Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^ Morgunblaðið/Ásdís. Marjorie White íslenska fjölskyldan stendur vel að vígi MARJORIE, White er líklega komin í hóp íslandsvina. Hún hef- ur heimsótt ísland reglulega frá árinu 1984 og talar hlýlega um land og þjóð. Hér hefur hún unnið að rannsóknum og kennt við Há- skóla íslands og Háskólann á Ak- ureyri. Frá því í haust hefur hún notið styrks frá Fulbright til að kenna og þróa nýtt námskeið inn- an hjúkrunarfræðinnar í HÍ. Námskeiðið var um áhrif lang- vinnra sjúkdóma á fjölskyldur og fjallað um það hvernig fjölskyldur bregðast við langvarandi veikind- um. „Margar erlendar rannsóknir hafa sýnt að langvinn veikindi eða fötlun hafa varanleg áhrif á aðra meðlimi fjölskyldunnar og getur valdið líkamlegum og andlegum veikindum. Ég held reyndar að í íslensku samfélagi sé auðveldara fyrir fjölskyldur að takast á við langvinn veikindi og almennt er ekki litið á þau sem eins mikinn smánarblett og t.d. í Bandaríkjun- um." Islenska f jölsky Idan heilbrigð í samanburði Marjorie White er félags- og hjúkrunarfræðingur og fyrrver- andi prófessor við Flórída-háskól- ann í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hefur verið meginrannsóknar- verkefni hennar og frá árinu 1984 hefur hún unnið að viðamikilli rannsókn á barnafjölskyldum í Bandaríkjunum og á Norðurlönd- um. Rannsóknarhópar hafa starf- að að þessu verkefni á Islandi, Noregi, . Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Bandaríkjunum til þess að komast að því hvað er líkt og ólíkt með fjölskyldum í þessum löndum til að geta leiðbeint heil- brigðisstarfsfólki sem stundar fjölskyldumeðferð. „Rannsóknin náði til fjölskyldna sem áttu von á barni og fylgdumst við með þeim á síðustu mánuðum Marjorie White, hjúkrunar- og félagsfræð- ingur, er sérfræðingur í fjölskyldufræðum. Hún hefur hefur á undanförnum árum unnið að rannsókn á barnafjölskyldum á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum til þess að komast að því hvað er líkt og ólíkt með þessum fjölskyldum. Nýlega hélt hún fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum um ofbeldi í samfélag- inu og innan fjölskyldna og af því tilefni hitti Salvör Nordal hana að máli. meðgöngunnar fram að því að barnið var 8 mánaða. Hér á Islandi rannsökuðum við 146 fjölskyldur, 73 í Reykjavík og 73 á Akureyri og í nágrenni." Og hvernig kemur íslenska fjöl- skyldan út í samanburði við aðrar? „Það kom í ljós að íslensku fjöl- skyldurnar eru heilbrigðar. Það að eignast barn er auðvitað mjög mikil breyting fyrir fjölskylduna og ýmis vandamál koma upp því samfara, t.d. getur myndast togst- reita milli foreldra vegna hlut- verkaskiptingar. í samanburði við bandarísku fjölskyldurnar eru vandamálin sem koma upp heldur minni hjá dæmigerðri íslenskri fjölskyldu og í heild er staða ís- lensku fjölskyldunnar heldur betri en til dæmis í Flórída og Finnlandi þótt munurinn sé ekki mjög mik- ill." Er einhver skýring á því? „Það er erfitt að segja. Hér fær fólk lengra fæðingarorlof en tíðk- ast í Bandaríkjunum, og almennt er heilsugæslan góð. En staða Norðurlandanna er svipuð í þess- um efnum. Þá má ekki gleyma að hér á landi er mun meiri stuðning- ur af stórfjölskyldunni, öfum og ömmum og öðrum skyldmennum." Ofbeldi í fjölsky kiuni Marjorie White hefur einnig unnið að rannsókn á fjölskyldum þar sem börn hafa verið beitt of- beldi. „Því miður virðist ofbeldið fara vaxandi í samfélaginu. Mjög marg- ar stéttir eru að reyna að takast á við þennan vanda, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins. Árangurinn er hins vegar sorglega lítill. Eg hef unnið með rannsóknarhópi í Finnl- andi þar sem við gerðum rannsókn á fjölskyldum þar sem ofbeldi er beitt gagnvart börnum og bárum saman við heilbrigðar fjölskyldur. Vonandi hjálpa þessar rannsóknir fólki í heilbrigðisstéttum að nálg- ast þennan vanda. Þessi mál eru mjög vandmeðfarin og mikilvægt að starfsfólk heilbrigðisstétta geti brugðist við með einhverjum hætti ef það verður vart við illa meðferð á börnum. Þá getur verið mjög erfitt að sanna að ofbeldi hafi átt sér stað, ekki síst í tilfellum kynferðislegs ofbeldis. Þá ber þess að gæta að það hafa komið upp mál, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem feður hafa ranglega verið dæmdir fyrir kynferðislegt áreiti. Börn hafa ríkt ímyndunarafl og það er auðvelt að leiða þau á ákveðnar brautir þegar þau eru yfirheyrð og því mjög vandasamt. Það er því að mjög mörgu að hyggja í þessum mál- um." Stendur til að rannsaka íslensk- ar fjölskyldur þar sem ofbeldi gagnvart börnum hefur orðið upp- víst? „Það er óvíst hvort þessi rann- sókn verður gerð hér á landi. Það er mjög erfitt að nálgast þessar fjölskyldur og slfkt verður að ger- ast í gegnum fjölskylduráðgjafa sem hafa þær til meðferðar. Eg hef verið að leita að aðilum sem geta hjálpað mér að koma þessari rannsókn í kring en enn sem kom- ið er eróvíst hvort af henni getur orðið. Eg hef hins vegar kynnt mér margt af því sem gert er í þessum málum hér á landi og með- al annars heimsótt Barnahúsið og kynnt mér starfsemina þar. Ég held að það sé að gera mjög at- hyglisverða hluti. Einn vandinn við þessa rann- sókn er líka aðferðafræðileg. Við verðum að leita þessar fjölskyldur uppi og það getur verið erfitt að finna nógu margar og því er úrtak- ið ekki tilviljunarkennt, sem er nauðsynlegt ef það á að standast fræðilegar kröfur. Þrátt fyrir þetta held ég að rannsóknin hafi gefið til kynna ákveðnar vísbend- ingar sem eigi að taka alvarlega." Mat á fjölskyldum Auk ofangreindra rannsókna hefur Marjorie White þróað spurningalista sem eiga að hjálpa við mat á fjölskyldum. „Upp úr 1970 fór ég að þróa spurningalista sem snertu innri tengsl fjölskyldu til að reyna að finna út hvernig slfk tengsl væru og hvort fjölskyldan ætti við vandamál að stríða. Þar er spurt um samskipti fjölskyldumeðlima innbyrðis, hvort þau eru skýr eða ekki, hvort einstaklingar innan fjölskyldunnar deili hlutum eða hvort þeir séu einangraðir, hvort fjölskyldan haldi fast í ákveðnar reglur eða sé sveigjanleg, hvort hlutverkum sé deilt eða hvort ágreiningur sé um hlutverkaskipt- in, hvort fjölskyldan veiti einstakl- ingum svigrúm til eigin þarfa eða hvort þeir eru mjög háðir hver öðrum. Það tekur fólk u.þ.b. korter að fylla þennan spurningalista út. Þegar niðurstaðan er skoðuð er hægt að meta tengsl fjölskyldum- eðlima og samskipti. Ef einstakl- ingur sem fyllir þetta út er neik- væður á öllum þessum sviðum, þ.e. ef hann telur að samskiptin innan fjölskyldunnar séu óskýr, ein- staklingarnir einangraðir, reglu- rnar stífar og svo framvegis, þá er það mjög sterk vísbending um að einhvers konar ofbeldi eigi sér stað innan fjölskyldunnar. Við fundum það út í rannsókn okkar í Flórída að mæður sem reyndist mjög neikvæðar á þessu prófi á síðustu mánuðum með- göngu eru mun líklegri til að kvarta undan barni sínu þegar það fæðist, þ.e. kvarta undan því að það sé órólegt og erfitt. Það hefur svo einnig komið í ljós að í þeim til- fellum þar sem móðir er neikvæð gagnvart barni sínu er líklegra að það sé vanrækt eða beitt ofbeldi." Er þessi könnun gerð á heilsu- gæslustöðvum t.d. í Bandaríkjun- um? „Hún hefur verið notuð á sum- um stöðum, t.d. í mæðraeftirliti, en ég myndi vilja sjá hana notaða mun víðar. Hún gefur skýra vís- bendingu um samskiptin innan fjölskyldunnar og veitir þá heil- brigðisstarfsfólki möguleika á að bregðast við." Hvernig getur heilbrigðisstarfs- fólk brugðist við þegar það telur að ofbeldi eigi sér stað innan fjöl- skyldunnar? „Það getur reynt að koma fjöl- skyldunni í einhvers konar ráðgjöf en það getur verið mjög erfitt að grípa inn í. í Bandaríkjunum hefur það sýnt sig að það er erfiðast að ná til þess hóps sem er í mestri hættu. Besta forvörnin fyrir barnafjölskyldur er þegar hjúkr- unarfræðingur heimsækir fjöl- skylduna fyrsta árið eða tvö eftir að barn fæðist, en sú lausn er einn- ig dýrust." Einangrun hefur áhrif En hver er skýringin á auknu ofbeldi? „Sumir halda því fram að það sé ekki fjölskyldan sem hefur verið að brotna niður á undanförnum ár- um heldur samkennd hverfis og tengsl við nágranna. Þegar ég var að alast upp sat fjölskyldan gjarn- an úti á verönd fyrir framan húsið eftir kvöldmat. Þá var spjallað við nágrannana og aðra sem áttu leið hjá. Með þessu móti fylgdist fólk miklu betur hvað með öðru. Nú er þetta að hverfa. Það hefur sýnt sig að ofbeldi innan fjölskyldunnar er meira þegar fólk er einangrað. Þetta hefur til dæmis komið fram í rannsóknunum í Finnlandi. Þar er kynferðislegt ofbeldi algengast í Lapplandi, þar sem fólk býr mjög einangrað. Það er ekki hægt að svara spurningunni um aukið ofbeldi með einföldum hætti. Ofbeldi snýst að hluta til um vald. Konur sem eru beittar ofbeldi eru undir stjórn karlmannsins. Þá er hlut- verk fjölmiðla oft nefnt þegar rætt er um aukið ofbeldi í samfélaginu. Það er hugsanlegt að ofbeldisefni í sjónvarpi og tölvuleikir hafi mjög slæm áhrif, en ég held að við verð- um samt að fá fjölmiðlana til sam- starfs til að opna augu fólks fyrir auknu ofbeldi og leiðum til að sporna við því."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.