Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning í dag
í Lyf og heilsu, Glæsibæ,
kl. 14-18,
Hringbrautar Apóteki,
ki. 14-18 og
Hagkaupi, Skeifunni,
kl. 14-18.
GÓLFDÚKAR l
frá 690 kr./m2
c
ÓDÝRi MARKAtílJRiNN
KNARRARVOGI 4 • S: 568 1190
l ÁLFABORGARHÚSINU J
Fríkirkja í 100 ár
Hátíðarfundur og málþing
um Fríkirkjuna á föstudagskvöld.
Hátíðarfundur fer fram í Fríkirkjunni i Reykjavík
föstudaginn 19. nóvember nk. kl. 20.00
í tilefni af aldarafmæli safnaðarins þann dag.
Verður hann í formi málþings, þar sem flutt verða 5 stutt
framsöguerindi og síðan pallborðsumræður á eftir.
Erindin munu fjalla um tilurð, hlutverk og markmið
Fríkirkjunnar, samfara þeim verður tónlist flutt.
Að málþinginu loknu verður boðið upp á kvöldhressingu í
safnaðarheimilinu.
Erindi á málþinginu flytja:
Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur.
Sigurður E. Guðmundsson, formaður safnaðarstjórnar.
Pétur Pétursson, prófessor.
María Ágústsdóttir, héraðsprestur.
Sigurjón Árni Eyjólfsson, dr., héraðsprestur.
Æskulýðs- og fjölskylduhátíð í kirkjunni
laugardaginn 20. nóvember kl. 17.00.
Hátíðarguðsþjónusta
sunnudaginn 21. nóvember kl. 11.00.
Hádegisverður á Hótel Borg að lokinni guðsþjónustu.
Hátíðartónleikar kl. 20.00 í kirkjunni.
Flutt verður „Missa Celensis" eftir Joseph Flaydn.
Fríkirkjufólk og fríkirkjuvinir
eru hvattir til að fjölmenna.
Safnaðarstjórn.
’
auðveldar þér vinnuna
1. Helmingi styttri strautími
2. Loftsog í strauborði
3. Fer vel með viðkvæmt efni
4. Með aukabúnaði breytir þú
tækinu í gufuhreinsitæki
fj- RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F ■ 128 REYKJAVÍK
SlMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
UMRÆÐAN
Lottóið á heima
í Sjónvarpinu
ÍSLENSK getspá
er á förum frá Sjón-
varpinu yfir á Stöð 2.
Annað eins hefur nú
gerst, segir fólk. Ég
tel hins vegar að þessi
ákvörðun lýsi alvar-
legum dómgreindar-
skorti og leyfi mér að
rökstyðja mál mitt
nokkrum orðum.
Auðlind
íslensk getspá er
félag í eigu íþrótta-
sambands Islands, Or-
yrkjabandalags Is-
lands og Ungmenna-
félags Islands, stofnað
til þess að starfrækja talnagetraun-
ir. Alþingi Islendinga var svo
rausnarlegt árið 1986, þegar lög um
talnagetraunir voru sett, að heimila
ofangreindum félögum einum að
starfrækja slíkar getraunir allt til
ársins 2005. Draga má í efa að al-
þingismenn hafi í raun gert sér
fyllilega grein fyrir því hversu
mikla auðlind þeir færðu á silfurfati
í nafni ríkisins til samtakanna
þriggja með lagasetningunni.
Oheimilt er öðrum í tæp tuttugu ár,
samkvæmt laganna
bókstaf, að starfrækja
getraunir með þessum
hætti. Það er langur
tími. Spyrja má
hversu skynsamlegt
það var að binda lögin
til svo margra ára,
gefa lottókvótann einu
félagi og útiloka önn-
ur. Mýmargar spurn-
ingar vakna: hvenær
er til dæmis nóg komið
af íbúðakaupum Ör-
yrkjabandalagsins,
hvers vegna fékk
Ungmennafélag Is-
lands lottógróðann, en
ekki einhver _ önnur
samtök, hvers vegna situr Iþrótta-
samband Islands að þessu fé meðan
aðrar fjöldahreyfingar, til dæmis
þær sem berjast gegn vímuefna-
vandanum, eru stöðugt í fjárhags-
kröggum?
Með þessu er ég einfaldlega að
segja: félögin þrjú sem fengu þessa
auðlind mega ekki gleyma því hver
færði þeim milljónirnar. Fjármunir
streyma stöðugt í vasa þeirra frá ís-
lensku þjóðinni, frá fulltiúum ís-
lensku þjóðarinnar á Alþingi sem
Guðmundur
Egilsson
af aUH jolar- og gjqfavöru,
Mikið úrval
fyrstir koma - fyrstir fa
Bíldsltöf&a
Bildshöfða 20 • 112 Reykjavík • sími 510 8020
Auðlind
Það er eðlilegt,
segir Guðmundur
Egilsson, að getraunir
í þjóðareign séu
í þjóðarsjónvarpi.
gáfu þeim einkaleyfið í tæpa tvo
áratugi, og frá fólkinu í landinu sem
kaupir lottómiðana. Ætla mætti að
þessi sannindi væru öllum Ijós, ekki
síst ráðamönnum Islenskrar get-
spár, sem auðmjúkir ættu að sýna
ævarandi þakklæti til íslensku
þjóðarinnar fyrir auðlindina.
Lottóið er þjóðareign
En með tímanum hefur í höfuð-
stöðvum getspárinnar fennt yfir
þakklætið. Nú, þrettán árum eftir
að lögin hlutu samþykki Alþingis,
ákveður Islensk getspá að segja
skilið við Sjónvarpið þar sem út-
dráttur í lottóinu hefur farið fram
til þessa. Ekki aðeins er Sjónvarpið
í eigu þjóðarinnar sem gaf get-
spánni auðlindina, heldur hefur það
frá lyrstu tíð verið ein af undirstöð-
um lottógróða Islenskrar getspár.
An Sjónvarpsins á sínum tíma
hefðu þessar talnagetraunir líkast
til orðið snöggtum umfangsminni
en raunin varð. Sjónvarpið nær til
því sem næst allra landsmanna:
þau rök ein ættu auðvitað að nægja
til þess að getspáin flytti sig hvergi.
Meginrökin eru hins vegar þau að
íslenska lottóið er þjóðareign, ríkis-
eign, þar sem dómsmálaráðherr-
ann ákveður hverju sinni hlutfall af
heildarsöluverði miða sem verja
skal til vinninga og hvaða gjald skal
greiða fyrir hverja lottóröð. Það er
eðlilegt að getraunir í þjóðareign
séu í þjóðarsjónvarpi. Allt annað er
óeðlilegt. íslensk getspá er ekki
sjálfstæð stofnun, félagið starfar að
öllu leyti undir stjórn dómsmálar-
áðherra og því ber það vott um
dómgreindarleysi forráðamanna
félagsins að hverfa úr Sjónvarpi
með útdráttinn og leita á náðir
einkafyrirtækis. Hvað hafa einka-
fyrirtækin í landinu gert fyrir lottó-
ið borið saman við gjafmildi þjóðar-
innar? Væru það ekki makleg
viðbrögð gefendanna, fulltrúa ís-
lensku þjóðarinnar á Alþingi, að
gera lagabreytingu og færa öðrum
fjöldasamtökum í landinu stórfé
með einkaleyfi á talnagetraunum?
Hvað með Umhyggju, Krabba-
meinsfélagið og Vímulausa æsku?
Höfundur er fyrrverandi
safnvörður.
svefnsotar
höföatúni 12 105 reykjavík
sími 552 6200 552 5757
ser
hus
gogn
Sófar • stólar
Svefnsófi Fedra 182.000,- kr.