Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 43 MINNINGAR þegar Ulla og Gunnar giftust. Jafn- vel það að flytja til íslands varð skilj- anlegt þegar í hlut átti Gunnar, sem þeim fannst að helzt mætti líkja við stjörnur kvikmyndanna. Það varð honum þungbært er Ulla lézt um aldur fram fyrir rúmum tíu árum, en börnin og fjölskyldur þeirra reyndust honum ákaflega vel og gerðu sitt til að fylla upp í það tóma- rúm sem myndaðist. Heiðursmaður hefur kvatt og við erum honum þakklát fyrir samfylgd- ina. Kristúi Guðmundsdóttir, Bjarni Þórðarson. Kveðja frá Tannlækna- félagi fslands Látinn er góður kollegi og sam- ferðamaður, Gunnar Skaptason tannlæknir. Gunnar útskifaðist frá Tann- læknaháskólanum í Kaupmannahöfn í júní 1940 og hóf tannlæknastörf í Kaupmannhöfn og K0ge á Sjálandi. Stríðið var skollið á og 1943 voru að- stæður með þeim hætti að Gunnar tók þá ákvörðun að koma sér úr landi. Með aðstoð dönsku andspyrnuhreyfíngarinnar tókst honum að flýja yfir til Svíþjóðar, fal- inn um borð í smáskipi. Þetta var flóttaleið allmargra annarra íslend- inga. í Svíþjóð fékk hann með aðstoð Sveins Björnssonar sendiherra starf á Gotlandi þar sem hann starfaði þar til stríðinu lauk. í júní 1945 sigldi Gunnar heim á leið með Esjunni ásamt væntanlegu kvonfangi sínu, Ullu-Lill, sem hann kynntist á Got- landi. Þau gengu í hjónaband í des- ember sama ár. Fljótlega eftir að heim kom setti Gunnar á fót tannlæknastofu við Skólavörðustíg 3 í Reykjavík og rak þar stóra stofu með aðstoðartann- læknum og tannsmíðaverkstæði. Um 16 tannlæknar hófu starfsferil sinn sem aðstoðartannlæknar hjá Gunn- ari. Er ljóst að Gunnar hafði veruleg áhrif á mótun nýútskrifaðra tann- lækna á þessum árum þegar tann- læknar voru allt of fáir og þörfin á þjónustunni geysimikil. 1947 byggði Gunnar raðhús í Snekkjuvogi og um 1960 þegar hann missti húsnæðið við Skólavörðustíg byggði hann annexíu við raðhúsið fyrir tannlæknastofu. Á þessum ár- um var Vogahverfið að myndast í út- jaðri bæjarins og var engin byggð austan Elliðaáa. í Snekkjuvoginum starfaði og rak Gunnar stóra tann- læknastofu ásamt aðstoðartann- læknum í tæp 30 ár eða allt til ársins 1989. Á því ári lést Ulla og tók Gunn- ar þá ákvörðun að selja allar eigur sínar þar og hætta tannlæknastörf- um. Ulla hafði unnið meira og minna með Gunnari á tannlæknastofu hans öll árin og er það mál manna að þegar Ulla féll frá hafi Gunnar talið tíma- bært að ljúka farsælum starfsferli við tannlækningar. Fluttist Gunnar þá í háhýsi við Ljósheima og taldi sig heppinn að fá boðlegt útsýni enda mikill útivistarmaður, en hesta- mennska var hans helsta áhugamál frá erilsömu starfi. Síðustu árin sótt- ist Gunnar mest eftir samveru við börn sín og barnabörn. Gunnar var nvjög virkur í félags- starfij einkum innan Tannlæknafé- lags íslands. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið og var í nánast öllum nefndum þess og ráðum um árabil. 1959-61 var Gunnar vara- formaður Tannlæknafélagsins og formaður 1962-65. Um árabil var hann í stjórn Skandinavíska tann- læknafélagsins. 1985 hlaut Gunnar fyrir trúnaðarstörf sín æðstu viður- kenningu Tannlæknafélags íslands er hann var kjörinn heiðursfélagi. Sá heiður hefur aðeins 10 tannlæknum hlotnast. Eftir að Gunnar lét af störf- um hélt hann ætíð sambandi við félag sitt og kollega. Hann sótti reglulega fundi og uppákomur í félaginu. Gunnar var heiðursmaður og stétt sinni til sóma. Gunnar lést á Landspítalanum 9. desember sl. eftir skamma legu. Við kveðjum kollega Gunnar með miklu þakklæti og virðingu og sendum ætt- ingjum og vinum samúðarkveðjur. F.h. Tannlæknafélags íslands, Svend Richter. Mánudaginn 20. desember verður Gunnar Skaptason tannlæknir kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Hann andaðist 9. desember sl. á Landspítalanum eftir stutta en erfiða legu á 85. aldursári. Fyrir skömmu hafði Gunnar dottið illa í íbúð sinni í Seljahlíð og bar ekki barr sitt eftir þá áverka, er hann hlaut. Andlátsfregn Gunnars kom okkur að vísu ekki á óvart, því við vissum að hverju dró. En eftirsjáin er söm, er við nú sjáum á bak traustum vini og ég ágætum starfsbróður. Hann hefur nú öðlast langþráða hvfld enda vegmóður orð- inn. Upp í hugann leita hinar fögru ljóðlínur úr pflagrímssöngnum úr Tannhauser eftir R. Wagner, „Nú hýrnar geð, ég sé heim inn í dahnn, í himinfrið lít ég bláfjallasalinn". Nú þegar Gunnar Skaptason er allur og horfinn dauðlegum sjónum okkar yfir móðuna miklu - á vit hins óræða - er svo margs að minnast og margt að þakka. Lausleg kynni okkar Gunnars hóf- ust fyrst á skólaárum okkar í MR en hann var 1. ári á undan mér og út- skrifaðist 1936. Strax að afloknu stúdentsprófi hóf Gunnar nám í tannlækningum við Tannlæknahá- skólann í Kaupmannahöfn. Á náms- árum sínum þar átti hann við að stríða veikindi, sem tóku mjög á hann, en hann þó náði sér að mestu af. í síðari heimsstyrjöldinni hafði Gunnar, eins og fleiri íslendingar, orðið innlyksa í Danmörku, en komst þó með hjálp góðra manna yfir til Svíþjóðar árið 1943 og starfaði sem héraðstannlæknir í Klintehamn á Gotlandi til stríðsloka. Þar kynntist hann sænskri stúlku, Ullu Lill, sem átti eftir að verða lífsförunautur hans og hjálparhella í gegnum langt og gæfusamt líf þeirra. Það varð Gunnari þungt áfall er hann og fjögur börn þeirra svo og barnabörn misstu Ullu, langt um aldur fram, árið 1989. Náin kynni okkar Ullu og Gunnars hófust eigin- lega er við hittumst um borð í strandferðaskipinu Esju árið 1945, er hafði verið sent til Norðurlanda eftir að friður komst á til að safna saman þeim íslendingum er heim vildu fara. Gunnar kynnti mig fyrir heitmey sinni, Ullu, sem mér fannst mikið til um og persónuleiki hennar heillandi við nánari kynni. Þarna um borð í yfirfullu litlu skipi urðum við Gunnar að ljggja úti á þilfari alla ferðina til íslands, ásamt öðrum körlum, þar sem annað pláss var ætl- að konum og börnum. Þar varð til sú vinátta og samstaða, er aldrei á langri ævi okkar Gunnars bar neinn skugga á. Svo var og um vináttu Ullu og Friedel, konu minnar, er lfka var af erlendu bergi brotin. Ætíð var mikill samgangur á milli þessara tveggja fjölskyldna og náin sam- skipti, sem við nú minnumst með þakklæti. Að félagsmálum, einkanlega innan Tannlæknafélags íslands, starfaði Gunnar ötullega og gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan þess í mörg ár, var m.a. varaformaður félagsins og formaður þess 1962-65, svo fátt eitt sé upp talið. Gunnar var gerður að heiðursfélagaTFÍ 1985. Rotary-félagi var hann í mörg ár. Gunnar Skaptason var maður heldur hlédrægur að eðlisfari, að ég held, en þó glaðsinna á góðri stund og í góðra vina hópi. Þau hjónin höfðu fyrir mörgum árum komið sér upp myndarlegu sumarhúsi á Berg- stöðum í Biskupstungum, ásamt öðr- um ættingjum. Þar undu þau sér vel og lögðu mikla vinnu í trjárækt, sem nú ber þeim fagurt vitni. Þar var oft gestkvæmt á sumrin, enda höfðing- skapur og gestrisni húsráðenda mik- il. Við hjónin áttum þar með þeim marga gleðistund og þökkum þær nú af heilumhuga. Eftir að Gunnar var orðinn ekkju- maður og bjó einn, hittumst við oft og skröfuðum margt, m.a. um dæg- urmálin og stjórnmál, en Gunnar var alla tíð mikill sjálfstæðismaður, þótt ekki hefði hann hátt um það. Eilífð- armálin bar stundum á góma og er mér nær að halda að Gunnar hafi undir niðri trúað og vonað að tilvera héldi áfram í einhverri mynd, þótt hann færi með löndum í þeirri um- ræðu. Nú, þegar komið er að kveðju- stund er fjölskyldu minni og mér söknuður í huga. Við þökkum Gunn- ari og fjölskyldu hans áralanga vin- áttu um leið og við biðjum honum fararheilla inn í nýja og bjartari til- veru. Með þessum minningarbrotum langar okkur, einnig fyrir hönd fjöl- skyldunnar, að votta eftirlifandi dætrum, sonum og öðrum aðstand- endum Gunnars Skaptasonar inni- lega samúð. Kæri Gunnar, þessar ljóðlínur Herdísar Andrésdóttur langar okk- ur að helga þér að leiðarlokum: Lækkarlífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Faukífarandaskjól, feginnhvíldinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gledduogblessaðuþá, semaðlógðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. Vinur, hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Friedel og Geir. Með Gunnari Skaptasyni, tann- lækni, er góður drengur genginn. Ég var svo lánsamur að eiga með honum samleið um hálfrar aldar skeið. Fundum okkar bar fyrst saman hjá vinafólki fyrir réttum 50 árum. Hann hafði þá nokkrum árum áður komið heim frá námi og störfum í Danmörku og Svíþjóð en í Danmörku dvaldi hann öll stríðsárin. Hafði hann þá nýlega þá opnað tannlæknastofu sína. Ekki flaug mér í hug þá að við ætt- um eftir að bindast fjölskyldubönd- um, en sonur hans, Gunnar, kvæntist dóttur minni, Gíerði, allmörgum ár- um síðar. Hamingjusamur var Gunnar, hann átti því láni að fagna, að vera kvænt- ur einstakri konu, Ullu Lill Ohlén, sænskri ágætiskonu, sem var honum mjög samhent. Þau nutu barnaláns, eignuðust fjögur mannvænleg börn. Gunnar var náttúruunnandi, mikil útivistar- og hestamaður. Á Bergs- stöðum í Biskupstungum reistu þau hjón sér sumarbústað, sannkallaðan sælureit. Þangað var gott að koma og þaðan eigum við hjónin margar skemmtilegar minningar. Á kveðjustund minnist ég Gunn- ars með virðingu og söknuði. Við Núra sendum börnum hans og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Hannes Guðmundsson. Þegar ég minnist Gunnars vinar míns kemur hún Úlla mín strax upp í huga minn, því Gunnar og Úlla voru eitt og nú eru þau saman á ný. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég í tannsmíða- námi hjá Gunnari og varð hans fyrsti nemi. Tannlæknastofan í Snekkjuvogi 17 var ekki eins og hver annar vinnu- staður því heimili þeirra var við hlið- ina á tannlæknastofunni og ég hitti nánast alla fjölskylduna daglega og hef fylgst með þeim öllum í þau rúmu þrjátíu ár sem liðin eru frá okkar kynnum. Gunnar reyndíst mér góður lærifaðir, vandvirkur og smekkmað- ur mikill. Ef mér varð á að gera mis- tök, eins og nemendum er títt, átti hann til að verða fljótur upp en það var búið um leið. En þegar erfiðleik- ar komu upp stóð Gunnar alltaf eins og klettur. Gunnar var mikill heims- borgari, talaði mörg tungumál og fór vel með íslenska tungu. Gunnar hafði mjög fallega rithönd og hafði ég allt- af gaman að lesa kortin frá honum. Þegar við hjónin hófum búskap tók ég Úllu mér til fyrirmyndar, hún var ^ mikil húsmóðir og móðir og bar hag allra fyrir brjósti. Ég segi oft, þvílíkir bolludagar þegar ég minnist þess þegar hún birtist á stofunni með full- an bakka af heimabökuðum bollum til okkar og ég tala nú ekki um smá- kökurnar hennar þegar jólin nálguð- ust. Það eru svona minningar sem ylja manni um hjartarætur. Eftir að ég hætti hjá þeim, 1979, höfðum við alltaf samband og fylgdust þau alltaf með mér og mínum. Gunnar missti mikið þegar Úlla lést langt fyrir ald- ur fram. Síðustu árin hringdi ég allt- af í Gunnar daginn sem Úlla hefði átt "^ afmæli og einnig á hans afmæli. Mér finnst það forréttindi að hafa kynnst Gunnari og Úllu, blessuð sé minning þeirra. Við Óskar vottum börnum, tengdabörnum og afkomendum þeirra okkar innilegustu samúð. Sigþrúður Stefánsdóttir. Elsku afi minn, þú varst mér svo náinn. Við áttum margar stundir saman, eins og í bústaðnum og í Dan- mörku. Það er tómlegt að sjá þig ekki núna í stólnum þínum heima hjá okk- ur. Ég sakna þín mikið. Gleðileg jól afi minn, Guð blessi þig og varðveiti. Þín ^, Linda Björk. • Fleirí minningargreinar um Gunnar Skaptason bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. LEIFUR ORRI ÞÓRÐARSON + Leifur Orri Þdrð- arson fæddist f Reykjavík hinn 1. júní 1974. Hann lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. desember 1999. For- eldrar hans voru Unnur Ragnhiidur Leifsdóttir, f. 25.10. 1958, vélfræðings Steinarssonar, d. 21.2.1988, og Þdrður Arnar Höskuldsson, f. 14.11. 1950, vél- fræðings Þdrðarson- ar, d. 28.4.1997. Unn- usta Leifs Orra er Nerissa Brown, frá Jamaíka, en hún stundar nú nám í Bandai íkjun- um. Leifur Orri varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykja- vík árið 1974. Hann stundaði síðan nám í sjávarútvegsfræði við Háskdlann á Ak- ureyri og hafði rétt ólokið við lokaverk- efni sitt þaðan. Leif- ur vann á sumrin samhiiða námi sínu hjá Granda hf. Útför Leifs Orra verður gerð frá Seljakirkju á morg- un, mánudaginn 20. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. Nú sit ég hér og reyni að útskýra með fáum orðum hve yndisleg mann- eskja þú varst. Það er ekki auðvelt því svo margt kemur upp í huga mér. Nú er þessari þrautagöngu þinni lokið og þú kominn til foreldra þinna, móður minnar og annarra ættingja okkar sem dóu í blóma lífsins eins og þú nú. Fyrir aðeins tæpum þremur árum sat ég í sömu sporum og skrifaði minningargrein um Eyrúnu frænku okkar sem einnig lést úr sama sjúk- dómi aðeins að verða 21 árs. Það er svo ósanngjarnt hve mikið er lagt á eina fjölskyldu. Þessi hörmulegi sjúkdómur hefur tekið allt of mikið frá okkur og skrítið hve við hin sem eftir erum höfum þraukað ótrúlega í gegnum þessa miklu sorg sem virð- ist aldrei ætla að taka enda. En nú er von um að þessu sé að ljúka og við hin sitjum með fullt af fallegum minningum um ykkur sem sjúkdómurinn tók. Það er ekki annað hægt en að dást að afa okkar. Missir hans í gegnum tíðina er svo mikill að"ótrúlegt er að þessi yndislegi maður skuli standa ennþá á fótunum og takast á við lífið. Eg er viss um að enginn hefur misst eins mikið og hann. Ég þurrka nú saknaðartár af kinn- um mínum til þess að að þau hindri ekki framgang þinn þar sem þú tek- ur fyrstu skrefin á nýjum stað. Ég kveð þig nú, Leifur minn, og það huggar mig að vita það að þú sért kqminn í faðm foreldra þinna aftur. Ég vona að eftirfarandi hjálpi mér og öðrum sem þekktu þig í þess- ari miklu sorg: „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég mun taka þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf.ók.) Asta Lovísa Vilhjálmsdóttir. Kæri vinur. Við hittumst fyrst í sjö ára bekk í Seljaskóla en kynnt- umst ekki almennilega fyrr en í 6.VJ og urðum þá fljótt ágætir vinir. Þú varst góður námsmaður og stakkst upp á því að við færum að læra þýzku í Námsflokkunum. Þetta var fín hugmynd og sóttum við tíma í Miðbæjarskólanum veturinn sem við * ¦" fermdumst. Svo kom að því að þú fórst í MR, hafðir stundum orð á því hvað staf- setningin væri erfið þar en allt gekk þetta skinandi vel. Við fundum okkur sameiginlegan ökukennara þegar að bílprófinu kom sumarið '91 og tókum alltaf ökutíma á sama tíma, ýmist þú á undan eða ég. Þetta sumar vorum við mikið saman, fórum í fótbolta niðri á fót- boltavelli, í ísbíltúra með Rolling Stones í útvarpinu, enda uppáhalds hljómsveitin þín, kíktum niður á höfn á skipið hans pabba þíns, svo fátt eitt sé nefnt. Það var gaman að koma inn í togarann og skoða vélarrúmið og öll tækin, þetta hafði þú allt á valdi þínu - > meðan þú vaktaðir skipið. Og nú á næstunni gerðir þú ráð fyrir að ljúka sjávarútvegsfræðinni í Háskólanum á Akureyri, þegar kallið kom. Síðustu vikurnar dvaldir þú á Reykjalundi en þetta var bara gam- alt fólk sem var þar og þú passaðir engan veginn inn í það umhverfi og fórst heim um helgar, enda alltaf að taka framförum. Þú talaðir um að það hefði verið frábært að fá Nerissu til íslands og að vera með henni þessa fáu daga í nóvember. Mér virtist þú vera búinn að sætta þig fullkomlega við ástandið þegar við töluðum síðast saman, þú varst hreinskilinn. Leifur, nú getur þú fengið að hitta %. foreldra þína á ný og sagt þeim frá því sem á daga þína hefur drifið. Fagnaðarfundir. Kæra Nerissa og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur samúð mína. Guð styrki ykkur. Haraldur Á. Sigurðsson. P^^Li/ LiJjdLJai: bir <Xó jjí3jjl!ujjj Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúéteg þjónusta sem byggir á iangri reynslu tjuutsv ÚtfararstofaKirkjugaroannaehf. ^\ s Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 5511266-www.utfarastofo.com ^GSSd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.