Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 64
 % 4 www.varda.is ^* TS ? Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk ~ Landsbankinn fM*tWmSA$to$b MORGUNBLAÐW,KRlNGLANl,103REYKJAVÍK,SÍMlœSU00,SÍMBRÉF5691181,PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 6691122; NETFANG: RITSTJ(SMBLIS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Skíðatíðin hafin víða Hm landið NÚ geta þeir, sem finnst skemmti- legt að renna sér á skíðum, svo sannarlega kæst, því búið er að opna nokkur skíðasvæði lands- manna og stefnt er að því að fleiri verði opnuð næstu daga. Skíðasvæði IR í Hamragili var opnað á föstudag og að sögn þeirra sem þar renndu sér í brekkunum var færi gott en heldur kalt. Það er óvenjulegt að hægt sé að opna svo snemma f Hamragili, en undanfarin ár hefur verið opnað þar í byrjun febrúar. Tvær lyftur voru opnaðar í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í gær ^g þótti skfðafæri mjög gott. I Blá- tjöllum er stefnt að því að opna á inilli jól.i og nýárs eins og gert var í fyrra. Þessir strákar hafa að vonum verið ánægðir með að geta dregið fram snjdbrettin sín til að þjóta nið- ur brekkurnar í Hamragilinu í gær. Gert er ráð fyrir köldu veðri í dag en fljótlega á að snúa til suðlægrar áttar sunnanlands og hlýna. Morgunblaðið/Jim Smart B Ari Edwald, framkvæmdastjöri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að raska ekki samkeppnisstöðu fyrirtækja 1 kjarasamningum Megin markmið að ekki verði samið umfram 3,5% SKYRGÁMU& SAMTÖK atvinnulífsins hafa sett sér það meginmarkmið í komandi kjaraviðræðum að launaþróun á ís- landi verði sambærileg við launa- .qbróun í viðskiptalöndunum svo ekki verði grafið undan samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segir í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu í dag að heildarlaunabreytingar í nágranna- löndunum séu í kringum 3% á ári. „Launabreytingar sem hér hafa orðið umfram gerða samninga hafa verið metnar í heild nálægt 2%, þannig að í raun bendir það til þess að umsamdar heildarlaunabreyting- ar á íslandi ættu ekki að vera meiri en um 1% að jafnaði," segir Ari. „Við búum hins vegar við það að hér eru kjarasamningar í gildi á næsta ári, sumir samningar gilda fram í október og aðrir til ársloka, ?em fela í sér 3,5% almennar launa- hækkanir. Enda þótt atvinnulífið telji að sú hækkun sé óþægilega há þá höfum við ekki gert okkur vonir um að við getum náð samningum sem séu mikið lægri en það. Samtök atvinnulífsins munu því hafa það sem megin markmið að halda sig réttu megin við þessa breytingu og fara ekki út fyrir hana," segir Ari. Krafa VMSI var metin til 10% launahækkunar Fram kemur í viðtalinu við Ara að atvinnurekendur eru reiðubúnir að teygja sig lengra til að hækka laun lægst launuðu hópanna en annarra en á það sé þó að líta að aðstæður til að hækka lægstu launin meira en önnur laun séu erfiðari í dag en var við gerð kjarasamninganna árið 1997. Ari segir einnig að Samtökum at- vinnulífsins hafi þótt miður að ekki tókst að gera skammtímasamning við Verkamannasambandið, en þeim viðræðum var slitið sl. fimmtudag þegar vinnuveitendur höfnuðu kröfu VMSÍ um 11 þúsund kr. taxtahækkanir. „Við mátum kröfu VMSÍ upp á um 10% hækkun og það er einfald- lega of mikil hækkun þótt við viljum hækka lægstu laun meira en sem nemur meðaltali. Þessi niðurstaða hefði verið ósamrýmanleg þeim verðstöðugleika sem við stefnum að og því orðið til tjóns fyrir þjóðfélag- ið og kaupmátt almennings. Mér þykir það hins vegar miður að ekki hafi gengið að fara þessa leið, sem er að ýmsu leyti raunsæ við núver- andi aðstæður," segir hann. Ari seg- ir einnig að það myndi skipta miklu máli í kjaraviðræðunum ef ríkið lýsti því yfir að það stefndi að því að launaþróun starfsmanna þess yrði í samræmi við það sem um semdist á almenna markaðinum. „Við höfum ekki séð neina slíka stefnumörkun af hálfu ríkisins sem vinnuveitanda, en hún væri mjög mikilvæg," segir hann. ¦ Meira í húfi/10 dagar til jóla Allt að 85% hækkun á lax- veiðiley fum OKKAR SERFRÆÐINGAR - bl\ AVÓXTUN sfi. BUNAMRBANKINN VERÐBRÉF HÍmi 525 6060 • www.bl.ls • vurdbrcffeJbUs VERÐ á veiðileyfum 1 laxveiðiám hefur farið hækkandi í tilboðum í árnar fyrir næsta sumar og þannig hækka veiðileyfi í Miðfjarðará um allt að 85%. Hæsta tilboð í ána var 32 milljónir króna og var fimm milljón- um króna hærra en næsthæsta til- boðið. Veiðileyfi hafa einnig hækkað í Grímsá, Víðidalsá, Þverá, Norðurá og Hofsá. Dagurinn í Grímsá í júní á að kosta 80 til 90 þúsund krónur. Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal og formaður Veiðifélags Grímsár, tjáði Morgunblaðinu að mikil þensla væri á veiðileyfamarkaðinum. Svonefndur útlendingatími væri lengdur en hækkun ekki velt út í verðlagið inn- anlands. Pétur Pétursson, sem leigir Vatnsdalsá ásamt öðrum, segir að laxveiðileyfi hefðu alltaf verið dýr en ástæða væri til að staldra við og íhuga þá keðjuverkun sem nú væri farin af stað. Böðvar Sigvaldason, formaður Landssambands veiðifé- laga, sagði að skýra mætti hækkun veiðileyfa með aukinni eftirspurn er- lendra veiðimanna. Laxastofnar væru minnkandi í nágrannalöndum og þótt lægð hefði verið í veiði hér- lendis á liðnu sumri teldist hún samt vera í fremstu röð. ¦ Hlynntur háu verði Eyþór Sigmundsson laxveiðimað- ur kvaðst vera hlynntur háu verði á veiðileyfum. Hann sagði hins vegar byrjað of snemma á veiðum en óhæfa væri einnig hversu lengi á haustin veiðin stæði. Hann varaði líka við of mikilli fjölgun stanga, fiskurinn fengi engan frið í ánum, víða væri bókstaflega verið að tæma árnar. ¦ Verðbólga/24 Alvarlegt umferðarslys á Reykja- nesbraut MAÐUR slasaðist alvarlega er bifreið, sem hann ók, lenti á ljósastaur á Reykjanesbraut, rétt norðan Smiðjuvegar um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Einnig varð bílvelta á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar um klukk- an þrjú, en slys urðu ekki á fólki. Ökumaður bílsins á Reykja- nesbraut var fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn lögreglu hefur hann misst stjórn á fólksbifreiðinni, með þeim afleiðingum að hún sner- ist í hálku og lenti utan vegar á fjósastaur. Bifreiðin er mikið skemmd og staurinn ónýtur. Á Suðurlandi gekk helgar- umferðin ágætlega í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var nokkur hálka á veg- um en hún hamlaði ekki um- ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.