Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 41
40 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 41
PltrgiDjinMiíMI*
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AÐBUNAÐUR
FRÆÐIMANNA
MENNTUNARSTIG þjóðarinnar er sífellt að hækka.
Aldrei hafa fleiri útskrifast úr menntaskóla en nú og
aldrei hafa fleiri sótt um nám við Háskóla Islands en nú.
Að auki er þeim sem ljúka framhaldsnámi í háskóla,
meistaraprófí eða doktorsprófi, alltaf að fjölga. Þessi þró-
un er einn jákvæðasti þátturinn í þjóðlífi Islendinga nú
um stundir og merki þess að þjóðin sé á réttri leið. Ef
nýta á til fullnustu þá þekkingu sem menntunin er að skila
okkur þá þarf hins vegar að huga vel að því hvernig búið
er að því fólki sem hefur aflað hennar.
Fjölgun fræðimanna á ýmsum sviðum hefur skapað
óvæntan vanda sem brýnt er að leysa úr. Háskóli Islands
og aðrar háskólastofnanir í landinu rúma ekki lengur alla
þá fræðimenn sem gætu miðlað þekkingu sinni og lagt til
rannsóknir eins og fram kom í viðtali við Sigurð Gylfa
Magnússon, formann Sagnfræðingafélags íslands, í blað-
inu í fyrradag. Hætt er við að verðmætri þekkingu og
kunnáttu sé því kastað á glæ ef ekkert er aðhafst. Fræði-
menn hafa sjálfir sýnt frumkvæði, meðal annars með
stofnun Reykjavíkur akademíunnar sem er félag sjálf-
stætt starfandi fræðimanna og hefur það að markmiði að
virkja fræðimenn til samstarfs, skapa þeim starfsaðstöðu
og ný tækifæri til rannsókna. Skynsamlegt væri að ís-
lenska ríkið hefði frumkvæði að því að auka enn frekar
styrki til rannsókna og hvetja þannig atvinnulífið til hins
sama en nokkuð skortir á að við stöndum nágranna- og
samkeppnisþjóðum okkar jafnfætis hvað framlög til rann-
sókna snertir.
A allra síðustu árum hefur atvinnutækifærum fyrir
fræðimenn með æðri menntun fjölgað, einkum þó á sviði
raunvísinda. Staða menntamanna á sviði hugvísinda er
hins vegar ekki jafn góð. Eins og fram kom í viðtalinu við
Sigurð Gylfa þekkist það meira að segja enn að fræðimenn
gefi vinnu sína til þess að koma þekkingu sinni á framfæri,
ýmist í rituðu máli eða fyrirlestrum. Hefur sú forvitnilega
tillaga því verið borin upp að stofna sjóð sem greiði þeim
sem flytja fyrirlestra á opinberum vettvangi styrki fyrir
framlag þeirra. Þó að slíkur sjóður myndi sennilega seint
geta greitt viðunandi laun þá myndi hann að minnsta kosti
vera til þess fallinn að vekja athygli á hversu þýðingar-
mikið það er að meta menntun og fræðistörf að verðleik-
um.
KÍNVERJAR f WTO
MEÐ samkomulagi Bandaríkjanna og Kína um við-
skiptamál hefur helstu hindruninni fyrir aðild Kín-
verja að Heimsviðskiptastofnuninni verið rutt úr vegi. Það
bendir því flest til að á næsta ári muni Kínverjar fá aðild
að WTO. Þar með myndu Kínverjar opna markaði sína
fyrir erlendum varningi í auknum mæli og gangast undir
þær reglur og skyldur sem felast í aðild að WTO.
Það aukna frelsi í milliríkjaviðskiptum Kína, sem er
óhjákvæmileg afleiðing aðildarinnar, á eftir að hafa mikil
áhrif á kínverskt efnahagslíf. Breytingarnar munu koma
einkafyrirtækjum til góða en vafalítið reynast ríkisstyrkt-
um þungaiðnaði og frumstæðum landbúnaði þungbærar.
Jafnframt binda menn vonir við að réttaröryggi er-
lendra fyrirtækja, er reka starfsemi í Kína, muni aukast
þar sem nauðsynlegt verður að færa lagasetningu og
lagakerfi í nútímalegt horf. Forsenda þess er hins vegar
að Kínverjar virði þær skuldbindingar sem þeir gangast
undir. Verði sú raunin gæti aðildin orðið eitthvert
stærsta skref er Kína hefur tekið í átt frá hinu miðstýrða
hagkerfí kommúnistatímans yfír í nútímalegt markaðs-
samfélag. Ahrif á lífskjör og lífsviðhorf í Kína gætu orðið
gífurleg.
Ekki síður skiptir það miklu máli fyrir stöðu Kínverja í
heiminum að þeir taki þátt í alþjóðlegu viðskiptasamstarfi.
Kína er fjölmennasta ríki veraldar og hagkerfi landsins
hefur vaxið ört á undanförnum árum. Það er hagur jafnt
Kína sem umheimsins að Kínverjar séu innan þess ramma
er mótast af reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þar
með minnka líkurnar á því að til árekstra komi á við-
skiptasviðinu er leitt gætu til alvarlegra milliríkjadeilna.
Aðild útilokar ekki árekstra, líkt og deilur Bandaríkjanna
og Evrópusambandsins sýna. Hún veitir þeim hins vegar í
fastmótaðan farveg þar sem hægt er að útkljá þær á
grundvelli fyrirfram ákveðinna reglna.
Rætt um hlutverk ríkisins og einkavæðingu í fluffl á flugþingi í gær
Ný flugstöð er for-
senda þróunar á
Reykjavíkurflugvelli
/
Abyrgð og hlutverk ríkisins í flugsamgöngumálum var inntak
flugþings, sem haldið var í Reykjavík í gær. Þar kom fram að
samgönguráðherra vill kanna möguleika á að fela einkaaðilum
að reisa og fjármagna byggingu nýrrar flugstöðvar í Reykjavík.
Morgunblaðið/Ásdís
Flutt voru allmörg erindi á flugþingi í gær þar sem meðal annars
var fjallað um einkava'ðingu ýmissa þátta flugrekstursins.
STURLA Böðvarsson sam-
gönguráðherra sagði á flug-
þinginu, að verið væri að undir-
búa og skoða möguleika á
byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykja-
víkurflugvelli í nágrenni við flugskýli
Landhelgisgæslunnar og ættu fram-
kvæmdir að geta hafist á árinu 2001.
Oumdeilt er að ný flugstöð er forsenda
frekari þróunar á flugvallarsvæðinu. I
dag eru starfræktar 3^á flugstöðvar á
Reykjavíkurflugvelli og bjóða vel flest-
ar ef ekki allar upp á algjörlega óviðun-
andi aðstöðu bæði fyrir fyrirtækin sem
í þeim starfa og farþegana sem um
þær fara,“ sagði ráðheira.
Sturla Böðvarsson sagði að kanna
þyrfti vel möguleika þess að fela
einkaaðilum byggingu nýrrar flug-
stöðvar í stað hefðbundinnar fjár-
mögnunar með fjárlögum. Yrði þá
gert ráð fyrir að flugstöðvarhúsið yrði
fjölnotahús sem gæti hýst ýmsa
tengda starfsemi aðra en eingöngu af-
greiðslu fyrir farþega og farangur
þeirra. Hinn eiginlegi flugstöðvarhluti
yrði því aðeins einn af mörgum þátt-
um í starfsemi hússins.
Reikna má með að undirbúningur
útboðs af því tagi sem hér um ræðir
geti tekið allt að einu ári þannig að ef
vel er staðið að málum og pólitískur
vilji er fyrir hendi ættu framkvæmdir
við nýja flugstöð við Reykjavíkurflug-
völl að geta hafíst á árinu 2001,“ sagði
ráðherra. Hann kvaðst myndu á næst-
unni skipa vinnuhóp sem fengi það
verkefni að undirbúa málið frekar og
næðist samkomulag með fjárfestum
ætti ný flugstöð við Reykjavíkurflug-
völl að geta risið á skömmum tíma.
Fram kom í ræðu samgönguráð-
herra að gerð fyrstu samræmdrar
samgönguáætlunar fyrir Island hefur
verið í undirbúningi í samgönguráðu-
neytinu frá í vor og sagðist Sturla
Böðvarsson leggja mikla áherslu á að
hún yrði að veruleika á næsta ári. Á
hún að ná til allra þátta samgöngu-
kerfísins, þ.e. vega, hafna og flugs.
Rökin fyrir samræmingu áætlana
sagði hann m.a. þau að með því að
vinna vega-, hafna- og flugáætlun
saman væri þess að vænta að fjár-
munir nýttust betur. Væri það skoðun
sín að með því næðist það markmið að
uppbygging samgöngukerfísins í land-
inu í heild sinni yrði betur tengd
byggðaþróuninni og gæti þar með
orðið öflugt vopn í þeirri baráttu sem
sífellt þyrfti að heyja svo vinna mætti
gegn röskun byggðar.
Sturla sagði að öflugar og góðar
flugsamgöngur og traust innanlands-
flug skiptu miklu máli í þessu sam-
bandi. Hvað varðaði flug til
jaðarbyggða væri staða
innanlandsflugsins í mikilli
óvissu og afkoma flugrek-
enda vart viðunandi á sum-
um flugleiðum. Leita þyrfti
leiða til að auka og efla flugið og um
leið ferðaþjónustuna. Margsinnis
hefði verið bent á að Reykjavíkurflug-
völlur væri ein grundvallarforsenda
þess að innanlandsflug gæti staðið
undir nafni og jafnvel náð að vaxa og
dafna. Sagðist Sturla Böðvarsson
þeirrar skoðunar að innanlandsflugið,
eins og menn þekktu það í dag, stæði
og félli með Reykjavíkurflugvelli.
Betur undir samkeppni
búin sem hlutafélag
Hilmar Baldursson, formaður flug-
ráðs, lýsti þeirri skoðun sinni á flug-
þinginu að íslenska flugstjórnarmið-
stöðin í Reykjavík yrði í formi hlutafé-
lags mun betur í stakk búin en sem
ríkisstofnun að fást við yfirvofandi
samkeppni við aðrar miðstöðvar um
flugleiðsöguþjónustu á Norður-Atl-
antshafi.
Hilmar sagði starfsemi flugstjórn-
armiðstöðvarinnar vera útflutningsat-
vinnuveg sem aflaði þjóðarbúinu
gjaldeyristekna sem svöruðu 1,5 millj-
örðum króna á ári og skapaði 150 há-
tæknistörf. Hann sagði að miðað við
þá tækni sem til staðar væri og þar
sem sjá mætti fram á að flugstjórnar-
miðstöðin gæti lent í samkeppni við
aðrar flugstjórnarmiðstöðvar um veit-
ingu þeirrar þjónustu sem hún stæði
fyrir væri eðlilegt að spyija hvort hún
væri í stakk búin að fást við slíka sam-
keppni. Kvaðst hann þeirrar skoðunar
að vegna óhjákvæmilegra breytinga
sem samkeppninni fylgdu væri flug-
stjórnarmiðstöðin betur undir hana
búin í formi hlutafélags heldur en sem
ríkisstofnun.
Hilmar sagði ennfremur að stofnun
eins og flugmálastjórn starfaði í sí-
breytilegu umhverfi og þyrfti að laga
sig að því en ekki öfugt. Sem dæmi
um mikilvæga breytingu vegna er-
lendra skuldbindinga væri kæra eftir-
litsstofnunar EFTA vegna mismun-
andi flugvallarskatts í innanlands- og
millilandaflugi. Flugvallarskattur
myndaði grunn að tekjum flugmálaá-
ætlunar en þær tekjur sköpuðust að
langmestu leyti á Keflavíkurflugvelli.
Hann sagðist andvígur því að sett
yrðu sérstök lög um gjaldtöku flug-
málastjórnar, með því yrði stefnt í
þveröfuga átt miðað við þá þróun sem
ætti sér stað í nágrannalöndunum. I
stað þess að auka sveigjanleika stofn-
unarinnar yrði hann minnkaður og í
stað þess að auka sjálfstæði stofnun-
arinnar yrði það skert.
Gjaldskrár Flugmálastjórnar
ti! cndurskoðunar
Hilmar sagðist telja að stjórnvöld
væru ekki endanlega búin að ákveða
hvernig þau myndu bregðast við en
ekki væri ólíklegt að til þess kæmi í
nánustu framtíð að endurskoða þurfi
gjaldstofna Flugmálastjórnar og flug-
málaáætlunar. Hann sagði eðlilegt að
allar gjaldskrár Flugmálastjórnar
yrðu endurskoðaðar og farið yrði í
auknum mæli að innheimta gjöld mið-
að við raunkostnað þeirrar þjónustu
sem veitt væri. Undirbúningsvinna að
því væri hafín en slík innheimta yrði
aldrei möguleg nema að vissu marki
varðandi flugleiðir og mannvirki sem
þjónuðu tiltölulega fáum.
Gunnar Finnsson, deildarstjóri
stjórnunarsviðs flugvalla-
og flugumferðarþjónustu
hjá Alþjóðaflugmálastofn-
uninni (ICAO), velti fyrir
sér ábyrgð ríkisins í flug-
samgöngum og sagði hlut-
verk þeirra fyrst og fremst vera að
setja reglur til að tryggja að öryggi
yrði í hávegum haft. Einnig að tryggja
að gjaldtaka rekstraraðila flugvalla og
flugumferðarþjónustu, hvert svo sem
rekstrarformið væri, hefði hvorki nei-
kvæð þjóðhagsleg áhrif né bryti í bága
við alþjóðlegar skuldbindingar.
Gunnar fjallaði um rekstrarform í
flugvalla- og flugumferðarþjónustu og
sagði dæmið ekki endilega snúast um
einkarekstur eða ríkisrekstur starf-
semi heldur formið. Reynsla Islend-
inga af einkaeinokun væri afar slæm
og vitnaði hann í því sambandi til íýr-
irkomulags verslunar á árunum
1602-1788. Einkarekstur væri mun
betri kostur í umhverfi þar sem sam-
keppni ríkti.
Hreinn Loftsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
sagði að menn hefðu áttað sig á því að
undanförnu að komið væri að enda-
mörkum ríkisafskipta á fleiri og fleiri
sviðum og nú virtist sem menn teldu
þörf nýrrar hugsunar í flugmálum,
þ.e. að fráhvarf þyrfti að eiga sér stað
frá forsjárhyggju og ríkisafskiptum.
Sagðist hann aðhyllast að leiða frum-
kvæði einstaklinga og frjálsa mark-
aðshætti inn í opinberan rekstur og þá
einnig flugmálin.
Varðandi breytt rekstrarform í
flugsamgöngumálum sagði Hreinn að
til að byrja með mætti hugsa sér að
bjóða út þætti í starfsemi flugvalla,
svo sem ræstingu, tölvuþjónustu og
snjómokstur. Með því móti mætti ef-
laust ná fram aukinni hagkvæmni í
rekstri. Önnur leið gæti falist í því að
leita tilboða hjá einkaaðilum vegna
húsnæðis til verslunarreksturs líkt og
gert var í Leifsstöð. Þá væri einkafram-
kvæmd tilvalin leið við rekstur flug-
valla, t.d. með því að gera langtíma-
samninga við einkaaðila um allan rekst-
ur og uppbyggingu valla á ákveðnum
stöðum. Reykjavíkurflugvöllur hefði
verið nefndur sem gott dæmi um rekst-
ur þar sem einkaframkvæmd myndi
skila ái’angri en sama gæti átt við um
fleiri flugvelli. Einkavæðing væri sú
leið er skila myndi mestum ávinningi
a.m.k. til neytenda og svara myndi
þörfum markaðarins best.
Andvígur því að einkaaðilar
byggi mannvirkin
Steingrímur Sigfússon alþingis-
maður sagðist fylgjandi því að í aðal-
atriðum yrði yfirstjórn og ábyrgð á
öryggismálum og uppbyggingu og yf-
irumsjón með rekstri grundvallar-
mannvirkja í flugsamgöngukerfinu í
höndum hins opinbera allavega
næstu 15 árin eða svo. Þótt rök væru
fyrir því að einkaaðilar gætu með
ágætum hætti annast viðkomandi
rekstur gæti verið rétt að ríkið eða
opinberir aðilar héldu honum áfram
til að tryggja önnur markmið sín, þ.á
m. til að hafa forræði á viðkomandi
rekstri og geta komið fram stefnu,
breytingu og öðrum slíkum þáttum.
Þar sem ríkti hins vegar venjulegt
samkeppnisumhverfi, þar sem ekki
væri um að ræða fákeppnis- eða ein-
okunarstarfsemi, væri hann ekki
andvígur einkarekstri.
Steingrímur kvaðst andvígur því
að einkaaðilar byggðu flugsamgöngu-
mannvirki þar sem hann sagðist
halda að ódýrara væri að ríkið byggði
og ætti þau. Einkaframkvæmdin
reyndist dýrari því lánsfé sem einka-
aðilar tækju væri yfirleitt dýrara.
Einnig vegna þess að einkaaðilinn
drægi sér arð út úr rekstrinum. Ut-
gjöldin hyrfu ekki ef þjónustan yrði
jafn góð og í höndum ríkisins. Var-
hugaverðasta sagði hann vera einka-
framkvæmd á grundvelli langtíma
þjónustusamnings því hún myndi
binda hendur ríkisins til langs tima
þannig að það kæmi ekki fram
stefnubreytingum sem það vildi gera.
Sagði Steingrímur einkavæðingu í
flugsamgöngukerfinu í aðalatriðum
til þess fallna að færa útgjöld endan-
lega yfír á neytendur.
Steingrímur sagði það hið brýnasta
og þarfasta mál að drífa upp nýja flug-
stöð í Reykjavík, öllu heldur sam-
göngu- eða umferðarmiðstöð. Ha-
græði væri af því að sameina á einum
stað tengipunktinn í samgöngum við
flugvöllinn, þ.e.a.s. áætlunarflugið
innanlands, sérleyfisbílana á suðvest-
urhorni landsins, flugrútuna til Kefla-
víkur og almenningssamgöngurnar á
Reykjavíkursvæðinu. Hann kvaðst
telja að ríkið og sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu ættu að byggja
hana og eiga, þótt ýmislegt kæmi til
greina varðandi rekstrarfyrirkomulag
hennar.
„Breytingar á opinberri þjónustu
við flugsamgöngur“ var yfirskrift
seinni hluta flugþings og fjölluðu
fimm fýrirlesarar um kosti og galla
ríkisrekstrar, hlutafélagavæðingu og
einkavæðingu. Brian McDonnel, for-
stjóri Irsku flugmálastjórnarinnar,
skýrði frá breytingu á flugmálastjórn
úr ríkisrekstri yfir í hlutafélag sem
byrjaði árið 1986 í kjölfar heildarút-
tektar á flugmálastjórn sem lá fyrir í
skýrsluformi 1984.
Að sögn McDonnell kom fram í
könnuninni að ríkisrekstur og opinber
þjónusta hafi ekki þótt henta. Stjórn-
un reyndist ómarkviss, ábyrgð hvers
sviðs um sig óljós og þar að auki voru
fjárfestingar í lágmarki. Vegna þessa
og annarra annmarka hafi verið
ákveðið að ráðast í að stokka stjórn
flugmála upp og hlutafélagavæða
hana og var í framhaldi ráðist í 35
milljóna sterlingspunda fjárfestingar,
undir hans stjórn.
McDonnell lagði þunga áherslu á
öryggisþætti í allri flugmálastjórn, á
því sviði mætti aldrei slaka á kröfum.
Mikil áhersla var lögð á samkomulag
við starfsmenn og samtök þeirra í
breytingunum, að sögn McDonnells.
Gengið var frá öllum óuppgerðum
málum. Þjálfun var endurskipulögð og
gert samkomulag við verkalýðsfélög
sem allir aðilar hafi sætt sig við enda
hafi ekki orðið verkföll frá því að það
var gert 1986.
Flugumferðarstjórn
mikilvægur öryggisþáttur
Bob Macleod, forstjóri Highlands
and Islands-flugvallanna í Skotlandi,
lýsti rekstri flugvalla félagsins í
Skotlandi. HIAL var stofnað 1986 en
stjórn flugvallanna og flugumferðar
heyrir undir skoska ríkið og hefur
gert það frá 1995.
Um er að ræða 10 flugvelli sem
hver hefur sína sérstöðu og að stjórn
þeirra koma umdæmis- og ferðamála-
ráð á hverjum stað. Vellirnir eru mis-
jafnlega hagkvæmir og eru miklar
breytingar varðandi flugumferð að
ræða.
í erindi Tryggva Þórs Herbertsson-
ar, forstöðumanns hjá
Hagfræðistofnun Háskóla
íslands, kom fram að not-
endagjöld þyrftu að vera
talsvert há í innanlands-
flugi til að endurheimta að
fullu kostnað ríkisins vegna þess, eða
að meðaltali 2.200 krónur á hvern
fluglegg á fullorðinn og 1.100 krónur á
barn. Væru tekjur af Keflavíkurflug-
velli hins vegar teknai' með í reikning-
inn þyrfti einungis að leggja 314
króna gjald á hvern flugfarþega til að
standa undir kostnaði ríkisins við
flugrekstrarþjónustuna.
Einnig kom fram hjá Tryggva Þór
að tekjur Flugmálastjórnar vegna loft-
hæfísskírteina, flugi'ekstrarleyfa, lend-
ingargjalda og farþegagjalds næmi
rúmum 600 milljónum króna á ári.
Kostnaður stofnunarinnai' vegna flugs-
ins næmi hins vegar 940 milljónum.
Út frá þessum upplýsingum yrðu
+
því notendagjöldin talsverð eins og
fram kemui- að ofan en ef heildar-
myndin væri skoðuð og tekjum af
Keflavíkurflugvelli bætt við yrði nið-
urstaðan önnur, að sögn Tryggva
Þórs. Hann vitnaði til reglna Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar (ICAO) um
að skoða bæri allar tekjur sem yrðu til
á flugvöllum eða kringum þá. Án frí-
hafnartekna yrði notendagjaldið á
hverjum fluglegg tæpar 1.000 krónur
á hvern farþega til að endurheimta
kostnað ríkisins af flugi. En teknar
með, svo sem bæri að gera samkvæmt
reglum ICAO, þyrfti flugvallarskatt-
urinn ekki að vera nema 314 krónur.
Einkarekstur
Reykjavíkurflugvallar
Gylfi Magnússon, dósent hjá Hag-
fræðistofnun Háskóla Islands, fjall-
aði um einkafjármögnun flugstöðvar
á Reykjavíkurflugvelli. Það væri um-
deilt hvar einkavæðing ætti við og
um væri að ræða pólitíska ákvörðun,
sérstaklega þar sem um „samgæði"
væri að ræða. Reynslan sýni þó að
sums staðar geti einkarekstur skilað
ágætum árangri. Hann sagðist telja
að einkarekstur gæti vel hentað á
flugstöð Reykjavíkur en það þyrfti þó
að kanna nánar. Hann væri ekki
skyndilausn og fara þyrfti varlega í
sakirnar.
Að mati Gylfa gæti verið hentugast
ef bygging, hönnun og rekstur á
mannvirki væri í höndum sama einka-
aðila, þannig að ábyrgðin væri á einni
og sömu hendinni. En í því tilviki þar
sem ríki afhenti einkaaðiia stofnun til
reksturs yrði að semja nákvæmlega
um hvaða þjónustu ætti að veita.
Hann benti á að í einkarekstri hafi
eigendur ríkra hagsmuna að gæta til
að halda kostnaði í lágmarki og tekj-
um í hámarki.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri var
síðastur á mælendaskrá en í erindi
sínu fjallaði hann um hlutverk Flug-
málastjórnar í nútíð og framtíð. Hann
líkti þinginu við ferðalag og sagði að
stundum hefði virst sem menn væru
ekki staddir í sömu flugvélinni og ekki
í sama flugrými. Hann kvaðst þó von-
ast eftir góðri lendingu, að þvi hljóti
allir að stefna þótt ferðin hafi hrist
upp í mönnum.
Þorgeir fjallaði síðan um hlutverk
stofnunar sinnar og sagði frá skipu-
lagi flugmálastjórnar annars staðar í
heiminum. Hann benti á að breyting-
ar væru fram undan í alþjóðlegu um-
hverfí. Stofnanir sem fara með stjórn
flugmála fengju stöðugt aukið sjálf-
stæði og stefndi í að eftirlit og þjón-
usta yrði aðskilin. Þá væri
að vænta aukinnar sam-
keppni um flugstjórn yfir
Norður-Atlantshafi, t.d.
frá NAV Canada,
kanadísku flugmálstofnun-
inni sem væri að einhverju leyti
einkavædd.
Þá sagði Þorgeir að þörf væri á
breytingum á skipulagi flugstjórnar-
mála á Islandi þar sem þörf væri á
sveigjanlegra rekstrarformi, ekki
síst til að standast samkeppni til að
gera stjórn flugmála samkeppnis-
hæfari, sneggri til að svara þörf fyr-
ir þjónustu og viðskiptavænni. Þor-
geir taldi að framtíðarhlutverk
Flugumferðarstjórnar yrði óbreytt
hvað stjórnsýslu varðaði en þjónust-
an yrði færð yfir hlutafélagarekstur.
Mikilvægt væri að brjóta ekki upp
þann kjarna þekkingar sem til stað-
ar væri í stofnuninni.
Þörf á
sveigjanlegra
rekstrarformi
Flugvallar-
skatturinn
314 krónur
Aukin eftirspurn eftir atvinnulóðum á höfuðborgarsvæðinu
Útboð í stað
úthlutunar?
Eftirspurn eftir lóðum undir atvinnuhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið.
Því er spurt hvort ekki mætti selja atvinnu-
lóðir hæstbjóðanda nú þegar ekki skiptir
jafn miklu máli fyrir sveitarfélögin hvar fyr-
irtækin eru staðsett eftir að aðstöðugjöld
voru felld niður. Kristín Gunnarsdóttir
kynnti sér viðhorf nokkurra forustumanna
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
ATNAGERÐARGJÖLD
S 1 og í einstaka tilvikum
■ “^upptökugjald, þegar
sveitarfélög leysa til sín
land, eru þær tekjur sem sveitarfé-
lög hafa af húsnæði í byggingu en
síðan taka við fasteignagjöld og á
þetta við bæði um íbúða- og at-
vinnulóðir. Bent hefur verið á að út-
boð á atvinnulóðum gæti jafnað að-
stöðu landsbyggðarinnar í sam-
keppni við höfuðborgarsvæðið um
að draga til sín fyrirtæki og um leið
vinnuafl.
I Reykjavík hafa lóðir verið seldar
hæstbjóðanda og má þar nefna lóð-
irnar, sem seldar voru í Stigahlíð
undir íbúðarhús fyrir nokkrum ár-
um, sömuleiðis lóðir á íþróttasvæði
Þróttar og nú á að bjóða út bygging-
arrétt á lóðunum í nýju hverfi í
Grafarholti. Sömuleiðis hafa nokkr-
ar lóðir undir atvinnustarfsemi verið
boðnar út og má þar nefna lóð undir
bensínstöð í Húsahverfi, sem seld
var því olíufélagi, sem hæst bauð,
lóðir undir verslunarhúsnæði við
Fákafen og nú síðast seldi borgin
með þessu fyrirkomulagi lóð Nýja
bíós við Lækjargötu.
Skilgreina þarf lóðirnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði að sala á lóðum
væri vandmeðfarin nema þar sem
lóðir væru vel skilgreindar undir
ákveðna atvinnustarfsemi. Það yrði
til dæmis ekki einfalt að selja lóðir í
Laugardal ef þar yrði byggt.
„Stundum vill maður reyna að stýra
því hvaða starfsemi fer inn á tiltek-
inn stað,“ sagði hún. „í Grafarholt-
inu, þar sem ákveðið hefur verið að
selja byggingarrétt undir atvinnu-
húsnæði, verða lóðir ekki seldar
hæstbjóðanda. Þetta eru lóðir í
miklu návígi við íbúðabyggð og við
viljum geta stýrt því aðeins hvernig
fýrirtæki fara þar inn. En ef lóðir
eru mjög vel skilgreindar í skipu-
lagi, sem skrifstofulóðir til dæmis,
þá er hægt að bjóða þær út rétt eins
og bensínsölulóðir, en þær eru mjög
vel skilgreindar. Þá er hugsanlegt
að bjóða þær út undir ákveðna
starfsemi og þá fær sá sem býður
best. Það finnst mér fyllilega koma
til álita.“
Um nýlega stækkun Kringlunnar
sagði borgarstjóri að
ekki hefði komið til
greina að selja lóð undir
þá stækkun, þar sem um
viðbyggingu á eldra hús-
næði hafi verið að ræða.
„Þeir borguðu gatnagerðargjöld en
það var ekkert umfram það,“ sagði
Ingibjörg Sólrún. „Það er erfitt að
bjóða út byggingarrétt þegar um
viðbyggingu er að ræða og ekki
hægt að þvinga neinn til að taka
aðra inn með sér. Slíka stækkun er
erfitt að verðleggja öðruvísi en sam-
kvæmt gjaldskrá sem gildir um
gatnagerðargjöld."
Borgarstjóri sagði að sama ætti
við um sölu á lóðum á hafnarsvæð-
um. Þær yrði að skilgreina vel og sjá
„Sala á at-
vinnulóðum
vandmeðfarin“
til þess að engin önnur en bein eða
óbein hafnsækin starfsemi væri sett
þar niður. „Þar er mjög verðmætt
land sem þarf að gæta að,“ sagði
Ingibjörg Sólrún. „Við þurfum að
hafa stjórn á þróuninni þar þannig
að við missum ekki hafnarsvæði.
Það gæti kostað mikið ef við yrðum
að fara í uppbyggingu annars stað-
ar.“
Dýrara
í höfuðborgum
Ingibjörg Sólrún benti á að í öll-
um nágrannalöndum okkar væri
þekkt að lóðir og fasteignir væru
mun dýrari í höfuðborgum en í
dreifðari byggðum. „Við sjáum að
landverð hér fer verulega hækkandi
og það er eðlilegt, sérstaklega þeg-
ar einkaaðilar eru að kaupa land. Þá
gera þeir náttúrlega ráð fyi'ir að
það verð fáist til baka,“ sagði hún.
„Mér finnst óeðlilegt að þá séu
sveitarfélögin að halda verðinu niðri
og í raun skekkja stöðuna. Það get-
ur líka orðið til þess að ýta undir
flutninginn frá landsbyggðinni til
Reykjavíkur."
Vilja eiga lóðirnar
„Við höfum ekki selt lóðir undir
atvinnuhúsnæði heldur úthlutað
þeim og fengið greidd gatnagerðar-
gjöld,“ sagði Ingimundur Sigurpáls-
son, bæjarstjóri í Garðabæ. „Við
viljum eiga lóðirnar sjálfir og geta
ráðstafað þeim að vild og án sér-
stakra samninga við landeiganda um
nýtingu." Sagði hann að framan af
áratugnum hafi verið hægt að fá lóð-
ir undir atvinnuhúsnæði í Moldu-
hrauni en undanfarið hafí ásóknin
verið gríðarleg. „Það var nánast
engin hreyfing en þær fóru allar út
síðastliðið haust á færibandi,“ sagði
hann. Bæjarstjórn Garðabæjar hef-
ur ákveðið að fara sér hægt í lóðar-
úthlutun en um 350 umsóknir bárust
nýlega um 50 lóðir undir íbúðarhús.
„Á þessum tímapunkti nú eru ákveð-
in verðmæti fólgin í úthlutun en fyr-
ir 1-2 árum voru þau óveruleg ef
nokkur,“ sagði hann. „Spurningin er
hver eigi að njóta góðs af því, sá sem
fer af stað með byggingu eða bæjar-
félagið? Við höfum valið þann kost
að láta þann sem fær úthlutað njóta
þess.“
Ingimundur sagði að honum fynd-
ist eðlilegra að -------
hækka lóðarleigu
á atvinnuhúsnæði
þannig að hún
stæði undir eðli-
legu afgjaldi og
Mikil eftirspurn er og hefur verið
eftír lóðum undir atvinnuhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu.
leigu fyrir landið. ,Að selja bygging-
arleyfi eða láta lóðarhafa greiða
upptökugjald fyrir lóðir orkar tví-
mælis að mati lögfræðinga okkar,“
sagði hann. „Því er haldið fram að
ekki sé hægt að selja það, sem bær-
inn ætlar sér að eiga áfram. Við slík-
ar ki’ingumstæður þurfi menn að
leigja. Mér finnst eðlilegra að lóðar-
leigan sé í takt við verðmæti lands-
ins og fasteignaskatturinn einnig því
fasteignamat er á allt öðru róli en
markaðsverð á landi.“
Sala kemur til greina
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, sagði að vel kæmi til
greina að bjóða út eða selja lóðir
undir atvinnuhúsnæði í bænum.
Verið væri að ljúka við deiliskipulag
á rúmlega 300 ha landi í Hellna-
hrauni undir atvinnustarfsemi. „Við
höfum verið að skoða marga mögu-
leika, meðal annars einkafram-
kvæmd, þannig að sala á lóðum und-
ir atvinnuhúsnæði gæti vel komið til
greina,“ sagði hann. „Mér finnst það
mildari aðgerð að bjóða út lóðir und-
ir atvinnuhúsnæði heldur en íbúðar-
húsnæði og það skilar peningum í
kassann. Þegar eftirspurn myndast
er eðlilegt að sú leið sé farin en
þetta hefur enn ekki verið rætt eða
tekin um það ákvörðun.“
Sagði Magnús að mun meiri jöfn-
uður væri milli sveitarfélaga eftir að
aðstöðugjald var lagt niður og ekki
skipti eins miklu máli hvar fyrirtæk-
in væru staðsett. „Þetta voru
hrossakaup," sagði hann. „í dag
sitja allir við sama borð. Það eina
sem mælir á móti útboði og sölu á
atvinnulóðum er vilji sveitarstjórn-
armanna til að skapa atvinnu auk
þess sem eftirspurn eftir þessum
lóðum hefur ekki verið slík. Við gæt-
um í stað þess að bjóða upp atvinnu-
lóðir boðið mönnum lóðir á okkar
verði því við eigum nóg af landi.“
Fyrirtækjum fylgir fólk
Gunnar Birgisson, formaður bæj-
arráðs Kópavogs, sagði að eina land-
ið sem hafi verið selt í Kópavogi
væri úr landi Smárahvamms. „Við
höfum ekki farið út í lóðarsölu hjá
okkur,“ sagði hann. „Við höfum út-
hlutað lóðum þó svo það hafi vissu-
lega sína galla. Það fá ekki allir sem
vilja lóð. Þetta er með erfiðustu
verkefnum sem við fáum í bæjar-
stjórninni, að úthluta lóðum, en við
höfum samt farið þá leið að bjóða
------------------ þær ekki út.“
„Verðmæti eru „Það vilja allir eiga
fólgin í lóða- lóðir fyrir fyrh-tækin því
úthlutun“ vinnunni fylgir fólk og
fólkinu fylgja tekjur,"
sagði hann. „Það eru
mestar líkur á því að þar sem fvrir-
tækin eru þar sé fólkið, eins og gerst
hefur í Kópavogi. Það vilja allir vera
sem næst sínum vinnustað."
Gunnar sagði að reynt hafi verið
að vega og meta kosti og galla þeirr-
ar aðferðar sem viðhöfð væri við lóð-
arúthlutun og eins þegar lóðir væru
boðnar út. „Við erum ekki mjög
hrifnir af útboði en það væri hugsan-
legt að bjóða út atvinnulóðir, en alls
ekki lóðir undir íbúðarhúsnæði,"
sagði hann.