Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 35. SKOÐUN i i Líiuritm eð vÉíöliþiDun aíhotag^lia á tín abithu 1993-1999. 01M1996 01 £181997 01121998 01101999 Mánuðurogár H þeir sem greiða afnotagjald í dag. Verðið myndi óhjákvæmilega hækka, eins og gerst hefur hjá Stöð 2, eða í um 4.000 kr. á mánuði. Dagskráin yrði í auknum mæli sniðin að hags- munum auglýsenda og David Atten- borough kæmist tæplega á dagskrá, hvað þá þjóðfélagsumræða sem fram hefur farið í fjölmörgum umræðu- þáttum Ríkisútvarpsins, svo dæmi séu tekin. Er Ríkisútvarpið illa rekið? Eru til gild rök fyrir þeirri staðhæfingu, og ef svo er, hverjar eru þá lausnirnar? Fjárhagur Rfkisútvarpsins verður að vera traustur, ef ekki á að grafa und- an sjálfstæði þess. Afnotagjaldið hækkaði ekki frá því í febrúar 1993 þar til í desember 1998, eða í tæp sex ár. Þrátt fyrir litla verðbólgu á ís- lenskan mælikvarða þýðir þetta í raun verulegt tekjutap. Til að vinna á móti því hefur Ríkisútvarpið reynt af alefli að auka tekjur sínar af auglýs- ingasölu og kostun. Árið 1993 námu afnotagjöldin um 75 prósentum af tekjum Ríkisút- varpsins, í ár verður hlutfall afnota- gjaldanna líklega innan við 65 prósent af heildartekjunum. Eins og sést í töflunni sem sýnir hlutfall afnota- gjalda er það hlutfall næstlægst á ís- landi þegar borið er saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Vægi afnotagjalda hér á landi er næstminnst í þessum samanburði. Þó verður að taka mið af því að afnota- gjald á hvert heimili er töluvert lægra í Danmörku og að auglýsingaverð er töluvert hærra. Þetta þýðir t.d. að töluvert meira af auglýsingum liggur á bak við íslensku auglýsingatekjutöl- urnar en þær dönsku. Einnig er það athyglisvert að þróunin hér á landi er öfug við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þ.e. vægi auglýs- ingatekna og annarra tekna eykst hér á landi frá ári til árs en vægi afnota- gjalda hefur aukist hjá frændþjóðum okkar undanfarin misseri. Að öllum líkindum verður ísland með lægsta hlutfall afnotagjalda í ár. Skýringin á þessari þróun er sú að stjórnvöld hér á landi hafa ekki séð ástæðu til að tryggja það að afnotagjald Ríkisút- varpsins hækki í takt við þróun verð- lags eins og sjálfsagt þykir í flestum nágrannalöndum okkar. Hækkun afnotagjalda í samræmi við verðlagsþróun er óhjákvæmileg ef tryggja á gæði dagskrár og framboð dagskrárefnis frá ári til árs. Færa má gild rök fyrir því að sjálfstæði Ríkis- útvarpsins sé ógnað með svo lágu hlutfalli afnotagjalda sem raun ber vitni. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að afnotagjöldin eru hornsteinn sjálf- stæðis Rfkisútvarpsins. Tekjutap verður ekki endalaust brúað með auknum auglýsingatekjum og kostun. Þar fyrir utan er fylgni á milli auglýs- ingasölu og hagvaxtar í landinu. Spáð er minnkandi hagvexti á næsta ári, en það þýðir, ef sú spá gengur eftir, að auglýsingasala dregst saman og þar með tekjur Rfkisútvarpsins. Það eyk- ur enn á rekstrarvanda Ríkisútvarps- ins. Árið 1998 var tap á rekstri Ríkis- útvarpsins 345 milljónir. Áfallnar líf- eyrissjóðsskuldbindingar, sem Líf- eyrissjóður ríkisstarfsmanna getur ekki staðið undir, skýra að stórum hluta þetta tap, eða sem nemur 293 miHjónum króna. Halli á reglulegum rekstri var hins vegar 52 miujónir króna. Launakostnaður jókstum 12% frá árinu 1997 til 1998. Hjá Ríkisút- varpinu nema laun og launatengd gjöld um 65% af heildarútgjöldum. Full astæða hefði því verið til að mæta þessum launahækkunum með hækkun afnotagjalda. Það er Ijóst af framangreindu að Ríkisútvarpið get- ur vart lengur uppfyllt lögboðnar skyldur sínar, með óbreyttri afstöðu stjórnvalda. Óhjákvæmileg niður- staða hlýtur því að verða samdráttur í dagskrá á komandi misserum. Stjórnvöld hafa verið með háværar kröfur um hagræðingu innan Ríkis- útvarpsins undanfarin ár. Töluverður árangur hefur náðst í þeim efnum innan veggja Rfkisútvarpsins en slfk- ar aðgerðir duga ekki einar til ef end- ar eiga að ná saman. Mönnum hefur orðið tíðrætt um rekstrarform Ríkisútvarpsins, að ein- kenni einkarekstrar mættu vera meiri, svo vitnað sé í orð menntamála- ráðherra. Aðrir vilja ganga lengra og einkavæða Ríkisútvarpið. Hér verður ekki lagt mat á slíkar breytingar en þó skal bent á að árangursstjórnun og skýrari markmiðsstýring starfs- manna gæti án efa bætt rekstur og aukið ánægju í starfi án þess þó að ógna því sjálfstæði sem alltaf verður að vera í fyrirrúmi þegar hugað er að breytingum á rekstri Rfkisútvarps- ins. Einkavæðing auglýsinga- og inn- heimtudeildar eru t.d. breytingar sem ekM hefðu áhrif á sjálfstœðið. Niðurlag Á íslandi hefur undanfarin misseri glöggt mátt merkja þróun í samruna fyrirtækja sem augsýnilega getur stefnt til einokunar á vissum sviðum. Stærð markaðarins, eða öllu heldur smæð hans og einhæfni, gerir það að verkum að fákeppni getur orðið í til- teknum rekstri á örskömmum tíma. Fyrirsjáanlegt er hver tilhneigingin yrði eftir að öll Ijósvakamiðlun í land- inu stæði einkavædd. Eru íslenskir stjórnmálamenn tilbúnir að hugsa þá hugsun til enda að stjórnendur eins fyrirtækis eða samsteypu hafi um það lokaorð hvort þeir fá að tjá sig í út- varpi og sjónvarpi eða ekki? Milton Friedmann, Nóbelsverð- launahafi í hagfræði, lét einhvern tíma þau orð falla að stjórnmálamenn leystu aldrei neinn vanda því þeir væru vandinn. John Kenneth Gal- braith, einn virtasti hagfræðingur þessarar aldar, hefur haldið því fram að pólítísk hugmyndafræði hafi staðið í vegi fyrir raunsæjum og skynsam- legum tökum á viðfangsefnum stjórn- málamanna og þar með hindrað far- sælar lausnir á þeim vettvangi. Pólítísk hugmyndafræði virðist ein- mitt lita afstöðu íslensku stjórnmála- flokkanna til RfJrisútvarpsins. Stjórnarandstaðan og Framsóknar- flokkurinn verja svo til óbreytt fyrir- komulag en hægri vængurinn vill að sjónarmið einkarekstrar fái að njóta sín í meira mæli en nú er. Hér eru skoðanir flokkanna ýmist af eða á og þingmenn virðast múlbundnir á sín- um bás. Pólítísk pattstaða virðist komin upp. Viðfangsefnið er endur- skoðun á hlutverki Rfkisútvarpsins og það verður hvorki leyst með pólít- ískum hártogunum né pólítískri hug- myndafræði. Hér þarf að koma til önnur nálgun ef vel á að fara. í mál- efnum Ríkisútvarpsins er enginn stjórnmálaflokkur undanskilinn ábyrgð. Eitt er að átta sig á vandanum en annað er að bregðast við. Þegar kem- ur að hinu síðartalda þrýtur stjórn- völd því miður örendið. Ráðamenn þjóðarinnar gera sér flestir grein fyr- ir því a'ð staða Rfkisútvarpsins er ekki viðunandi en flesta virðist skorta kjark og áræði til þess að taka þannig á málum að viðunandi sé. Ef framtíð- arhlutverk Ríkisútvarpsins verður ekki skilgreint upp á nýtt og rekstrar- grundvöllur þess tryggður í náinni framtíð er ljóst að óskabarn þjóðar- innar verður að olnbogabarni hennar. Það er á valdi Alþingis að velja þessu barni hlutverk á nýrri öld. Þorsteinn Þorsteinsson erfor- stöðumaður markaðssviðs Ríkisút- varpsins. G. Pétur Matthíasson er deUdarstjóri innheimtudeildar Ríkis- útvarpsins. Hefur þú séð bæklinginn? k>1 Rosalega mikið af frábærum leikföngum Umboðsaöili MATTEL á Islandi: I. Guömundsson ehf. : Vatnagörðum 26, -104 Reykjavík Sími: 533 1999 - Fax: 533 1995 Sjáðu á netinu: www.mattel.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.