Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LYKILL AÐ GÓÐRI ÁVÖXTUN Ef þú hefðirfjárfest í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum í Lúxemborg þegar hann var stofnaður þann 10. desember á síðasta ári, þá hefði fé þitt aukist um 50,4%. Sjóðurinn nýtir reynslu helstu sérfræðinga heims í sjóðstýringu með því að fjárfesta í safni hlutabréfasjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun. Stefna sjóðsins er að fjárfesta í félögum í vaxandi atvmnugreinum og félögum á nýjum hlutabréfamörkuðum. Einnig er fjárfest í félögum sem verið er að einkavaeða og eru að koma ný inn á markaðinn. Avöxtun tæknigeir. ins ávöxtun á ársgrundvelli 3 ár 204,24% 44,90% 5 ár 543,60% 45,12% 10 ár 1058,20% 27,76% Vinsamlegast athugið að gengi getur lækkað ekki síður en hækkað og ávöxtunartölur liðins tíma endurspegla ekki nauðsynlega framtíðarávöxtun. BUNAÐARBANKl NN VERÐBRÉF - byggir á trausti Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is FRÉTTIR Formaður Leigjendasamtakanna um ástandið á leiguhúsnæðismarkaðnum Fjögurra her- bergja íbúð leigð á 100 þúsund „VERÐ á leiguhúsnæði hefur hækk- að upp úr öllu valdi og þess eru dæmi að fjögurra herbergja íbúðh- séu leigðar út fyrir allt að hundrað þúsund krónum á mánuði,“ segir Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður leigjendasamtakanna. Á laugardag héldu samtökin fund um stöðu hús- næðismála ásamt ASÍ, BSRB, Efl- ingu og Öryrkjabandalaginu undir yfirskriftinni „Húsnæðismál eru kjaramál“. „Fundurinn var haldinn til að ná samstöðu um lausnir á því alvarlega ástandi sem ríkir á húsnæðismark- aðnum og kom fram eindreginn vilji til að reyna að bæta stöðuna,“ segir Jón og segir þetta ástand bæði felast í stórhækkandi leiguverði og minnk- andi framboði á leiguhúsnæði. Hann segir húsaleigubætur aðstoða fólk með lágar tekjur að einhverju leyti, en þeim hjá leigjendasamtökunum þyki hins vegar mjög óeðlilegt að þær berí að telja fram sem tekjur og séu þar af leiðandi skattlagðar. Hann bendir á það ósamræmi sem felist í því að húsaleigubætur séu skattlagð- ar en ekki vaxtabætur og að það hafi verið krafa fundarins að sú mismun- un yrði leiðrétt. Hafa ekki í önnur hús að venda Fram hefur komið í fréttum und- anfarið að leigjendum hjá Félagsbú- stöðum í Reykjavík hafi verið hótað brottrekstri vegna vangreiddrar leigu. Jón segir þetta afar alvarlega stöðu því margt af þessu fólki sé á örorkubótum eða með mjög lág laun, geti því ekki staðið undir leigukostn- aðinum og hafi ekki í önnur hús að venda. Fólki í um fimmtíu þessara íbúða hafi nú verið hótað brott- rekstri og segist Jón ekki sjá að Reykjavíkurborg eigi til nein félags- leg úrræði handa því. I dag munu Leigjendasamtökin eiga fund með forseta borgarstjórnar og félags- málastjóra til að ræða stöðu þessa fólks og væntanlegar leiðir til úr- bóta. „Fólkið er allt skjólstæðingar Félagsmálastofnunar og þá hljóta aðstæður þess að vera erfiðar. Við vitum að mörgum þykir erfitt að ræða við félagsmálayfirvöld. Þeim finnst kerfið hafa brugðist, örorku- bætur eru lágar, laun eru lág, fólk er sett í sérhúsnæði og er því komið mjög langt niður bæði efnahagslega og andlega. Viðhorf margra þeirra gagnvart samfélaginu er orðið mjög neikvætt og þau líta jafnvel á þessar hótanir um útburð sem ógnanir við líf sitt.“ Lækkun byggjngarkostnaðar Jón segist telja sjálfsagt að opin- ber húsnæðisstefna taki mið af raun- veruleikanum og sé þannig að allir geti búið við hana. Hún eigi að gera ráð fyrir því að allir hafi aðgang að húsnæði. Telur hann brýnt að auka framboð af leiguhúsnæði og segir að yfirvöld verði að koma til aðstoðar og mæta þeirri þörf sem sé til stað- ar. „Það er hægt að lækka bygging- arkostnaðinn með ýmsu móti. Víða um land hafa til dæmis verið reist timburhús sem eru hönnuð hér á Is- landi en smíðuð í Noregi og væri hægt að reisa slík hús á höfuðborg- arsvæðinu sem væru sérstaklega ætluð fyrir leigumarkaðinn. En þetta gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að bjóða samninga um lóðir og lán á viðráðanlegu verði. Það ætti að vera sjálfsagt í opinberri húsnæðis- stefnu að gera ráð fyrir leigumarkaði því það hentar ekki öllum að skuld- setja sig fram í tímann bara til að geta verið í öruggu húsnæði.“ --------------- Leikskólaráð Reykjavíkur Tillaga um 13% hækkun TILLAGA um 13% meðaltalshækk- un á gjaldskrá Leikskóla Reykja- víkur var lögð fram að fundi í leik- skólaráði í gær. Tillagan var ekki samþykkt en hún gerir ráð fyrir að hækkunin taki gildi 1. janúar nk. Tillagan gerir ráð fyrir að leik- skólagjöld nái að meðaltali l/3af dvalarkostnaði þannig að Reykja- víkurborg greiði 2/3af heildarkostn- aði vil leikskóla. Að sögn Bergs Fel- ixsonar, framkvæmdastjóra Dag- vistar barna, þarf gjaldskráin að hækka um 13% til að ná 33% hlut foreldra í dvalargjaldi, þar sem kostnaður hafi hækkað verulega. Borgarráð fól leikskólaráði að end- urskoða hlutfall foreldra sem hefur farið lækkandi að sögn Bergs. „Við erum óskaplega næm fyrir öllum kaupbreytingum," sagði hann. „Því 82% kostnaðar við leikskóla Reykjavíkur eru laun.“ Yfírlýsing frá Hoffmann-La Roche MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá F. Hoff- mann-La Roche um samstarfið við Islenska erfðagreiningu í tilefni af viðtali sem birtist í þýska blaðinu Wirtschaftswoche: „Hoffmann-La Roche hefur fulla trú á því að samstarf fyrirtækisins við Islenska erfðagreiningu eigi eftir að skila árangri. Roche er afar ánægt með þann ái-angur sem þegar hefur náðst. Árangurinn er ekki einvörð- ungu til kominn vegna framúrskar- andi rannsóknarvinnu Islenskrar erfðagreiningar heldur einnig vegna mikils stuðnings íslensks læknasam- félags og íslensku þjóðarinnar við þetta einstæða vísindaverkefni. íslensk erfðagreining fær greitt fyrir framlag sitt ti! samstarfsins á þrjá vegu, (i) með endurgreiðslu fyrir útlagðan kostnað við rannsóknir, (ii) með áfangagreiðslum sem byggjast á framgangi verkefnisins hjá Islenskri erfðagreiningu og síðar hjá Roche og (iii) með prósentum af sölu lyfja og greiningartækja. Þegar samstarfið var tilkynnt á Islandi í febrúar 1998 var því lýst yf- ir að Islensk erfðagreining fengi allt að 200 milljónum dollara fyrir sitt framlag til samstarfsins. Þessi upp- hæð var byggð á þeirri metnaðar- fullu, en ekki óraunhæfu, ætlun að vissum fjölda áfanga yrði náð í rann- sóknum íslenskrar erfðagreiningar og við þróunarstarf hjá Roche. Islensk erfðagreining er í fremstu víglínu á sviði vísinda- rannsókna og rannsakar orsakir sjúkdóma í mönnum. Miklum vís- indalegum uppgötvunum fylgja venjulega veruleg viðskiptatæki- færi. Það er þó erfitt að spá fyrir um það með nákvæmni hver framgang- urinn verður í vísindarannsóknum. Það var þessi óvissa, sem fylgir öll- um vísindarannsóknum, en á engan hátt vantrú á velgengni samstarfs Roche og íslenskrar erfðagreiningar sem ætlunin var að koma til skila í ummælunum sem birtust í Wirtschaftswoche.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.