Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 29 Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég sat í skólanum nokkrar annir en hætti svo, lauk þó stúdentsprófi í dönsku auk íslenskunnar." Áður en Sólveig fór að vinna við tölvuinn- sláttinn var hún í starfsþjálfun í skóla fatlaðra - Hringsjá. Einnig hafði hún unnið á Blindravinnustof- unni um tíma. „Eg fékk vinnuna við tölvuinnsláttinn í gegnum skól- ann, þetta er mjög góður skóli. Hannes Þorsteinsson, pabbi Guð- rúnar, skólastjóra Hringsjár, vinn- ur líka að þessu verkefni sem ég er að vinna við núna, í gegnum þann kunningsskap var ég ráðin," segir Sólveig. Eina sem skyggir á gleði hennar hvað vinnuna snert- ir eru erfiðleikarnir við að komast úr og í vinnu. „Ég fer hing- að í leigubíl, það kostar mig sama og að taka strastisvagn svo það er allt í lagi, verra er að það þarf allt- af einhver að fylgja mér inn, það er svo erfitt fyrir blinda manneskju að rata í Þjóðarbókhlöðunni og kannski er það líka svolítið erfitt fyrir ókunnuga þótt þeir séu sjá- andi," segir hún og brosir svolítið. Það er Kári sem um þessar mundir bíður eftir Sólveigu niðri í anddyri þegar hún kemur og fylgir henni upp. „Hann sækir mig líka í kaffi á morgnana, í sumar vann ég með þremur konum, þá tóku þær mig með sér. Þau hafa öll reynst mér vel, ekM síst Kári sem er mér afar góður, ég get ekki annað sagt," segir hún. Sólveig hefur búið ein í íbúðinni í Hamrahlíð hátt á annað ár. „Þetta gengur bara vel, en ég þarf mikla aðstoð til þess að þetta gangi upp. Vegna þroskafráviksins sem ég sagði þér frá áðan á ég erfitt með að vinna húsverk og félagsleg tengsl geta líka verið erfið. Ég þarf að hafa hlutina mjög nákvæma, það þarf ekki mikið til þess að ég fari úr sambandi, ég er frekar viðkvæm þannig." En af hverju skyldi hún ekki bara búa heima hjá foreldrum sínum? „Ég vildi búa ein og vera svolítið sjálfstæð," segir hún og brosir sínu fallega brosi. Ekki gekk það alveg átakalaust fyrir Sólveigu að feta fyrstu sporin á braut sjálf- stæðisins - fremur en mörgum öðr- um sem ungir eru að árum og óreyndir. „Mér fannst gott að fá mér bjór endrum og eins. Þegar ég var orðin ein og sjálf kom ég stundum við á heimleiðinni og keypti mér bjór til að hafa í ís- skápnum. Stundum urðu bjórarnir fleiri en einn og mér fannst það koma niður á vinnunni minni, hún yrði slakari fyrir vikið. Þá ákvað ég að hætta allri bjórneyslu og er feg- in að vera laus við það vesen," seg- ir hún. Ég spyr hvort hún sé ein- mana - hvort hún hugsi kannski til þess að gifta sig í fyllingu tímans og eignast börn. „Ef ég geng í hjónaband þá yrði maðurinnn sem ég giftist að sætta sig við barnlaust hjónaband. Ég er ekki mikið gefin fyrir börn og myndi heldur ekki treysta mér til að standa í upp- eldisstarfi. Ég á nóg með sjálfa mig," segir hún og hlær. En hvern- ig skyldi frítíminn hennar líða? „Við bóklestur fyrst og fremst," svarar hún. „Ég hlusta mikið á hljóðbækur." Nú stendur hún upp frá borðinu og sækir bláa möppu Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvað eru margar kvikmyndir gerðar í Bandaríkjunum? www.tunga.is Sólveig Bessadóttir að störfum í Þjóðarbókhlöðunni. sem í eru snældur með upplestri á bókinni Aldrei, aldrei án dóttur minnar, eftir Betty M. „Þetta er mjög góð bók en lýsingarnar í henni eru hræðilegar. í fyrrakvöld hafði ég ekki einu sinni matarlyst eftir að hafa hlustað - hugsaðu þér," segir hún og leggur möppuna aftur á sinn stað. Helst segist hún vilja hlusta á spennusögur. Birgitta Halldórsdóttir er skemmtilegur höfundur. „Líka hef ég gaman af að hlusta á sögur eftir Guðrúnu frá Lundi og Ingibjörgu Sigurðardótt- ur. Ekki það að ég hafi ekki líka hlustað á alvarlegri bækur, svo sem Njálu og Sjálfstætt fólk. Einnig skáldsögur eftir nútímahöfunda, svo sem Kristínu Ómarsdóttur, 01- af Gunnarsson og Þórarin Eldjárn. Mér finnst óskaplega gaman að hlusta á alls konar sögur - en spennusögurnar eru nú mitt upp- áhald," segir hún. En hvað þá með miðaldakveðskapinn sem hún vinn- ur við að slá inn á tölvu? Hann er ekki allur alvarleg- ur, sumt er létt og skemmtilegt," segir hún. Einkum liggur henni gott orð til skáldskapar Ólafs á Söndum sem uppi var á sextándu og sautjándu öld, en fjölmörg ljóð eftir hann hef- ur hún slegið inn á tölvu. „Mér finnst þetta starf sem ég vinn núna óskaplega skemmtilegt. Það veitir lífi mínu tilgang. Það er að mörgu leyti ekki gott hlutskipti að vera blindur - það er hins vegar ekki um annað að gera en sætta sig við það. Svona er þetta bara. Að hafa skemmtilega vinnu gerir líf mitt sannarlega miklu betra. Það er gaman að vakna og hafa nóg að gera. Ég vona að ég hafi þetta starf sem lengst," segir hún. Sólveig hefur liðsmann sem kem- ur tvisvar í viku til hennar. „Liðs- maðurinn minn er stelpa á aldur við mig, við förum saman í sund og Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Af hverju eru franska og þýska mikilvæg? www.tunga.is Girnileear J?, falleear * fðlaelaftr Útfeúum flir fyrir / Brot úr gamalli söngvísu Framorðið er og meir en mál að minnastá Guð þinn, kristin sál, gá að hvörsu hans gæskan blíð gætt hefur þín um liðna tíð. Upp, upp mín sál og allt mitt hold ávarpa Guð meðan Iifir á fold, herra þann góða hyllstu að, hans nafh dýrka og tilbið það. Ó, eg manneskjan eymdarleg, allt ræð eg þetta við sjálfan mig, hafandi af Guði hold og sál, heyrnina, sýnina, vit og mál. (Eftir Ólaf Jónsson á Sönd- um. Jón Nordal hefur útsett lag við þetta ljóð.) ljós, svo eldum við eitthvað saman, það er miklu ódýrara en að fara út að borða." Sólveig leigir fbúð sína á góðum kjörum og segist komast bærilega af með þær ráðstöfunar- tekjur sem hún hefur. „Það er ágætt að búa í þessu húsi, hér er að vísu ekki mikið um ungt fólkt, en fólkið sem býr hérna er þægi- legt," segir hún. í Blindrafélagið sækir hún félagsskap. „Eg á tvo vini þar og fer oft út að ganga með öðrum þeirra, hann er sjónskertur en vinnur fulla vinnu sem vélamað- ur á Blindravinnustofunni, hann gaf mér konfektið sem við erum að borða núna," segir hún og freistar mín um leið með enn einum mola. Aður en ég fer sýnir Sólveig mér tólvuna sína sem er með blindraletri. „Ég er með Netið og hvað eina," segir hún. Hún sýnir mér einnig gömlu ritvélina sína. „Hún er nú orðin óttalegur forngripur," segir hún og klappar gömlu vélinni sem hún lærði á forðum daga í Alftamýrar- skóla. Ég hef orð á að heimilið hennar sé notalegt og sest sem snöggvast í stóran, amerískan hvíldarstól sem hún segist hafa fengið í afmælisgjöf þegar hún varð tvítug. Hún er greinilega stolt af heimilinu sínu og spyr mig aftur hvort mér finnist það ekki alveg einstaklega vel þrifið. Eg svara ját- andi og lýg þar sannarlega engu. Sólveig gáir hvort þvotturinn sé ekki örugglega kominn inn í fata- skápinn. Hann er vissulega kominn á sinn stað en við athugun kemur í Ijós að tveir brjóstahaldarar eru ókræktir, hún réttir mér þá og bið- ur mig að krækja þá saman fyrir sig. „Heimilishjálpin mín er mín hægri hönd í bókstaflegri merk- ingu. Hún er yndisleg, þrífur allt, þvær allan þvott fyrir mig og geng- ur frá - hún gerir mikið fyrir mig. Hún kaupir lfka inn með mér, það hef ég alltaf átt mjög erfitt með, ég gæti ekki bjargað mér án aðstoð- ar," segir hún. Ég kræki þegjandi saman brjóstahöldurunum og rétti henni en hún lætur þá aftur í fata- skápinn. Síminn hringir. „Halló," segir Sólveig. „Hvernig er veðrið?" spyr hún eftir að hafa haft tólið við eyrað svolitla stund. „Jæja, já, kannski að við fáum okkur ark?" segir hún. „Vinur minn, sá sem gaf mér kökuna og konfektið er að biðja mig að koma í göngutúr," segir hún og tekur hendinni um leið fyrir tólið. „Allt í lagi, við sjá- umst þá!" segir hún svo í símann og leggur á. S Eg kveð þess fíngerðu stúlku sem á daginn slær inn ís- lenskan miðaldakveðskap en hlustar á spennandi sögur á kvöldin. Lyftan fer með mig niður á fyrstu hæð. Ég bíð svolítið til þess að vita hvort hún ætli ekki að tilkynna hvaða hæð við séum komnar á, eða í það minnsta kasta á mig kveðjuorðum. En hún stein- þegir og ekki segi ég heldur margt þegar ég fer út úr henni. And- blærinn úti er kaldur á kinn og í myrkrinu loga norðurljós. Ég virði þau og stjörnurnar vandlega fyrir mér nokkra stund áður en ég sest upp í bílinn og ek á brott. "i— CBjhúsqcqn Fáanlegt í Ármúla 8 -108 Reykjavik Sími 581-2275 ¦ 568-5375 ¦ Fax 568-5275 ni Verðj, Kirsuberjavið Mahogny Beyki Ask Eik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.