Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUNNAR SKAPTASON + Gunnar Skapta- son fæddist á Ak- ureyri 5. apríl 1915. Hann lést á Land- spítalanum 9. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Skaptason, aðalbókari Lands- súnans, f. 20. október 1880, d. 25. júní 1960 og Hedvig Friðriks- dóttir Skaptason, f. Wathne, f. 16. ágúst 1890, d. 21. nóvem- ber 1965. Systir Gunnars var Elísabet Bjarnason, f. 6. febrúar 1913, d. 28. október 1990, hennar maður var .I(>n Á. Bjarnason verkfræðingur, f. 28.mars 1911, d. 11. febrúar 1981. 17. desember 1945 giftist Gunn- ar, Ullu-Lill Skaptason f. Ohlén, frá Gotlandi í Svíþjóð, f. 12. desem- ber 1922, d. 15. mars 1989. For- Á morgun kveðjum við tengdaföð- ur minn, Gunnar Skaptason, sem lést á Landspítalanum hinn 9. desember. Gunnar var einn af þessum mönn- um sem hafði lifað tímana tvenna og alltaf var gaman að hlusta á sögurnar ""* sem hann sagði um æsku sína og uppvaxtarár. Hann hafði búið bæði á Akureyri og í Reykjavík. Svo fór hann til Kaupmannahafnar að „stúdera" og bjó einnig um tíma í Svíþjóð, þar sem hann kynntist konunni sinni, Ullu, sem flutti svo heim með honum til ís- lands. Gunnar var skorinn upp við botn- langabólgu fjögurra ára á Akureyri, var þá sóttur á börum heim og borinn á sjúkrahús, þar sem hann lá í marg- O ar vikur eftir uppskurð, með „dren" og allt tilheyrandi sem fylgdi aðgerð- um frá þessum tíma. Gunnar var í Kaupmannahöfn í sjö ár, bjó hann þá hjá móðursystur sinni, sem var gift Dana. Hann var í Kaupmannahöfn í stríðinu og 1943 flúði með bát ásamt gyðingum frá Kaupmannahöfn til Svíþjóðar að nóttu til. Hann var á leið heim til Islands, en flentist í Svíþjóð, í tvöár. Hann starfaði sem tannlæknir á Gotlandi, þar sem hann hitti Ullu sína. Faðir Ullu, Orvar, hafði nú ekki verið hrifinn af því að dóttir sín gift- ist íslenskum manni í fyrstu, og er Gunnar kom að biðja um hönd henn- ar i fyrsta skipti, sagði Orvar nei. En Gunnar sagðist mundi koma aftur. I seinna sMptið þegar hann kom, var honum boðið í mat, og á boðstólum voru meðal annars ansjósur, og Gunnar borðaði allt, haus og beina- garð. Það þótti Orvari syo tilkomu- mikið, að víkingurinn frá íslandi fékk jáyrði strax. Gunnar var mikill tungumálamað- ur og talaði frönsku reiprennandi, þó svo að hann hefði aldrei dvalið þar langdvölum. Þegar við Bjössi bjugg- um í Marseille, komu Ulla og Gunnar oft í heimsókn til okkar. Þá notaði hann tungumálakunnáttu sína óspart, og kom öllum á óvart ekM síst frönskum vinum okkar, þar sem Gunnar kunni málshætti og orð, sem Frakkar voru jafnvel löngu hættir að nota. Núna í seinni tíð, var Gunnar far- inn að ræða um það að hann vildi nú fá að fara, hann vildi alls ekki verða allt of gamall. Við vorum fegin að hann þurfti ekM að liggja veikur lengi, og það hefði hann ekki vfljað heldur. Þannig að þessi jól dansar hann með henni Ullu sinni annars staðar og þau geta haldið upp á brúðkaupsdaginn sinn, og afmælið hennar saman aftur, eftir 10 ára að- skflnað. > Hildur. Aðeins örfáar línur til þess að kveðja ástkæran tengdaföður minn sem nú er látinn. Hann hefur nú kvatt þetta jarðneska líf, eftir stönd- um við hin, minningarnar hrannast upp, söknuðurinn er sár en við erum eldrar hennar voru Orvar Ohlén, stór- kaupmaður á Gotlandi í Sviþjóð, f. 20. aprfl 1891, d. 5. mars 1970 og Mártha Ohlén, f. 18. desember 1892 d. 3. mars 1984. Börn Gunnars og Ullu: 1) Gunilla Hedvig, f. 29. janúar 1947, tann- læknir, maki: Jón Jón- asson, f. 24. desember 1947. Þau skildu. Börn þeirra: a) Helena, f. 1972, b) Tómas, f. 1974, c) Sara, f. 1981. Sambýlismaður Gunillu er Kri- stján Kristjiínsson, f. 13. mars 1940, tannlæknir. 2) Hallgunnur Miirlhii, f. 13. september 1948, markaðsstj'óri. Börn hennar eru: a) Sigurður Gunnar, f. 1970, b) Eva Úlla, f. 1974, c) Ragnar, f. 1976, d) Linda Björk, f. 1985. Hallgunnur þakklát fyrir að hafa þó fengið að hafa hann svona lengi á meðal okkar. Þegar tengdamóðir mín lést fyrir um 10 árum urðu mikil kaflaskipti í lífi okkar allra. Það var honum og okkur öllum mikill missir. En hann stóð sig með prýði. Maður, sem hafði notið ástríkis og þjónustu eiginkonu sinnar um alla tíð, eins og tíðkaðist hjá þeirri kynslóð sem hann til- heyrði, gat meira en okkur hafði grunað. Allt í einu gat hann eldað mat, meira að segja boðið gestum í mat, tekið til, straujað og ýmislegt fleira sem tflheyrir hinu hefðbundna heimilishaldi. Þetta var ótrúlegt. Allt gerði hann þetta með sinni „stóísku ró" og það var stutt í húmorinn hjá honum. Já, það eru eflaust fáir sem ekki hafa fengið hreyft við hlátur- taugunum við að heyra marga af hans ógleymanlegu bröndurum. Og hvað með það, þó hann segði suma þeirra oft og mörgum sinnum. Þeir áttu orðið sinn sess í hjarta okkar og verða örugglega oft í minnum hafðir. Já, hann var búinn að skapa sér nýtt heimili í Seljahlíðinni, en það var eins og heilsan vildi ekki fylgja með. Ég þykist vita að hann var ágætlega sáttur við að kveðja þenn- an heim, en eftir situr söknuðurinn um að fá ekki lengur að hitta hann, að bjóða honum í mat, taka á móti honum í forstofunni, taka frakkann hans, húfuna og stafinn sem alltaf fór á sinn stað. Nýjustu fréttir af ýmsum atburðum og hinum í fjöl- skyldunni hafði hann jafnan á tak- teinum. Fréttir af honum sjálfum voru aukaatriði og aldrei kvartaði hann. Takkfyriralltogallt. Hvílþúífriði. Gerður Hannesdóttir. Elsku afi. Við kveðjum þig með sárum sökn- uði en uppfull af minningum um allar þær frábæru stundir sem við höfum átt með þér undanfarin ár. Þú hefur spflað stórt hlutverk í lífi okkar þar sem þú hefur eytt miklum tíma á okkar heimfli ásamt því sem þú hefur oft komið með fjölskyldunni í skemmtileg ferðalög. Okkur er minnisstæður maður sem oft hefur þóst vera eldri og meira gamaldags en hann var í raun og veru. Undir fussi og svei-i hefur þú hlegið að bröndurum okkar sem þú þóttist hneykslaður yfir og tekið þátt í undarlegum uppátækjum sem fæstir hefðu haft húmor fyrir. Sjálfur hafðir þú einn besta húmor sem við höfum vitað. Það tók reyndar nokk- urn tíma að læra að meta hann og stundum heyrðum við sömu brandar- ana aftur og aftur, en í minningunni átt þú ófá gullkornin sem hafa fallið í samtölum okkar. Við systkinin höfðum öll hlakkað miMð til að eyða með þér hátíðunum þetta árið, hugsandi um þau skemmtflegu kvöld sem við áttum með þér á sama tíma í fyrra. Það verða einkennfleg og tómleg jól að hafa þig ekki í stólnum inni í stofu er gift Andrési B. Sigurðssyni, f. 13. desember 1947, framkvæmda- stjóra. 3) Gunnar Orvar, f. 10. febr- úar 1954, framkvæmdastjóri, kvæntur Gerði Hannesdóttur, f. 11. maí 1954, háskólanema. Börn þeirra eru: a) Hannes, f. 1977, b) Helgi, f. 1982, c) Hórður, f. 1990, d) Halldór, f. 1990, 4) Björn, f. 27. iiiiií. 1961, arkitekt, kvæntur Hildi Bjarnadóttur, f. 20. mars 1962, arkitekt. Börn þeirra eru: a) Ulla, f. 1989, b) Bjarni, f. 1994, c) Breki, f. 1997. Barnabarnabðrn eru fimm. Giinnar var stúdent frá MR 1936 og Cand Odont frá Tannlækna- skóianum í Kaupmannahöfn 17. júní 1940. Tannlæknaleyfi frá 24. sept. 1945. Hann var aðstoðartann- læknir í Kaupmannahöfn og Köge á Sjálandi 1940-43, síðan héraðs- tannlæknir á Gotlandi í Svíþjóð frá nóv. 1943 til júní 1945. Tannlæknir í Reykjavík frá 1. september 1945 I il júní 1989. Gunnar var formaður T.F.Í. 1962-65 og var kjörinn heið- ursfélagi T.F.Í. 12. apríl 1985. Utför Gunnars fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. desember og hefst athöfnin klukk- an 10.30. myljandi neftóbak og muldrandi þitt víðfræga „dugguduggudá". Þrátt fyrir mikinn söknuð og missi er það okkur huggun að hugsa til þín í hópi fólks sem þér þyMr vænt um. Það er trú okkar að þú sért kominn á góðan stað og hugsir hlýlega til okk- ar sem mátum þig svo miMls og horf- ir með stolti yfir það líf þú sem valdir að lifa. Við elskum þig. Helena, Tómas og Sara. Elsku afi, það er skrítið að hugsa tfl þess að maður eigi ekM eftir að sjá þig aftur sitja inni í stofu hjá mömmu eða hjá okkur litlu fjölskyldunni. Mínar helstu minningar um afa eru m.a. tímarnir í Snekkjuvoginum, há- degismaturinn í Sólheimum þegar ég vann í nágrenninu og einnig í sumar- bústaðnum á Bergstöðum. Ferðirnar þangar voru ófáar sem við krakkarn- ir fengum að fara með ykkur ömmu og vakti mflda lukku að á leiðinni var stoppað til þess að kaupa ís í Þrastar- lundi eða versla í KÁ á Selfossi. Nú fer að Iíða að jólum og var ég búin að ramma inn mynd af þér og Isak, sem við ætluðum að gefa þér, en hún verður bara hengd upp á vegg hjá okkur. Eftir að amma dó varstu aldrei sá sami aftur, þvílíkur var söknuðurinn. En nú tekur hún vel á móti þér og þið haldið jól saman. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Eg bið góðan Guð að varðveita þig, elsku afi minn. Eva Ulla og fjölskylda. Heima hjá ömmu Heddu og afa Halldóri á Sólvallagötunni varð ég fyrst var tilvistar Gunnars Skapta. Ég var elskur að þessum móðurfor- eldrum mínum og fór oftlega til gist- ingar hjá þeim. Mín fyrsta og ljúfasta minning er frá því að ég sat í sæng minni í körfustól og amma bar mér sætt kaffigutl og kringlu til að dýfa í. Ég veit ekM hvort heimurinn hafi boðið mér neitt það síðan, sem tekur þessum morgnum fram. Á heimili þeirra afa og ömmu var ýmislegt að sjá, sem var nýtt og spennandi. Það var standlampi í stof- unni með miMum kögurskermi. Við þennan lampa var ég hræddur og spurði ömmu: „Getur lampinn nokk- uð gangið?" Þótt hún fullvissaði mig um að svo væri ekM, hafði ég ein- hverjar spurnir af því að hún hefði fengið straum úr þessum lampa og fest við hann. Honum treysti ég því aldrei. I forstofunni var skot og þar stóð haglabyssan hans afa, mfldð verWæri með tveimur Mönum sem ég gat dregið upp og smellt. Til hlið- ar var bókahflla og á henni stóð mynd í ramma. Á myndinni var maður með gleraugu í dökkum fötum. Og hann var að stinga prjóni í hauskúpu af manni. Þetta var meridlegt. Hver var þetta? Þetta er hann Bassi, bróðir hennar mömmu þinnar, úti í heimi að stúdéra. Áfram líður tíminn án þess að ég sMlji hvernig eða hversvegna. Svo er það einn dag, að mér er sagt að nú sé hann Bassi frændi kominn heim. Hann sé tannlæknir og með konu með sér. Ég fer að hitta þau og mér finnst skrítið að ég skil ekM allt sem Ulla segir. Það er lfldega af því að hún er sænsk. Afi segir seinna, að nú sé Gunnar búinn að opna tannlækna- stofu og hafi haft 100 Mónur fyrsta daginn. Það er hærri fjárhæð en ég sMl því mér finnast 5 aura kúlur girnilegar. Svo fer mamma með mig einn dag- inn á tannlæknastofuna til Gunnars á Skólavörðustígnum. Þar er skrítin lykt og mér líst nú ekkert sérlega vel á þetta allt. Hvað þá þegar ég er sett- ur í stólinn og sagt að gapa. Og nú kemur Gunnar með prjóninn, sem ég hafði séð hann nota í hauskúpuna, og vill setja hann uppí mig. A, - það var þá þetta sem hann var að stúdéra. Svo kemur hann með einhverja gula græju á armi sem hvín í og rekur í tönn á mér. Þetta er vont og ég ösMa og reyni að rífa þetta útúr mér. Mamma skammar mig og sMpar mér að vera stilltum. Gunnar segir mér sögur og nær þannig að róa mig og þetta hefst einhvern veginn. Svo pantar Gunnar tvö strik hjá klink- unni og þjappar þeim í holuna í tönn- inni. Það finnst mér notalegt og marrið í þessum silfurstrikum hefur mér alltaf fundist vera sigur- og gleðihljóð, því þá er helvítis borverk- inu loMð. Eftir þetta eru heimsóknir á stofu Gunnars partur af uppvextinum. Gosdrykkjan Mefst tanna ungling- anna án þess að ég viti það þá. Það er ekki fyrr en maður hættir í gosinu og fer að drekka bjór í Þýzkalandi, að tannskemmdirnar stöðvast. Gos- framleiðendur ættu að bera sérstak- an skatt að mínu viti, sem ætti að kosta tannhirðu allra íslendinga undir lögaldri. EkM löngu eftir heimkomuna veiMst Gunnar alvarlega. Gamall ógnvaldur íslendinga gýs upp aftur. Eg heyri á tal hans og pabba. Það er alvarlegt útlit, grundvellinum Mppt undan öllum skuldbindingum, rekstri og ómegð heima. Atvinnuleg framtíð óviss. Tryggingar lfldega engar. Hann leggst sjúkur á heimili afa og ömmu á Sólvallagötunni. Þá hefur nú útlitið verið dökkt þó hann beri sig vel þegar ég kem í heimsókn. En nú hafa læknavísindin fengið ný vopn á vágestinn. Með þeirra hjálp nær hann heilsu ótrúlega fljótt og kemst aftur til starfa. Á klíníkMnni liggur ávallt vel á Gunnari. Hann dreifir angist manns með léttum sögum og kringilyrðum. ,Argentum sputare" sMpar hann mér þegar 4. bekMngur í latínuskóla á að skola eftir borun. 15. bekk veður á mann franskan. Hann hefur myntu í skolvatninu, sem er nokkuð sér- stakt. Gunnar reisti sérstaka bygg- ingu við íbúðarhús sitt í Snekkjuvogi 17 fyrir tannlæknastofu sína í lok 5. áratugsins. Þetta þótti miMð stór- virM þá, enda lfldega fyrsta sérbygg- ing sinnar tegundar hérlendis. Klín- flddn hans í Snekkjuvogi var hin glæsilegasta með fínustu græjum. Þar starfa þau Ulla saman. Kallað var upp í gegnum sérstakan dyra- síma, - Vesgú næsti! Meðan allt þetta líður, eru glæsi- leg jólaboð í Snekkjuvogi. Ulla ber fram ótrúlegar kræsingar, svo sem sfldarréttinn Janssons fristelse. Undir borðum segir Gunnar nokkuð ótrúlegar sögur á svensku og dönsku og segir svo „of course" að hætti Jóns Hafsteins, svona til þess að skerpa sMlninginn hjá viðstöddum. Sjaldan hlær maður annað eins og þegar Gunnar fer á kostum og segir skæmtsomme historier. „Taktu nú lag á pjanóið" segir hann svo við mig, - Skál! Þannig líður lífið áfram í ljúf- um draumi. Þær eru mfldar frænkur mínar, þær Gilla og Halla, þótt yngri séu. Þær vflja snemma vita hvort ég eigi ekM kærustu. í skorti mínum segi ég að hún heiti Fimmsumtrýna og búi í Grófinni 3. Þeim gengur eitthvað flla að finna húsið. Bræðurnir Gunnar og Björn eru ærslabelgir eins og vera ber. Pabbi minn er hestamaður á þess- um árum. Gunnar fer að taka þátt í útreiðum okkar einhvern tímann á sjöunda áratugnum og fær sér svo hesta með okkur. Þá hittir maður Gunnar sjálfan oftar og kynnist hon- um betur en áður. Þeir kaupa sér saman jörð, nokkrir hestakallar. Pabbi og Gunnar eru þar á meðal. Þangað er riðið í mfldu sólsMni með marga hesta. „Þvflík dýrð og þvíMk dásemd" segir Gunnar þá. Þar reisa þeir sér bústaði þar sem þeirra skyldulið er löngum. Á Bergstöðum hittast fjölskyldur eigendanna, það er heilmikfll samgangur og yfirhöfuð miMð að gerast. Dagleg störf og erill lífsins. Fyrr en nokkurn varir kemur haustið. Áföll dynja yfir í fjölskyldu Gunnars og UUa fellur frá 1989, að- eins liðlega hálfsjötug. Hún er öllum miMll harmdauði. Gunnar Skapti tekur raunum sínum með æðruleysi útávið. Hann hættir störfum skömmu eftir andlát Ullu, selur húsið og stofuna og sest í helgan stein. Þá er helsta yndi hans dvöl á Bergstöð- um á sumrum en ferðalög á vetrum. Hann heldur sæmflegri heilsu. Honum er þó brugðið að lífsMafti. Það getur enn neistað af honum ef svo stendur á. En það þyngist fyrir fæti og árunum fjölgar. Síðasta árið er honum erfitt. Hann vill heldur ekM meira og segist vera „leiður á þessu". Enda eru hálfur níundi tugur lífsára þó nokkuð. Hafði líka skyggnst um heima alla og skflað miMu dagsverM. Séð fegurð himins- ins og mátt moldarinnar. Hafði átt hina yndislegustu konu, hana Ullu Lill og með henni börn og buru. „Var það eitthvað fleira fyrir yður?" Þann- ig var spurt í Haraldarbúð þegar ég fór þangað með honum afa. Gunnar Skapti var vörpulegur maður á velU. Fríður sýnum. Vel meðalhár, dökkur á hár og fremur grannvaxinn. Þoldi fremur illa sól- sMn og hafði sólarexem nokkuð. Stundum alvarlegur í bragði og gerði sér fullljóst, að þetta líf er ekkert sjálfgefið. Hafði enda komist í hann krappan oftar en einu sinni. Skapið var þó nokkuð og gat orðið nokkuð þungt á stundum. En hann lagði sig fram um að vanda sitt far. Manna kurteisastur og orðvar. Langoftast var hann léttur í bragði og fuUur af gríni. Og þegar hann skvetti sér upp, þá var varla nokkur honum skemmti- legri. Þá gat neistað af honum svo um munaði og maður náði vart andanum. Gunnar tók þátt í félagsstarfi ís- lenzMa og norrænna tannlækna, var formaður þeirra og heiðursfélagi og var Rotaryfélagi. Handarverk hans í tannlækningum vöktu oft aðdáun er- lendra tannlækna. Hann var mála- maður ágætur, lærði meðal annars dável frönsku á fullorðinsárum og las bókmenntir á því máli, og talaði sænskar og danskar mállýzkur með óUMndum. Börnin eru vel gerð og voru honum góð. Hann fylgdist með barnabörnunum af athygU og ánægju. Að leiðarlokum þökkum við systk- inin á Snorrabrautinni og fjölskyldur okkar, Gunnari Skapta fyrir sam- fylgdina. í heiðríkju hugans yfir Ufs- brautinni með honum bergmála göm- ul gleðimál, hófadynur og hlátra- sköll. - Hvflík dýrð og hvílflc dásemd! Fyrir hönd okkar allra, Halldór Jónsson verkfr. Við kynntumst Gunnari Skapta- syni og Ullu konu hans fyrir um 18 árum er dóttir okkar, Hfldur, kynnti þau sem tilvonandi tengdaforeldra sína. Þau hjón voru ákaflega sam- hent og sem gestgjafar kunnu þau þá list að láta gestum sínum Uða vel, enda bæði með góða nærveru. Heim- sóknir á glæsilegt heimiU þeirra voru sérstaMega ánægjulegar og ekM síð- ur að Bergsstöðum, en þar höfðu þau skapað sinn sælureit. Gunnar var glæsilegur maður og félagslyndur sem naut sín vel í fé- lagsskap vina og kunningja. Hann hafði yfirbragð og framkomu heims- borgarans. Hann hafði til að bera góða Mmnigáfu og sagði einkar vel og skemmtflega frá. Brá hann þá gjarnan fyrir sig orði á ýmsum tungumálum sem kryddaði frásögn- ina á hans sérstaka hátt. Gunnar hafði dvaUð við nám og stðrf í Dan- mörku og síðar á Gotlandi þar sem þau Ulla kynntust. Við hittum systk- inabörn hennar þar fyrir nokkrum árum og var þeim mjög minnisstætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.