Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarstjórn Akureyrar vísar kærumáli jafnréttisnefndar til Hæstaréttar Skortir leiðsögn um hvernig beita eigi leikreglum frjálsra samninga BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að vísa máli kærunefndar jafnréttismála vegna Ragnhildar Vigfúsdóttur fyrrverandi jafnréttis- fulltrúa gegn Akureyrarbæ til Hæstaréttar. Héraðsdómur Norð- urlands eystra kvað nýlega upp þann dóm að sá munur sem var á launum og starfskjörurn jafnréttis- fulltrúa og atvinnumálafulltrúa bæj- arins hafi verið ólögmætur og brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Var Akureyrarbæ gert að greiða Ragnhildi launamis- munin og skaðabætur. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórar sagði í umræðum á fundi bæjarstjómar að Akureyrar- bær hefði á síðustu árum gerst þátt- takandi að sífellt fieiri kjarasamn- ingum. Starfsmannafélagi Akureyr- arbæjar, STAK, hefði ekki tekist að halda starfsmönnum innan sinna vébanda og æ fleiri valið þá leið að færa stéttarfélagsaðild sína til sér- greinafélaga í þeirri von að slíkt veitti þeim betri kjör. Akureyrar- bær hefði svarað kalli tímans og tekið upp samninga við þessi félög og væri þannig í raun verið að færa kjarasamninga til samræmis við al- mennan vinnumarkað í stað vinnu- staðasamnings, sem STAK-samn- ingarnir væra í reynd. Launanefnd sveitarfélaga annast samningagerð að stóram hluta fyrir bæjarfélagið, en einnig era gerðir samningai- af hálfu kjaranefndar bæjarins og þá eru fá dæmi um persónusamninga. Mikill launamunur milli kynja Akureyrarbær gerir kjarasamn- inga við um 25 félög vegna um 1.350 starfa. Launanefndin annast gerð 14 samninga og 11 era gerðir af bænum sjálfum. Sagði Sigurður að við kjarasamninga væra þau vinnu- brögð viðhöfð að gæta fulls jafnræð- is kynjanna. Hann sagði það verð- ugt viðfangsefni að skoða þá þróun sem orðið hefði sem greindi launa- mun fólks eftir störfum og stéttar- félögum. Öllum væri ljóst eftir yfir- lestur kjarasamninga einstakra starfsstétta, að þar kæmi fram mis- munur sem ætti sér enga eðlilega skýringu, hefði ekkert með kyn að gera en réðist af vinnuumhverfi, viðhorfum og verðmætamati. Sigurður benti á að gerður hefði verið víðtækur samanburður á laun- um karla og kvenna hjá Akureyrar- bæ í upphafi síðasta árs en hann leiddi í ljós verulegan mismun launa milli kynja. Karlar fengu hærri launagreiðslu fyrir aðra vinnu en dagvinnu og konur voru með um 6% lægri dagvinnulaun en karlar að teknu tilliti til starfs, starfssviðs, aldurs og starfsaldurs. Sambærileg- ar niðurstöður sömu rannsakenda fengust gagnvart starfsmönnum Reykj avíkurborgar. Augnabliksfriður við einstakling en áframhaldandi óvissa Bæjarstjóm Akureyrar ákvað á sínum tíma að engar forsendur væru til að fara að kröfum jafnréttisfull- trúa um leiðréttingu kjara til sam- ræmis við launakjör atvinnumálafull- tráa, þrátt fyrir að starfsmat sem gert var 1996 hafi leitt til svipaðrar stigagjafar fyrir þessi störf. Starfs- matið sem notað var er mat sem samkomulag er um við STAK að beita við að raða innbyrðis í störf sem STAK gerir kjarasamninga fyr- ir. Það nær því ekki til annarra starfa auk þess sem bærinn er með samkomulag við Verkalýðsfélagið Einingu um starfsmat. Sigurður sagði það engan efa í sínum huga að hlutverk og skyldur, ábyi'gð, kvaðii' og væntingar sem gerðar voru til starfsmanns atvinnumálanefndar hafi verið gjörólíkai’ þeim kröfum sem gerðar vora til starfsmanns á sviði jafnréttis- og fræðslumála. Sigurður sagði að hægt hefði verið að ná sátt í máli Ragnhildar, greiða henni launamismuninn og ljúka málinu. Bæjarstjórn hefði kosið að fara ekki þá leið enda slíkt einungis skilað augnabliks friði við einstakling en áframhald- andi óvissu um stöðu mála. „Það er bjargföst skoðun mín að engar for- sendur hafi verið fyrir launabreyt- ingu í starfi jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa, þegar horft er á kjaramál- in í okkar samfélagi. Þegar hins vegar einstökum tilvikum er velt upp á borð réttvísinnar og þau að- skilin frá núverandi lögmáli vinnu- markaðar má búast við svona nið- urstöðu," sagði Sigurður. Hann kvaðst ekki sannfærður um að Hæstiréttur tæki efnislega á þeim atriðum sem hann velti upp. „Eg óttast að við sitjum í sömu stöðu og nú - með óvissuna í farteskinu en enga leiðsögn um á hvern hátt við eigum að beita leikreglum frjálsra kjarasamninga," sagði Sig- urður en bætti við, að nokkuð yrði þó áunnið fengist efnisleg af- greiðsla sem túlki með ótvíræðum hætti lögmæti sveitarstjórna til að gera eða gera ekki einstaklings- bundna kjarasamninga við starfs- menn sína. Menningarsamtök Norðlendinga Listaverk í grunnskóla Morgunblaðið/Margit Elva Einarsdóttir Konur úr kvenfélaginu Baugi í Grímsey notuðu tækifærið og skoðuðu listaverkin sem Menor sendi út í eyju. Grímsey. Morgunblaðið. ÁTAK stendur nú yfir hjá Menn- ingarsamtökum Norðlendinga, Menor, að kynna norðlenska listamenn og verk þeirra í grunnskólum á Norðurlandi. Skólum býðst að vera með list- kynningu fyrir nemendur og er sendur kassi, „Kassinn - einn með öllu“, til viðkomandi skóla. Hann inniheldur tíu myndverk, ýmist málverk, teikningar, graf- ík, textfl eða þrívíð verk eftir einn eða fleiri listamenn, upplýs- ingar um þá og verkin svo og verkefni sem hægt er að nota við kennslu. Grunnskóli Grímseyjar var fyrsti skólinn sem fékk sendan til sín kassa og er listkynningu þar nýlokið. Annar kassi var sendur á Svalbarð í Þistilfirði. Þetta eru svokallaðar enda- stöðvar til austurs og vesturs frá Akureyri og áætlað að Ijúka átakinu í byrjun mars í Hrísey og Hrafnagilsskóla ef eftirspurn verður ekki því meiri. Kassarnir verða tveir á ferðinni samtímis í vetur, annar á Norðurlandi eystra og hinn á Norðurlandi vestra. Kassinn sem kom til Grímseyj- ar innihélt verk eftir þrjá lista- menn, Aðalheiði Eysteinsdóttur, Kristin G. Jóhannsson og Ragn- heiði Þórsdóttur. Aðalheiður sker út í tré og eru verk hennar af fólki unnin úr spýtum og mál- uð og er boðskapur hennar að minna á að bak við tækni og tölvur stendur manneskja. Krist- inn sýnir olíumálverk og Ragn- heiður vefnað, en bæði vinna þau með náttúruna og umhverf- ið í verkum sínum. Þessi kassi verður á ferð um Norðurland vestra. Gagnlegt fyrir nemendurna Helga Mattína Björnsdóttir, leiðbeinandi í Grunnskóla Grímseyjar, kvaðst mjög hrifin af þessu framtaki Menor og sagði það lærdómsríkt. „Við höf- um sannarlega notið þess að hafa þessa listkynningu. Það er virkilega gagnlegt fyrir nem- endurna að fá að sjá verkin og heyra um listamennina. Þau hafa gert tilraunir með efni og liti, fengið að herma eftir verk- unum og lært að notfæra sér tækni listamannanna. Það er frábært fyrir börnin að fá inn- sýn í listaheiminn því það er ekki daglegt brauð og eykur svo sannarlega sjóndeildarhring- inn,“ sagði Helga Mattína. í kassanum sem er á ferð um Norðurland eystra eru fimm grafísk verk, tréristur eftir Ein- ar Gíslason grafíklistamann, og fimm málverk eftir Hjördísi Bergsdóttur myndlistarmann. Markmiðið með þessu átaki er meðal annars að stuðla að auk- inni kynningu á íslenskri mynd- list og gefa nemendum tækifæri til að kynnast listamönnum og verkum þeirra. Menor hrinti þessu verkefni af stað og leggur í það fé. Stjórn samtakanna skipaði þriggja manna nefnd undir forustu Guðmundar Ár- manns Siguijónssonar til að móta hugmyndina og annast verkefnið, þar með talið að velja þá listamenn sem kynntir eru. ÞÚ GETUR SPARAÐ » ÞUSUNDIR Gleraugnaverslunin SJONARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnavcrðs í Islandi SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR JL plötur í lestar SERVANT plötur ^P"eíÍ ÞÞ &CO SALERNISHÓLF BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-NORSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: SS3 8640 & 568 6100 Morgunblaðið/Kristján Umhverfis- mál hjá fyrirtækjum UMHVERFISMÁL hjá fyrir- tækjum á Akureyri verða rædd á hádegisverðarfundi á Foss- hóteli KEA í dag, fimmtudag- inn 18. nóvember, frá kl. 12 til 14. Stefán Gíslason verkefnis- stjóri Islenska staðai'dagskrár- verkefnisins kynnir verkefnið, Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Helena Dejak, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Nonna, flytja hugleiðinar um stöðu mála og þá ræðir Guð- mundur Sigvaldason verkefnis- stjóri Staðardagskrár 21 á Akureyri um næstu skref. Á og í gegnum vefslóð Akur- eyrai'bæjar (www.akureyri.is) er að finna upplýsingar um Staðardagskrá 21 og það sem er að gerast á því sviði í bænum, á landinu og í heiminum. Atvinnu- málaneínd Akureyrarbæjar samþykkti íyrr á árinu í stefnu- mótun sinni að bærinn taki for- ystu meðal sveitarfélaga í um- hverfismálum, en í stefnumót- uninni er einnig lögð áhersla á þátttöku fyrirtækjanna í mörk- un umhverfisstefnunnar. Baráttan um börnin KVIKMYNDIN Bai'áttan um börnin eftir Canan Gerede verður tekin til sýninga í Borg- arbíói á Akureyri í dag, fímmtudaginn 18. nóvember. Myndin er tekin í Tyrklandi og á Islandi og byggh- leik- stjórinn sögu sína að einhverju leyti á sögu Soffíu Hansen. Myndin hefur verið kynnt á kvikmyndahátíðum og mörkuð- um í Evrópu í sumar og haust og hefur sala hennai' og dreifíng gengið vel að því er fram kemur í fréttatilkynningu, en samning- ar hafa tekist um sýningu myndarinnar á Spáni og Italíu og fleiri eru í burðarliðnum. Spurninga- keppni Önnur umferð í spurninga- keppni Kvenfélagsins Baldurs- brár verður í Glerárkirkju á föstudag, 19. nóvember, og hefst hún kl. 20.30. Liðin sem keppa eru: Síma- menn - Trillukarlar, Síðuskóli - BSO, Ásprent POB - Kjarna- fæði og Karlakór Akureyrar- Geysir - Akureyrarbær. Aðgangseyrir er 500 krónur og í hléi verður selt kaffi og kokkteill. AUur ágóði rennur til kaupa á tæki sem tengist tölvu og gerir langveikum börnum á Akureyri kleift að fylgjast með námi í skólanum sínum. Líf og fjör í sund- leikfimi ÞAÐ er líf og fjör í sundlaug- inni á Þelamörk í Glæsibæjar- hreppi er hópur fólks kemur þar saman til að stunda sund- leikfimi undir leiðsögn Hönnu Dóru Markúsdóttur. Á Þela- mörk hefur verið stunduð sund- leikfimi í nokkur ár, frá hausti og fram á vor. Áhuginn er mik- ill og kemur fólkið bæði frá Akureyri og úr nágrenninu til þess að stunda góða og holla hreyfingu í vatninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.