Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 301. TBL. 87. ARG. SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐINS Sex flokkar líklegir til að fá mann kjörinn á rússneska þingið í dag Stríðið í Tsjetsjníu mikil- vægasta kosningamálið Moskvu. Reuters, AP, AFP. KOSNINGABARÁTTUNNI í Rússlandi lauk í fyrrakvöld, en hún hefur einkennst af heiftarlegum árásum og fúkyrðum frambjóðenda um andstæðinga sína. Minna hefur farið fyrir málefnalegri baráttu og Ijóst er, að það er stríðið í Tsjetsjníu, sem skyggir á allt annað. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lauk kosningabaráttu sinni og kosningabandalags síns, Einingar, með sjónvarpsávarpi til landsmanna í fyrrakvöld þar sem hann skoraði á kjósendur að styðja þá, sem væru færir um að taka þær erfiðu ákvarðanir, sem Rússland þyrfti á að halda. „Ef við viljum vita hvers konar yf- irvöld við þurfum, þá er svarið ein- falt - þau, sem þora að hafast að," sagði Pútín. Sjálfur er hann ekki í kjöri til þingsins, en búist er við, að hann muni sækjast eftir forsetaem- bættinu á næsta ári. Kommúnistar líklega stærstir Skoðanakannanir benda til, að kommúnistar haldi stöðu sinni sem stærsti þingflokkurinn, fái á bilinu 17-24%, en á hæla þeim kemur síðan kosningabandalag Pútíns og stjórn- valda í Kreml með 16-21%. í þriðja sæti er síðan Föðurland-Allt Rúss- land, kosningabandalag Jevgenís Prímakovs, fyrrverandi forsætisráð- herra, og Júrí Lúzhkovs, borgar- stjóra í Moskvu. Er því spáð 9-12% atkvæða. Hefur fylgi þess dalað mik- ið að undanförnu, enda hafa sjón- varpsstöðvar hlynntar stjórnvöldum W nrnrtmro 3WTPR tifluuiE 'P-st.tiD. Reuters Fólk af tsjetsjenskum ættum hefur reynt að að nota kosningabaráttuna í Rússlandi til að vekja athygli á ástand- inu í landi sínu en það hefur fengið lítinn hljómgrunn meðal rússneskra kjósenda. Hér standa tveir menn með spjöld þar sem Vesturlönd eru hvött til að bjarga Tsjetsjníu. lagt það í einelti með hörðum árás- um. Á síðasta degi kosningabarátt- unnar reyndi Prímakov að styrkja sig í sessi með því að lýsa yfir, að hann hygðist bjóða sig fram í for- setakosningunum á næsta ári. Alls er talið, að sex flokkar eigi möguleika á að fá þau fimm prósent, sem þarf til að koma manni á þing, þar á meðal umbótasinnarnir í Jabl- oko og hinn öfgasinnaði þjóðernis- sinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskís. 1.000 erlendir eftirlitsmenn Um 1.000 erlendir eftirlitsmenn munu fylgjast með kosningunum og hefur OSE, Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, aldrei sent fjöl- mennara lið á vettvang. Þá munu um 500.000 rússneskir eftirlitsmenn fylgjast með því, að allt fari vel fram á kjörstöðunum, sem eru 10.000 tals- ins. Einnig hefur rússneska innan- rikisráðuneytið skipað sveitum sín- um að vera til taks ef á þarf að halda. ¦ Málefni/6 Sóttað Grosní úr þremur áttum Grosní. AP. RÚSSAR gerðu harða hríð að Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, í gær og sóttu að henni úr þrem- ur áttum. Ekki var þó um að ræða allsherjarárás, heldur virtist sem þeir væru að þreifa fyrir sér og kanna varnir tsjet- sjensku skæruliðanna. Rússnesku herforingjarnir ítreka enn sem fyrr, að ekki standi til að taka Grosní með áhlaupi, en rússneskir her- menn eru komnir inn í ýmis út- hverfi borgarinnar. Er tilgang- urinn augljóslega sá að fá skæruliða til að bregðast við svo unnt sé að sjá hvar þeir eru niðurkomnir. Er ekkert lát á stórskotaliðs- og loftárásum á borgina, sem er að stórum hluta rústir einar. Rússar sjálf- ir telja, að í borginni séu á bil- inu 8.000 til 35.000 manns, þar af nokkrar þúsundir skæruliða. Vegalaust flóttafdlk Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í gær, að rússneskir hermenn hefðu náð á sitt vald mikilvægri þjóð- leið milli Tsjetsjníu og Georgíu, eina erlenda ríkisins sem á landamæri að Tsjetsjníu. Þá hafa Rússar einnig sett upp vegartálma á þeim svæðum, sem þeir ráða í landinu. Vegna þess er fjöldi flóttamanna strandaglópar á vegum úti því að þeir komast ekki til ná- grannaríkjanna og fá ekki held- ur að snúa aftur til þorpanna, sem þeir flýðu frá. JJrsögn úr Ihaldsflokki London. Rcuters. SHAUN Woodward, fyrrverandi talsmaður breska Ihaldsflokksins í London, sagði sig úr flokknum í gær og gekk til liðs við Verkamannaflokk- inn. Woodward sagði í bréfi til Williams Hagues, leiðtoga íhaldsflokksins, að hann gæti ekki lengur stutt vaxandi hægristefnu flokksins en hann neit- aði að láta af stuðningi við þá fyrir- ætlan ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins að leyfa sveitarstjórnum að kynna málefni samkynhneigðra. Macao afhent Kínverjum MIKIL öryggisgæsla var í Macao í gær en á miðnætti munu Portú- galar afhenda Kínverjum þessa fyrstu og síðustu nýlendu Evrópu- manna í Kína. Virðist sem íbúarnir, 430.000 að tölu, séu almennt sáttir við valdaskiptin og vonast þeir til, að Pekingstjórnin muni taka lög og reglu fastari tökum en portúgölsku valdhafarnir. Hefur nýlendan verið fræg fyrir mikinn spilavítisrekstur og þar hafa glæpaflokkar vaðið uppi með morðum og mannránum. Portúgalar hafa ráðið Macao í 442 ár en Jorge Sampaio, forseti Portúgals, mun afhenda hana Ji- ang Zemin, forseta Kína. A mynd- inni er Sampaio að brjóta saman portúgalska fánann að lokinni einni athöfninni í gær. Með honum er Vasco Joaquim Rocha Viera, landssljói-i Portúgala í Macao. ¦ Kínverjar/12 Meir í hiífí en nokkru sinni fyrr 10 FJARFESTIEKKINEMA EG ÆTTIFYRIR HLUTUNUM Starfið veitir lífinu tilgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.