Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Náttúruvemdarráð: Siv hlustar ekki Ég spæni bara utan vegar þegar mér þóknast, Ólöf múi. Fátítt að lögregla sæki sjúklinga í heimahús AFAR fátítt er að lögregla sæki fólk í heimahús, að sögn Tómasar Zoéga, yfirlæknis á geðdeild Land- spítalans, og einkennast vinnu- brögð hennar þá af varkámi, kurt- eisi og hógværð. Nokkuð hefur verið rætt um það með hvaða hætti komið er með fólk á geðdeild, hvort sem það er á Landspítalanum eða Kleppi. Fólk sé flutt í lögreglubílum með blikk- andi ljósum. I Morgunblaðinu á sunnudag er haft eftir Eyjólfi Kol- beins að fólk sé flutt á geðdeild í lögreglubíl, en á aðrar deildir í sjúkrabíl. Tómas sagði að lögreglan sækti almennt ekki fólk í hús og vildi ekki flytja fólk á milli staða nema læknir væri með í för. Hann bætti við að lögreglan hefði oft verið svo hörð á því að læknir væri með að það væri nánast til vandræða, vegna þess að oft og tíðum væri viðkomandi ekki það veikur að þess væri þörf. Lögreglan varkár og sýnir kurteisi og hæversku „Lögreglan er yfirleitt mjög varkár og fer ekki inn í svona nema með kurteislegum hætti og af hæversku," sagði hann. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athuga- semdir við það.“ FRÁ og með 1. febrúar hækkaði verð á bjór um 1,75% að meðaltali og verð á öðru áfengi hækkaði um 0,67% að meðaltali. Verð á tóbaki er óbreytt. í frétt frá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins segir að verðhækk- unin stafi af verðbreytingum birgja. Tómas sagði að það væri mjög fátítt að lögregla sækti sjúklinga og þá væri það í neyð. Hann kvaðst telja að hægt væri að sækja sjúklinga í ómerktum lögreglubfl- um, þótt hann vissi ekki hvað lög- reglan hefði mikið af slíkum bílum. „í langflestum tilfellum koma ættingjar með fólkið,“ sagði hann. „í stöku tilfellum fer vaktlæknir í hús og héraðslæknirinn í Reykja- vík fer í hús og metur hvort þarf að skrifa vottorð, enda er langoft- ast ekki mínútuspursmál eða klukkutímaspursmál að brugðist sé við.“ Hann sagði að sjaldgæft væri að bregðast þyrfti samstundis við: „Þá er það neyðaraðgerð og kannski það eina, sem við getum gert, að kalla til lögreglu eða sjúkralið." Guðný Anna Arnþórsdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir rúmri viku að meðal bjargráða, sem rætt hefði verið um að gætu orðið aðstandendum geðsjúkra að liði, væri hreyfanlegt, þverfaglegt teymi, sem myndi sinna vitjunum utan stofnana. Tómas sagði að í stöku tilfellum væri um það að ræða að samið hefði verið um að fara í vitjun Samfara verðbreytingunum hef- ur verið gefin út ný verðskrá áfeng- is með upplýsingum um 564 tegundir áfengis sem seldar eru í verslunum ÁTVR sem kjarnavara eða í reynslusölu og um 1.473 teg- undir sem unnt er að sérpanta. heim tfl fólks. Þetta ætti við þegar fólk ætti að koma í lyfjagjöf hálfs- mánaðar- eða vikulega, en kæmi ekki. „Stundum er gerður samningur við þetta fólk að komi það ekki fari einhver í vitjun til þess,“ sagði hann. „Það eru nokkrir læknar hér sem hafa gert þetta og farið þá með hjúkrunarfræðingi og gefið lyf í heimahúsi." Erfitt að koma heima- vitjunum í fastari skorður Tómas sagði að uppi væru hug- myndir um að koma þessu í fastari skorður: „Við höfum rætt um að gera þetta með formlegri hætti eins og Guðný Anna er að tala um, en það hefur gengið svolítið illa að koma því á laggirnar. Það er ekki hægt að ryðjast inn á heimili fólks nema gerðir hafi verið samningar um það, nema þá í neyð.“ Hann sagði að ætti að halda mikið veiku fólki utan sjúkrahúsa eða stofnana væru vitjanir af þessu tagi oft og tíðum ágætis möguleiki. „Það kemur fyrir að læknar fari í vitjanir og þá er það vegna þess að viðkomandi er fárveikur heima, kannski búinn að loka sig inni í herbergi, og aðstandendur í öng- um sínum,“ sagði hann, en bætti við að ekki mætti líkja þessu við heimaþjónustu, sem veitt væri sjúklingum á öðrum deildum. „Þarna er fyrst og fremst verið að hugsa um göngudeildarþjónustu til þeirra, sem vegna veikinda sinna geta ekki komið á göngudeildir eða bráðadeildir þann daginn.“ Hann sagði að það væri erfitt að hugsa sér vitjanir utan stofnana til langs tíma fyrir einstaka sjúkl- inga: „í langflestum tilfellum er náttúrlega miklu betri aðstaða á göngudeildum og bráðadeildum til að sinna þessu fólki og hluti af meðferðinni er að koma því út af heimilinu.“ Bjór hækkar um 1,75% Kynjadagar í Háskóla íslands Fjölskyldu- vænir vinnu- staðir Ragnhildur Vigfúsdóttir Kynjadagar í Há- skóla Islands hóf- ust í gær og er fram haldið í dag og á morgun í stofu 101 í Odda. Það er jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Is- lands sem stendur fyrir þessum fyrirlestrum og umræðum sem þarna eru á dagskrá og markmiðið er að vekja almenna at- hygli og umræðu á jafn- réttismálum. Ragnhildur Vigfúsdóttir mun á morg- un í hádeginu halda fyrir- lestur sem hún nefnir: Fjölskylduvænir vinnu- staðir - draumur eða veruleiki. „í fyrirlestri mínum mun ég kynna ýmsar hug- myndir og verkefni sem eru í gangi á Norðurlöndum og byggist þetta að megninu til á ráðstefnu sem ég stóð fyrir á fyrrverandi vinnustað mínum, Nordens folkliga akademi í Gautaborg. Markmið þeirrar ráðstefnu var að fjalla um sam- þættingu starfs og fjölskyldu- ábyrgðar og hlut fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga í því að auðvelda fólki að finna jafnvægi milli starfs og einkalífs. Á dag- skránni voru fræðilegir fyrir- lestrar í bland við lýsingu á verk- efnum þar sem reynt er að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.“ - Hvernig erum við stödd á Is- landi miðað við það sem þú hefur kynnst erlendis? „Umræðan er hafin hér, sam- anber það að Dagvist barna hefur staðið fyrir ráðstefnu um málið, svo og karlanefnd Jafnréttisráðs. Það var gerð könnun á starfs- ánægju opinberra starfsmanna í haust og þá kom fram mikil þörf á því að hjálpa fólki að samræma starf og einkalíf og það sama sést nú í kröfum Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. Úti er hins vegar þegar búið að eyða miklum peningum og tíma í að rannsaka hvernig atvinnulífið tekur á þessu máli og fjölmörg verkefni eru þegar komin af stað, sum hver með styrk frá Evrópusam- bandinu, til þess að gera fólki kleift að samræma betur starf og einkalíf. Áður var litið á þetta sem einkamál hvers og eins, hvernig hann leysti þessi mál, svo kom krafan um að hið opin- bera axlaði sína ábyrgð, t.d. með leikskólum, öldrunarstofnunum, samfelldum skóladegi og svo framvegis. Það sem er nýtt er að nú er horft til atvinnulífsins og þess krafist að það axli líka sína ábyrgð í þessum efnum.“ - Hvað ætlarðu nánar til tekið að tala um í fyrirlestriþínum? „Ég ætla að fjalla um kenning- ar Helle Holt, sem vinnur hjá félagsvís- indastofnun Kaup- mannahafnar, en hún hefur ásamt félaga sín- um, Ivan Thaulow, kannað fjölskylduvæna vinnu- staði og skrifað nokkrar bækur um efnið. Þau leggja mikla áherslu á að það verði að koma í veg fyrir þessa daglegu árekstra sem taka svo mikla orku frá fólki (starfsorku). Hægt er að koma í veg fyrir marga af þessum árekstrum á mjög auðveldan og ódýran hátt og í kjarasamningum hér eru fólki þegar tryggð ýmis ► Ragnhildur Vigfúsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1978 og BA- prófi frá Háskóla íslands í sögu og mannfræði 1985. Master- sprófi lauk Ragnhildur 1988 frá New York University í sögu og sérnámi í safnfræðum. Hún hef- ur starfað sem ritstjóri Veru, var jafnfréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar og fslenskur Iektor við Nordens folkliga aka- demi f Gautaborg en er nú í fæð- ingarorlofi. Ragnhildur er í sam- búð með Hafliða Helgasyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvær dætur. réttindi sem gerir því auðveldara að samræma betur starf og einkalíf. Hins vegar þekkir fólk stundum ekki þessi réttindi sín og í öðrum tilvikum er andrúms- loftið á vinnustaðnum kannski fjölskyldufjandsamlegt. Ég á við það að fólki eru t.d. tryggðir ákveðnir (veikinda)dagar vegna veikra barna en andinn á vinnu- staðnum er oft þannig að t.d. karlmenn nýta sér ekki þennan rétt þrátt fyrir fulla þörf þar á. Víða á Norðurlöndum nýta karl- ar sér ekki fæðingarorlof sem þeir eiga rétt á vegna andstöðu samstarfsfólks og yfirmanna. Mjög mikilvægt er að hafa hug- fast að þegar talað er um fjöl- skylduvæna vinnustaði þá er ekki bara verið að hugsa um foreldra smábarna heldur þarf að huga að því að fólk hefur ólíku hlutverki að gegna á mismunandi skeiði í lífi sínu. Þú hefur skyldum að gegna við börnin þín, foreldra þína, systkini, nágranna og vini og sumir vilja jafnvel skilgreina þetta svo vítt að gæludýrin séu innan þessa ramma líka. Það er hins vegar ekki til nein allsherj- arlausn í þessum málum, hver vinnustaður þarf að huga að aðstæðum hjá sér, hvernig samsetn- ing starfsmanna er, hvaða vandamál eiga þeir við að glíma og loks leita lausna. Þetta þarf að gera í nánu samstarfi við starfs- mennina. Þess má geta að í kjölf- ar ráðstefnunnar í Gautaborg ýtti Landssíminn úr vör verkefni sem miðar að því að gera ákveðna vinnustaði innan hans fjölskyldu- vænni og verður það verkefni kynnt á morgun. Vilji er allt sem þarf í þessum efnum, það græða allir - ekki síst fyrirtækin.“ Nú er horft til atvinnu- lífsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.