tillögu fram með
þá vitneskju að leiðarljósi að mai'gir
vilja gjarnan stai-fa á leikskólum og
verða leikskólakennarar en uppfylla
ekki inntökuskilyrðin," segir Jóhanna.
Hún segir ennfremur að með þessari
leið mætti takast á við vanda á leik-
skólunum á annan hátt en hingað til.
„Hugmyndin er þó,“ segir hún, „það
nýtilkomin að hún er enn á umræðu-
stigi innan KHI og menntamálaráðu-
neytisins.“
Fleiri ástæður en hér hafa verið
taldar upp hafa einnig verið nefndar
sem ástæða þess vanda sem við er að
glíma á leikskólum borgarinnar um
þessar mundir. Mætti þar nefna þá
gagnrýni að R-listinn hafi í valdatíð
sinni bætt við og byggt fjölda leikskóla
án þess að gera ráð fyrir því að í þá
þyrfti að ráða starfsfólk.
Samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu Leikskóla Reykjavíkurborgar
voru tveii' nýir leikskólar byggðir og
teknir í notkun í Reykjavík á síðasta
ári og einn á þessu ári. Þá hefur á
þessu ári verið byggt við og fjölgað
börnum á tveimur eldri leikskólum
borgarinnar. Um 5.515 börn vora á
leikskólum borgarinnar árið 1998 og
um áramótin er gert ráð fyrir að þau
verði um 5.600. Áhersla hefur verið
lögð á að ljölga heilsdagsrýmum á leik-
skólum borgarinnar og fullyrti borgar-
stjóri á fundi borgarstjórnar í síðustu
viku að 2.000 fleiri börn fengju nú þá
úrlausn inni á leikskólum sem foreldr-
ar þeirra kysu en árið 1994 er R-listinn
tók við völdum.
Burtséð frá því hvaða ástæður séu
taldar fyrir þeim vanda sem leikskólar
borgarinnar eiga við að etja virðast
þær allai' bera að sama brunni; kjara-
málum leikskólakennara og annaixa
starfsmanna á deildum leikskólanna.
Sigrún Kristín Guðmundsdóttfr leik-
skólastjóri segir um þessa stöðu: „Það
sem þarf að gera til að bæta ástandið
er að hækka laun starfsmanna leik-
skólanna og láta leikskólana njóta
meiri virðingar þannig að starfið verði
eftfrsóknarverðai'a.".,, ....
Formaður landbúnaðarnefndar Alþingis
hvetur til umræðna um byggðamál
Framtíð byggðar á
stórum sauðfjárrækt-
arsvæðum í húfi
Morgunblaðið/Sverrir
Hjálmar Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis.
HJÁLMAR Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og fonmaður land-
búnaðarnefndar Alþingis, segir afar
mikilvægt að hugað verði sérstak-
lega að vanda hinna dreifðu byggða
við gerð næsta búvörusamnings í
sauðfjárrækt. Segir hann að framtíð
byggðar á stórum sauðfjárræktar-
svæðum velti í raun á því að sérstak-
ur stuðningur komi til, að öðrum
kosti séu menn að taka ákvörðun um
að byggðin skuli leggjast af.
Framundan er gerð sauðfjár-
samnings bænda og ríkisins og von-
ast Hjálmar til að sú vinna taki ekki
mjög langan tíma. Núgildandi samn-
ingur rennur út í árslok 2000 og þá
þarf að vera búið að gera nýjan
samning og staðfesta hann á Alþingi.
„Eg geri mér vonir um að hægt
verði að taka hann til afgreiðslu á
vorþinginu núna,“ segir Hjálmar í
samtali við Morgunblaðið. „Ef það
tekst ekki þá verður það á næsta
haustþingi sem er óþægilega seint.“
Hjálmar leggur áherslu á að nýr
búvörusamningur verði almenns eðl-
is og að við gerð hans sé byggt á nú-
gildandi samningi. Hins vegar sé
mikilvægt að sérstaklega verði tekin
afstaða til stóru sauðfjárræktar-
svæðanna í tengslum við samninginn.
Hjálmar vekur í þessu sambandi at-
hygli á þingsályktunartillögu Alþing-
is um stefnumótandi byggðaáætlun,
sem samþykkt var í mai's síðastliðn-
um, en í henni er kveðið á um að
sköpuð verði skilyrði til að styðja
sérstaklega aðgerðir á afmörkuðum
svæðum þar sem veruleg röskun
verður á atvinnuháttum og búsetu.
„Sérstaklega verði hugað að að-
gerðum í byggðum þar sem atvinnu-
líf er fábreytt og útgerð á í vök að
verjast. I þeim sveitum sem byggja
nær eingöngu á sauðfjárrækt og
samgöngur hindra atvinnusókn í
önnur byggðarlög verði hugað að að-
gerðum sem gætu m.a. falist í
breyttum áherslum í ráðstöfun bein-
gi'eiðslna með tilliti til byggðasjón-
armiða,“ segir einnig í ályktun Al-
þingis.
Hjálmar vekur ennfremur athygli
á þingsályktunartillögu sem Einar
Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðis-
flokki, og Stefán Guðmundsson, þá-
verandi þingmaður Framsóknar-
flokks, lögðu fram á Alþingi á 122.
löggjafarþingi árið 1997-1998. Þar
var ríkisstjórninni falið að skipa
nefnd til að gera tillögu um hvernig
megi efla sauðfjárbúskap í jaðar-
byggðum þar sem beitflönd séu van-
nýtt.
Báðar tillögurnar samþykkti Al-
þingi mótatkvæðalaust og segir
Hjálmar að framhjá þeim sé ekki
hægt að horfa. „I þessum þingsálykt-
unartillögum hlýtur að felast ákveðin
viljayfirlýsing Álþingis," segir hann.
Gífurleg vandamál á sumum
sauðfjárræktarsvæðum
Samkvæmt núgildandi búvöru-
samningi fá sauðfjárbændur bein-
greiðslur frá ríkinu vegna fram-
leiðslu dilkakjöts. „Það er í raun og
veru litið svo á að bein-
greiðslurnar séu niður-
greiðslur á dilkakjöti til
neytenda, enda beint
framhald af niðurgreiðsl-
um á heildsölustigi. Bónd-
inn fær þær bara beint í staðinn fyr-
ir að þær séu borgaðar þegar fram-
leiðslan kemur frá bóndanum,“ segir
Hjálmar.
Áður var reyndar við lýði kvóta-
kerfi í sauðfjárrækt um aðgengi að
innanlandsmarkaðnum. Það kerfi
var lagt niður með núgildandi bú-
vörusamningi og nú mega menn
framleiða eins mikið og þeir vilja.
„Hið eina sem tengir beingreiðslum-
ar framleiðslunni nú er 60% ásetn-
ingskvöð,“ segir Hjálmar.
Að hans sögn er sauðfjárrækt
ágætis búbót fyrir þá sem geta haft
hana að hlutastarfi og að hún henti
vel sem slík. Þannig sé hún víða mik-
ilvægur hluti af fjölskyldutekjum í
sveit og ráði úrslitum um að fólk sitji
jarðimar í stað þess að flytja í þétt-
býlið.
Hins vegar segir Hjálmar að gíf-
urleg vandamál blasi við þeim svæð-
um þar sem fólk byggir afkomuna að
stærstum hluta á sauðfjárræktinni.
Hann nefnir í þessu sambandi Dala-
byggð, A-Barðastrandarsýslu, Str-
andir, Húnavatnssýslur, hluta
Skagafjarðar og Þingeyjarsýslna,
Hérað og Fljótsdal, auk V-Skafta-
fellssýslu og hluta Borgarfjarðar.
„Það sem einkennir þessi svæði
fyrst og fremst er að þau hafa tapað
mörgu fólki frá sér á undanförnum
árum, 30-40% íbúafækkun sl. 10 ár
og 15-20% sl. 5 ár,“ segir Hjálmar.
Jafnframt hafa tekjur fólks á þess-
um svæðum verið mjög lágar, um
40% undir landsmeðaltali.
„Þessi svæði einkennast af ein-
hæfni í atvinnulífi og ársverk í land-
búnaði era um eða yfir 50% ársverka
á svæðunum. Það segir okkur það að
ef sauðfjárræktin dregst saman
þarna eins og hingað til þá fai-a þessi
svæði í eyði fyrr en síðar.“
Ríkið bjóði
uppkaupasamning
Til að bregðast við vandanum í
sauðfjárbúskap vill Hjálmar að í
tengslum við nýjan búvörusamning
verði opnaður möguleiki á tilfærslu
greiðslumarks milli jarða
og þannig reynd í þriðja
sinn uppkaup greiðslu-
marks þeirra bænda sem
rflja bregða búi. Þannig
verði við úthlutun á inn-
leystu greiðslumarki höfð hliðsjón af
ástandi beitilanda og almennu at-
vinnuástandi á svæðinu.
„Það er eðlilegt að sauðfjárræktin
sé hlutastarf og hún er ágæt sem
slík, eins og ég hef áður sagt,“ segir
Hjálmar. „Eg vil ekki að neinum
fjárbónda sé gert að hætta. Mönnum
verði á hinn bóginn gert uppkaupa-
tilboð, það er að greiðslumarkið'
verði innleyst af ríkinu. Þannig gæt-
um við verið að hafa áhrif á að sauð-
fjárræktai'svæðin haldi velli, menn
fái aukinn styrk til að búa þar sem
graslendi er gott og mikið eða þar
sem í raun og veru er eðlilegt að
hafa sauðfé,“ segir hann.
„Semsagt að þessi þróun verði
þannig að ekki sé tekið neitt af nein-
um, hins vegar sé mönnum gefinn
kostur á því að selja sitt en greiðslu-
markinu síðan útdeilt á þessi til-
teknu svæði.“
Margir bændur þekkja
ekki góðærið
I dag eru um 2.500 fjárbændur
skráðir í landinu en afar misjafnt er
hversu háar upphæðir þeir em að fá
í beingreiðslum frá rikinu. Hjálmar
segir að af 2.500 bændum séu um
400 sem fái einungis 20 ærgfldi eða
minna í beingreiðslum. Það er u.þ.b.
50 þúsund krónur á ári og slíkt sé
náttúrlega algerir smámunir.
Tfl að fjölskylda geti lifað af sauð-
fjámæktinni einni saman þarf búið
að vera með um 450-700 ærgilda-
greiðslumark en að sögn Hjálmars
em innan við hundrað bændur í
landinu með 450 ærgildi eða meira.
„Staðreyndin er sú,“ segir Hjálmar,
„að þótt sumir bændur hafi það
ágætt er sá hluti stéttarinnar mun
stærri sem hefur óviðunandi af-
komu.“
Að mati Hjálmars er í raun óhjá-
kvæmilegt að breytingar eigi sér
stað og tilfærslur verði einhverjar í
sauðfjárræktinni. Segir hann að það
gæti gerst með auknum uppkaupum
og endurúthlutun greiðslumarks, að
minnsta kosti sé það möguleiki sem
skoða þurfi í fullri alvöru við samn-
ingagerðina.
„Fáir geta verið ánægðir með
stöðu sauðfjárræktarinnar nú um
stundir," segir Hjálmar. „Afkoman
verður að batna og því er mikilvægt.
að sem flest sjónannið og möguleik-
ar séu ræddir. Að sjálfsögðu hef ég
engar patent-lausnir á þessu en um-
ræðan um framtíð sauðfjárræktar-
innar þarf hins vegar að fara fram
áður en samningnum er lokað,“ segir
Hjálmar Jónsson, formaður land-
búnaðamefndar Alþingis.
Sauðfjárrækt
ágæt sem
hlutastarf