Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ævintýri í afasveit
BÆKUR
Rarnabók
MILLJÓN STEINAR OG
HROLLUR í DALNUM
Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdótt-
ur. Jean Posocco myndskreytti. XJt-
gefandi Mál og menning 1999.
Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prent-
un. Bls. 83 talsins.
í MILLJÓN steinar og Hrollur í
dalnum segir frá Heklu sjö ára.
Hekla á systurina Kötlu, eins árs,
og afar upptekna foreldra enda á
fullu í hinu svokallaða lífsgæða-
kapphlaupi. Sagan gerist þegar
foreldrar systranna sjá færi á því
að lyfta sér upp milli anna með því
að fara í stutta ferð til Parísar.
Ekki væsir heldur um Heklu og
Kötlu því að systurnar dvelja í
góðu yfirlæti hjá afa og ömmu á
Nornabjargi í Skessudal á meðan
foreldrarnir eru í burtu. Hekla er
frísk stelpa með auðugt ímyndun-
arafl. Á þann eiginleika leikur afi til
að forða því að hún fari sér að voða
í ánni. Hann spinnir upp
kyngimagnaða sögu í þjóðsagnastíl
með öllu tilheyrandi, skrímslum,
tröllum og huldufólki, og hvikar
ekki eitt augnablik frá því að farið
hafi verið með annað en berstrípað-
an sannleikann. Amma fussar og
sveiar enda stendur hún ólíkt afa
báðum fótum á jörðinni. Meira að
segja sígild ævintýri hafa yfir sér
raunveruleikablæ í hennar meðför-
um eins og útgáfan af Mjallhvíti og
dvergunum sjö er gott dæmi um.
Ömmu er heldur ekkert sérstak-
lega um sveitina gefið og vill miklu
frekar stússast í búðinni sinni Hjá
Fjólu en að húka þar í öllum veðr-
um. Af augljósum ástæðum er
Hekla því meiri afa- en ömmust-
elpa. Kyngimagnaðar veramar í
sögu afa spretta ljóslifandi fram í
hugskotssjónum hennar á meðan á
sveitadvölinni stendur. Hún lætur
heldur ekki þar við sitja heldur
grípur til sinna ráða til að tryggja
að sagan hljóti eins farsælan endi
og unnt er miðað við aðstæður.
Hámarki nær atburðarásin þegar
Hekla læðist út til að létta álögum
af heimasætunni í Tungu um mið-
nætti eina nóttina. Henni tekst ætl-
unarverkið og farsæll endir virðist í
sjónmáli þegar hinn misheppnaði
veiðihundur Eyjólfur lendir í
óvæntum hrakföram. Hann flækist
í öngli veiðimanns og þarf að heim-
sækja dýralækni til að hljóta bót
meina sinna. Frásögnin er skrifuð
frá sjónarhóli Heklu og einkennist
af frábæru innsæi og glettni nánast
hvar sem borið er niður. Lítum
t.a.m. á hvernig hún lýsir systur
sinni Kötlu. „Hún lítur út eins og
Lesið úr
nýjum
bókum á
Súfístan-
um
LESIÐ verður úr nýjum bókum
á Súfistanum, bókakaffi í versl-
un Máls og menningar á Lauga-
vegi, í kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20.
Þar les Svanhildur Óskars-
dóttir úr ljóðabók Steinunnar
Sigurðardóttur Hugástir;
Kristín Marja Baldursdóttir les
úr skáldsögu sinni Kular af degi
og Solveig B. Grétarsdóttir les
úr þýðingu sinni á Áður en þú
sofnar eftir Linn Ullmann.
Einnig leikur Tríó Sigurðar
Flosasonar djass af nýútkomn-
um hljómdiski, Himnastiginn.
japanskur glímu-
maður, svona sköll-
ótt, tannlaus og
feit“ (35). Afinn læt-
ur hins vegar ekki
augljósar stað-
reyndir villa um
fyrir sér og kallar
Kötlu aldrei annað
en Flísina. Heklu
kallar hann Nurtu -
sama hvað hún
stækkar (17). Hekla
er afar lifandi og
heilsteypt persóna
frá höfundarins
hálfu. Böm og full-
orðnir eiga því auð-
velt með að hrífast
með henni og skilja hvernig stund-
um getur reynst erfitt að greina á
milli veruleika og ímyndunar. Smá-
ir atburðir geta virst stórir, atburð-
ir rekið hvern annan, myndað æsi-
spennandi atburðarás og ótrúlega
BÆKUR
L j óðabúk
MELLEM HAVET OG
0DEMARKEN
eftir Jon Hoyer. Brondum, Khfn.
1999,63 bls.
ANDSTÆÐUR tækniheims og
náttúra sækja á í ljóðabók eftir Jon
Hpyer, Mellem havet
og odemarken. Raunar
era þær einnig menn-
ingarlegar andstæður,
upplifun borgarbams á
annars konar veröld.
Hoyer hefur dvalist
bæði á Islandi og
Grænlandi og var hér
lektor í dönsku við Há-
skóla íslands. Hann
sækir því föng sín til
gænlenskrar og ís-
lenskrar náttúra. Ljóð-
mælandi geysist um á
íslenskum hesti í vindi
eða lendir í grænlensk-
um hríðarbyl.
I einu kvæðanna fer
ljóðmælandi í gegnum
tölvupóstinn sinn og valsar um á
veraldarvefnum, vinnur í windows-
umhverfi eins og það er nefnt og
prentar út skjal. Áð því loknu fer
hann út:
ogjegrettidigt
nikkede farvel og gik ud
og tog skieme pá og lpb hjemad
ævintýraheima. Hekla
hefur svo sannarlega
rétt fyrir sér þegar hún
heldur því fram að pabbi
og mamma hefðu allt
eins getað lyft sér upp í
afasveit. Stundum hleyp-
ur fullorðna fólkið nefni-
lega full langt yfir
skammt í sínu sífellda
veraldarvafstii. Teikn-
ingarnar era stór-
skemmtilegar og auð-
velda litlum
lestrarhestum lesturinn.
Aftur á móti var undir-
rituð ekki jafn hrifin af
forsíðunni. Litirnir
renna saman og letrið á
titlinum er fiatt og óspennandi. I
heild er forsíðan full drungaleg og
ekki í takt við stórskemmtilega og
æsispennandi sögu.
og belv overfaldet af en storm
sá jeg mátte grave mig ind i en snedrive
og pludselig sidde fast dér í morket
omsiderrigtigtalene
med suget
efter en andens krop
Kvæði Hoyers einkennast af
íhygli og tilvistarlegri leit. Hann
leitast við að skilgreina manninn
andspænis stórum spurningum.
Hann er þessa lífs maður. Hvað eft-
ir annað leggur hann
fram mannhverfa,
merkingarfræðilega
spurningu um tilvist
okkar og svar hans er
í þá veru að allt sem
við eigum séu dagar
lífsins undir himins-
ins vídd og við öðl-
umst einungis merk-
ingu í okkar eigin
augum:
Ingen
betydning
harvi
forstjemers
og dugdrábers
fortsatte bestáen
ogkunforos
harvores
fortsatte bestáen
betydning
Kvæði Hoyers era oftast nær
einföld og auðskilin og myndmálið
einfalt og gjarnan dálítið kosmískt
og sýnt að hér er á ferðinni höfund-
ur sem kann vel til verka.
Skafti Þ. Halldórsson
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
Anna G. Ólafsdóttir
Andstæður tækni
og náttúru
Jon
Hoyer
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 45
• •
i
METSOLUULPAN
a
I
REGATT.4
Hetta í kraga
Góð hetta með
stillanlegu bandi.
Regn- og vindjakki
Ytrabyrðið er
regn- og
jakki með ISOTEX-
öndun og eingangrun.
Saumar eru soðnir til
að tryggja vatnsheldni
Jakkin er fóðraður.
Stroff og riflás
Á ermum er
bæði stroN og
Stormdipi
Hlífar með smellum
eru utan um
rennilásinn.
Mjúkt hálsmál
Flisefnið nær upp i
Rennilásahlíf
Flísjakkanum er rennt í ytrabyrðið
með öflugum rennilás. Hlífin er
til að feia lásinn í hálsmálinu.
Mittisteygja
Stillanleg teygja
(mittið.
Vandaður dísjakki
Flísjakkann notar þú
stakan - allt árið, eða
sem hlýtt fóður
þegar kalt er t veðri.
Brjóstvasar
Góðir vasar
með renni-
lás og flipa.
Einnig vasi
innan á.
Vasar
Tveir stórir vasar
með rennilás og flipa.
SENDUM UM ALLT LAND
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14.
OKKAR VERÐ GERA ÞÉR KLEIFT
AÐ KAUPA FLEIRA NÝTT
FYRIR HAUSTIÐ!