Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Er tung- umál safn? „Það erfullkomnað. Það er ekki til eitt einastafrímerki, ekki eitt einasta mis- prentað merkisem égá ekki ísafninu mínu. Ekki eitt einasta! Og hvað á ég nú að gera?" V.ndi hemúlsins, sem vitnað er í hér að of- an, var mikill og skiljanlegur. Hann hefði þó kannski ekki þurft að gefa sig örvæntingunni á vald; hann hefði getað snúið sér að því að dást að frímerkjasafninu sínu, reyna að finna upp nýjar flokkunaraðferðir, passa að það safnaði ekki ryki og að enginn óviðkomandi væri að snerta á því. En að ráði snorksins sneri hann sér að því að safna jurtum. Það var líka affarsælla því þá var eng- in hætta á að hann rataði aftur í sama vanda; það eru alltaf að spretta upp nýjar og nýjar jurtir - eða ný afbrigði þekktra jurta. Skyldi maður geta lært tungu- mál til hlítar, svona eins og hem- úllinn gat safnað hverju einasta frímerki í VIÐHORF heiminum? Er _____ mögulegt fyr- Eftir Kristján G. ir einn mann Arngrímsson að kunna hvert einasta orð í íslensku, til dæmis? Þeir á Orðabók Háskólans virðast stefna að því að komast yfir hvert ein- asta íslenskt orð sem til er. Að vísu gífurlegt verkefni, en fræði- lega er það kannski hægt. Eða er tungumál fremur eins og jurtir? Eru orðin sífellt að breytast, sum að deyja út, önnur að geta af sér ný? Ef svo er, þá er útilokað að Orðabókarmenn verði nokkurntíma búnir. Þá er líka vonlaust að maður geti lært tungumál til hlítar. Maður getur í mesta lagi náð valdi á hluta þess, og þá sennilega bara þeim sem er samtíða manni sjálfum í heimin- um. Tungumál er kerfi og spurning- in er sú hvort það sé lokað eða op- ið kerfí. Ef það er lokað kerfi hef- ur það skarpar útlínur og er allt innan þessara útlína. Þá má segja, að tiltekin orð tilheyri tungumál- inu en önnur orð ekki. Sum orð eru íslensk, önnur orð eru ekki ís- lensk, ogþarnaá milli eru skörp skil - útlínur tungumálsins. Að tala íslensku er að halda sig innan markanna. Samkvæmt þessu felur það að kunna íslensku í sér að maður veit hvar umrædd markalína liggur, og maður skilur hvernig kerfið innan hennar virkar. Maður þekk- ir þætti þess (orðin) og veit hvern- ig ber að nota þá. Og maður veit líka að maður á ekki að sulla sam- an við þetta kerfi þáttum úr öðr- um kerfum. Það er að segja, mað- ur á ekki að sletta útlensku. Andstætt þessari frímerkja- safnsmynd af tungumálinu er sú hugmynd að tungumálið sé eins og jurtaríkið. Samkvæmt því er tungumál opið kerfi. Það hefur ekki skýrt afmarkaðar útlínur, heldur teygir anga sína í ýmsar áttir, tengist öðrum kerfum og geturmeð þeim hætti af sér nýjar og áður óþekktar jurtir. Það er að segja, tökuorð eru velkomin. Samkvæmt þessu liggur það alls ekki Ijóst fyrir hvað nákvæm- lega það felur í sér að tala ís- lensku; hvenær nákvæmlega maður talar íslensku og hvenær Tove Jansson: Pípuhattur galdrakarlsins ekki. Þetta er þó ekki vandamál, heldur einfaldlega eitt af því sem gerir opið tungumál frábrugðið lokuðu máli. Nú vaknar spurningin, hvernig á maður að fara að því að ákveða hvort það sem maður segir beri að teljast íslenska eða ekki? Sam- kvæmt frímerkjasafnsviðhorfinu er svarið tiltölulega einfalt: Þau orð sem eru í samræmi við ís- lenskt málkerfi eru íslenska; önn- ur orð eru útlenska. Samkvæmt jurtaríkisviðhorfinu er svarið reyndar alveg jafn einfalt: Þau orð sem íslendingar nota og skilja eru ísienska. Samkvæmt frímerkjasafnsvið- horfinu gengur þetta þó ekki upp, því að margir íslendingar nota og skilja orð sem eru útlenska, í þeirri merkingu að þau falla ekki inn í íslenskt málkerfi. En frá bæjardyrum jurtaríkissinna séð tala margir Islendingar afskap- iega fágað og fínt mál, en eru þó eiginlega alveg óskiljanlegir. En á endanum lýtur þetta þó allt að þeim sama brunni, að tungumál sé eins og jurtaríkið þar sem engin afdráttarlaus skil er að finna. Markaiínur eru tii, en þær eru óljósar og eru sífellt að breyt- ast. Jurtaríkið kemur ekki upp í hendurnar á manni snyrtilega flokkað og niðurraðað, heldur er það fremur eins og óskipulagt ómæli. Flokkar og kerfi í jurtarík- inu eru rnannanna verk, og lífríkið heldur sífellt áfram að koma fræðingum í opna skjöldu; nýjar jurtir verða ekki til í samræmi við flokkunarkerfið. Það sama á við um tungumál. Þau voru til áður en málfræðingar fóru að finna reglur í þeim og koma á þau böndum. Það hefur ekki tekist, þrátt fyrir tilraunir, að láta íslenskuna alla lúta einu kerfi - þarf ekki annað en benda á allan þann urmul undantekninga sem er að finna í íslenskri staf- setningu. Margar málvenjur stangast þar að auki beinh'nis á við „rétta" málfræði. Oft er gerður greinarmunur á náttúrulegu máli og formlegu máli. Dæmi um formleg mál eru stærðfræði og tölvumál. Þessi mál eru beinlínis hönnuð og lúta ströngum reglum. Náttúruleg mál eru mál sem fólk talar venju- lega, til dæmis íslenska og spænska. Þau eru kölluð náttúru- leg vegna þess, að þau eru bein- línis náttúrufyrirbæri sem spretta upp úr fólki eins og gras upp úr jörðinni. Þetta bendir til þess að íslensk- unni (og öðrum náttúrulegum málum) sé eðlilegt að hafa lausa enda; að það standi út úr henni óbeislaðir angar líkt og spírur úr kartóflu. Þessi óhlýðni íslensk- unnar við reglur er einmitt það sem heldur henni lifandi og gerir manni kleift að nota hana til að fást við hluti og hugmyndir sem maður hefur ekki kynnst áður. Það er um leið óhjákvæmilegt að hún taki fullkomlega órökrétt- um og óstýranlegum breytingum, og gusist upp úr fólki með ýmsum hætti. En hún heldur samt áfram að vera íslenska. EGOG LESBÓKIN HEIMILI sérhvers manns leggur grunninn að hugsunum hans, svo faglegum sem öðrum. í tilbót leggur sérhver stofnun, sem menn tengjast, þeim til stefnu sem þeim er ætlað að taka í lífinu. - ' Morgunblaðið er stofnun sem byggir á virðingu fyrir gildum sem upplýsingin hefur afmáð; valdi sem lýð- ræðið hefur gert að engu. Síðustu ár hefur mér þótt eins og að ganga um kirkjugarð og lesa á legsteina að fletta blað- inu. Ástæðan er ekki eftirmælin, svo fyrirferðarmikil sem þau þó eru á síðum blaðsins, heldur sú að Morgunblaðið er stofnun sem byggir á úreltum hugmyndum um mannlífið, hugmyndum sem ég hef með aldrinum lært að greina af umfjöllunum blaðsins og frétta- flutningi. Þótt yfirborðið boði hlut- leysi gagnvart siðferði líðandi stundar þá eru undirstóðurnar ættarveldi, þjóðskáldarómantík, landsfeðrapólitík. I einu orði sagt íhaldssemi á sambýlismynstur sem voru nauðsynjar síns tíma en eru nú jafngildi kardínálaskrúða á öld- ungsbúk. Fyrst var Mogginn fyrirtæki, svo stofnun sem stýrði hugsunum manna um langt skeið. Stofnun þróast eins og manneskja, glatar öðrum markmiðum en viðhaldi eig- in skrokks þegar aldurinn færist yfir. Sjálfsvissa þeirra sem alltaf hafa lotið stofnuninni byggist á því að hún árétti trú þeirra á grund- völlinn þótt engin rök mæli fyrir því né að hann sé til öðru vísi en fyrir trú manna. Menn nýta sér af- urðir fyrirtækis án þess að láta sig varða undirstöður þess. En stofn- un flytur maður með sér, hvert sem hann fer, jafn sannfærður um að innviðir sínir og hennar séu hinir sömu eins og Vestfirðingur um fjallabyggðina umhverfis sig. Flest þeirra gilda, sem Mogginn byggir á, eru gleymd og grafin öðrum en atvinnumönnum í þjóð- arsögu eða ættfræði. Samt er hið skásta sem við getum gert, sem ól- umst upp við Moggann, að leita sjálfsvitundar okkar innanhúss, á siðum blaðsins, líkt og mennsku sinnar í strandaðri ork. Og þegar við þykjumst hafa fundið ásýnd okkar hæfir að planta sér niður í framandi landslagi nútímans í von um framhald. Fyrstu fræðin sem ég nam fyrir eigið frumkvæði voru myndir Gustave Doré í Bíblíueín- taki sem þvældist fyrir mér þar sem ég skreið, önnur voru Lesbók Moggans, þetta fylgirit hans sem þá kom í heilum örkum og blaðsíðutalið eins og árgangurinn væri eitt blað. Eg braut um óskornar arkir Lesbókarinnar í leit að næstu síðu til að forvitnast frekar um lesefni sem gripið hafði athygli mína, og lærðist af þessu fræðimannleg þolinmæði og það að týna ekki þræðinum þrátt fyrir geðsveifur sem fylgdu því að hnoð- ast með óskorið blaðið sem náði mér upp fyrir höfuð þegar mest gekk á. - Það hefur fylgt mér frá því ég var strákur að hafa gaman af óformlegum frágangi efnis í Les- bókinni, og ég set mig ekki úr færi að fletta henni enn þótt ég heykist á að fletta 100 síðum af Mogga þann daginn. Lesbókin hefur verið mér hvatning til að hugsa sjálf- stætt. Öðru nær um blaðið. Allt það þvarg sem dylur ótta við ókunnug- leika þaðan sem ég hef alltaf sótt til- finningalíf mitt hvað sem aðrir gera. Mér hefur alltaf leiðst óf- rjótt rifrildi, en slfkt efni hefur löngum sett svip á blaðið þótt verra væri á ár- um áður. Á síðum Moggans var áður Þorsteinn fyrr oft því líkast Antonsson sem landvættir köll- uðust á þegar þjóð- legir málsvarnarmenn ritfrelsis kölsuðu hver annan með greinum og endalausu þráaklifi um eigin verðleika í þessum greinum. Þegar mest gekk á fyrir landsfeðrunum í Mogga og annars staðar reyndist Lesbókin hinn eini vettvangur fyr- ir frjálsa hugsun í anda þeirra Johns Lockes og Thoreaus á heim- ili þar sem lítið var annað af lif- andi menningu. Síðar, á flandri mínu um þjóðarsöguna, hef ég stundum rekist á tilvitnanir hinna virtustu fræðimanna í Lesbókina, enda margt upphafið að fræða- bálkum útgefinna bóka að finna Frjáls hugsun og stofn- un, sama hver er, seglr Þorsteinn Antonsson, eru alltaf andstæður og ögrar önnur hinni og reynir stofnunin að hafa betur með þögninni. þar, einmitt fyrir það frjálslyndi sem lengst af hefur ríkt við frág- ang þessa fylgirits Moggans. Sá veldur miklu sem upphafinu veld- ur, en hver það var sem gæddi Lesbókina þessum einkennum veit ég ekki; það var fyrir minn tíma. Frjáls hugsun og stofnun, sama hver er, eru alltaf andstæður og ögrar önnur hinni og reynir stofn- unin að hafa betur með þögninni. Vegna þess að ég kom öfuga leið inn í heiminn hér á árunum hef ég þurft að hugsa mikið og sjálfstætt og þá einnig finna hugsunum mín- um form og vettvang. Þá var nær- tækt að leita til Lesbókarinnar sem hrifið hafði hug minn svo snemma. Sigurður A. Magnússon ritstýrði Lesbókinni þegar ég barði þar fyrst upp á með sögur. Þegar Sigurður hafði lesið sagðist hann mundu birta sögurnar, þær voru tvær, og spurði hvað ég vildi heita í Lesbókinni sem mér fannst furðuleg spurning. Sigurður, sí- kvikur maður i minningunni, birti eftir mig margar sögur, þær fyrstu sem komu á prent, og síðan á bók, en svo hlaut þessi fyrsti rit- stjórnarfulltrúi Lesbókarinnar, sem ég skipti við, að hnika fyrir stofnunarþunganum og fór að iðka sína frjálsu hugsun annars staðar. Við tók gríðarleg módernísk kerf- isfesta Svövu og Jóns Hnefils sam- kvæmt tilfinningu minni sem opin- beraðist mér sem reykjarsvækja þegar ég nálgaðist skrifstofuna með handrit að sögu eða grein, sem hitasvækja og undarleg for- skúfun til höfuðsins þegar ég reyndi að stynja upp orði frammi fyrir andlitum sem mér fannst vera grímur. Um þetta leyti birtist fyrsti greinaflokkur minn á þess- um stað, Núblómið, og er um vaxt- armögn mín og mér óskiljanlegur nú eins og þau. Greinar og greinaflokkar eftir mig um ýmiskonar málefni hafa síðan birst í Lesbókinni, um mynd- mál þjóðsagna, um kvenréttinda- mál, höfundarskap á áttunda ára- tugnum, um ofdrykkju og annað afbrigðilegt mannlíf. Ég hef ekki einu sinni þurft að fá mér hatt til að taka ofan af þessu tilefni. Stundum þakkar ókunnugt fólk mér fyrir grein aðdragandalítið á förnum vegi og með fáeinum orð- um. Eða það lætur sér nægja að fullyrða: Þú ert að skrifa fyrir Gísla! Eða: Þú ert að skrifa fyrir Matthías! En ég skrifaði greinarn- ar í Lesbókinni ekki fyrir tilmæli ritstjórnar Moggans né neins ann- ars heldur á eigin vegum til að ögra ókunnugleikanum sem alltaf heillar mig og slá jafnframt á þann ótta sem hann vekur með fólki eft- ir því sem mér hefur sýnst. Stund- um er líka spurt um greiðslur: Borga þeir ekki vel á Mogganum? Það er aldrei fundið að við mig beint. Ef mönnum mislíkar við mig vegna greinar eftir mig í Lesbók- inni fær ritstjórnarfulltrúinn skammirnar. Gísli Sigurðsson hef- ur enst lengst í því starfi á minni tíð og hlýtur að teljast jafningi Arafats í því að lifa milli steins og sleggju. Mér hefur alltaf leiðst íslenskar bókmenntir og sú einstrengings- lega menningarpólitík sem rekin er í tengslum við þær. Á tímabili safnaði ég óbirtum ritsmíðum fyrritímamanna á handritasöfnum í þeirri trú að fleirum en mér hefði verið eins komið að hafa þörf fyrir bókmenntir en finna þörf sinni ekki fullnægt meðal íslenskra skáldrita og því lent í að skrifa sjálfir á snið við menningarpólitík síns tíma. Eg fann margt sem staðfesti þær grunsemdir mínar að allt tal um frelsi hins ritaða máls í landinu væri sýndarmenska, og hefði alltaf verið, eða í besta falli skilningsskortur á því sem felst í slíkri frelsisyfirlýsingu. Greina- flokkur sem spannst af þessari leit minni birtist á nokkurra ára tíma- bili í Lesbókinni; efnið var mest frá öðrum en ég kynnti það. Einni grein var hafnað og með réttu; annars birti Gísli allt af þessu tagi sem ég bauð honum. Hins vegar var reynt að stöðva þessa viðleitni mína af opinberri hálfu. Þessi kynning mín á ritverkum sem lent höfðu í glatkistunni leiddi fyrir eft- irfylgd mína til útgáfu nokkurra bóka. Ferlið hefur orðið svipað með hina frumsömdu greinaflokka. Ég hef haft gaman af því að birta efni í Lesbókinni; það er að- alástæðan fyrir því að ég hef stað- ið í þessu. Ég fæ það ekki á til- finninguna að ég hafi selt sál mína einum né neinum né sitji fastur í kerfinu eins og þegar komið hefur út eftir mig bók hjá hinum stærri útgáfum. Eftir sem áður get ég ímyndað mér að ég sé laus við þann fjanda að vera gerður að goðsögn, vera þjóðnýttur í þágu pólitískrar þráhyggju, eða vera mýldur af flathyggju markaðarins. Hugsunin er eina gilda bylting- araflið. Ég tók snemma þá trú að Lesbókin væri vettvangur fyrir slíka endurnýjun og hefur síðan sýnst það standast, stundum í blóra við þá stofnun sem Lesbókin er hluti af. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.