Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 33 ptotgttnftliifeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrrair Gunnarsson. HERFERÐ GEGN OF HÁU VERDI AÐ UNDANFÖRNU hefur þess gætt í vaxandi mæli, að almenningur í Evrópulönd- um unir ekki lengur því verð- lagi, sem lengi hefur einkennt viðskipti og þjónustu. Segja má, að í sumum þessara landa einkennist umræðurnar nánast af uppreisn gegn alltof háu verðlagi. Það á ekki sízt við um Bretland, þar sem almenning- ur, fjölmiðlar og stjórnmála- menn hafa sameinast í baráttu gegn verðlagi, sem að mati þessara aðila er alltof hátt og þá með tilvísun til verðs á sam- bærilegum vörum og þjónustu í nágrannalöndum. Þessar umræður hafa teygt sig hingað til lands eins og komið hefur fram í fréttum og forystugreinum Morgunblaðs- ins að undanförnu. Með því að nota verðsamanburð á milli landa, sem birzt hefur við og við undanfarna mánuði í al- þjóðlegum fjölmiðlum, og bera saman við sambærilegar vörur hér hefur Morgunblaðið sýnt fram á, að verðlag hér er alltof hátt. Skýringar og svör þeirra, sem selja viðkomandi vörur og þjónustu hafa í fæstum tilvik- um verið sannfærandi. Þessar umræður komust á nýtt stig nú í haust, þegar Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, gekk fram fyrir skjöldu og gagnrýndi harðlega hækk- andi matvöruverð í stórverzl- unum á höfuðborgarsvæðinu, sem hann benti á með fullum efnislegum rökum að ættu sér engar skynsamlegar skýringar aðrar en þær að stórverzlan- irnar væru einfaldlega að hækka verðlag í skjóli fá- keppni. Þessi framganga for- sætisráðherra er afar mikil- væg vegna þess að hún gefur baráttunni gegn alltof háu verðlagi alveg nýtt vægi. Æskilegt væri að bæði Neytendasamtökin og verka- lýðsfélögin fylgdu þessu frum- kvæði forsætisráðherra fastar eftir en þau hafa gert og það sama má raunar segja um fjöl- miðla. Það er ríkt tilefni til. Seljendur vöru og þjónustu hafa alla tíð búið við mikla fjarlægðavernd. Landsmenn hafa ekki átt annarra kosta völ en að greiða uppsett verð. Jafnframt gerðu margvísleg höft og takmarkanir það að verkum, að alltaf var hægt að skýra hátt verðlag með tilvísun til þess. Þetta er löngu liðin tíð. Allur innflutningur er frjáls með örfáum undantekn- ingum á sviði búvara. Almenn- ingur ferðast mikið til annarra landa og á auðvelt með að bera saman vöruverð. Evran gerir það að verkum, að verð á milli Evrópulanda er að verða gagn- sætt og sambærilegt og enn auðveldara en áður að bera saman verð á vörum hér á ís- landi og í nálægum löndum. Til viðbótar kemur að net- verzlun er að ryðja sér til rúms og mun stóraukast á næstu ár- um. Netverzlunin gerir það að verkum, að íslenzkur almenn- ingur á tiltölulega auðvelt með að nálgast vörur með öðrum hætti en milligöngu verzlunar- aðila á íslandi. Þessi nýi sam- keppnisaðili mun leiða til þess að aðhald að íslenzkri verzlun eykst mjög frá því sem nú er. Hið háa verð er ekki ein- skorðað við innfluttar vörur. Það er einkenni á margvíslegri þjónustu, sem hinn almenni borgari þarf á að halda. Þrýst- ingur á lækkun á verði slíkrar þjónustu kemur bæði með auk- inni samkeppni eins og á síma- markaðnum og með saman- burði við önnur lönd, sem verð- ur stöðugt auðveldari. Það er tímabært að lands- menn láti til sín heyra í þess- um efnum. Verð lækkar, ef seljendur vöru og þjónustu finna, að almeriningur er ekki tilbúinn til að borga hvað sem er. Þrýstingur á seljendur verð- ur til þess, að þeir gera stífari kröfur til sinna viðskipta- manna bæði innlendra og er- lendra um lægra verðlag. Þannig hefur krafa neytandans um hóflegt verð aðhaldsáhrif í öllu atvinnulífinu og þar með jákvæð áhrif. Einn þáttur í því að tryggja viðunandi verð á matvælum er alger uppstokkun í landbúnað- argeiranum. Þær umræður hafa legið niðri um hríð en tímabært að þær hefjist á ný. Búvöruverð er alltof hátt og hærra en það þyrfti að vera. Hið háa verðlag kemur ekki fyrst og fremst bændum til góða heldur alls konar millilið- um, sem hafa hlaðizt utan á landbúnaðarkerfið. Það er tímabært að þar verði breyting á. M: En hvernig kom myndlistarlífið þér fyrir sjónir í Reykja- vík? G: Mér virtist meg- inhluti þeirra verka, sem ég sá hér í bæ um og eftir 1920, vera landslagsmál- verk, sem gátu minnt jöfnum hönd- um á Monet eða Cézanne, óhlut- kennd eða abstraktmálverk sá ég ekki. Mér fannst þessi list okkar nokkuð einhæf, bæði um fyrirmynd- ir og stefnu: myndir af fólki eða dýrum, uppstillingarinteriör, sögu- legar illustrasjónir, fantasíur, myndir úr biblíunni, en goðafræði- myndir sá ég sjaldan. Listamenn- irnir höfðu yfirleitt einn og sama smekk: það var landið, ósnortið og helzt óbyggt, sem heillaði hugann. Yfirleitt var ekki leitað að öðrum viðfangsefnum, þótt nokkrar undan- tekningar mætti finna. Miðað við þann mikla vermireit listarinnar, París, vorum við langt á eftir tíman- um. Það er þó skoðun mín, að við hefðum tapað nauðsynlegum áhrif- um og kynnum af Monet og Cézanne, ef við hefðum fylgzt betur með og málað eftir nýjustu tízku eins og hún þá'var (Mondrian-Gris- Kandinsky-Léger). Það álít ég hefði orðið mikið áfall fyrir okkar ungu myndlist. Eg var stundum á þessum árum að velta fyrir mér, hver yrði fram- tíð myndlistarinnar hér heima. Lít- ið af erlendum og nýjum straumum barst hingað til lands og þess vegna var mjög erfitt að sjá fyrir, að er- lendra áhrifa myndi gæta hér, svo HELGI spjall mjög sem raun hefur borið vitni. Ég hélt þá, að ungir íslenzkir listamenn myndu mála og gera myndir af fólkinu í landinu af sömu ást, innlifun og hrifningu og eldri málararnir mál- uðu þá landið sjálft. Þetta var minn draumur og óskhyggja og ég reikn- aði vitanlega ekki rétt. Reyndin hefur orðið sú, að það eru ekki við- fangsefni eða fyrirmyndir, sem heilla hugi myndlistarmanna, held- ur stefnur. Þannig kemur það mér fyrir sjónir. Ég hef alltaf haldið upp á helgimyndir og fyrir mér eru flestar góðar myndir í snertingu við eitthvað það, sem listamanninum er heilagt. Mér finnst að gömlu málar- arnir okkar beri djúpa lotningu fyr- ir sínu fjalli eða sínu mótívi. Þetta gefur myndunum dýpra og húman- istískara innihald} sem nær út fyrir það listræna. Eg sakna þessa stundum í myndum hinna nýrri málara, bæði erlendra og inn- lendra. Þó finn ég þessa helgi í myndum sumra hinna miklu óhlutkenndu meistara, mér fínnst þeir hafa átt sinn helgidóm í mótífinu. Og þó maður viti ekki með vissu, hvað þetta mótíf var, þá hóf það list þeirra í hærra veldi. M: Og hvenær fórstu utan? G: Haustið 1923, og að gömlum og góðum íslenzkum sið var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar. Eg hafði þá unnið mér inn og safnað saman peningum, sem áttu að nægja fyrir fargjaldi, uppihaldi og námskostnaði yfir veturinn. Það hafði tekið mig mörg ár að nurla þessum peningum saman, en ýmsir góðir menn, sem ég þekkti, höfðu stundum greitt götu mína með því að veita mér mat eða húsnæði fyrir lítið, stundum ekkert. Peninga í reiðufé varð ég ella að vinna mér inn, að undanteknum eitthvað 300 krónum, sem ýmsir höfðu gefið mér. Þessi fyrsti vetur minn erlend- is var mér mjög gagnlegur, því ég fékk kennslu í teikningu, bæði per- spektívi og teikningu eftir gipsi. Kennari minn var Viggó Brandt, sem ýmsir listamenn hér heima munu kannast við, því fleiri íslend- ingar en ég hafa notið tilsagnar hans. Annars er það ekki ómaksins vert að segja frá mínu fábreytta listmannalífi í hinni dönsku höfuð- borg. Mér er ekki kunnugt um að neinir íslenzkir málarar hafi verið þar við nám þennan vetur, en þó má vera, að svo hafi verið. Eg hitti fáa íslendinga, skemmti mér aldrei, lifði eins og fátæklingur, enda ekki um annað að gera. Eg málaði heima, þegar tími var frá skólavinnu, og mér gekk betur en áður. Ég hafði sæmilegt að borða, en kalt í herberginu. Eg fékk kuldabletti á fingurna, það var leið- inlegt, því ég þurfti að vefja þá. Þetta batnaði þó með vori, sem kom snemma og þá var gaman að ganga undir stórum trjám í góðu veðri eða einsamall í iðandi mann- fjölda, þar sem maður þekkti ekk- ert andlit. M. UM EÐA UPP UR þessari helgi má gera ráð fyrir, að Alþingi samþykki þingsálykt- unartillögu ríkisstjórn- arinnar um Fijótsdals- virkjun og þess vegna er tilefni til að rifja upp þær meginröksemdir, sem Morgunblað- ið hefur fært fram fyrir þeirri skoðun, sem blaðið hefur lýst á annað ár, að virkjunin eigi að fara í svonefnt lögformlegt umhverfismat. Þessar umræður eru orðnar þær umfangs- mestu, sem fram hafa farið um umhverfismál á íslandi frá því að Laxárdeilan stóð yfir. Hvað sem öðru líður má fullyrða, að þetta mál verður víti til varnaðar í framtíðinni. Engum mun detta í hug að fara í aðrar stór- framkvæmdir á borð við þær sem hér er um að ræða án umhverfismats. Með því hefur vissum árangri verið náð. Ekki fer á milli mála, að á Alþingi er meiríhluti fyrir því að samþykkja þingsálykt- unartillögu ríkisstjórnarinnar og veita Landsvirkjun þar með pólitískan stuðning til þess að hefja framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun eða halda þeim áfram eins og fyrir- tækið vill raunar orða það. En jafnljóst er, að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því, að virkjunin fari í lögformlegt umhverfismat. Það er að vísu ekki í fyrsta sinn, sem slíkur skoðanamunur kemur fram á milli meirihluta Alþingis og meirihluta þjóðarinnar, en það er önnur saga. Þessar umræður hófust að marki fyrir rúmu ári. Greinaflokkur hér í Morgunblað- inu, sem nefndist Landið og orkan og sjón- varpsþættir Ómars Ragnarssonar áttu mik- inn þátt í því að þær hófust. Þá þegar var því haldið fram af talsmönnum virkjunarinnar - og þar var og er Halldór Asgrímsson, utan- ríkisráðherra og fyrsti þingmaður Austur- lands, fremstur í fiokki - að ekki væri tími til að framkvæma slíkt umhverfismat vegna þess, að þar með væru forsendur brostnar fyrir samningum við Norsk Hydro um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði. Því var haldið fram, að umhverfismatið tæki svo langan tíma. Eftir því, sem umræður hafa skýrt málið hefur komið í ljós, að þessi meginrök- semd talsmanna framkvæmda án umhverfis- mats stenzt ekki. í fyrsta lagi stenzt hún ekki vegna þess, að hefði virkjunin verið sett í umhverfismat á grundvelli laganna frá 1993 fyrir rúmu ári, þegar umræðurnar hófust, væri því ferli að Ijúka snemma á næsta ári. Fullyrða má miðað við framkomnar upplýsingar að því hefði ver- ið lokið fyrir 1. júní á næsta ári og vel það en það er sú dagsetning, sem miðað er við í sam- komulagi ríkisstjórnarinnar og Norsk Hydro. I öðru lagi er þessi megin röksemd tals- manna virkjunar án umhverfismats hrunin vegna yfirlýsingar talsmanna Norsk Hydro fyrir skömmu þess efnis, að áhugi fyrirtæk- isins á álveri á Reyðarfirði mundi ekki minnka, þótt einhverjar tafir yrðu á fram- kvæmdum vegna umhverfismatsins. Ríkis- stjórn og meirihluta Alþingis brá mjög í brún við þá yfirlýsingu og umsvifalaust var haft samband við Norsk Hydro, sem degi síðar sendi frá sér aðra yfirlýsingu en þó var ljóst af orðalagi hennar, að þar var í engu borið á móti yfirlýsingu talsmanns fyrirtæk- isins daginn áður. Þessi yfirlýsing Norsk Hydro þýðir, að nú væri hægt að taka ákvörðun um að framkvæma umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun á grundvelli laganna frá 1993 án þess að það stofnaði í hættu hugsan- legu samstarfí við norska fyrirtækið um byggingu álvers á Reyðarfirði. Slíku um- hverfismati yrði lokið snemma á árinu 2001. Rétt er að hafa orð á því í þessu sambandi að til þess liggja ákveðin rök frá hagsmuna- sjónarmiði Norsk Hydro að fyrirtækið gaf þá yfirlýsingu fyrir skömmu, sem olli upp- námi meðal stuðningsmanna þingsályktunar- tillögu ríkisstjórnarinnar. Norska fyrirtækið er afar viðkvæmt fyrir öllum umræðum um umhverfísmál og lítur á það sem mikla hags- muni sína á alþjóðavettvangi að draga ekki að sér gagnrýni frá alþjóðlegum umhverfis- verndarsamtökum. Slíkar umræður í öðrum löndum skaða hagsmuni fyrirtækisins að mati forráðamanna þess og af þeim sökum var yfirlýsing fyrirtækisins gefin í framhaldi af viðtölum fulltrúa þess og þ.ám. sumra æðstu forsvarsmanna þess við fulltrúa frá al- þjóðlegum umhverfisverndarsamtökum. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 18. desember í þriðja lagi hefur legið fyrir frá því fyrr á þessu ári, að við íslendingar eigum fleiri kosta völ í sambandi við byggingu álvers á Reyðarfirði. Það eru fleiri en Norsk Hydro, sem hafa áhuga á að koma að byggingu þessa álvers. Þar er um að ræða bandaríska fyrirtækið Columbia Ventures, sem byggði álverið í Hvalfírði og hyggur á stækkun þess. Sá munur er á hugmyndum þessara tveggja fyrirtækja, að Norsk Hydro hyggst ekki eiga nema takmarkaðan hluta af álverinu í Reyð- arfirði og flest bendir til, að fyrirtækið ætli ekki að leggja fram fjármagn til byggingar þess, heldur muni það eignast hluti í því á grundvelli þeirrar tækniþekkingar og ann- arrar ráðgjafar, sem það leggur fram. Það erum við Islendingar sjálfir, sem eigum að taka hina fjárhagslegu áhættu af byggingu álversins, sem að sjálfsögðu getur leitt til verulegs hagnaðar en líka verulegs taps eftir því, hvernig álmarkaðurinn þróast. Columbia Ventures er hins vegar opið fyrir því að byggja álverið sjálft eða í samvinnu við okk- ur Islendinga, þannig að áhætta okkar yrði minni. Sú staðreynd ein, að við eigum fleiri kosta völ við byggingu álversins gerir það að verk- um, að við erum ekki eins háðir hugsanleg- um samningum við Norsk Hydro og við ella værum og gætum þess vegna leyft okkur þann munað að setja Fljótsdalsvirkjun í um- hverfismat. Þegar þessar meginröksemdir þeirra, sem vilja byggja virkjunina án umhverfismats, eru skoðaðar nú við lok afgreiðslu málsins á Alþingi er ljóst, að þær standast ekki. Og raunar er það svo, að segja má, að í umræð- unum hafi málefnagrundvöllur þeirra brostið gersamlega. Enda hafa þeir ekki gert nokkra tilraun til þess að svara með málefna- legum rökum þeim sjónarmiðum, sem hér hefur verið lýst. Þessi veika málefnalega staða talsmanna virkjunar án umhverfismats kom skýrt fram í litlu atviki á Alþingi, þegar Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna lagði til, að óskað yrði eftir því að fulltrúar Norsk Hydro mættu á fundi þingnefnda til þess að Alþingi gæti milliliðalaust kynnzt sjónarmið- um fyrirtækisins en þyrfti ekki að notast við upplýsingar þar um frá iðnaðarráðuneyti annars vegar og fjölmiðlum hins vegar. Þessi sjálfsagða hugmynd fékk ekki hljómgrunn. Hvers vegna ekki? Hafi talsmenn virkjunar án umhverfismats verið svo vissir um að þeir hefðu rétt fyrir sér í túlkun á afstöðu norska fyrirtækisins hefðu þeir væntanlega talið sér tO framdráttar að fá fulltrúa þess hingað. Hafi þeir hins vegar haft áhyggjur af því að annað kæmi í ljós er afstaða þeirra skiljan- legri. En er hún boðleg? Efnahags- leg rök I EN ÞAÐ ERU jafnframt aðrar rök- semdir fyrir því að skynsamlegt kunni að vera að fara sér hægar í framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun en stefnt er að og af þeim sökum myndist svigrúm til lögformlegs umhverfismats, hvað sem öðru líður. Þau rök eru af efnahagsleg- um toga. Hvort sem er á vettvangi stjórnmála eða í atvinnulífinu hafa menn vaxandi áhyggjur af aukinhi verðbólgu og viðskiptahallanum. Þeir sem eru bjartsýnir benda á allt það já- kvæða, sem fyrir liggur um efnahagsstöðu þjóðarinnar um þessar mundir. Atvinnulífið stendur með miklum blóma. Staða þjóðar- búsins er sterk að mati alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja, sem meta lánshæfi þjóða. Það er sama hvort litið er til OECD, sem nýlega hefur sent frá sér skýrslu um Island eða til fyrirtækjanna Moody"s og Standard & Poor's, allir þessir aðilar ljúka upp einum rómi um, að efnahagsstjórn íslendinga sé til mikils sóma. Enda blasir veruleikinn við. Landsmenn hafa aldrei búið við slíkt góðæri og nú. Kaupmáttur launþega hefur vaxið ótrúlega á skömmum tíma og allt léikur í lyndi. Ríkissjóður skilar á þessu ári mesta tekjuafgangi frá 1962 og tekjuafgangurinn á næsta ári verður svipaður. Opinberar skuldir lækka og svo mætti lengi telja. Hinir svartsýnni viðurkenna þessar stað- reyndir en benda á tvennt. í fyrsta lagi að viðskiptahallinn sé svo mikill og verði fyrir- sjáanlega mikill áfram, að eitthvað muni undan láta. í öðru lagi að í því þensluástandi, sem nú ríkir á vinnumarkaðnum sé nánast ómögulegt að ná skikkanlegum kjarasamn- ingum. Eftirspurn eftir vinnuafli sé svo mik- il, að það verði mjög erfitt fyrir verkalýðsfé- lögin að gera hóflega kjarasamninga. Þess HORFT TIL HEKLU vegna muni trúin á efnahagslegan stöðug- leika fara dvínandi, þrýstingur á gengi krón- unnar aukast, sem leiði til vaxtahækkana til þess að koma í veg fyrir fjárstreymi úr landi, sem leiði aftur til lækkunar á verði hluta- bréfa. Það er alveg ljóst, að hinn mikli tekjuaf- gangur rfkissjóðs slær á þensluna svo og aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að auka sparnað, þ.á m. sala hlutabréfa í rfkis- bönkunum. En dugar það til? Getur verið að í þessu þensluástandi sé beinlínis skynsam- legt og jafnvel mjög nauðsynlegt að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við Fijótsdals- virkjun í eitt ár til þess að fram komi ákveð- inn slaki í efnahagsþenslunni, slaki, sem mundi m.a. stuðla að hóflegri kjarasamning- um en ella? Margir sérfróðir menn um efna- hagsmál mundu taka undir þetta sjónarmið en þá er um leið ljóst, að þegar af þessum efnahagslegu ástæðum mundi tími vinnast til þess að setja virkjunina í umhverfismat. Að undanförnu hefur athygli beinzt meira að arðsemi virkjunarinnar. Því hefur verið haldið fram, að arðsemi virkjunarinnar sé ekki nægilega mikil til að réttlæta byggingu hennar. I raun og veru eru slfkar deilur fyrst og fremst deilur um það, á hvaða forsendum eigi að byggja þá útreikninga og það er ekki hægt að komast að einni réttri niðurstöðu um það. Áætlað er að Fljótsdalsvirkjun kosti um 23 miHjarða króna. Hvort höfum við sem þjóð meiri arð af því að leggja þessa peninga í virkjun á þessum stað eða með því að ráð- stafa þeim með öðrum hætti? Röksemdir þeirra sem draga í efa arðsemi virkjunarinn- ar eru sterkar og andsvör hinna mættu vera meira sannfærandi. Pólitísku áhrifin ¦ UMRÆÐURNAR um umhverfismat á Fyótsdalsvirkjun eiga eftir að hafa víð- tæk pólitísk áhrif. Eins og sagði í upphafi þessa Reykjavíkur- bréfs er óhætt að fullyrða, að engri ríkis- stjórn eða þingmeirihluta mun koma til hug- ar að leggja út í annað slíkt mál. Það er já- kvæður árangur þessara umræðna. En jafn- framt er fórnarkostnaður Framsóknar- flokksins mikill. Krafan um byggingu Fljótsdalsvirkjunar án umhverfismats kemur fyrst og fremst frá Austfirðingum og forystumaður þeirra er Halldór Asgrímsson, fyrsti þingmaður kjör- dæmisins. Hann og framsóknarmenn munu uppskera í þessum landshluta eins og til hefur verið sáð, þegar kemur að næstu kosningum. En jafnframt mun staða Framsóknarflokks- ins á suðvesturhorni landsins veikjast mjög, þar sem mest andstaða er við að framkvæmd- ir hefjist án umhverfismats. Það mun draga eitthvað úr þessum neikvæðu áhrifum á fylgi Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu, að einn helzti andstæðingur tillögu rfkis- stjórnarinnar er Ólafur Örn Haraldsson, ann- ar þingmanna flokksins í Reykjavfkurkjör- dæmi. Afstaða hans verður til þess að halda einhverju umhverfisverndarsinnuðu fólki við Framsóknarflokkinn. Á móti koma hins vegar pólitískt óheppileg ummæli Sifjar Friðleifs- dóttur, umhverfisráðherra og þingmanns fiokksins í Reykjaneskjördæmi, sem veiktu svo mjög stöðu hennar sem ráðherra í upp- hafi, að hún hefur ekki náð sér á strik enn. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki fyrir nokkru áfalli, sem orð er á gerandi vegna þessa máls. Almenn pólitísk staða flokksins er svo sterk fyrir á höfuðborgarsvæðinu og öllum er ljóst, að þetta er mál Framsóknar- flokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, að þunginn af gagnrýninni beinist að þeim fyrr- nefnda. Afstaða Katrínar Fjeldsted, þing- manns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi, auðveldar umhverfissinnuðum Sjálfstæðismönnum að halda tryggð við flokk sinn. Áhrifin á fylgi flokkanna á vinstri kantin- um eru flóknari. Vinstri-grænir eru líklegri til þess að ná til sín því fylgi sem Framsókn- arflokkurinn tapar á höfuðborgarsvæðinu en Samfylkingin, m.a. og ekki sizt vegna al- mennt veikrar pólitískrar stöðu hinna síðar- nefndu. Það verður ólfklegra með hverjum deginum sern líður að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, gefi kost á sér til forystu í Samfylkingunni á næsta ári og þar með stóraukast líkur á því, að kerfi fjögurra flokka verði áfram við lýði, þótt í breyttri mynd sé. Samfylkingin nær sér einfaldlega ekki á strik vegna innri sundrungar og for- ystuleysis og mun því ekki geta hagnýtt sér pólitískar afieiðingar Fljótsdalsvirkjunar- málsins. Morgunblaðið/RAX „Þegar þessar meginröksemdir þeirra, sem vilja byggja virkjunina án umhverfismats, eru skoðaðar nú við lok afgreiðslu málsins á Alþingi er ljóst, að þær standast ekki. Og raunar er það svo, að segja má, að í umræðunum hafi málefnagrundvöll- ur þeirra brostið gersamlega. Enda hafa þeir ekki gert nokkra til- raun til þess að svara með mál- efnalegum rökum þeim sjónarmið- um, sem hér hefur verið lýst."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.