Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 48
fc8 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Hengdirðu Nei, við Hún er ennþá í ruslafötunni. myndina m ína ákváðum að Stattu þþarna og ég skal upp á vegg? henda henni. rúlla henni til þín. Það á ekki að rúlla mikilli list eftir veröndinni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bakborði Frá Jóhannesi G. Jóhannessyni: Á RÁÐSTEFNUNNI Vestur um haf, sem Stofnun Sigurðar Nordal gekkst fyrir nú á liðnum hunda- dögum, hvarflaði hugurinn oft að farkostum fornmanna. Skip öll eru gerð úr þremur ein- ingum, einum botni og tveim síð- um, stjórborðssíðu og bakborðs- síðu. Annars heita síður skipsins ýmsum nöfnum eftir aðstæðum. I höfn er sú sem að landi snýr land- borði en hin sem frá landi veit er útborði. Á siglingu er það borðið sem gegn vindi veit nefnt kulborði en hléborði það er undan veðri veit. Stýrið var ævinlega á hægri síðu á skipum víkingaaldar og því eðlilegt að sú hliðin nefhist eftir stýrinu; stjórborði, styrbord eða starboard. Þessi skilningur á nafngiftinni er viðtekinn á öllu voru menning- arsvæði nema á íslandi. Hér hefur n-i verið skotið inn í nafnið, sem þannig verður kennt við „stjórn" en ekki „stýri". Ur varð orðabókarónefnið stjórnborð, sem hvergi á sér formælendur. Á tímum víkinganna var megnið af skipaferðunum innsævis; um firði, ár eða vötn. Þegar dimmdi af nótt voru hvorki ljós né önnur leið- armerki eftir að sigla. Enginn sigl- ir óþekkt farvatn í myrkri og þá er fátt að gera nema að leggja að landi, að árbakkanum eða vatns- bakkanum, fyrir myrkur og bíða birtingar. I þann tíð var hægt að sigla hið Ijósa dægrið en ekki hið myrka. Þá varð að liggja. „Þá leggja þeir fram skip sín í lægi og skjóta bryggjum á land og gengur Þorvaldur þar á land upp með alla förunauta sína" segir í Eiríkssögu. Þar af mun vera dregið orðtækið dægursigling. Á opnu hafi utan landsýnar mátti sigla bæði dægrin, þótt Agli hafi orðið hált á því í Humberósum, þar braut á bæði borð en hann hleypti á Eiríks vit á Englastorð. Þegar lagt var að landi varð að vernda bæði skip og búnað. Þá voru ekki hafnir í hverri krumma- skuð, en ef nátta þurfti var skipun- um lagt við vatnsbakkann eða ár- bakkann. Ef stjórborðssíðu var lagt að bakka var viðkvæmasta og nauð- synlegasta siglingatækinu, stýrinu, stefnt í voða. Stýrisblaðið þurfti að standa djúpt í sjó til að skila sínu hlutverki og mun jafnan hafa rist allmiklu dýpra en sjálft skipið. Stýrið mátti að vísu losa úr fest- ingum og lyfta úr sjó, en það var tímafrekt, olli töfum og fyrirhöfn. Jafnan hagar svo til um ár og vötn að þar grynnkar er nær dreg- ur bakkanum og þótt skipið sjálft væri vel á floti var hætt við að stýrið tæki niðri ef stjórborðssíðan sneri að landi. Sennilega hefur snemma siglingaskeiðsins orðið hefð að leggja ekki að landi nema þannig að stýrið væri á útborða. Hin hlið skipsins nefnist bak- borði. Alla sannfærandi vísun skortir um tilurð nafnsins. Regla virðist samt að telja það vera vegna þess að stýrimaður hafi jafnan snúið sér að stýrinu og þá snúið baki við hinni síðunni, sem þvi sé kennd við bak stýrimanns- ins og því heiti hún bakborði. Hafi nú stjórborðssíðan snúið frá landi þegar legið var, þá hefur bak- borðssíðan snúið að landi, að ár- bakkanum; legið við bakkann. Hvað er þá eðlilegra en að nefna síðuna eftir þeim örlögum sínum að núast við bakkann og kalla hana bakkaborð, bakborða, back- bord eða bábor, eins og danskur- inn gerir; jafnvel hafnarsíðu -portside-, eins og engelskir. Kannske hefur bakborðssíðan þess vegna orðið geymslustaður fyrir búnað sem aðeins var notaður þeg- ar legið var við land, svo sem landgangsbryggjur sem þá var auðveldara að skjóta á land, einnig tjöld, eldfæri og matföng. Nafnið á hlið árinnar, ár-bak-ki og aftari hlið mannsins, bak eru samhljóða. Nærtækt er því að að ætla að þegar höfnum og viðlegu- köntum fjölgaði; þegar stýrið var komið miðskips aftan á skipið, sem þá var orðið aðeins bátur, og stýr- issveifin eðlilega langskips, en stýrimaðurinn sestur þversum í skutinn og hallaði sér út í bak- borðssíðuna, þá hafi bakborðsnafn- ið óafvitað tengst baki stýrimanns- ins en ekki árbakkanum. Þegar svo var komið og bæði borð voru orðin nothæf til viðlegu, þá mun bakkaborðs-hugtakið hafa fyrnst og gleymst en kenningin um bak stýrimannsins örvast og orðið rikj- andi þáttur í nafnmyndinni. Nú til dags mætti því spara bak- þankana um stýrimann en reyna heldur að klóra í bakkann. JÓHANNES G. JÓHANNESSON Austurbrún 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR5 Óte*^ Uu ¦} I ICTUÍIC DCI/iri AC*^ I I I I 3 LISTHUS REKIN AF 15 USTAMÖNNUM INGA ELIN ÓFEIGUR MEISTARIJAKOB i I I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.