Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG Verndardýr- lingur íslands Jóhannes Páll páfi II. útnefndi Þorlák biskup Þórhallsson verndardýrling Islands árið 1985. Helgi hans hafði þá staðið hér á landi í tæp 800 ár. Stefán Friðbjarnarson staldrar við sögu heilags Þorláks og Þorláks- messusiði þjóðarinnar. I ENDAÐA þessa viku, daginn fyrir að- fangadag, er Þorláks- messa. Hún hefur nokkra sérstöðu . í mannlífi og siðum ís- lendinga. Það á meðal annars við um þann vestfirzka sið, sem nú er nánast landssiður, að snæða skötu með mörfloti eða hömsum þennan dag, 23. des- ember. Jafnvel sum hinna „fínni" veitinga- húsa á höfuðborgar- svæðinu, sem leita stundum langt yfir skammt að tilbreyt- ingu í þjónustu sinni, gleyma þá „tepru- hætti" og bjóða þenn- an þjóðlega rétt á hlakkandanum, en svo var Þorláksmessudag- ur nefndur í Hnappa- dalssýslu fram á 20. öldina, segir í Sögu daganna eftir Arna Björnsson. Heilög jól vóru í nánd og tilhlökk- un fólks hefur eflaust ráðið nafngiftinni. Þorláksmessa er síð- asti dagur jólaföstu. Fastan náði einkum til kjötneyzlu. Af þeim sökum var fiskmeti á borðum þennan dag, harðfiskur og salt- fiskur. Svo er enn á stöku stað, þar sem kæst skatan hefur ekki náð að festa rætur. í bændasam- félagi fyrri tíðar var og jólahangi- ketið soðið á Þorláksmessu. Þar sem umburðarlyndi réð ferð fékk fólk aðeins að narta í ljúfmetið, svona til að undirstrika tilhlökk- unina á hlakkandanum. Það mun og hafa tíðkast, einkum á Vest- fjörðum, að Þorláksmessuskatan var elduð í soði af hangiketi og stöppuð saman við hangiflotið. Eftir að þéttbýli myndaðist við hafnir á ströndinni upp úr alda- mótum lauk síðbúið fólk í verzlun- arplássum oft jólainnkaupum „á Þorláki" og þótti þá ekki tiltöku- mál þó að sá, sem hélt um budd- una, létti lundina aðeins með guðaveigum. En hvert er bakland Þorláks- messunnar? Hver var þessi Þor- lákur sem Þorláksmessan dregur nafn af? Þorlákur biskup Þórhallsson fæddist á Hlíðarenda í FUótshlíð árið 1133. Hann nam í Odda og tók vígslu. Fór síðan til fekara náms í sjálfri Parísarborg og síðan I Lincoln á Englandi. í „Nýrri ís- landssögu" Björns Þorsteinssonar (Heimskringla 1966) segir m.a: „Eftir heimkomuna stóð hann að klausturstofnun að Þykkvabæ í Álftaveri 1167. Þar var Agústínus- arregla og Þorlákur fyrstur príor, en gert er ráð fyrir, að hann hafí sótt skóla Viktorsklaustursins í París og gengið þar undir reglu. Þar stundaði nám Eiríkur ívars- son erkisbiskup (1188-1206), son- ur íslendingsins Ivars skraut- hanzka Kálfssonar í Niðarósi." Frá Þykkvabæ voru síðar stofnuð tvö Ágústínusarklaustur: Helga- fells- og Viðeyjarklaustur. Þorlákur helgi Þórhallsson var biskup í Skálholti 1178 til dauða- dags. Hann lézt í Skálholti 23. desember árið 1193. Á Alþingi sumarið 1198 vóru lesnir upp vitn- Skreyting úr Matthíasarkirkju á Akureyri. isburðir um jarðteiknir eða kraftaverk Þorláks. I kjölfar þess leyfði Páll Skálholtsbiskup Jóns- son að heitið væri á hann. Sama ár vóru bein hans tekin upp og skrínlögð. Á Alþingi árið 1199 var dánardagur hans lýstur helgur sem Þorláksmessa. Arið 1237 var upptökudagur beina hans, 20. júlí, lögtekinn sem Þorláksmessa á sumri. Það var þó ekki fyrr en 14. janúar árið 1985 sem Jóhannes páfi 2. útnefnir Þorlák helga form- lega sem verndardýrling íslands. Þá vóru liðin langleiðina í 800 ár frá því að leyfð vóru áheit á hann hér á landi. Þorlákur helgi biskup var sagð- ur meinlætasamur - en hjálpfús við alþýðu og naut mikillar lýð- hylli í kaþólskum sið. Þorlákstíðir á latínu til söngs eru til næstum heilar frá 14. öld. Björn Þorsteins- son segir í „Nýrri Islandssögu" að margar kirkjur hafi verið helgað- ar honum hér á landi, en einnig erlendis, m.a. í Færeyjum og Þýzkalandi. Heit á hann streymdu til Skálholts víðsvegar að úr Evr- ópu. Siðaskiptin breyttu að sjálfsögu miklu um helgisiði tengda þessum verndardýrlingi íslands. Minnig hans lifði þó ætíð með þjóðinni. Hann var mikið eftirlæti íslenzkra stúdenta á 19. öld. Þeir stóðu gjarnan fyrir Þoriáksmessugild- um. Og enn í dag snertir Þoríáks- messa strengi í brjóstum íslend- inga. Þorlákur biskup Þórhallsson var sagður „hjálpfús við alþýðu". Er það ekki hluti af grundvallar- boðskap kristins dóms að vera hjálpfús við náungann? Fúsleiki til að breyta bróðurlega og syst- urlega við samferðafólk kemur heim og saman við kærleiksboð- skap jólanna, sem eru í nánd. Þessi fúsleiki var aðalsmerki Þor- láks helga, verndardýrlings ís- lands. Megi hann setja í vaxandi mæli svip sinn á samskipti fólks á komandi ári og árþúsundi. Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bætur eða laun? GÍSLI S. Einarsson, al- þingismaður, lagði fram frumvarp um hækkun lág- markslauna í landinu. Eg hinsvegar kannast ekki við það, það eru nú til staðar lágmarkslaun sem eru 70 þús. krónur. Getur það verið af því að ég er bara öryrki og þigg bæt- ur. Þessar svokölluðu bætur eru nú einu sinni mín laun. Mér finnst að alþingismenn og aðrir ættu að fara að breyta um hugsunarhátt. Fer ég fram á að þær bætur sem við fáum frá Trygginga- stofun verði kölluð laun. Sem einstaklingur í þessu landi fer ég fram á að fá lágmarkslaun sem eru í landinu því að þótt ég sé veikur maður er ég ein- staklingur með þarfir eins og aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Guðjón Sigurðsson, Hátúni lOa, Rvík. Hestatamning ÞAÐ var ekki falleg lýs- ing, sem sænskir nem- endur gáfu skólastjóra hestatamningaskólans á Ingólfshvoli. Lýsing á meðferð hrossanna var ekki beint til að hrópa húrra fyrir, ég myndi ekki láta, skepnunrnar mínar í hendur á fyrr- nefndum temjara. Ég held að þeir sem láta sig varða dýravernd eigi eitt- hvað vantalað við téðan temjara. Sigríður. Tilmæli til Vega- gerðarinnar EKKI hrópa „úlfur, úlf- ur" þegar heiðarnar eru hlemmifærar. Betra væri að lögreglan væri við sinn hvorn enda heiðanna þeg- ar færðin býður uppá sér- staka varkárni og þörf er á og leggi dóm á hvort bílar sem ætla yfir séu með nægilega góðan bún- að til ferðarinnar. Tilefnið er að miðviku- daginn 15. desember var í morgunútvarpinu sagt að ekki væri fært fyrir minni bíla yfir Holtavörðuheiði vegna byls og blindu. Því tókum við félagarnir rút- una yfir. Það er skemmst frá að segja að það var ekki snjóföl á veginum yf- ir heiðina og frábært út- sýni til allra átta. Ef fólk á að taka mark á upplýsingum Vegagerð- arinnar þurfa þær upp- lýsingar sem þaðan koma að vera áreiðanlegar og alls ekki í þessum dúr „úlfur, úlfur" enda er sú staða komin upp að eng- inn ansar þeirra viðvörun og menn hlægja með sjálfum sér hve aularnir eru alltaf sjálfum sér líkir og aka yfir á hlemmifæri. Gunnar. Slæm reynsla af stofnunum SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri hversu óliðlegt og ókurteist starfsfólk væri innan rík- isstofnana. Hún hefur oft þurft að hafa samskipti við Tryggingastofnun rík- isins og sagði að þar væri ágætis fólk inn á milli, en yfir höfuð væri starfsfólk- ið óskaplega óliðlegt og ókurteist. Hún hefði einnig haft samband við gatnamálastjóra Reykja- víkur og spurst þar fyrir um mokstur á göngustíg- um innan borgarinnar og var henni svarað gjör- samlega út í hött. Tapað/fundið Stór brúnn frakki tekinn í misgripum FRAKKINN minn var tek- inn í misgripum fyrir annan sem sldlinn var eftir á veit- ingahúsinu Italíu, Lauga- vegi, fimmtudaginn 2. des- ember. Frakkinn er brúnn í stóru númeri svo einhver stór maður á líklega í hlut. Ef hann uppgtövar mistök- in er hann vinsamlega beð- inn að hafa samband við veitingahúsið ítalíu því frakkinn hans er þar enn. Hann fær þar réttan frakka í skiptum fyrir minn. - E.Ó. Lítið tvíhjól í óskilum LÍTIÐ tvíhjól með hjálp- ardekkjum, eftir litunum að dæma ætlað telpu, var skilið eftir í Fellahverfi í Breiðholti fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Enginn hefur vitjað þess hingað til þannig að líklegt er að það hafi verið tekið ófrjálsri hendi. Sakni einhver slíks hjóls er viðkomandi beðinn um að hafa samband í síma 557 4536 eftir kl. 19 á kvöldin. Helst sem fyrst því plássleysi veldur því að það liggur undir skemmd- um vegna tíðarfars. SKAK Imsjóii Margeir l'étursson Staðan kom upp á Evr- ópumóti landsliða í Batumi í Georgíu sem lauk um mán- aðamótin. Anastasian (2545), Armeníu, hafði hvítt og átti leik gegn Sergei Ti- viakov (2610), Rússlandi. 41. Dxh7+! _ Kxh7 42. Hh3+ og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Armenar sigruðu á mót- inu, en Rússar máttu láta sér nægja fimmta sætið. Guðmundar Arasonar HVITUR mátar í þriðja leik mdtið:Áttunda og næstsíð- asta umferð verður tefld í kvöld frá kl. 17 í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafn- arfirði. Síðasta umferðin verður síðan tefld á morg- un. VIÐ verðum að láta eins og hann sé ekki til. ÞETTA er sniðugt, en finnst þér liturinn ekki ljótur? Víkverji skrifar... Markið sem knattspyrnumaður- inn Eiður Smári Guðjohnsen gerði fyrir enska fyrstu deildarliðið Bolton gegn Wimbledon í vikunni, í átta liða úrslitum deildarbikar- keppninnar, verður lengi í minnum haft. Enskir fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir tilþrifum drengsins en þeir sem þekkja til vita auðvitað að frammistaða Eiðs Smára þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann er eitt mesta efhi í knattspyrnumann sem fram hefur komið hérlendis en slæm meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik fyrir nokkrum ár- um urðu til þess að hann missti lang- an tíma úr æfingum og keppni. Eiður Smári er sem betur að kom- ast á ról þótt hann eigi greinilega enn eitthvað í land að ná fullum styrk. „Eg er ánægður með að spila hjá Bolton í hverri viku því ég er enn að koma mér á rétta braut eftir erfið meiðsli. Eg er ekki búinn að spila nema um 30 leiki síðan ég meiddist fyrir fjórum árum. Ég hef oft sagt að ég er ekki enn búinn að ná þeim styrk sem ég hafði áður en ég meiddist, en það styttist í það," segir þessi ungi, frábæri knattspyrnumaður í Morgun- blaðinu í vikunni. Ennfremur er þar haft eftir honum, vegna þess að hann hefur verið orðaður við önnur lið og eitt lið í úrvalsdeildinni, Derby County, bauð Bolton á dögunum tæp- lega 500 milljónir króna í hann: „Eins og staðan er í dag einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir Bolton. Eg held að það sé ágætt að gefa sér góðan tíma og vera kominn í sem besta æf- ingu og líkamlegan styrk þegar og ef ég fer á nýjan stað." Þetta eru athyglisverð ummæli og aðdáunarverð; Eiður Smári er greinilega skynsamur piltur, sem veit að þolinmæði er dyggð. Það gladdi Víkverja þegar Bolton neitaði tilboði Derby í leikmanninn, einfald- lega vegna þess að hann hefur ekk- ert í lið eins og Derby að gera, með fullri virðingu fyrir því félagi. Þegar Eiður Smári færir sig um set verður það vonandi í eitthyert af stærstu fé- lögum Englands, ítalíu eða Spánar. Víkverji er sannfærður um að hefði hann ekki meiðst um árið væri Eiður Smári stjórstjarna í einu af bestu lið- um Evrópu í dag - slíkir eru hæfi- leikarnir. Slíkt er auðvitað aldrei hægt að sanna, en vonandi rætist draumur allra íslenskra knatt- spyrnuáhugamanna um að pilturinn nái endanlega að setja mark sitt á evrópska knattspyrnu. KONA nokkur sem Víkverji kann- ast við keypti kjöt í einni af verslunum Nóatúns þriðjudaginn 7. desember til að senda dóttur sinni í Noregi fyrir jólin. Um var að ræða svínahamborgarhrygg og bæj- onskinku. Hún greiddi 300 krónur fyrir heilbrigðisvottorð og rúmar 3.000 krónur í sendingarkostnað með DHL. Samkvæmt plöggum sem starfsmaður Nóatúns var með átti pakkinn að vera kominn til viðtak- enda daginn eftir. Tengdasonur kon- unnar beið spenntur heima hjá sér allan miðvikudaginn og einnig á fimmtudeginum, en ekkert fékk hann kjötið. Á föstudeginum varð hann að bregða sér frá til að ná í son þeirra hjóna í leikskólann en þegar hann kom til baka, rúmri klukku- stund síðar, um þrjúleytið, var miði frá DHL í póstkassanum þar sem til- kynnt var að sendill frá fyrirtækinu hefði komið með pakkann kl. 14. Maðurinn hringdi strax til að láta að hann væri kominn heim, en var þá tilkynnt að DHL væri hætt að aka pökkum út til viðtakenda fyrir helg- ina og hann fékk einnig að vita að pakkinn yrði ekki geymdur í kæli þar sem engin aðstaða væri til þess í fyrirtækinu. Pakkinn komst því ekki til við viðtakenda sinna fyrr en á mánudag, 13. desember, tæpri viku eftir að hann lagði af stað frá Nóa- túni. Sendandinn hafði samband við DHL, þar sem henni var tilkynnt að innihéldi pakki kjöt væri hann einum degi lengur á leiðinni en venjulega, sem sé tvo daga. Fyrirtækið vildi ekki kannast við að bera ábyrgð á þessum seinagangi og vísaði á Nóa- tún. Konan fór því þangað og fékk staðfest að pakkinn var farinn úr versluninni kl. 16 sama dag og hún keypti kjötið. Gaman væri að vita hvernig jólasteikin bragðast hjá nefndri fjölskyldu að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.