Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 57

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 57
k MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖs'tÚdAGÚR 29. ORTÓBER 1999 57’ ......... V fjölskyldu hans sem haldist hefur alla tíð síðan. Árin liðu og ég óx upp. Alltaf þegar ég hitti Pálma spurði hann mig frétta. Hann hafði einlægan áhuga á að vita hvernig mér vegn- aði í lífinu. Eftir að ég síðar hóf rekstur sem fullorðinn maður gaf hann mér stundum góð ráð, enda hann búinn að kynnast mörgu við áratuga langan rekstur heildversl- unar sinnar. Samband Pálma og Stellu frænku var einstakt. Þau kynnast á miðjum aldri og hefja sambúð. Ást þeirra og virðing fyrir hvort öðru er eitthvað sem gleymist seint. Fyrst og síðast voru þau bestu vinir og einstaklega samrýnd. Þau blátt áfram blómstruðu í nærveru hvort annars. Kímnin var sjaldan langt I undan og oft var hlegið hástöfum í nærveru þeirra. Pálmi átti við þrálát veikindi að J stríða síðari ár. Aldrei heyrðist hann kvarta. Þegar svo Stella missti sonarson sinn og son með stuttu millibili stóð Pálmi sem klettur við hlið hennar og styrkti á allan hátt. Nú hefur Pálmi minn fengið hvfldina eftir erfiða baráttu við sjúkdóm sem engum eirir. Elsku Erlingur, Hrafnhildur, Guðmundur, Adda, tengdabörn og j barnaböm. Megi góður guð lina sorg ykkar og styrkja á alla lund. Elsku Stella mín. Mér verður orða vant eftir allt mótlæti þitt síð- ustu árin. Vonandi hjálpa þér þó orð Hannesar Péturssonar eru lýsa fallegri hugsun um dauðann og líf þeirra sem eftir lifa. Svoerþvífarið: Sá er eftir lifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honum yfir. (36 ljóð —1983) Blessuð sé minning Pálma Guð- mundssonar. Eggert Jónasson. I ■I I Pálmi Guðmundsson hefur nú kvatt okkur vinina sem árum sam- an höfum mætt við útidyr Sund- lauganna í Laugardal áður en opn- að er á morgnana. Þar við anddyrið er stundum skrafað en þó enn frek- ar er fylgst með þegar föstu gest- irnir tínast að einn og einn eða hjón saman eins og var um þau Pálma og Stellu. Þegar svo allir sem von var á eru komnir fer um mann þægileg tilfinning, ekkert er til fyrirstöðu að ganga inn og njóta þess sem not- ið verður á þessum ágæta stað. En það er hins vegar sárt að heyra þegar frétt kemur um alvarleg veikindi þeirra sem hafa haft sinn fasta stað við útidyrnar og síðar að heyra að ekki sé von til þess lengur að sjá né heyra þann sem saknað er. Pálmi var alltaf hress í anda og ávallt með léttan húmor á taktein- um. Það er eins og hreimur raddar hans hljómi enn fyrir eyrum manns. Þó var hann ekki sérlega raddsterkur maður en alltaf átti maður von á skemmtilegum at- hugasemdum frá honum um mál og málefni sem þá og þá voru á döf- inni. Reyndar þurfti ekki neitt sér- stakt tilefni, það var alltaf hægt að finna upp á einhverju spaugilegu í sjálfum hversdagsleikanum og gera þá frekar grín að sjálfum sér heldur en að sleppa léttleikanum. Pálmi átti lengi við erfiðan sjúk- dóm að stríða. Hann gat þá ekki fyllt flokk okkar um stundar sakir. En þegar hann kom aftur virtist hann alltaf samur og jafn og aldrei æðruorð frá honum að heyra, það var eins og öll mæða væri honum fjarri þessar góðu morgunstundir. Við vinir Pálma og Stellu, sem svo lengi höfum hist við Sundlaug- arnar í Laugardal, söknum nú Pálma. Að sómamanni höfum við hann reyndan. Viljum við með þessum fátæklegu orðum votta ást- vinum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. F.h. sundfélaga, Sigursteinn Hersveinsson. MARÍA HAFLIÐADÓTTIR + María Hafliða- dóttir fæddist í Reykjavík 19. sept- ember 1927. Hún lést á Landspítalan- um 22. október síð- astliðinn. Foreldar hennar voru Ses- selja Eiríksdóttir, húsmóðir, f. 9. jan- úar 1896, d. 4. mars 1984, og Hafliði Jón Hafliðason, skipa- tæknifræðingur og kennari, f. 3. októ- ber 1891, d. 14. febr- úar 1977. Sjstir Ma- ríu er Aslaug Hafliðadóttir lyfjafræðingur, fædd 22. ágúst 1929. María starfaði hjá Olíufé- laginu hf. óslitið frá 1946 til 1993. Útför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Föstudagurinn 22. október rann upp svo bjartur og fagur eins og haustdagar geta orðið hvað fegurstir, en um nóttina slokknaði lífsneisti Maríu, minnar kæru frænku og vinkonu. Lífið hennar Maju, en svo var hún ávallt kölluð af fjölskyldu og vinum, var einmitt eins og þessi dagur; svo friðsælt, fallegt og yfirvegað. Langri og erfiðri þrautagöngu er lokið. Það er svo erfitt að standa álengdar og geta ekkert gert annað en dást að því æðruleysi sem hún sýndi og samvinnu við læknana ef eitthvað gæti orðið til þess að bæta líðan hennar. En við sem eftir lifum verðum að hugga okkur við þá tni að nú líði henni betur, engu síður er söknuðurinn og sorgin alltaf sár. Perluband minninganna um Maju frænku er orðið ansi langt, eða frá því ég man fyrst eftir mér og fram á þennan dag og það er svo gott að vita af því að minningarnar deyja aldrei, þær eigum við og enginn getur tekið þær frá okkur. Hún var tíu árum eldri en ég en það virtist aldrei skipta neinu máli, ég var aldrei látin finna annað en ég væri au- fúsugestur hvar og hvenær sem var hjá allri fjölskyldu henn- ar. Maja ólst upp frá unga aldri við mikið atlæti á einstöku reglu- og menningar- heimili á Bjarkargötu 12. Húsið byggðu foreldrar hennar af miklum dugnaði og framsýni og mér finnst það eitt af fallegustu húsum í Reykjarik með yndislegu útsýni yf- ir austurborgina, á sumrin laufgaða björk beint fyrir neðan húsið og á veturna skautasvellið í hjarta mið- borgarinnar. Ymislegt var nú gert skemmtilegt á æsku- og unglings- árunum en hæst ber þó minningin um ferðina okkar stóru, þegar mér bauðst, þá 18 ára gamalli, að fara með í langa ferð suður um Evrópu. Við lögðum frá Reykjavíkurhöfn þann 18. júní 1955 með Gullfossi, sigldum til Kaupmannahafnar þar sem Áslaug systir hennar var við nám ásamt skólasystur sinni, Sigr- únu Jónsdóttur, og fórum ásamt fjórum öðrum ungum námsmönn- um á vit ævintýranna. Við komum síðan heim í byrjun ágúst eftir ein- dæma viðburðarríka og skemmti- lega ferð þar sem næstum hver ein- asti dagur var ógleymanlegur. Það eru ekki nema um það bil tveir mánuðir síðan við stöllurnar vorum að rifja upp þessa ferð og Maja mundi allar dagsetningar og at- burði eins og þetta hefði gerst í gær en ekki fyrir rúmum fjörutíu árum, því þótt líkaminn hefði gefið sig að JON ODDSSON + Jón Oddsson hæstaréttarlög- maður fæddist í Reykjavík 5. jan- úar 1941. Hann lést 22. október síðast- iiðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 28. okt- óber. Það var vorið 1961 sem ég útskrifaðist stúdent frá Verslunar- skóla Islands utan- skóla. Þetta var fá- mennur bekkur og mér var strax vel tekið og þú og ég urðum vinh-. í gegnum öll árin höf- um við alltaf haldið góðu sambandi þrátt fyrir vinnu mína sem gefur mér frí þegar aðrir vinna og vinnu þegar aðrir eiga frí. Við vorum fjórir sem fórum í lögfræði og þegar ég ákvað að taka mér í mesta lagi frí í tvö ár til að sinna dansinum, nokkuð sem ég ennþá geri, þá gat ég alltaf talað við þig um lögfræðina, allt þar til yfir lauk. Þær voru ekki fáar ánægjustundimar sem þú veittir mér með þeim samræðum, því þú varðst óneitanlega einhver færasti lögfræðingur landsins. Við áttum líka öðruvísi ánægjustundir. Þú, ég og Vala Bára erum enn þeirrai- skoðunar að þegar þið komuð í heimsóknina tfl mín á Spáni 1982, þar sem ég var við nám, hafi verið skemmtilegasti „djammdagur" okk- ar til dagsins í dag. Þegar þú svo fékkst sömu veiki og ég og þurftir líka að láta fjarlægja annað nýrað, áttum við enn meira sameiginlegt, nema hvað mér batnaði og þú fórst. Ég mun vissulega sakna þín, Jón, en ég hef þó ennþá hana Völu Báru sem alltaf til hinstu stundar sýndi þér ást sína og umhyggju. Við hjón- in samhryggjumst bömum þínum og systmm, en verst finnst okkur að hún Vala Bára hafi þig ekki lengur. Vertu sæll, góði vinur, þér mun ég aldrei gleyma. Heiðar R. Ástvaldsson. Kæri vinur. Dauðinn hefur kvatt dyi-a, þjáningar þínar á enda og komið að kveðjustund. Er mér þá efst í huga viljastyrkur þinn og það baráttuþrek sem þú bjóst alltaf yfir. Að lokum hafði maðurinn með ljáinn betur en allt fram til hinstu stundar hvarflaði það ekki að þér að þú kynnir að bíða ósigur í barátt- unni við hann. Þú hafðir óbilandi trú á því að meðferðin gegn hinum ill- víga sjúkdómi bæri tilætlaðan ár- angur. Bjartsýnin var aðdáunarverð og bai-áttugleðin slík, að þú tvíefldist frekar en að bogna þegar þú fannst þig í minnihlutahópi eins og stund- um vildi nú verða í stuðningi þínum við frjálslynd framboð. Þú varst traustur stuðningsmaður þein-a sem þér fannst vinna vel og tilbúinn að leggja þeim lið þó á móti blési. Þú varst jafnframt ávallt boðinn og búinn að hðsinna þeim sem þér fannst vera misrétti beittir. Eignuð- ust þessir aðilar öflugan samherja sem dró aldrei af sér í baráttunni. Þegar áhuginn var vakinn var hugur þinn svo sannarlega við efnið. Þann- ig var hugur þinn við prófmál Björgvins sonar þíns fyrir hæsta- rétti síðustu vikumar. Hugurinn hvarflar aftur til þess tíma er við voram saman í Mela- miklu leyti vantaði ekkert upp á skýra hugsun, gott minni og ná- kvæmni í frásögn. Allan sinn starf- saldur vann hún hjá Olíufélaginu hf. eða í 47 ár. Ekki þekki ég til starfa hennar þar, en fullviss er ég um að þar hefur hún sýnt sömu ná- kvæmnina, heiðarleikann og alúð- ina eins og í öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur hvort sem það var stórt eða smátt, það var hennar að- alsmerki. Þær systur, Maja og Ás- laug, voru mjög samrýmdar og skildu aldrei hvor við aðra utan námsára Áslaugar í Kaupmanna- höfn, og hvernig þær reyndust for- eldrum sínum á efri árum þegar halla tók undan fæti mættu margir taka til eftirbreytni, slík var um- önnun þeirra og natni og svona er Áslaug búin að reynast Maju syst- ur sinni í hennar veikindum. Tóm- leikinn verður mikill en eftir stend- ur minningin um einstaka og góða konu. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Áslaug mín, frá móður minni og okkur öllum í fjölskyldunni, Maja mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (ÞórunnSig.) Hvfl í friði. Hjördís Óskarsdóttir. Nú þegar vetur heilsar er látin frænka mín og æskuvinkona María Hafliðadóttir, oftast kölluð Maja. Með fáum orðum vil ég þakka henni fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman á lífsleiðinni. Maja var einstaklega vel gerð mann- eskja, góðum gáfum gædd, falleg, prúð og hæglát, en ákveðin og sterk og/ór sínar eigin leiðir. I æsku var hún alltaf afar góð við yngri systur sína Áslaugu, sem oft gat verið svolítið lítil í sér. Ég skóla og síðar Gaggó Vest. Ég var 8 ára þegar við móðir mín fluttum á Grenimelinn í næsta hús við þig. Við urðum strax nánir vinir og átti ég fjölmargar ánægjustundir á heimili þínu og fannst mikið til þess koma að vera tekið sem jafningja þrátt fyrir að þjóðfélagsleg aðstaða okkar væri ólík. Er ég þakklátur forsjón- inni fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast fjölskyldu þinni, því sómafólki. Veitti ég því fljótt athygli hve líkm- þú varst föður þínum; máttir ekkert aumt sjá og varst allt- af tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd. Við slitum barnsskónum og saman fetuðum við okkur í gegnum manndómsárin. En þá skildu leiðir um alllangt skeið. Þegar fundum okkar bar aftur saman hafðir þú þurft að glíma við afai- erfiðan augn- sjúkdóm og einnig hafðir þú nýverið háð hatramma pólitíska glímu þar sem fjölmiðlar veittu þér enga vægð. Þannig stóð á fyrir þér þegar ég leitaði til þín sem lögfræðings og vinar og fól þér að flytja íyrir mig ákaflega þýðingarmikið mál. Sigur vannst, sigur, sem auk þess að skipta fjárhagslegu máli, varð okkur báðum andlegur stuðningur og átti þátt í að byggja upp sjálfstraustið. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, kæri vinur, og bið Guð að veita Völu Báru og öðrum ást- vinum þínum styrk í sorginni. Óttarr A. Halldórsson. minnist löngu liðins atburðar, en eg var þá í sveit og mátti bjóða Ás- laugu vinkonu minni að koma í heimsókn og dvelja í nokkra daga. Ég varð heldur hissa þegar rútan( kom og ég sá að Maja systir hennar - var með, en fékk fljótt skýringu á því, Áslaug treysti sér ekki ein, svo elsku Maja fylgdi henni. Svona er Maju rétt lýst, þó hæglát væri var hún ávallt kjörkuð. Það sýndi sig sannarlega hversu styrkur hennar var mikill og æðruleysi í öllum þeim veikindum sem hún mátti þola síð- ustu 10-15 árin. __ Æskuheimili Áslaugar og Maju á Bjarkargötu var alveg einstakt, og þar var yndislegt að vera, enda for- eldrarnir, Hafliði og Setta, fólk af bestu gerð. Á heimilinu bjó til . margra ára systursonur Settu, Mundi og var oft mikið hlegið í litla eldhúsinu hennar Settu þegar Munda tókst að æsa okkur stelp- urnar upp eins og honum einum var lagið. Mér er minnisstætt þegar Mundi kom eitt sinn frá Ameríku, en þá vorum við á táningsaldri. Hann gaf okkur öllum kjóla og káp- ur eftir nýjustu tísku og við þótt- umst nú heldur flottar þegar við spásseruðum rúntinn svona fínt uppáklæddar. Það var margt brallað í gegnum árin, farið austur í sumarbústað í Grafningnum þegar við vorum yngri. Svo kom eitt af öðru eins og gengur, á sumrin vorum við dug- legar að ferðast en á vetuma voru'> það böllin sem heilluðu, en við Maja fórum mikið á gömlu dansana. Það er margs að minnast sem of langt væri að rekja hér. En ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á ást- ríki hennar til foreldra sinna, og þá ekki síst kærleikurinn, umhyggjan og umburðarlyndið sem hún sýndi föður sínum, en hann átti við erfið- an sjúkjóm að stríða síðustu æviár sín. Ég kveð mína elskulegu vinkonu með söknuð í hjarta en veit að hún er komin á góðan stað meðal ást- vina. Elsku Áslaug sem stóðst eins og klettur við hlið þinnar elskulegu systur, Guð styrki þig og styðji í sorg þinni. Þú ert Guð sem gefur lffið góðajörðognóttogdag. Þér til dýrðar syngjum saman sólarljóð og þakkarbrag. Undir blessun þinni búa blóm ogdýrogalltsem er. Lífsins undur okkur gleðja yndisleg úr hendi þér. Guð, sem færir fólki jarðar frelsi, gleði, brauð og hlíf, þakklát börn þín syngja saman sólarljóð um eilíft líf (Höf.ók.) Halla Nikulásdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Liíltllíií brií’ Lib hujíduili Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúileg þjónusta sem byggir ó langri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com 4 % ¥

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.