Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Visa og Europay setja skorður við kortaviðskiptum á nektardansstöðum Hundruð þúsunda á fjórum mínútum af sama korti VISA ísland og Europay ísland hafa ákveðið að herða reglur í kortavið- skiptum við nektarstaði og tóku hinar nýju reglur gildi að kvöldi föstudags. Eru dæmi um að nokkur hundruð þúsund krónur hafi verið teknar út af sama korti á einu kvöldi og eitt dæmi sýnir að á fjórum mínútum var 275 þúsund krónum eytt með sama korti. I fréttatilkynningu frá Visa segir að vegna „sívaxandi greiðslukorta- misferlis á næturskemmtistöðum [hafi]^ reynst nauðsynlegt af hálfu Visa Islands og bankanna að grípa til sérstakra aðgerða til að draga úr óhóflegri eyðslu og úttektum langt umfram heimildir og greiðslugetu korthafa". Sanmingi rift við tvo staði I tilkynningu Visa segir að ákveðið hafi verið að rifta samningi við tvo staði í „miðborg Reykjavíkur" og Europay hefur ákveðið að rifta samn- ingi við annan þessara staða „vegna alvarlegra brota á samningsslrilmál- um". Visa ísland greindi frá því að út- tektarheimOdir yrðu takmarkaðar þannig að á nektardansstöðum yrði ekki hægt að taka út meira en 50 þús- und krónur á debetkort og almenn kreditkort og 75 þúsund krónur á gullkort. Tekið er fram að áður hafi verið hægt að taka út á alla mánaðar- heimildina í nánast einu lagi án tíma- marka og sama hafi átt við um inn- stæður á bankareikningum og yfirdráttarheimildir. ,Að undanfórnu hefur hvert málið rekið annað þar sem korthafar hafa lent í óráðsíu og eytt fjárhæðum upp á tugi og jafnvel hundruð þúsunda á einni nóttu, sem sumir hverjir hafa ekki reynst borgunarmenn fyrir og heimilisfriði verið stefnt í voða," segir í tilkynningu Visa. „Þá hefur fjölgað mjög á sama tíma kvörtunum frá korthöfum sem ekki kannast við færslur eða fjárhæðir á sölunótum sem borist hafa á kortreikninga þeirra. Ennfremur hafa komið upp nokkur tilfelll þar sem öldurhús og nektardansstaðir hafa verið staðnir að því að senda inn á kortakerfin greiðslukortafærslur með fölskum heimildarnúmerum, færslur sem hafa verið skráðar inn eftir á, þrátt fyrir synjun um úttektarheirmid eða fyrir- mæli um að hringja handvirkt." í yfirlýsingu Europay segir að far- ið hafi í vöxt að undanförnu að nokkr- ir nektardansstaðir hafi tekið út fjár- hæðir af kortareikningum „án þess að þeir hafi getað gert grein fyrir tilefni færslunnar" auk þess sem háar fjár- hæðir hafi verið teknar út á þessum stöðum með kortum fólks, sem síðar beri við öivun eða minnisleysi. Til að fyrirbyggja vantraust í kortaviðskipt- um sé gripið til þessara aðgerða nú. Bendir til að ekki sé allt með felldu Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay, sagði í gær að stöðunum hefði í raun verið skipt í þrennt. Engin viðskipti yrðu við einn þeirra, þá væru staðir með viðvarandi vandamál þar sem úttektarheimildir væru takmarkaðar og í þriðja lagi staðir þar sem viðskipti yrðu áfram óbreytt. Hann sagði að ekki hefði lögreglu verið blandað í þessi mál, en þegar kvartanir bærust væri krafist gagna og það væri mjög algengt að söluaði- lar sendi ekki gögnin og sættu sig við að fá ekki greiðslur. „Það bendir að sínu leyti til þess að ekki sé allt með felldu," sagði Ragnar. Hann sagði að það væri ekki tilvilj- un að tilkynning bærist frá báðum kortafyrirtækjunum sama daginn, enda væri samstarf milli þeirra í ör- yggismálum. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa íslands, sagði að nokkuð langt væri síðan farið hefði að bera á kvörtunum vegna nektarstaðanna og reyndar hefðu áður verið dæmi um það er- lendis að viðskiptavinir hefðu lent í hremmingum á stöðum af þessu tagi. Æ svæsnari tilfelli „En nú er þetta komið hér í túnfót- inn hjá okkur og við höfum verið að fá æ svæsnari tilfelli upp á borðið," sagði Einar. „Eitt dæmi var núna um helgina þegar maður nokkur eyddi yfir einni milljón króna. Það er von að menn spyrji fyrir hvað verið sé að greiða og undirliggjandi er sá grunur - þótt það sé ekki hin lögformlega ástæða - að verið sé að misnota kort- hafa á grundvelli þess Sð þeir eru með greiðslukort upp á vasann og gera út á fóik, sem er í annarlegu ástandi." Morgunblaðið hefur undir höndum lista yfir úttektir af einu og sama kortinu á nektarstöðum í borginni þrjú kvöld í röð. Færslurnar ná frá 10. til 13. desember og hleypur á stór- um tölum. Þegar upp er staðið er rúmlega ein milljón króna farin út af kortinu. Óráðsían hefst á tveimur 25 þúsund króna úttektum með mínútu miUibili klukkan 22.49 og 22.50 föstu- daginn 10. desember. Klukkan 1.49 um nóttina er næst látið til skarar skríða með 50 þúsund króna úttekt og aðeins tveimur mínútum síðar kemur 75 þúsund króna úttekt. 3.10 eru teknar út 50 þúsund krónur og eyðslu kvöldins lýkur klukkan 4.17 með 150 þúsund króna úttekt. Kvöld laugardagsins 11. desember hefst um tíuleytið með 50 þúsund króna úttekt og lýkur rúmlega þrem- ur klukkustundum og 150 þúsund krónum síðar. Sunnudagskvöldið ná úttektirnar hámarki. Skömmu fyrir klukkan tíu um kvöldið hverfa 60 þúsund krónur af kortinu, síðan kemur önnur 60 þús- und króna úttekt og ein 50 þúsund króna áður en kemur að útslaginu: á fjórum mínútum - frá 31 mínútu eftir miðnætti til 34 mínútna yfir miðnætti - er tekið út þrisvar, fyrst 125 þúsund og síðan 75 þúsund í tvígang. Alls var tekin út af þessu sama korti rúmlega ein milljón króna á þremur dögum. Einar sagði að bæði bankarnir og kortafyrirtækin hefðu orðið fyrir þungum búsifjum vegna þessara mála og það gæti hlaupið á hundruð- um þúsunda þegar um það væri að ræða, en nefndi þó ekki heildartólu. Lögregla hefur ekki verið kvödd til vegna þessara mála, en Einar sagði að þó gæti verið að til lögreglurann- sóknar kæmi vegna síðasta málsins. Oft væri lítið um svör þegar staðirnir væru beðnir um útskýringar á því fyrir hvað verið væri að greiða. Handtekinn fyrir hníf- stunguárás KARLMAÐUR var handtekinn í fyrrinótt, grunaður um að hafa ráð- ist á pitsusendil og stungið hann með hnífi við Iðufell í Breiðholti í gærkvöld. Maðurinn, sem er fædd- ur árið 1982, hefur áður komið við sögu lögreglu. Sendillinn reyndist ekki alvar- lega slasaður. Þegar hann kom í hús við Iðufell á tóifta tímanum var ráð- ist að honum, hann stunginn með hnífi og 10 þúsund krónum í pen- ingum stolið af honum. Lögreglan var kölluð á vettvang og var maður- inn handtekinn skömmu síðar. Morgunblaðið/Porkell Búist við ívið meiri jólaverslun NÚ er síðasta helgi fyrir jól og ekki seinna vænna að fara að huga að jóiagjöfunum og hátíðarklæðunum. Fjölmargir brugðu sér f verslanir í gær og að sögn forsvarsmanna kaupmanna var mikil og góð um- ferð hjá þeim. Stefán Guðjónsson framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar seg- ist reikna með að sú spá að keypt yrði fyrir um 20 til 25 milljarða fyr- ir jóiin standist. Verslun hafi farið ágætlega af stað og segist búast við að hún verði með bldmlegra móti í ár og líklega ívið meiri en í fyrra. Andlát ÞOROLFUR BECK ÞOROLFUR Beck, einn fræknasti knatt- spyrnumaður íslands um árabil, lést á heimili sínu aðfaranótt síðast- liðins laugardags. Þór- ólfur fæddist 21. janúar árið 1940. Hann vakti snemma athygli fyrir afburða knattleikni og lék hann fyrst í meistaraflokki KR árið 1957, þá aðeins 17 ára. Árið eftir var hann markahæsti leik- maður þeirra í 1. deild. Þórólfur var fastamað- ur í landsliði íslands í knattspyrnu í mörg ár og markahæsti leikmaður- inn ár eftir ár. Þórólfur var lykilmað- ur í liði KR-inga og varð íslan- dsmeistari með liðinu á árunum 1959, 1961 og 1968. Þóróifur varð annar ís- lenskra knattspyrnumanna atvinnu- maður í knattspyrnu er hann gekk til liðs við skoska félagið St. Mirren árið 1961. Var hann kjörinn leikmaður ár- sins hjá féiaginu 1962- 63 og þótti með bestu leikmönnum í skosku knattspyrnunni. Árið 1964 keypti knatt- spyrnuliðið Glasgow Rangers Þórólf frá St. Mirren fyrir hæstu upphæð sem féiagið hafði greitt fyrir knatt- spyrnuleikmann. Þór- óifur lék með Rangers í tvö ár en var seldur þaðan til franska 1. deildarliðsins Rouen í desember 1966. Þar lék hann í hálft ár en fór síðan til Bandaríkjanna þar sem hann lauk atvinnuferlinum með St. Louis. Þórólfur sneri aftur heim og varð ís- landsmeistari með KR 1968 og lauk knattspyrnuferli sínum árið eftir. Þórólfur lék alls 20 landsleiki fyrir ísland og var fjórum sinnum fyrirliði landsliðsins. Þórólfur átti við sjúk- dóm að stríða undanfarin 30 ár. Hann var ókvæntur en lætur eftir sig son. Ríkið greiðir hluta af eigum SHR með makaskiptum Laugalækjarskóli látinn ganga upp í? BORGARYFIRVÖLD gera ráð fyrir að fljótlega verði gengið frá með hvaða hætti ríkissjóður greið- ir Reykjavíkurborg fyrir 1.650 mil- ljóna kr. eignarhlut borgarinnar í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, skv. sam- komulaginu sem ríkið og Reykja- víkurborg gerðu á síðasta ári, þeg- ar samið var um að ríkið tæki yfir Sjúkrahúsið og endurgreiddi borg- inni eignarhluta þess umfram 15%, sem Reykjavíkurborg mun eiga áfram. Greitt með skuldabréfum og eignum Alþingi hefur samþykkt heimild til að ganga frá greiðslum fyrir eignarhlutinn á fjáraukalögum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segist eiga von á að gengið verði frá málinu á næstunni. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að ríkið greiði að hluta til með útgáfu skuldabréfs og að einhverju leyti verði einnig um makaskipti á eignum að ræða. Einnig viðræður um hluta Keldnalands Ingibjörg sagði aðspurð að Reykjavfkurborg hefði lengi haft augastað á húsnæði Laugalækjar- skóla, sem myndi væntanlega ganga upp í verðið og auk þess hefðu borgaryfirvöld verið í við- ræðum við ríkið um hluta úr Keldnalandi, sem gæti hugsanlega einnig gengið upp í greiðslu. Meira að berjast fyrir en nokkru sinni fyrr ?Ari Edwald ræðir um horfurnar í kjaraviðræðunum sem framundan eru. /10 Verðbólga á veiðileyfa- markaðinum ? Hver þekkta laxveiðiáin af annarri hefur snarhækkað í verði að undanförnu. /24 Starfið veitir lífinu tilgang ?Tölvurnar hafa hafa opnað áður óþekkta möguleika fyrir biint fólk. I þeim hópi er Sóiveig Bessadóttir sem vinnur að rannsóknum á íslenskum tónlistararfi. /28 Fjárfesti ekki nema ég ætti fyrir hlutunum ? í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur í Litum og föndri. /30 ? l-40 Um aldur og ævi ?Sterkar líkur eru á að fólk geri upp líf sitt reglulega frá tímamótum tíl tímamóta. En hvaða gildi vega þyngst á ævinni? /1&B20-22 Barnaheill reisa fljótandi skóla í Kambódíu ? Rætt við Kristínu Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. /8 Tími og tónlist á Kúbu ?Kúbufararnir Árni Sæberg og Sindri Freysson horfa þangað iöngunaraugum í miðju skammdeginu íslenska. /10 D FERÐALÖG ? 1-4 Jólaland f Tívolf ?Jóiamarkaður skemmtigarðsins í Kaupmannahöfn hefur áunnið sér hefð. /1 Það eru aldrei hvít jól á Kanarí ?Öðru vísi en engu að síður gleðileg jól í glampandi sól. /2 E BILAR ?1-4 Bíll aldarinnar ?Fimm bflar keppa um titilinn. /1 Reynsluakstur ?Knár Sirion með aldrifi. /4 F ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ? l-16 Aðalfundur Skinnaiðnaðar ?Velta dróst saman um helming. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34&36 Viðhorf 36 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréftilblaðsins 48 I dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður I MannLstr. b32 Dægurtónl. 38b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.