Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 38
A 38 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER1999 MORGUNBLADIÐ MINNINGAR GUÐBRANDUR GUÐMANN GUÐJÓNSSON k + Guðbrandur Guðmann Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 10. sept- ember 1935. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 9. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðjón Júli'usson, bifreiða- stjóri frá Reynis- vatni, og Marta Elín- borg Guðbrands- dóttir, húsmóðir frá Loftsölum f Mýrdal. Guðbrandur eignað- ist þrjú systkini, en tveir bræður létust í bernsku. Eftirlifandi syst- ir Guðbrandar, er Guðbjörg Guð- jónsdóttir, f. 22.8. 1928, maki Einar H. Hjartarson, f. 2.5. 1925, d. 28.1. 1995. Árið 1953, eftir útskrift frá Verslunarskdla Islands, hóf Guðbrandur störf hjá Lands- banka Islands og starfaði þar alla sína starfsævi, fyrst í Langholtsútibúi, síðan sem gjaldkeri í aðalbanka frá 1959-1962. Þá lá leiðin til veðdeildar bankans og var hann forstöðumaður þeirrar deildar frá .„Jp m 1980-1982. Stöðu útibússtjóra Landsbankans á Hvolsvelli gegndi Guðbrandur í átta ár eða til ársloka 1990. Eftir það starfaði hann í af- greiðslusljórn aðalbanka og var þar til ársins 1998 er hann lét af störfum. Einnig var Guðbrandur virkur í Glímufélaginu Armanni og starfaði innan sunddeildar fé- lagsins í áraraðir. Guðbrandur verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 20. desember og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kveðja frá systur: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkertbresta. Á grænum grundum lætur hann mighvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidagamína. I húsi Drottins bý ég langa ævi. Far þú í friði, minn kæri bróðir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðbjörg. Látinn er náinn frændi okkar, Guðbrandur G. Guðjónsson, eftir stutta, snarpa og hetjulega baráttu, aðeins 64 ára að aldri. Hann var öll- um þeim er til hans þekktu harm- dauði, því hæverskari og vandaðri mann var vart hægt að hugsa sér. Það ríkir sorg og söknuður í huga fjölskyldunnar og á kveðjustund eru margar minningar sem koma upp í hugann. Minningar, sem eru ekki of- arlega í huga dags daglega, en koma fram við missi hjartkærs frænda. Þannig er okkur systrum innan- brjósts þessa dagana, þegar við kveðjum Badda frænda, eins og við kölluðum hann alltaf, frænda sem hefur fylgt okkur frá blautu barns- beini og tekið þátt í öllum þeim gleði- og sorgarstundum sem við höfum átt á lífsleiðinni. Baddi var sérstakur maður, hann flíkaði ekki tilfinningum sínum, hann hafði ákveðnar skoðanir á flestu en kom þeim á framfæri á sinn hæverska hátt. Hlýjar minningar eigum við syst- ur frá bernskuheimili hans og móð- ur okkar en milli þeirra hefur alltaf verið sérstakt samband, ekki síður vina- en systkinasamband, sem að hluta skapaðist þegar tveir bræður þeirra létust í barnæsku með aðeins tveggja ára millibili. Þau hafa alltaf staðið þétt saman og er missir þinn, elsku mamma, mikill nú þegar Baddi hefur kvatt. Heimili afa Guð- jóns og ömmu Mörtu var okkur systrum alltaf opið og er mikils virði sú minning að hafa átt skjól hjá ömmu og afa á Skeggjó, þar sem amma var heima, óteljandi köku- sortir á borðum, saumaðir öskupok- ar fyrir öskudag, gerðar svuntur fyrir litlar stelpur og margt fleira. Baddi er órjúfanlegur hluti af þess- + Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður búsettur á Hvammstanga, lést fimmtudaginn 16. desember. Útförin verður auglýst síðar. Börn hins látna. & -'fiK V ; ..íSIJl + Okkar ástkæri, LEIFUR ORRI ÞÓRÐARSON, Kambaseli 53, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. desember. Útför bans verður gerð frá Seljakirkju mánu- daginn 20. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarkort Heilaverndar, sími 588 9220. Fyrir hönd aðstandenda, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir, Dagný Hildur Leifsdóttir, Nerissa Brown. um minningum þar sem hann bjó alla tíð á Skeggjagötunni með for- eldrum sínum og síðan með ömmu eftir að afi dó, að undanskildum 8 árum þegar hann var útibússtjóri Landsbankans á Hvolsvelli. Eftir að heilsu ömmu hrakaði og hún dvaldi síðustu æviárin á Drop- laugarstöðum leið ekki sá dagur að hann kæmi ekki til hennar, og ef hann var ekki viðlátinn hringdi hann í okkur systur, til að tryggja að ein- hver færi til hennar. Tryggð hans og umhyggja við ömmu var slík að sjaldgæft er. Baddi kvæntist ekki og eignaðist ekki börn, en við systurdætur hans, börn okkar og barnabörn fengum að njóta samvista við hann, stuðnings og væntumþykju, og má líta á hann sem okkar helsta velgjörðarmann alla tíð. Fyrir það ber nú að þakka við leiðarlok. Við systur kveðjum Badda með versi úr Passíusálmunum, sem við vitum að var honum kært, og biðjum guð að styrkja okkur öll í sorginni sem fráfall Badda veldur. Ég fel í sérhvert sinn, sál og líkama minn, I vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn. Margrét og Guðrún Ina. Hugsun og óskir mannsins eru lít- ils megnugar móti skapadómi al- mættisins. Með söknuði og trega kveðjum við nú elskulegan vin og frænda, Guðbrand Guðjónsson eða Badda eins og hann var ætíð kallað- ur af vinum sínum og ættingjum. Hann er fallinn í valinn langt um aldur fram aðeins 64 ára gamall, eft- ir erfiða baráttu við skæðan sjúk- dóm. Baráttu sem Baddi tókst á við af æðruleysi og seiglu eins og hon- um var tamast í lífinu, bjartsýnn og vongóður um að takast mætti að sigra og halda áfram lífsgöngunni. En honum hefur verið ætlað annað hlutverk í þeim heimi sem við ekki þekkjum og er okkur jarðarbörnum hulinn. Baddi var sérstaklega frændræk- inn og hafði yfirsýn yfir alla ættingj- ana og tengsl við þá, allt frá smá- börnum til þeirra sem komnir eru til elliára, hann var sá sem sameinaði frændfólkið. Hann skilur eftir sig tómarúm sem seint eða aldrei mun fyllast, var sannarlega höfðingi og sómi ættar sinnar. Ekki barst hann mikið á eða var gefinn fyrir að trana sér fram eða hreykja sér af verkum sínum, það var ekki hans stíll. Fyrir fáum árum gaf hann sóknarkirku sinni hér í Reykjavík fagurt og vandað hljóð- færi, en vildi ekki að haft væri hátt um það. Þannig var hann í stóru sem smáu, gjafmildur á sinn hlédræga hátt. Fyrstu kynni mín af frænda mín- um voru tengd sveitinni okkar Mýr- dalnum, þegar hann var að koma til að heimsækja frændur sína sem þar bjuggu. Hár og grannur, dökkhærð- ur, íþróttamannslega vaxinn enda sundkappi, dálítið strákslegur og stríðinn eins og fleiri frændur hans, en ávallt brosmildur og glaður eins og hann var alla sína ævi. Hjá afa og ömmu sinni á Loftsöl- um hafði hann oft verið í sumardvöl sem barn með móður sinni sem eins og svo margt af þvi fólki tengdist tryggðaböndum við æskustöðvarn- ar. Það gerði Guðbrandur líka, hann tók þar heima, hafði þar sterkar og djúpar rætur sem aldrei slitnuðu, þó svo að frændgarðurinn þynntist smátt og smátt eftir því sem árin liðu. Hann hafði það fyrir fastan sið að fara í Mýrdalinn á hverju sumri og stundum oftar en einu sinni. Á meðan móðursystur hans lifðu bauð hann þeim með ásamt móður sinni. Það voru hátíðisdagar hjá frænd- fólkinu á Loftsölum þegar slíkir au- fúsugestir komu. Baddi var þá oft beðinn að útrétta eitthvað í höfuð- borginni, sem hann var ætíð fús til. Þá var líka gripið í að hjálpa eitt- hvað til enda Baddi kunnugur öllu því sem gera þurfti frá unglings- og æskuveru sinni þar. Seinna urðu samskipti okkar meiri þegar við vorum bæði búsett í Rangárþingi, á söguslóðum Njálu, hann var útibússtjóri Landsbankans á Hvolsvelli, undirrituð búsett í Landeyjum. Þá var skipst á heim- sóknum, Baddi var höfðingi heim að sækja, öriæti og gestrisni þar í fyr- irrúmi. Ótal blómvendi og ýmislegt góð- gæti færði hann af rausnarskap inn á mitt heimili og sá jafnvel um það til margra ára að saumaklúbbar nytu góðs af. Ýmsum þótti Baddi vera fullnýt- inn á bfleign sína. Tfl margra ára ók hann um á gömlum Saab, sem virtist gera það af þægð við eiganda sinn að endast. Badda fannst það meira um vert að gleðja aðra. Baddi lét sér ekkert óviðkomandi hvað mín börn varðaði, spurði og spekúleraði við þau, hver staðan væri í námi eða starfi þeirra. Það voru góðar stundir þegar tími gafst til að spjalla saman, um heima og geima, íþróttir, stjórnmál, búskap og mannlífið yfirleitt. Baddi varð ekki dreginn í dilka ákveðinna stjórnmálaflokka, fór eft- ir sinni eigin sannfæringu og dóm- greind, húmorinn ofarlega og kímdi þegar menn voru ekki sammála í umræðunni. Á aðventu er hann kallaður í sína hinstu för, yfir í æðri heima, til ljóss- ins. Við sem eftir stöndum eigum minningar um góðan dreng sem ljós í myrkrinu og treystum því að hann Baddi okkar komi fagnandi heim til horfinna ástvina. Hrafnhildur Stella. Fyrstu minningar okkar um Guðbrand, frænda okkar og vin, eru frá því að við lékum okkur saman börn heima hjá afa og ömmu, Guðbrandi og Elínu á Loftsölum í Mýrdal. Heimilið á Loftsölum var þá mannmargt, einkum á sumrin og þar var oft glatt á hjalla. Mörg barnabörn þeirra hjóna höfðu þar sumardvöl svo sem títt var um börn úr þéttbýli á þeim tíma. Guðbrandur var mörg sumur í sveit á Loftsölum og kynntist þar sveitastörfum og lærði að meta íslenska náttúru, því óvíða er náttúrufegurð meiri en í Mýrdal. Afi á Loftsölum hafði mikl- ar mætur á nafna sínum og hafði oft á orði hvað hann væri skapgóður og viljugur til allra verka. Eins og öðr- um í ættinni þótti Guðbrandi alltaf vænt um Mýrdalinn og var mikill Skaftfellingur í sér. Á Skeggjagötu 10, bernskuheimili Guðbrands, þar sém hann bjó lengst af, var gott að koma. Foreldrar hans, Marta og Guðjón, voru sam- hent og hjá þeim ríkti einstök gest- risni og hlýja. Nú þegar jólin nálg- ast minnumst við jólaboðanna á Skeggjagötunni þar sem alltaf var veitt af mikilli rausn. Eftir lát föður síns bjó Guðbrandur með móður sinni að undanteknum nokkrum ár- um sem hann var bankaútibússtjóri á Hvolsvelli. Þegar móðir hans flutti á dvalarheimilið á á Droplaugar- stöðum heimsótti hann hana nánast daglega og vakti það athygli starfs- fólksins hversu mikla ræktarsemi hann sýndi henni. Ræktarsemi og góðvild voru hans aðalsmerki. Eftir að systkinin fimmtán frá Loftsölum sem alltaf höfðu haldið mikið saman hurfu af sjónarsviðinu varð Guð- brandur eins konar tengiliður og sameiningartákn í stórfjölskyld- unni. Hann fylgdist vel með okkur frændfólki sínu og tók þátt í öllum athöfnum fjölskyldunnar, bæði gleði og sorg. Ef okkur vantaði upplýs- ingar um ættartengsl og fjölskyld- umál var leitað til hans. „Baddi frændi" var sá sem allir þekktu, ungir og gamlir, og öllum þótti vænt um hann og mátu hann mikils. Enda þótt hann ætti við vanheilsu að stríða hin seinni ár lét hann það ekki aftra sér ef eitthvað var á döfinni, hann vildi standa meðan stætt var. Það var öllum gleðiefni að hann gat tekið þátt í ættarmóti okkar í Vík síðastliðið haust þótt hann gengi ekki heill til skógar. Meðal áhugamála Guðbrands voru ferðalög um landið. Hann tók virkan þátt í ættarferðum okkar fyrr á árum og minnumst við margra góðra stunda með honum frá þeim tímum. Við, nokkrir vinnu- félagar úr Landsbankanum, stofn- uðum lítinn ferðaklúbb fyrir nokkr- um árum og höfum ferðast saman vítt og breitt um landið og var Guðbrandur með í flestum ferðum. Hann fór með okkur í Ingólfshöfða nú síðsumars, þá meira af vilja en mætti. Þegar við gengum á höfðann lagði hann áherslu á að hann vildi ekki vera samferðafólkinu til byrði og fór sér hægt, því þrekið var á þrotum. Upp komst hann samt, á þrjóskunni einni saman, eins og hann sagði sjálfur á sinn góðlátlega kímna hátt. Guðbrandur var fróður og vel les- inn. Hann var áhugamaður um þjóð- legan fróðleik og var fastagestur á námskeiðum Jóns Böðvarssonar um íslendinga sögur í mörg ár. Hann var líka tryggur gestur í Hall- grímskirkju, það var kirkjan hans, og sýndu hann og Guðbjörg, systir hans, kirkjunni margan virðingar- vott. Nú þegar Baddi frændi hefur lagt upp í sína hinstu för er okkur efst í huga þakklæti fyrir langa og góða samfylgd og velvild við okkur og okkar fólk. Við geymum minning- arnar um góðan dreng sem með Ijúf- mennsku sinni og hógværð ávann sér traust og vináttu þeirra sem honum kyrmtust. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Systur hans Guðbjörgu og hennar fjöl- skyldu og Höllu Einarsdóttur, hans tryggu vinkonu til margra ára, sendum við samúðarkveðjur. Halla og Sigrún Valdimarsdætur. Kæri Baddi frændi. Við „dótið" eins og þú varst vanur að kalla okkur, viljum kveðja þig með fáum orðum. Takk fyrir fáar en góðar samver- ustundir í gegnum tíðina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt (V. Briem.) Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig í þinni sorg. Einar Ólafur, Erla, Guðjón Valur og fjölskyldur. í minningunni er bernskuheimur Skeggjagötunnar í Norðurmýri svo- lítið samfélag þar sem næstum allir í þessum fimmtán húsum þekktu alla. Þá var bílaeign íbúanna ekki til traf- ala og umferðin ekki meiri en svo, að gatan og gangstéttir voru vettvang- ur boltaleikja frameftir björtum sumarkvöldum þar sem hægt var strika potta og parís í mölina því ekki var malbiki eða hellulögn fyrir að fara. Guðbrandur Guðjónsson, Baddi, á Skeggjagötu 10 var hluti af þessum bernskuheimi. Hann er nú horfinn héðan, langt um aldur fram. Þótt aldursmunur væri nokkur, eða fjögur ár, sem er mikið á þess- um árum, höfðum við heilmikið sam- an að sælda um skeið, enda háttar svo til á Skeggjagötu að heimili hans númer 10 var nánast beint á móti æskuheimili mínu númer 19. I minningunni er einn vetur, 1948-9 eða þar um bil, þannig, að margt kvöldið sátum við saman í stofunni hjá honum og spiluðum matador, slönguspil og myllu. Hann kenndi mér mannganginn, en hafði ekki erindi sem erfiði og aldrei varð mikið úr taflmennskunni því þeim sem þetta skrifar gekk svo einstak- lega illa að forðast heimaskítsmát. En hann leyfði mér stundum að vinna. Marta móðir hans, sú ein- staka gæðakona, sparaði heldur ekki góðgerðirnar þessi kvöld með ýmsu sem var mér nýmæli eins og eggjadrykk sem var hreint sælgæti enda þótt meðal krakkakenja minna væri að borða ekki egg. Baddi átti mikið af bókum sem hann var óspar á að lána mér, Bennabækurnar og Bláu bækurnar, sem opnuðu ævin- týraheima. Foreldrar Badda, þau Guðjón og Marta, sýndu móður okkar systkin- anna margt vinarbragðið eftir að faðir okkar lést 1947. Hjá þeim var sími, sem þá var munaður og ekki á allra færi. Þar fengum við að hringja ef mikið lá við og þangað mátti líka hringja í okkur í viðlögum. I sima- línusamfélagi nútímans eiga sjálf- sagt ýmsir erfitt með að trúa þvi að í Reykjavík skuli hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.