Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Byggðaþróun raunsætt metin í skýrslu Landsvirkjunar Alver hægir á fólksflótta en stöðvar ekki ÁHRIF Fljótsdalsvirkjunar og ál- vers á Reyðarfirði á búsetuþróun á Austurlandi eru metin á raun- sæjan hátt í skýrslu Landsvirkj- unar um umhverfisáhrif Fljóts- dalsvirkjunar, að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við félags- vísindadeild Háskóla íslands sem stundað hefur rannsóknir á byggðaþróun í fjölda ára. Hann bendir þó á að of mikið sé gert úr atvinnuáhrifum virkjunarinnar sjálfrar í skýrslunni. Morgunblaðið leitaði álits Stef- áns um úttekt Landsvirkjunar á áhrifum Fljótsdalsvirkjunar á byggðaþróun í skýrslu um um- hverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar. Stefán segir að úttekt skýrslunn- ar um byggðaþróun sé í takt við niðurstöður sinna rannsókna um búsetuþróun. í skýrslunni segir að reynslan hér á landi sýni að íbúafjöldi í dreifbýli og smáum bæjum taki kipp við stórframkvæmdir en nær undantekningalaust hafi fólki haldið áfram að fækka eftir fram- kæmdirnar. Styrkir búsetu tvímælalaust „Bygging virkjunar og álvers á Austfjörðum myndi tvímælalaust styrkja búsetu þar vegna þess að þessar framkvæmdir koma til móts við tvær af mikilvægum um- kvörtunum landsbyggðarfólks. Það snertir ófullnægjandi at- vinnutækifæri og ófullnægjandi tekjuöflunarmöguleika. Atvinna vegna byggingar virkjunarinnar og reksturs hennar verður að vísu lítil og mun ekki hafa nein sjálf- stæð áhrif á búsetu í nágrenninu svo neinu nemi en bygging álvers- ins mun tvímælalaust skapa væn- leg atvinnutækifæri," segir Stef- Hann bendir á að orkufrekur iðnaður sé mikilvæg forsenda bú- setu í mörgum afskekktum byggðarlögum í Noregi. „Því verða framkvæmdirnar, ef til þeirra kemur, lyftistöng fyrir bú- setu í þessum landshluta, eins og kemur fram í skýrslunni. En hvort sú fórn sem þarf að færa á umhverfissviðinu er þess virði get ég ekki lagt mat á,“ segir Stefán. Horfa þarf raunsæjum augum á fækkun starfa í iðnaði Hann segist almennt vera sam- sinntur því sem kemur fram í skýrslunni um áhrif framkvæmd- anna á búsetu í fjórðungnum en sér fínnist of mikið gert úr at- vinnuáhrifum virkjunarinnar sjálfrar og rekstri hennar. Hann segir að til frambúðar muni ekki nema 15 störf tengjast virkjuninni og þau muni aldrei skipta miklu máli. Álverið sjálft sé hins vegar það stórt að atvinnutækifærin í kringum það muni vega talsvert þungt. Hins vegar verði að horfa á það raunsæjum augum að í iðn- aði af þessu tagi eigi ör tækniþró- un sér stað og störfum muni fækka til lengri tíma litið, þó ekki dragi úr framleiðslu. Það sé til dæmis raunin í álverinu í Straumsvík og á Grundartanga. „Þó þarna bjóðist í kringum 200 störf í fyrstu eftir að álverið tekur til starfa þá er það engin trygging fyrir þeim starfsfjölda til lengri tíma. En þetta eru tvímælalaust verðmæt störf svo framarlega sem þessi fjárfesting er kostuð af einkaaðilum og ekki af ríkinu. Það skiptir verulega miklu máli fyrir skattborgara að sjá að þessi störf verði þeim ekki kostnaðarsöm, heldur að einkaaðilar taki áhættu á fjárfestingunni," segir Stefán. Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum í maí 1999 og í skoðanakönnun Spurt í nóvember 1999 Hvað myndi fólk kjósa í alþingiskosningum nú? 16,6 I 18,9 V Framsóknar- Sjálfstæðis- Sam- flokkur flokkur 4,4 □ 1 Frjálslyndi 9,1 öl Vinstrihr./ 0,8 1,0 Annað fylkingin flokkurinn - gr framb. Hvort mundir þú segja að þú værir stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara >tuðnini menn Hi kr— Stuðnings- Hlutlausir Andstæðingar 3,1 % neita að svara Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Reykjanesi Nýtur stuðnings helmings kjósenda UM helmingur kjósenda styður Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og Reykjanesi ef marka má nýja þjóð- málakönnun sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert fyrir Morgun- blaðið. Framsóknarflokkurinn sækir hlutfallslega stærstan hluta fylgis síns út á landsbyggðina en tæp 25,9% fólks þar myndi kjósa flokk- inn ef kosningar væru haldnar á morgun. Fylgi flokksins í Reykja- vík mælist 8,8% og 11,4% á Reykjanesi. 51,5% Reyknesinga styður Sjálfstæðisflokkinn og hlut- fall stuðningsmanna flokksins í Reykjavik er 49,4%. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins á landsbyggðinni er 39,1%. Tiltölulega lítill munur er á fylgi Samfylkingarinnar eftir landshlutum. Hlutfallslega mest fylgi hlýtur hún í Reykjavík, eða 17,5%. Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur aukið íylgi sitt mik- ið í höfuðborginni frá því í kosning- unum í vor. Tæp 20,9% Reykvík- inga kysu flokkinn ef kosningar færu fram nú. Þá nýtur hann fylgis 18,7% fólks á landsbyggðinni. Hlutfallslega minnst fylgi hlýtur Vinstri hreyfingin - grænt framboð á Reykjanesi, eða rúm 14,9%. Svipað hlutfall styður ríkis- Skipulagsstjóri getur ekki hafnað framkvæmd eftir umhverfismat RANGLEGA var greint í Morg- unblaðinu í gær í umfjöllun um mun á lögformlegu umhverfis- mati og afgreiðslu Alþingis í um- fjöllun um Fljótsdalsvirkjun að skipulagsstjóri gæti hafnað framkvæmd. Hið rétta er að hann getur ekki hafnað fram- kvæmd en einungis fallist á framkvæmd með eða án skilyrða eða óskað frekara mats. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, óskaði einnig eftir að koma á framfæri athugasemdum vegna ofangreindrar umfjöllun- ar. Friðrik segir að í fyrsta lagi sé það ekki rétt að aðeins líði 10 vik- ur frá því að skipulagsstjóri ósk- ar frekara mats og þar til úr- skurður hans liggi fyrir. Með frekara mati sé oftast beðið um frekari rannsóknir og nýja og endurbætta skýrslu. Rannsóknir geti ekki farið fram á Fljótsdals- virkjun nema að sumri til og því geti liðið eitt til tvö ár þar til unnt sé að taka málið fyrir að nýju hjá skipulagsstjóra þótt sjálft af- greiðsluferlið sé ekki nema 10 vikur. í öðru lagi segir Friðrik að ekki sé bent á það í blaðinu í gær að almenningi hefði á sínum tíma, árið 1991, verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við fram- kvæmdir vegna Fljótsdalsvirkj- unar. Þá hafi verið gefinn 10 vikna frestur, athugasemdir hafi komið og farið eftir þeim í lang- flestum tilvikum. Hægt að koma að athugasemdum Einnig bendir forstjórinn á að þegar iðnaðarnefnd taki þingsá- lyktunartillöguna til umfjöllunar geti einstaklingar, fyrirtæki og félög komið athugasemdum sín- um á framfæri við hana; það sé ekki einungis bundið við þá aðila sem nefndin leiti eftir umsögnum hjá. Segir hann það fremur reglu en undantekningu að ýmsir aðilar komi athugasemdum á framfæri við þingnefndir enda sé það öllum heimilt. í fjórða lagi segir Friðrik Sophusson að það sé misskilning- ur að Landsvirkjun geti aðeins hafið framkvæmd ef Alþingi sam- þykki þingsályktunartillöguna. Tillagan breyti engu um rétt Landsvirkjunar til að hefja fram- kvæmdir, hún breyti ekki lögum og eigi að taka virkjunarleyfið af fyrirtækinu verði það ekki gert nema með lagabreytingu. „Þá má spyrja af hverju sé verið að flytja þingsályktunartillögu," segir Friðrik, „og hefur ríkisstjórnin rökstutt það með því að benda á að þannig megi fá að nýju stað- festingu fyrir því að meirihluti sé á Alþingi fyrir virkjanaleyfinu sem þingið lét í té á sínum tíma þar sem talsverður tími sé liðinn og nýjar upplýsingar hafi komið fram og að eðlilegt sé að nýtt Al- þingi geti fjallað um málið og tek- ið afstöðu til þess.“ stjórnina nú og í mars 1999, eða 47,4% nú á móti 47,3% í mars. Um 86% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins styður ríkisstjórnina og um 79% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins. Þá styður ríkis- stjómina 40% þeirra sem neita að gefa upp hvaða flokk þeir styðja í alþingiskosningum eða segjast ekki vissir í sinni sök. Helstu and- stæðingar ríkisstjómarinnar era stuðningsmenn Samíylkingarinnai- en tæp 69% þeirra eru á móti ríkis- stjórninni og næst á eftir þeim koma stuðningsmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs en af þeim eru um 64% á móti rík- isstjórninni. Athugasemd við leiðara MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Ragnari Ingimars- syni, forstjóra Happdrættis Há- skóla Islands, við leiðara sem birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember sl. og bar yfirskriftina „Spilakassar og tekjuöflun“. „í leiðaranum era einkum tvö orð sem hér með er óskað eftir að gera athugasemdir við. „En það er í raun og veru merki- legt og töluvert íhugunarefni, hvort forráðamenn stofnana á borð við Háskóla Islands og Rauða krossins hafi ekki í upphafi íhugað siðferði- lega stöðu þeirra í þessu sam- hengi.“ Mikið var um þetta mál fjallað í fjölmiðlum á þeim tíma þegai' til stóð að hefja rekstur happdrættis- vélakerfis Happdrættis Háskóla Is- lands, Gullnámunnar. Stjóm Happ- drættis Háskóla Islands taldi ástæðu til þess að fá siðferðilega út- tekt á málinu. Hún leitaði til Sið- fræðistofnunar Háskóla íslands. Siðfræðistofnun taldi rétt að fá ut- anaðkomandi aðila til að fjalla um málið og fékk til þess dr. Kristján Kristjánsson, heimspeking við Há- skólann á Akureyi'i. Niðurstöður hans hafa verið birtar opinberlega en þær vora á þá leið að ekki þótti ástæða til stefnubreytingar. Of langt mál er að birta alla umfjöllun hans, en hana má m.a. lesa í bók hans „Af tvennu illu, ritgerðir um heimspeki", er út kom 1997, bls. 95-118. „Og gildir þá einu þótt þessir sömu aðilar leggi fé af mörkuin á hverju ári til þess að hjálpa þeim, sem hafa orðið spilafíkn að bráð.“ Ekki er alveg ljóst hvað liggur að baki þessari niðurstöðu ritstjóra Morgunblaðsins. Umræddur stuðn- ingur er veittur SÁÁ, sem sérhæft hefur sig í meðferð vanabindandi vandamála, þar eð samtökin hafa leitað efth' honum. Vart vill ritstjór- inn að þessum stuðningi við það ógæfusama fólk sem hefur ánetjast spilafíkn verði hætt? Fyrir liggur að þessi hjálp er veitt fleiri spilafíklum en þeim sem spila í Gullnámunni eða spilakössum Islenskra söfnun- arkassa. Margir þeirra er steypt hafa sér í alvarlegar spilaskuldh' hafa ánetjast fíkninni eftir öðrum leiðurn." Leikskólaráð breytir fyrri samþykkt Fallið frá fyrir- varalausri uppsögn LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt að breyta orðalagi í dvalarsamningi við for- eldra og falla frá fyrirvaralausri uppsögn samningsins. Þess í stað segir að heimilt sé að skerða dval- artíma barns að undangenginni kynningu til foreldra þegar ekki er hægt að uppfylla skilyrði laga um fjölda starfsmanna. Að sögn Bergs Felixsonar, fram- kvæmdastjóra Dagvistar barna, átti dvalarsamningurinn ekki að vera ógnun við foreldra heldur til að bæta samskiptin. „Þeir voru mjög til bóta þegar þeir voru tekn- ir upp,“ sagði hann. „Á fundi sem við áttum með foreldrum fundum við að þeim mislfkaði að í samn- ingnum stóð að leikskólum í Reykjavík væri heimilt að segja upp samningnum fyrirvaralaust og/eða skerða dvalartíma. Við sam- þykktum að fallið yrði frá þessari fyrirvaralausu uppsögn samninga og auðvitað var óþarfi að hafa þessa setningu. Við ætluðum okkur aldrei að notfæra okkur það í raun og veru. Þú segir ekki fólki sem kemur að morgni með bam í leik- skóla að það sé búið að missa pláss- ið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.