Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 28
58 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ h Tölvurnar hafa opnað áður óþekkta möguleika fyrír blint fólk. Guðrún Guðlaugsdottir ræddi við Sólveigu Bessadótt- ur sem er einn starfs- manna við rannsóknir á íslenskum tónlistararfi. Hún slær inn texta sem lesinn er fyrir hana. Starfi sínu sinnir hún í Þjóðarbókhlöðu en heimili sitt á hún í Hamrahlíð 17. HÚN situr við langan, mjóan glugga og snýr bakinu í mig þegar ég kem inn. Út um gluggann sér yfir gamla kirkjugarðinn við Suður- götu, þar er nú snjór á gráum legsteinum og kræklótt trén sveigj- ast fyrir vindinum. En stúlkan við gluggann horfir ekki út, hún er önnum kafin við að skrifa á tölvu texta sem hún hlustar á af segul- bandi. Það myndi heldur ekki þýða fyrir hana að horfa út - því hún er blind. „Ég fékk of mikið súrefni eftir að ég fæddist," segir hún þegar ég spyr hana hvenær hún hafi misst sjónina. Er hægt að fá of mikið súrefni? spyr ég. „Já, þegar maður er fyrirburi og er bara eitt kíló, eða fjórar merkur, að þyngd," svarar hún og brosir lítillega. Enn í dag er Sólveig Bessadóttir ekki stórvaxin. Fingurnir sem þjóta yfir leturborð tölvunnar eru afar fínlegir og skólausir fæturnir smá- ir. Karlmannsrödd les hægt gamalt kvæði á bandinu og hún lætur tæk- ið endurtaka lesturinn aftur og aft- ur. Orðin birtast á stórum skjá jafnóðum og hún slær inn. Hún skrifar bæði rétt og vel - er greini- lega góð í réttritun, enda hefur stúlkan stúdentspróf í íslensku. „Ég er góð í málum en léleg í raungreinum, það tengist einhverju þroskafráviki sem ég greindist fyrst með í sumar," segir hún þeg- ar ég hef orð á hve rétt hún skrifi, blind manneskjan. Sólveig er starfsmaður samtakanna Collegium Musicum sem rannsaka um þessar mundir íslenska tónlistararfinn í samvinnu við Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu 2000, Kristnihá- tíðarnefnd og Landsbókasafn Is- lands - Háskólabókasafn. Það er rödd Kára Bjarnasonar, formanns Collegium Musicum, sem ég heyri í Sólveig Bessadóttir Starfið veitir lífinu tilgang tækinu. „Þetta starf skiptir mig óskaplega miklu máli," segir Sól- veig. Hún hættir eftir nokkra stund að skrifa, vistar textann og biður mig að finna spólu númer ellefu til að hafa tilbúna næst þegar hún tekur til starfa. Svo slekkur hún á tölvunni, beygir sig undir borðið til þess að finna skóna sína og stendur svo á fætur. Á ég ekki að leiða þig út, spyr ég. Hún þakkar mér fyrir, fer í grænan jakka, brýtur sundur blindrastafinn sinn og við yfirgef- um herbergið númer 11 á þriðju hæð Þjóðarbókhlöðu þar sem er aðstaða fyrir blinda til þess að vinna. Við göngum samhliða eftir löngum göngum þar til við komum að stiganum niður. Nú kemur stiginn, segi ég. Sól- veig virðist þekkja hann nokkuð vel, hún telur greinilega tröppurn- ar og gerir það líka við næsta stiga. „Ég er ekki mjög örugg hérna, að- gengið hér er ekki gott fyrir blinda," segir hún þegar hún við erum á leið niður bogadreginn marmarastiga í forstofu safnsins. Það er hálka úti og ég gef Sólveigu áhyggjufull gætur - en hún fótar sig á svellbunkunum. Við komumst klakklaust inn í bílinn minn og ök- um að Hamrahlíð 17 þar sem Sól- veig leigir íbúð á fjórðu hæð. „Lyft- an hérna talar," segir Sólveig þegar við förum inn í lyftuna - það eru orð að sönnu. „Þetta er fjórða hæð," segir lyftan í virðulegum tón og við göngum út á ganginn. Húshjálpin hennar Sólveigar hefur nýlega lokið störfum við tiltektir og allt inn- stokks í litlu íbúðinni er fjarskalega snyrtilegt. „Hér er hreinlætisleg lykt, finnst þér það ekki?" segir Sólveig um leið og hún hengir jakk- ann sinn inn í skáp. Eg hengi minn jakka við hlið hennar og kinka kolli samþykkjandi við spurningu henn- ar. Tek mig svo á og svara upphátt játandi. Svona fljótur er maður að hætta að taka eftir að samfylgdar- manneskjan sé blind. „Viltu kaffi?" segir Sólveig og við förum fram í eldhús. Þar sest ég við hringlaga borð en Sólveig tekur fram kaffi og bolla. „Viltu köku - vinur minn einn gaf mér bæði köku og konfekt í jólagjöf," segir hún. Með pínulítilli sektarkennd þigg ég hvort tveggja, líf nútímakvenna er hvort sem er markað endalausri sektarkennd, hugsa ég og bít nokkuð stóran bita af brúnni randalínu. „Ég fæ mér sjaldan eftir- miðdagskaffi en ég ætla samt að fá mér bita með þér," segir Sólveig. Eg tek eftir hvað hún er miklu frjálslegri og öruggari í fasi í sínu Morgunblaðið/Kristinn eigin umhverfi en í stórum geimi Þjóðarbókhlöðunnar. Sitjandi þarna saman við eldhúsborðið höld- um yið áfram að spjalla. „Ég fæddist 1977 í Kaupmanna- höfn, pabbi minn var að læra þar lyfjafræði," segir Sólveig. Hún kom ekki fylgdarlaus í heiminn. Á hæla hennar fylgdi tvíburasystir hennar, Sigrún. Fyrir áttu foreldrar henn- ar, Bessi Gíslason og Una Þóra Steinþórsdóttir kennari, einn dreng og eina dóttur eignuðust þau nokkrum árum eftir að tvíburadæt- urnar fæddust. Við fæddumst tveimur og hálf- um mánuði fyrir tímann. Við höfðum sjón við fæð- ingu, ég missti hana og systir mín er sjónskert. Ég er bUnd nema hvað ég sé ófjóst móta fyrir ljósi, mér finnst óþægilegt að horfa í ljós og hef þess vegna oftast slökkt þegar ég er ein," segir Sólveig. Hún var tveggja ára þegar hún flutti með foreldrum sínum heim til Islands. „Ég fór í blindradeild Álftamýrarskóla og eitthvað lærði ég líka í leikskóla þótt ég muni lítið þaðan," segir hún. „Við Sigrún vor- um samrýmdar þegar við vorum að alast upp en ekki þó svo að við þyrftum alltaf að gera sömu hlut- ina. Sumum þykir við vera mjög líkar en öðrum ekki - mamma er ekki einu sinni viss um hvort við erum eineggja tvíburar eða ekki," segir hún. Eftir skyldunám fór Sólveig í Furðu mikið til af nótum í göml- um handritum ARIÐ 1995 birtist í Morgunblaðinu viðtal við Kára Bjarnason ís- lenskufræðing. Þar sagði hann ra.a. að í fögru handriti af Kvæða- bók Ólafs Jóhssonar á Söndum í Dýrafirði væri að flnna nótur. Þetta las Helga Ingólfsdóttir sem- balleikari og heimsótti Kára Bjarnason nokkru síðar á vinnu- stað hans á Landsbókasafhi. Hún vildi fá að sjá umrædda kvæðabdk sem varðveitt er í uppskrift Hjalta Þorsteinssonar í Val nsfirði frá 1693. Kári sýndi henni handritið og gat þess jafnframt að hann hefði rekist á fleiri gömul handrit með nótum. I framhaldi af þessu var efnt til ráðstefnu í Skálholti þar sem fjallað var um þann menn- ingararf sem varðveittur er í handritadeiid Landsbókasafnsins. Efnið var því næst kynnt fyrir tón- skáldum og undruðust menn hve mikið væri til örannsakað af göml- um handritum með nótum f. I Ijósi þess hve dýrt yrði að leita uppi og rannsaka slík handrit gengu þau Kári og Helga á fund menntamálaráðherra og biskups og lögðu málið einnig fyrir Kristnihátíðarnefnd. Niðurstaðan varð að Kristnihátíðarnefnd ákvað að styrkja þetta framtak og nokkru síðar veitti Alþingi uiilljóu króna styrk til verkefhisins. Landsbókasafn gerðist aðili að verkefhinu sem reyndist ærið að umfangi. Að siign Kára Bjarnason- ar, sem ofangreindar upplýsingar eru hafðar eftir, hefur þegar verið lögð mikil vinna í þetta verk og mun hann hafa fengið vilyrði landsbókavarðar fyrir því að hann geti sinnt því eingöngu fram til 1. ágúst á næsta ári. Margt fólk kemur að þessari rannsókn sem gerð er að tilhlutan Collegium Musicum, Reykjavíkur lilíraiÉ Kári Bjarnason með Kvæðabók Ólafs á Söhdum. Titilsfða Kvæðabókar Ólafs á Söndum sem uppi var 1560 til 1627. - menningarborgar Evrópu 2000, Kristnihátfðarnefndar og Lands- bókasafhs Islands - Háskóiabdka- safhs. Rannsóknin beinist að því að leita uppi allan i'slenskan tdnlistar- legan menningararf í handritum frá fyrri öldiim og þarf að fara yf- ir tíu þúsund handrit í því skyni. Verið er að slá inn sálma og kvæði sem nót iiniiiii fylgja svo hægt verði að syngja lögin við texta. Unnið er'að því að rannsaka um- ræddan menningararf og loks þarf að miðla honura til þjóðarinnar með hjálp tdnlistarfóiks. Að sögn Kára Bjarnasonar er furðu mikið til varðveitt af nól um frá liðnum öldum sem löngu eru gleymdar. Allt þetta efni er nú verið að draga fram í dagsljósið og skoða. ! ¦ h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.