Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
Hundalíf
v v EN PAU HAÍjA SVO SANNARI.EGA
X >-1 SEÐ TIL PE5S AÐ EG
Ferdinand
Smáfólk
THI5I5MYOPÍNION..WHEN
I THROW THIS BALL,YOU
WILL PR05ABLY CHA5E IT..
Þetta er mín skoðun. Þegar ég
hendi boltanum þá munt
þú líklega elta hann.
Það er mín skoðun.
IN MY OPINION, IF YOU
THROU) THAT BALL ONE MORE
TIME, YOU'RE NEVER 60IN6
TO 5EE IT A6AIN..
Ef þú hendir boltanum einu sinni
enn þá séru hann aldrei aftur.
Það er mín skoðun.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Gagnagruimur á
heilbrigðissviði
Frá Gísla Ragnarssyni:
í DESEMBER 1998 voru samþykkt
lög á Alþingi um gagnagrunn á heil-
brigðissviði. Fyrsta grein laganna
hljóðar svo: „Markmið með lögum
þessum er að heimila gerð og starf-
rækslu miðlægs gagnagrunns með
ópersónugreinanlegum heilsufars-
upplýsingum í þeim tilgangi að auka
þekkingu til þess að bæta heilsu og
efla heilbrigðisþjónustu.“
Gagnasöfnun um heilsufar er eng-
in nýlunda. Heilbrigðisyfirvöld hafa
lengi safnað saman upplýsingum um
heilsufar þjóðarinnar og fijáls félaga-
samtök hafa komið upp stórum
gagnagrunnum. Allir sem greinast
með krabbamein á Islandi fara sjálf-
krafa inn í krabbameinsskrá Krabba-
meinsfélags íslands og Hjartavernd
hefur byggt upp gríðarlega stóran
gagnagrunn með heilsufarsupplýs-
ingum. Þessir gagnagrunnar eru per-
sónugreinanlegir. Til dæmis getur sá
sem hefur aðgang að krabbameins-
skrá prentað nafnalista yfir þá ein-
staklinga sem hafa greinst með til-
tekið krabbamein. Krabbameinssjúk-
lingar eru ekki spurðir um hvort þeir
vilji vera í krabbameinsskránni.
Margir þeirra hafa ekki hugmynd
um að hún sé til.
I Danmörku og Svíþjóð eru til
miklu stærri gagnagrunnar um
heilsufar en hér á landi. Þessir
gagnagrunnar eru persónugreinan-
legir og enginn getur neitað þátttöku
í þeim. Mér þótti því svolítið hjákát-
legt að hlusta á sænskan formann al-
þjóðalæknasamtakanna gagnrýna ís-
lensku lögin um gagnagrunn á heil-
brigðissviði. Islenski gagnagrunnur-
inn verður ópersónugreinanlegur og
hægt er að neita þátttöku í honum
meðan sænski gagnagrunnurinn er
skráður á kennitölur og í hann skaltu
fara hvort sem þú vilt það eða ekki.
Hinn sænski formaður var þó ein-
dregið á þeirri skoðun að slíkir
gagnagrunnar væru öflug tæki til að
auka þekkingu í læknavísindum en
sumir hafa dregið það í efa. Eg tel
líklegt að meginástæðan fyrir hörð-
um viðbrögðum ýmissra mætra
manna við gagnagrunninum sé að
einkafyrirtæki kostar uppbyggingu
hans og fær í staðinn rekstrarleyfi í
12 ár. Hinn stóri gagnagrunnur í
Svíþjóð er kostaður af skattgreið-
endum. Eg er á því að það væri kost-
ur að gagnagrunnurinn væri alfarið í
opinberri umsjá. Það hefur þó sýnt
sig að það er ekki bara slæmt að
einkaíyrirtæki kemur að gagna-
grunninum. Þau sjálfsögðu mann-
réttindi, að vemda persónugreinan-
legar heilsufarssupplýsingar, eru nú
fyrst að verða lýðum ljós. Heilsu-
farsupplýsingar lágu á glámbekk
eins og forsætisráðherra orðaði það.
Nú vita vonandi flestir að slíkt er
ótækt. Hin harða andstaða við
gagnagrunninn hefur því orðið til
nokkurs góðs. Umræða um mikilvæg
mál getur stundum leitt til annars en
til var stofnað. I dag er verið að út-
færa reglur um hinn miðlæga gagna-
grunn. Eg treysti þeim mönnum,
sem vinna að tæknilegri útfærslu
hans, að hafa í heiðri markmiðsgrein
laganna. Gagnagrunnurinn verður
ópersónugreinanlegur samkvæmt
henni og það er móðgun við Alþingi
Islendinga og íslensku þjóðina að
halda öðru fram, eins og ýmsir út-
lendingar hafa gert. Ég viðurkenni
fiíslega að ég hefði fremur kosið að
Islendingar hefðu fengið tækifæri til
að svara því hvort þeir vildu vera
þátttakendur í hinum miðlæga
gagnagrunni á heilbrigðissviði. Ég
er sannfærður um að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar hefði fúslega veitt
samþykki sitt.
GÍSLI RAGNARSSON,
Aflagranda 27.
Formaður Félags ungra
jafnaðarmanna segir ósatt
Hróbjarti Guðsteinssyni:
FULLYRÐING formanns félags
ungra jafnaðarmanna í grein í Mbl.
þann 13. okt. vakti athygli mína þar
sem hann segir orðrétt: „Allir sem
hafa kynnt sér málin vita t.a.m. að
Matteusarguðspjall er hvorki orð
Jesú Krists né skrifað af Matteusi.“
Svo segir hann: „Höfundur þess er
með öllu óþekktur. Þetta er söguleg
staðreynd sem ekki er deilt um.“
Ég kynnti mér málið og talaði við
ýmsa aðila, þar á meðal sagnfræðing
og guðfræðing. Allir voru sammála
um að Matteusarguðspjall væri talið
skrifað af Matteusi postula. Ég leii>
aði líka í íræðiritum og þar var niður-
staðan sú sama, Matteusarguðsgjall
er talið vera skrifað af Matteusi. I al-
fræðiorðabókinni frá Erni og Örlygi
stendur m.a.: „Matteusarguðspjall:
talið ritað um 70 e.Kr, skv. fornum
heimildum, af Matteusi postula." Það
var alveg sama hvar ég bar niður,
alls staðar var niðurstaðan sú sama.
Þá má vera að til séu aðrar kenning-
ar um þetta en ofangreindar fullyrð-
ingai- formannsins eru alrangar. Þrjú
af guðspjöllunum, Matteus, Markús,
og Jóhannes, eru öll talin vera skrif-
uð af lærisveinum Jesú. Það fjórða,
Lúkasarguðspjall er talið vera skrif-
að af lækni sem hét Lúkas og ferðað-
ist með Páli postula og kynntist
þannig lærisveinunum. Þessi rit
dreifðust síðan vítt og breitt um jörð-
ina en innihaldið er það sama hvert
sem litið er. Önnur rit sem eru skrif-
uð af virtum sagnariturum frá þess-
um tíma, eins og t.d. Jósefusi, segja
frá Jesú Kristi og stangast ekki á við
rit lærisveinanna þó að sjónarhomið
sé allt annað. Það er því langt frá
sannleikanum að tala um sögulega
staðreynd í því sambandi sem hann
gerir. Svona fullyrðingar geta vissu-
lega blekkt fólk, en þær eru móðgun
við almenning sem lifir í landi þar
sem upplýsingar liggja á borðinu fyr-
ir hvem sem er. Það gerir líka allan
annan málflutning ótrúverðugan ef
menn þurfa að nota ósannindi til að
styðja mál sitt. Það hlýtur að vera
eðlileg krafa fólks að þeir sem koma
fram fyrir hönd stjómmálasamtaka í
landinu fari rétt með staðreyndir.
Þeim er ekki ætlað að falsa mann-
kynsöguna.
HRÓBJARTUR GUÐSTEINSSON,
Miðvangi 41 Hafnarfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.