Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 22
2’áf FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Nýtt
Labello-
varasalvi
KOMIN er á
markað ný tegund
af Labello-vara-
salva. Um er að
ræða varasalva
sem á að auka raka
varanna og verja
þær.
Léttustu
gleraugu
í heimi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýja 11-11 verslunin í Drafnarfelli tekur við af versluninni Eddufelli
SILHOUETTE
kynnti nýlega
léttustu glera-
ugu í heimi sem
heita Titan min-
imal art og vega
aðeins 1,8
grömm. Gleraugnasalan, Lauga-
vegi 65, hefur hafíð sölu á umrædd-
um gleraugum í mörgum litum og
af ýmsum gerðum.
Ný 11-11 verslun
í Breiðholti
11-11 HEFUR opnað nýja verslun ar í Eddufelli. Afram verður póst-
í Drafnarfelli 4, Breiðholti. Hún kassi í versluninni svo og hrað-
kemur í stað 11-11-verslunarinn- banki við innganginn.
á dúndur verði.
HAGKAUP
Meira úrvai - betrikaup
Tímaritið 531% dýrara á íslandi
en í Bandarrkjunum
Mistök sem
verða
leiðrétt
T’IMARITIÐ Art in America kost-
ar 5 dollara í Bandaríkjunum eða
um 360 krónur. Það er fáanlegt hér
á landi en kostar þá 2.270 krónur.
Munurinn nemur 531%. Að sögn
Þórhalls Björgvinssonar, dreifing-
arstjóra hjá Blaðadreifingu, er rétt
verð 758 krónur. „Þetta eru einfald-
lega mistök sem nú er búið að leið-
rétta. Þetta tiltekna tímarit var
verðlagt á þennan hátt þar sem
tímaritið á undan var sérútgáfa
sem kostaði 15 dollara í stað 5 doll-
ara. Búið er að senda leiðréttingu
til þeirra verslana sem selja blaðið
og viðskiptavinir eiga að geta feng-
ið mismuninn endurgreiddan.
Morgunblaðið/Jim Smart
Innflytjandi tímaritsins segir
að viðskiptavinir getiO farið í
verslunina þar sem þeir keyptu
blaðið og fengið endurgreitt
Uppskriftir
að jólamat
JOLABOKIN í ár er heitið á bók
sem ísland ehf. gefur út í samvinnu
við Nóatún. I bókinni er fjallað um
jólahald Islendinga, gefnar upp-
skriftir að jólamat og þar er að
finna frásagnir af því hvernig fólk
gerir sér dagamun á aðventu. Þá
eru í bókinni uppskriftir að föndri
og rætt við ýmsa um jólahald. Ára-
mótamatseðill er í bókinni og fjall-
að um árþúsundamótin.
Jólabókin kostar 1.299 krónur og
fæst í Nóatúni og KÁ-verslunum.
Uppskriftirnar sem hér birtast eru
meðlæti með hamborgarhryggnum
sem er á jólamatseðli bókarinnar,
kryddlegnar ferskjur og brokkolít-
umar.
Kiyddlegitar
lerskjur
2 stórardósir ferskjur
250 g púðursykur
2 kanilstengur
_______1 msk. negulngglar____
1 msk. fersk engiferrót
Vt tsk múskat
'/2 b Heidelberg-lageredik
Setjið púðursykur og edik í pott
og látið sjóða. Sigtið safann af
ferskjunum, sneiðið þær og látið
þær út í löginn. Látið ferskjumar
hitna í gegn. Takið af hitanum og
kælið. Geymist vel í krukku í ís-
skáp.
Brokkolíturnar
500 g soðið spergilkól (brokkolí)
_____________3egg______________
____________1 dl rjómi_________
____________V2 tsk salt________
______örlítið af svörtum pipgr_
örlítið af múskati
Sjóðið brokkolíið þar til það er
meyrt og maukið í matvinnsluvél
(best að nota hnífinn)
Látið eggin, rjómann og kryddið
út í og maukið vel saman. Hellið j
mauki í lítil, smurt soufflé-form og
bakið í ofnskúffu í vatnsbaði í u.þ.b.
25 mínútur við 180 gráða hita. Los-
ið varlega með hnífi og raðið á diska
eða fat. Gott volgt eða kalt.
Hrísrimi — bílskýli — sérinng.
Vorum að fá í einkasölu mjög góða um 90 fm 3ja herb. íbúð á
1. hæð í 2ja hæða fjölbýli. Sérinngangur og -verönd. Gott út-
sýni og næg bílastæði. Góðar innréttingar og sérþvottaherb.
Stæði í mjög góðu bílskýli undir húsinu. Ekkert áhvílandi.
Eignahöllin fasteignasala,
Hverfisgötu 76, Reykjavík,
sími 552 4111, fax 552 3111.