Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
I nafni
þjóðarinnar
Mikla samúð má hafa með sumum
sjónarmiðum náttúruverndarsinna
en nýtt umhverfismat sýnist
með öllu óþarft.
ÞAÐ er einkennilegt
hvað fólk sem sífellt
þykist tala fyrir
munn þjóðarinnar -
þjóðin krefst, o.s.frv.
- er oft í litlu sambandi við
þjóðina. Margrét Frímanns-
dóttir hélt því fram á nýliðnum
landsfundi Alþýðubandalagsins
að núverandi ríkisstjórn væri sú
versta í manna minnum. Eins og
við var að búast var hún í
fullkominni mótsögn við skoð-
anir þorra fólks. Skoðana-
kannanir sýna nefnilega að 2/3
landsmanna styðja ríkisstjóm-
ina og annar ríkisstjómarflokk-
anna nýtur meira en 50% fylgis.
Mikill
VIÐHORF
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson
meirihluti
landsmanna
lítur semsé
svo á að
núverandi ríkisstjórn sé ein hin
besta í manna minnum.
Talsmaður Samfylkingarinnar
virðist eiga erfitt með að horfast
í augu við staðreyndir. Fyrir
kosningarnar hélt hún því fram
að gríðarlegt starf hefði verið
unnið við málefnaundirbúning,
en þegar út í kosningabaráttuna
kom reyndist málefnabarátta
fylkingarinnar í skötulíki og illa
undirbúin. Kosningaósigurinn í
sumar er í huga talsmannsins
sigur og fylgishran í skoðana-
könnunum er til merkis um að
innra starf fylkingarinnar sé að
eflast. Þegar gamlir
alþýðubandalagsmenn streymdu
frá fylkingunni fagnaði Margrét
og uppástóð að miklir sigrar
væra í vændum.
Einhver góðhjartaður
samfylkingarmaður ætti að
skjóta því að talsmanni sínum að
það kunni ekki góðri lukku að
stýra að sýna kjósendum ítrekað
þá lítilsvirðingu að segja blákalt
að svart sé hvítt. Kannski þetta
sé rót vandræðagangs Sam-
fylkingarinnar í skoðanakönn-
unum; forystumenn flokksins
keppast við að reyna að telja
fólki trú um að heimurinn líti allt
öðravísi út en blasir við augum
þorra fólks.
Það er til vitnis um gott
ástand á íslandi í aldarlok að
þjóðmálaumræðan undanfarna
mánuði hefur að mestu leyti
snúist um fatafellusjoppur og
samkynhneigð. Eina raun-
verulega pólitíska ágreinings-
efnið sýnist vera virkjunarfram-
kvæmdir á Austurlandi. Þó er
greinilega meira gert úr
ágreiningnum í fjölmiðlum
heldur en efni standa til, sbr.
nýlega skoðanakönnun.
Þetta hafa náttúravemdar-
sinnar vitaskuld fundið þótt þeir
hafi hingað til ekki hikað við að
bera þjóðina fyrir boðskap
sínum. Þess vegna kjósa þeir nú
að sigla undir fölsku flaggi í
undirskriftasöfnun sinni og
reyna þannig að afla fleiri
undirskrifta en þeim tækist að
öðrum kosti.
Mikla samúð má hafa með
sumum sjónarmiðum náttúra-
vemdarsinna. Það er hvimleitt
að sjá verksmiðjuferlíki í
náttúrunni - eins og t.d.
verksmiðjumar í Hvalfirði.
Álverksmiðjan í Straumsvík
stingur ekki eins í augu og væri
e.t.v. athugandi að gera
Reykjanesið að einu allsherjar
stóriðjulandi; þar ríkir flatn-
eskjan - og rok og rigning. Það
er ekki hægt að horfa framhjá
því að það eru óhemjumikil
náttúruspjöll að setja svo stórar
verksmiðjur niður í fallegum
íslenskum firði. Ef við hugs-
uðum til framtíðar ætti
fegurðarsjónarmiðið eitt að ráða
staðarvali stóriðju.
Minni samúð má hafa með
kröfunni um vemdun Eyja-
bakka. Fæstir landsmanna vissu
að þessiþbyggðarfen væra til
fyrr en Ómar Ragnarsson fór að
fljúga þar yfir og mynda í gríð
og erg og Ragnar Axelsson greip
tækifærið þá þrjá daga á ári sem
skikkanlegt veður er á þessum
slóðum til að taka sínar ágætu
myndir fyrir Morgunblaðið. Stór
svæði lands hafa áður farið undir
vatn vegna virkjunarfram-
kvæmda og þótt fagrir blettir
hafi þá horfið úr landslaginu
hafa aðrir komið í staðinn. Það
er engin sérstök ástæða til að
vemda Eyjabakka umfram ýmis
önnur svæði í landinu.
Alls enga samúð er hins vegar
hægt að hafa með undirskrifta-
söfnun þeirri sem hleypt hefur
verið af stokkunum. Talsmenn
söfnunarinnar beita furðulegum
blekkingum í málflutningi sín-
um. Allir vita að þeir eru svarnir
andstæðingar virkjunarfram-
kvæmda og vilja allt til þess
vinna að koma í veg fyrir að
Eyjabökkum sé sökkt. En opin-
berlega þykjast þeir öðrum
þræði alls ekki vera á móti
virkjunarframkvæmdum og
þaðan af síður á móti því að
Eyjabakkar sökkvi - þeir vilji
einungis lögformlegt umhverfis-
mat, eins og þeir orða það.
Enginn getur verið á móti því að
gert sé umhverfismat vegna
virkjunarframkvæmda og það er
það sem forsvarsmenn undir-
skriftarsöfnunarinnar veðja á.
En krafa um nýtt
umhverfismat á þessu stigi
málsins sýnist út í hött. Deilan
snýst fyrst og fremst um það
hvort menn vilja sökkva
Eyjabökkum eða ekki.
Fullnægjandi upplýsingar um
umhverfisáhrifin liggja fyrir,
m.a. í nýútkominni skýrslu
Landsvirkjunnar. Það er þegar
búið að gera umfangsmeiri
umhverfisrannsóknir vegna
hinna fyrirhuguðu virkjunar-
framkvæmda en þekkist í sögu
landsins. Niðurstaðan af
umhverfismati samkvæmt
nýjum lögum í viðbót við það
umhverfismat, sem þegar hefur
verið gert samkvæmt eldri
lögum, getur ekki orðið önnur en
sú sem þegar blasir við að
umhverfisáhrifin verði mjög
mikil.
Við munum því standa í
nákvæmlega sömu sporanum
eftir nýtt umhverfismat -
frammi fyrir þeirri pólitísku
ákvörðun hvort jákvæð atvinnu-
og byggðarsjónarmið vegi
þyngra en þau neikvæðu
umhverfisáhrif sem óhjá-
kvæmilega verða af virkjunar-
framkvæmdunum.
Illar ástir og
réttmætt hatur
BÆKUR
Skáldsaga
HLAÐHAMAR
eftir Björn Th. Björnsson.
Mál og menning 1999 - 212 bls.
ÞESSA skáldsögu sína byggir
Bjöm Th. Björnsson á þjóðsögu-
broti af Ama á Hlaðhamri, heift-
ræknum og þjófóttum bónda sem
leggur sjúldega ást á dóttur sína,
Guðrúnu. Laun bónda era dauði, að
vísu alltof seinbær.
Sagan gerist á fornum galdra-
slóðum. Hlaðhamar stendur við
Hrútafjörð vestanverðan, töluvert
norðan Borðeyrar en langt sunnan
Bitrafjarðar. Umhverfið er kulda-
legt, þoka og ís ekki óalgeng, og
mannlífið dregur dám af óyndinu;
hranalegt og jafnvel menningar-
snautt.
Efni sögunnar er ekki flókið,
hvorki í sjálfri þjóðsögunni né hér í
formi skáldsögu. Varla hægt að
telja þetta efni framlegt, sérstak-
lega í ijósi þess hve viðlíka viðbjóð-
ur er orðinn algengur, a.m.k. í
fjölmiðlum nútímans. Frásagnir af
bjöguðum tilfinning-
um, sifjaspelli og saur-
lífi vekja ekki hroll í
hugum lesenda - í
skásta falli leiðindi,
depurð og sorg. Það er
búið að segja allt sem
sagt verður, sýna allt
sem hægt er að sjá.
Dóttirinn Guðrún er
einföld og fábrotin sál
með gott hjartalag.
Uppburðarlítil al-
múgastúlkan vill
föngnum föður sínum
allt hið besta en löngu
síðar þegar hann hefur
myrt eiginmann henn-
ar umsnýst hún í stór-
geðja eiginkonu sem eirir engum
þegar um tímabæra hefnd er að
ræða. Með óskiljanlegum hætti um-
breytist hún úr einfaldri sál í stór-
brotna sögualdarhetju. Spyrja má
hvort hefndin sé rökleg og sannfær-
andi í þessari skáldsögu þótt sann-
lega eigi hún sér stað í þjóðsögunni.
Einfaldleiki Hlaðhamars að
þessu leyti er veginn upp af öðram
sterkari og merkilegri þáttum. Hér
eins og í mörgum öðram sögum
Bjöms Th. er orðfærið auðugt og
fyrnt án þess að vera
illskiljanlegt. Styrkur-
inn felst ekki í úthugs-
aðri fléttu heldur í lýs-
ingum, orðfæri og
sviðsetningum sem
lyfta einföldustu
augnablikum þannig
að í huga manns eimir
eftiraflist.
Hugur persónanna,
ómenntaðra og fá-
kunnandi, er bundinn
hversdagshlutum,
líkamlegum nauðsynj-
um og hvötum. Höf-
undur leggur sig í líma
við að draga upp fjöl-
breytilegar myndir af
einstaklingum, ýmist sekum og úr-
ættuðum eða barnslegum og sak-
lausum. Andstæður Arna Kársson-
ar og dóttur hans Guðrúnar verða
ljósar í þessu tilliti og skapa þannig
ólíka þræði sem sagan er undin af.
Hlaðhamar verður tæplega talin
til eftirminnilegustu sagna höfund-
arins en hún er mikilvægur minnis-
varði um sérstök einkenni og feril
framlegs skálds.
Ingi Bogi Bogason
Bjöm Th.
Bjömsson
Ljóðrænn, einrænn
o g hættulegur
BÆKUR
Skáldsaga
MYRKRAVÉL
eftir Stefán Mána. títgefandi Mál
og menning. 125 bls.
ÞAÐ er óhætt að segja að myrk-
ur og kuldi ríki í sögu Stefáns
Mána, ungs höfundar sem áður hef-
ur sent frá sér skáldsöguna Myrk-
ur í Svörtufjöllum.
Aðalpersónan, nafnlaus, situr í
fangaklefa dæmdur til langrar
fangelsisdvalar eftir að hafa drýgt
hryllilegan glæp. Hann rekur sögu
sína án eftirsjár, fullur haturs, fyr-
irlitningar, grimmdar; allt frá því
hann er lítill drengur á leikskóla og
í foreldrahúsum, þar til hann
hrökklast að heiman unglingur og
flækist um, drykkfelldur, illa liðinn,
kynferðislega brenglaður, brenn-
uvargur, haldinn kvalalosta og
drápsfýsn.
„Ég var innst inni alveg sann-
færður um að égyrði aldrei eitt eða
neitt.“
Þetta er ekki fögur lýsing enda
er þetta ekki saga sem
gerir út á fegurðina.
Hér er kafað ofan í
myrka sál og höfund-
urinn hefur sterkan
aga á frásögninni,
sleppir hvergi tökun-
um á persónunni, fer
hvergi út í skýringar á
hegðun hans, leitar
ekki eftir samúð lesa-
ndans; smátt og smátt
brennur kveikiþráður
illskunnar upp og
sprenging verður í
lokin.
Greinilegt er að höf-
undur hefur sett sér
það markmið að lýsa mannveru
sem ekki á sér viðreisnar von,
persónu sem ekki á sér einu sinni
þá hefðbundnu vöm að hafa hlotið
slæmt atlæti í bemsku, vera af-
sprengi ofbeldis og misnotkunar,
heldur verður ekki annað séð en
hann sé illur frá fæðingu og megi
einu gilda hvers konar umhverfi
hann hefði alist upp í.
Áhrifamáttur sögunnar felst í
hvoratveggja knöppum kaldrana-
legum stílnum og hversdagslegum
umhverfislýsingum
sem setja aðalpersón-
una í kunnuglegt sam-
hengi, opna augu lesa-
ndans fyrir þeim
möguleika að slík
skrýmsli geti verið á
meðal vor og hvar og
hvenær þau rífi ná-
ungann í sig sé nánast
tilviljun háð.
Stefán Máni hefur
skrifað magnaða sögu,
sem er ekki þægileg
aflestrar, ekki notaleg
lesning (hver segir að
sögur eigi að vera
þægilegar?) en ber
vitni um kröftuga stílgáfu og mótað
formskyn; ljóðrænt hljómfall text-
ans leynir sér ekki.
Ég hafði beðið í röðinni, ásamt
aumingjunum, offítusjúklingunum
og vonleysingjunum, frá því klukk-
an níu um morguninn.
Hún var með gull íeyrunum, gull
um æðaberan hálsinn og gull á
skjálfandi fingrunum.
Sykurhúðuð fuglahræða.
Hávar Sigurjónsson
Stefán Máni
Ágætis vitleysa
KVIKMYIYÐIR
Háskólabfó
LAKE PLACID
★ ★
Leikstjóri: Steve Miner. Handrit:
David E. Kelley. Aðalhlutverk:
Bridget Fonda, Bill Pullman, Oliver
Platt og Brendan Gleeson. 20th
Century Fox 1999.
Fomleifafræðingurinn Kelly
(Bridget Fonda) sem alltaf hefur
hangið inni á safninu sínu að dusta
ryk af beinum, er send í háskaför út
í sveit þegar yfirmaðurinn ákveður
að hætta með henni og byrja með
annarri samstarfskonu. I vatninu
Lake Placid í Maine var maður bit-
inn í sundur af dularfullri veru sem
skyldi eftir sig tönn í líkinu; tönn úr
risaeðlu! Við rannsókn málsins
lendir Kelly í ýmsum ævintýrum og
hremmingum með löggunni Jack,
lögreglustjóranum og sérvitra ná-
unganum Hector Cyr.
Þetta er sérlega furðuleg sam-
blanda af hryllingsmynd og
spennumynd sem eiginlega er grín-
mynd. Og er það rótin að mörgun
sérstökum og stundum absúrd upp-
ákomum og atriðum, sem ferskur
blær var yfir, en inn á milli leyndust
ýmsar klisjur hvort sem það var af
ásettu ráði eður ei.
Persónusköpun er skemmtileg;
Kelly, sérvitringurinn og lögreglu-
stjórin era öll sérstakar persónur
og sama má segja um samskiptin
þeirra á milli. Hins vegar er pers-
ónan hans Bills Pullman, löggan
Jack, svo litlaus, að maður hefði
ekki munað eftir honum nema fyrir
það að bjóða Kelly í glas í lok mynd-
arinnar. Ég hef það á tilfinningunni
að persónu hans hafi verið troðið
inn í handritið bara til að skapa eitt-
hvað ástarsamband án þess að það
passaði endilega inn í söguna.
Tæknilega er þetta býsna vel gerð
mynd, og ófreskjan mjög raunveru-
leg og aðrar brellur líka vel af hendi
leystar.
Yfir heildina litið er þessi mynd
ósköp mikil vitleysa en skemmtileg
vitleysa samt.
Hildur Loftsdóttir