Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Blessað jólastressið LEIKLIST Leikfélag Akureyrar BLESSUÐJÓLIN eftir Arnmund Backman. Leik- stgóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, María Páls- dóttir, Anna Gunndís Guðmunds- dóttir, Þórhallur Guðmundsson, Arni Tryggvason, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Sigurður Karlsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Snæbjörn Bergmann Bragason og Þráinn Karlsson. Leikmynd og bún- ingar: Hlín Gunnarsddttir. Ljósa- hönnun: Ingvar Björnsson. Tónlist- arstjórn: Krisyán Edelstein. Höfundur lokalags: Geirmundur Valtýsson. Samkomuhúsið Akur- eyri 17. desember. KLUKKAN er langt gengin í sex á aðfangadag. Á fimmtu hæð í blokk heyr fjögurra manna fjölskylda kunnuglegt stríð í þeim tilgangi að koma öllu í réttar stellingar áður en klukkan hringir inn jólin: taka til, elda, þrífa, skreyta jólatréð, pakka inn gjöfunum, baða sig og klæða. Og gestirnir rétt ókomnir. Stressið er í algleymingi, fjölskyldufaðirinn seinn fyrir, unglingarnir með mótþróa og móðirin að niðurlotin komin yfir pottunum. Þannig er ástandið í upp- hafi leikrits Arnmundar Backman sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi á föstudagskvöldið. Þótt það sé vissulega ýkt að hætti farsans er eitthvað óhemju kunnuglegt við það og áhorfendur eru strax með á nót- unum. Blessuð jólin er gamanleikverk (að sjálfsögðu með alvarlegum und- irtóni) og sver sig í ætt við annað vin- sælt leikverk sama höfundar, Maður í mislitum sokkum, sem leikið var við miklar vinsældir á Litla sviði Þjóð- leikhússins síðastliðinn vetur. Arn- mundur hefur gott auga fyrir því fyndna og fáránlega í mannlegum samskiptum, húmor hans er yfirleitt góðlátlegur og hittir vel í mark því honum tekst að skapa aðstæður sem flestir geta tengt eigin reynslu. Þetta er einn helsti styrkleiM verks- ins en veikleiki þess er kannski helst til lausofin flétta. Leikritið byggist upp á kómískum senum fremur en þéttum söguþræði og endirinn er nokkuð frumstæður og minnir á „deux-ex-machina"-endalok, þar sem einhver persóna mætir óvænt til leiks og „reddar málunum". Hlín Agnarsdóttir leikstjóri undir- strikar reyndar þessa gamalkunnu leiklausn með því að láta persónur verksins klæða „reddarann" upp í búning bjargandi engils og hylla hann á stalli. Hlín hefur góða reynslu af því að setja upp myljandi skemmtilega farsa og má t.d. nefna hennar eigin leikverk Konur skelfa og Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur (eftir Hlín og Eddu Björg- vins). Handbragð hennar er auð- þekkt á þessari uppfærslu og er það vel. Hlín velur að ýkja þá þætti verksins sem bjóða upp á farsaleik og inn í leikframvinduna skýtur hún bráðskemmtilegum söngatriðum sem vísa í ameríska dans- og söng- lagahefð og gera að henni makalaust grín. Sérlega vel heppnað var eitt slíkt atriði þar sem mættust hin am- eríska hefð og íslensk þjóðlagahefð forn. í heild náði leikhópurinn góðu skriði á frumsýningunni, einkum framan af. Sýningin datt dálítið nið- ur um miðbikið en það má vafalaust skrifa á reikning frumsýningarótta og ég er viss um að helstu vankant- arnir eiga eftir að slípast af með fleiri sýningum. I hlutverkum hjónanna eru Aðalsteinn Bergdal og María Pálsdóttir og að öðrum ólöstuðum áttu þau bestan leik sýningarinnar. Aðalsteinn fer á kostum í hlutverki heimilisföðurins sem er staðráðinn í að breyta lífsstíl sínum þegar klukk- an slær sex - hvað sem tautar og raular. Aðalsteinn hefur áður sýnt að hann er í flokki bestu gamanleikara og einnig syngur hann af miklum þrótti og fagmennsku. María Páls- dóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands í vor og hvergi er neinn við- vaningshátt að finna í túlkun hennar. Leikur hennar var t.a.m. frábær þegar hún rifjaði upp æskujól sín með grátstafinn í kverkunum, dreg- ur upp gullnar minningar um kyrrlát og fögur jól og spyr í örvæntingu: „Hver skemmdi friðinn á jólunum?" Unglingana í fjölskyldunni leika þau Anna Gunndís Guðmundsdóttir, menntaskólanemi; og Þórhallur v..nlíiiir Skíða- og vetrarfatnaður Morgunblaðið/Kristján Jólastressið í algleymingi hjá feðgunum. Þórhallur Guðmundsson og Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum. Guðmundsson, grunnskólanemi. Þau voru bæði ótrúlega örugg og fag- mannleg á sviðinu og léku vel hvort á móti öðru, svo og á móti atvinnuleik- urunum. Afa og ömmu leika þau Arni Tryggvason og Saga Jónsdóttir og áttu þau ágætan samleik og sköpuðu skemmtilegar (en nokkuð staðlaðar) persónur. Sama má segja um Sunnu Borg í hlutverki Hólmfríðar frænku. 011 áttu þau aðvelt með fá áhorfend- ur til að hlæja að tilburðum sínum. Þráinn Karlsson fer með tvö lítil hlutverk og leysti bæði vel. Betri var hann þó í hlutverki Dodda nágranna, enda býður hlutverkið upp á meiri kómík en hlutverk Brands löggu. Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurð- ur Karlsson leika heldur ólánleg hjón. Arndís Hrönn hélt sönnum píslarvættissvip á andlitinu allan tímann og Sigurður kom sjálfselskri karlrembunni vel til skila. Son þeirra lék ungur drengur, Snæbjörn Berg- mann Bragason, en hann mun deila því hlutverki með bróður sínum, Vil- hjálmi. Sviðmynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir og hefur hún stækkað fremur lítið svið Samkomuhússins á afar útsjónarsaman hátt. Búning- arnir hæfa vel farsanum, ýktir bleik- ir og gylltir litir undirstrika kómík- ina. Tónlistarstjórn er í höndum Kristján Edelsteins og setur tónlist- in mikinn svip á sýninguna í heild, eins og áður er getið. Lýsingu ann- aðist Ingvar Björnsson og þjónaði hún vel tilgangi sínum án mikilla til- þrifa. Blessuð jólin er sýning sem hittir í mark. Verkið gefur áhorfend- um kærkomið tækifæri til að hlæja hjartanlega - ekki síst að sjálfum sér - í jólastressinu miðju. Soffía Auður Birgisdóttir Spennusaga fyrir stálpuð börn BÆKUR Barnabók LEYNDARMÁLIÐ í KJALLARANUM eftir Steinunni Hreinsdóttur. Jó- liaima Hreinsdóttir myndskreytti. Fróði hf., 1999 - 104 bls. LEYNDARMALIÐ í kjallaranum er ævintýrasaga þar sem fimm krakkar leika aðalhlutverk. Þar af á einn, svolítið frekur strákur, páfagauk. Og bókin hefst á því að barn stekkur fram úr rúmi og vekur systur sína með látum, - „Lára, Lára, vaknaðu". Satt best að segja leist mér illa á að fara að gagnrýna þessa bók, því miðað við þessar fyrstu forsendur var hún óþægilega lík ævintýrabók- um Enidar Blyton. En ég skellti mér í að lesa hana. Hún var mátulega löng, vel innbund- in og góð bókalykt af henni. Eg sá ekki eftir því. Þetta reyndist vera ágætis spennusaga. Bókin byrjar á rólegu nótunum með lýsingu á tunnukarh sem rótar í öskutunnum, spennan eykst smátt og smátt og í fjórða kafla er hinn leyndardómsfulli kjallari kynntur til sögunnar. Höfundurinn losar um spennuna í fimmta kafla með kynd- ugri konu úr dreifbýlinu, Sigurjónu frænku, sem hefur svo gaman af að versla, er ótrúlega hress og spjallar við alla, ólíkt þéttbýlingunum. í seinni köflunum er verkið síðan þróað áfram og byggt undir spenn- una og lausnina. Einn helsti kosturinn við frásögn- ina er að hún er ekki fyrirsjáanleg eins og svo oft er í spennusögum fyr- ir börn, málfarið er Úpurt og frásögn- in rennur vel áfram. Höfundinum tekst vel að skapa spennu með text- anum og umhverfislýsingar eru trú- verðugar og skemmtilega íslenskar. Persónusköpunin er samt svolítið veik. Þau eru þarna öll, feiti, káti krakkinn, fyndni krakkinn, freki krakkinn hann Baddi berjari og tvær sætar stelpur. Jafnvel Sigurjóna frænka er ofboðlítið klisjukennd, hinn dæmigerði þorpsbúi sem kemur til borgarinnar án þess þó að yfirgefa þorpið. A heildina litið nær bókin tilgangi sínum. Hún er prýðileg spennusaga fyrir stálpuð börn. Eg óska höf- undinum til hamingju með fyrstu bókina sína. Vonandi verða þær fleiri. Um myndskreytingarnar er fátt annað að segja en það að þær eru nostursamlega gerðar. María Hrönn Gunnarsdóttir Áttu eftír að fá þér aldamótafötín? Ótrúlegt úrval samkvæmísefna fyrír dömuna og herrann. * VIRKA "$% Mörkin 3, sími 568 7477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.