Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 Skartgripaverslun FYRST og FREMST MORGUNBLAÐIÐ LISTER Gullsmiðja Hstgu augavegi 45 • Simi 561 6660 Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Þurfa íslendingar að læra dönsku? www.tunga.is RuXXac hjólatrilla kemst fyrír í smæstu bílum Léttir þér lífið og : tekur ekkert pláss \ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 I www.straumur.is l Óróasamt aðfangadagskvöld ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga AÐFANGADAGSKVÖLD- „THE MIDNIGHT BE- FORECHRISTMAS" eftir William Bernhardt. Ballantine Books 1999.225 síður. NÚ, ÞEGAR jólin nálgast, er ekki nema eðlilegt að grfpa sérstaklega auglýstar jólasögur úr hillum vasa- brotsbókanna í bókabúðunum. Ein slík er Aðfangadagskvöld eða „The Midnight Before Christmas" eftir William Bernhardt, sem nýlega var gefin út í vasabroti hjá Ballantine Books. Hér er um einskonar jólasögu að ræða. Eins og titillinn gefur til kynna gerist hún öll á aðfangadegi og fram undir miðnætti á aðfangadagskvöldi og segir frá hjónaerjum allnokkrum og svakalegum reyndar og ungri konu sem bæði er prestur og lög- Mozart við kerta- ljós HINIR árlegu kertayósatón- leikar kammerhópsins Camer- arctica verða haldnir annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 21 í Hafnarfjarðarkirkju, þriðju- dagskvöldið 21. desember í Kópavogskirkju og í Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðviku- dagskvöld 22. desember og hefjast þeir allir kl. 21. Að venju verða leikin verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica skipa þau Ár- mann Helgason, klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdótt- ir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Siguður Halldórsson sellóleik- ari.Verkin sem hópurinn hefur valið að þessu sinni eru tvö af þekktustu kammerverkum Mozarts, Eine Kleine Nacht- musik fyrir strengjakvartett og Kvintett fyrir karinettu og strengi. I lokin verður að venju leikin jólasálmurinn í dag er glatt í döprum hjörtum sem er einnig eftir Mozart. Tónleikarnir eru um klukku- stundar langir og eru kirkjurn- ar einungis lýstar með kerta- ljósum við þetta tækifæri. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Listin kryddar tilveruna Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com fræðingur, er flækist inn í deiluna. Spennusögur um réttlæti Höfundur hennar, William Bern- hardt, er einn af fjölmörgum lög- fræðingum í Bandaríkjunum sem snúið hafa sér að spennusagnaritun og njóta þekkingar sinnar í lögfræði- legum efnum og reynslu sinnar af málflutningi til þess að krydda með bækur sínar. Hann hefur skrifað þær nokkrar. Sú fyrsta var „Primary Justice" og fjallaði um lögmanninn knáa Ben Kincaid, sem er aðalpers- ónan í flestöllum bókum Bernhardts. Öll enda heiti lögfræðitrylla hans á orðinu , justice" eða réttlæti. Þannig heita næstu bækur Blint réttlæti, Banvænt réttlæti og jafnvel Full- komið réttlæti og þar fram eftir göt- unum. Nýja saga Bernhardts er alls ekki partur af réttlætisbálki höfundarins heldur sjálfstæð saga sem sérstak- lega er merkt á bókarkápu sem „há- tíðartryllir" og er ætluð sem jóla- lesning. Þótt hún gerist um jólin er ekki mikið hátíðlegt við hana, hún er heldur leiðinleg, óspennandi, afleit- lega samin, fléttan varla nokkur og persónurnar hver annarri lítilfjör- legri. Hér er ekki beint lagatryllir á ferðinni þótt ein aðalpersóna sög- unnar sé lögfræðingurinn Megan McGee. Aðfangadagskvöld er meira eins og undurfurðuleg kraftaverka- saga. Kannski Bernhardt eigi að halda sig alfarið við lög, reglur og réttlæti. Sagan hefst með miklum látum því Carl er drukkinn og vill fá að hitta son sinn á aðfangadag en fyrrver- andi eiginkona hans, Bonnie, leyfir honum það ekki. Carl slæst við nýja manninn í lífi hennar, Frank, en son- urinn er í felum innandyra. Carl hrökklast í burtu og lesandinn fær það á tilfinninguna að hann vilji helst drepa son sinn því ef hann fær ekki að umgangast hann skal enginn fá að gera það. Rýrtíroðinu Þetta er í Oklahoma-borg og Bonnie leitar ásjár hjá prestinum og lögfræðingnum Megan McGee og segir að Carl hafi áður reynt að myrða son þeirra. McGee er ein- stæðingur. Móðir hennar fórst fyrir nokkrum árum þegar hryðjuverka- Þversnið hugs- unar í heila öld BÆKUR Nynisliiik ÍSLENSKHUGSUN í ræðu og riti á tuttugustu öld Jónas Ragnarsson tók saman. Ut- gefandi Vaka-Helgafell, Reykjavík 1999. Prentvinnsla Oddi hf. 224 bls. „Nítjánda öldin er að kveðja og við stöndum á aldamótum. Við næstu áramót rennur upp ný öld, sem við allir vonum að verði ný í fleirum en einum skilningi. Við vonum að hún hafí svo margt nýtt að færa okkur að hún verði frelsis og framfara öld, heiíla og hagsælda óld, svo að þegar aftur sól hennar rennur til viðar þá verði okkar kæra fóstur- land búið að fá á sig nýtt snið og hagur landsmanna orðinn allur annar en hann er nú..." Þannig orðaði Valtýr Guðmunds- son hugsun sína í nýársávarpi sínu í Eimreiðinni árið 1900. Víst má segja að óskir hans og vonir hafi ræst um hag landsmanna og öðru- vísi sé um að litast á öllum sviðum þjóðlífsins nú en fyrir 100 árum. Líklega meiri munur en ef litið væri um öxl milli annarra aldamóta fyrr. Jón Ragnarsson hefur tekið saman úr ýmsum áttum tilvitnanir í ræður og rit fjölmargra íslend- inga 20. aldarinnar. Bókinni er skipt þannig upp að 2-5 tilvitnanir eru frá hverju ári aldarinnar og eru höfundar alls 250. Við fyrstu sýn er að sjá sem tengja megi inntak þessara tilvitn- ana við helstu viðburði íslandssög- unnar á öldinni, hvort heldur er á stjórnmálasviði eða almennt á framfarasviði tækni og menningar. Þarna eru tilvitnanir í ræður stjórnmálamanna í tilefni af heim- astjórn, fullveldi og lýðveldi. Stofn- anir eins og Landssíminn og Ríkis- útvarpið fá sínar lofrollur og reyndar eru talsvert margar til- vitnanir upprunnar úr útvarpser- indum, sem sýnir hversu mikilvæg- ur miðill hins talaða orðs Ríkisútvarpið hefur verið þjóðinni undanfarin 70 ár. Athyglisvert er að flestar tilvitnanir í ræður kvenna framan af öldinni snúast um móðurhlutverkið og uppeldis- mál og verður að telja að þar hafi ritstjórinn haft ákveðinn smekk fremur en hér sé um þversnið kvenlegrar hugsunar að ræða. Þá eru tilvitnanir í ræður lista- manna við ýmis tækifæri svo og skólamanna og kvenna. Allt á þetta það sammerkt að hafa í sér fólgna hvatningu til landsmanna um að standa vörð um menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar, varðveita tunguna og gæta vel að ungu kyns- lóðinni, hún sé sú sem landið eigi að erfa. Þegar heil öld er dregin saman á þennan hátt blasir við að sömu hugðarefni, sömu áhyggjuefni, sömu brýningar hafa dunið á þjóð- inni alla öldina; en um leið hefur ritstjórn þessa kvers í sér fólgna ákveðna stefnu sem segir einfald- lega að þetta hafi vissulega verið hugsað, sagt og ritað á öldinni, en hvort umþenkingarefni þjóðarinn- ar hafi ekki jafnframt verið fleiri og fjölbreyttari segir hún ekkert um; ekki verður lesið annað í bók- inni en það sem í henni stendur. Eins og titillinn bendir til er það hugsunin sem ráðið hefur ferðinni við val á tilvitnunum í bókina, mjög er misjafnt hversu vel menn og konur hafa orðað hugsun sína, hversu vel er komist að orði og hversu frumleg hugsunin er. Sumpart bera tilvitnanirnar þess merki að vera gripnar úr tækifær- isræðum, hátíðlegar og upphafnar, en fremur klisjukenndar, en margt er einnig til umhugsunar vekjandi. Helst er þó umhugsunarvert, eftir skoðun þessarar bókar að þrátt fyrir að tíminn líði og einstaklingar hverfi og aðrir komi í þeirra stað, að sárasjaldgæft er að einhverjum detti eitthvað nýtt og frumlegt í hug. íslendingar voru í raun að hugsa mikið til það sama fyrir 100 árum og núna; margt af því sem sagt var á fyrsta ári þessarar aldar gæti sem best verið sagt á næsta ári þó ekki sé hér verið að leggja til að lagst sé í stórfellda ritstuldi þegar kemur að því að viða að sér efni í tækifærisræður menningar- árs, kristnitökuárs og þúsaldarárs. Vafalaust getur þó bókin nýst vel ef ræðumenn vilja styðja mál sitt tilvitnunum í nafnþekktar persón- ur 20. aldarinnar. Til. að auðvelda það eru ágætar nafnaskrár og at- riðisorðaskrár aftast í bókinni. Þetta er falleg bók og vel frá- gengin, útlit hennar er með sér- stökum ágætum og prentvinnsla til fyrirmyndar. Bókarkápu prýðir greypt mynd af Snæfellsjökli, þeirri heimsþekktu uppsprettu andlegrar orku. Hávar Sigurjónsson menn sprengdu upp stjórnarbygg- ingu í óljósum tilgangi. Hún gat ekki hugsað sér að halda áfram prests- starfinu eftir það, missti guðstrúna að því er virðist, og lagði stund á lög- fræði. Ó, já, hún á risastóran hund sem slefar og prumpar í sífellu og á það að vera fyndið. Heldur er sagan rýr í roðinu og ekki bætir úr skák að persónusköp- unin er svo lapþunn að ómögulegt er að finna til samúðar með nokkurri manneskju. Það er helst Megan sem á að höfða til lesandans en hún er bara svo lítilfjörleg og óspennandi að mann varðar minnst um hana. Flétt- an tekur á sig alveg nýja mynd um miðbikið og eru hvörfin þau ekki mjög sannfærandi eða trúverðug. Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyr- ir glæpsamlegri hegðun persónanna eru einkar fánýtar miðað við ódæðis- verkið sem fremja skal og sú litla spenna sem Bernhardt reynir að kveikja verður aldrei að neinu og fjarar loks út með öllu. Heldur aumur „hátíðartryllir" þetta ef satt skal segja. Arnaldur Indriðason Vox Feminae í Háteigs- kirkju KVENNAKÓRINN Vox Fem- inae heldur hina árlegu aðventutónleika í Háteigs- kirkju annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20.30. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir, hljóðfæraleikarar Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari og Kristján Steph- ensen óbóleikari. Á tónleikun- um kemur einnig fram Stúlkna- kór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar .Á dagskrá verða jóla- og aðventulög frá ýmsum tímum eftir íslensk og erlend tónskáld, m.a. Brahms, Nanini, Wilcox, Eccard, Jón Sigurðs- son og Jórunni Viðar. Verð aðgöngumiða er 1.200 kr. og er miðasala hjá kórfélög- um og við innganginn. Kínverskur dansí Tjarnarsal UNNUR Guðjónsdóttir sýnir kín- verskan dans og litskyggnur frá Kína í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur á morgun, mánudag, kl. 17. Þetta er í tilefni þess, segir í frétta- tilkynningu, að þennan dag munu Portúgalar skila Kínverjum nýlend- unni Macao, sem Kínverjar hafa ráð- ið frá því 1557. Teikningar í Japis GOTTI Bernhöft sýnir í sanwinnu við hljómsveitina Sigur Rós teikn- ingar í hljómplötuversluninni Japis á Laugavegi. Til sýnis eru verk sem Gotti teikn- aði með kúlupenna fyrir geislaplötu sveitarinnar, Ágætis byrjun. Mynd- irnar, sem eru unnar í lok vetrar 1998, eru túlkun á textum laganna. Tónleikar á Ránni STÚLKNAKÓR Tónlistarskólans í Keflavík heldur útgáfutónleika á veitingahúsinu Ránni í dag, sunnu- dag, kl. 18. Þar verður kynnt ný geislaplata kórsins, Reynum aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.