Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÉTT VIÐBRÖGÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra og Fjármálaeftirlitið undir forystu Páls Gunnars Páls- sonar hafa brugðizt rétt og af röggsemi við þeim upp- lýsingum, sem fram hafa komið að undanförnu um undan- þágur, sem nokkrar fjármálastofnanir hafa veitt ein- hverjum starfsmönnum sínum til viðskipta með hlutabréf í óskráðum félögum. Þessar upplýsingar, sem staðfestar hafa verið af for- ráðamönnum fjármálafyrirtækjanna sjálfra, hafa vakið upp spurningar um vinnubrögð og starfshætti á fjármála- markaðnum. Viðskiptaráðherra og Fjármálaeftirlitið hafa nú tekið af skarið. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Valgerður Sverrisdóttir m.a.: „Þar sem ég fer með eignarhlut ríkis- ins í Landsbanka og Búnaðarbanka kallaði ég á minn fund formenn bankaráða og bankastjóra og fór yfir þessi mál með þeim, en þetta snýst um það, að verklagsreglur, sem fyrirtækin hafa sjálf sett, hafa verið brotnar í ákveðnum tilfellum og misalvarlega og einnig það, að það hafa verið veitt frávik frá reglunum í sumum tilfellum. Mér finnst, að markaðurinn hafi á vissan hátt ekki staðið undir því trausti, sem við hann var bundið.“ í greinargerð, sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í fyrradag, segir m.a.: „Að því er varðar frávik frá regl- unum leggur Fjármálaeftirlitið áherzlu á, að viðkomandi fyrirtæki sé ekki heimilt að veita undanþágur frá reglum sínum nema skýrar heimildir sé að finna til þess í regl- unum. Brot á verklagsreglunum eru því litin alvarlegum augum.“ I kjölfarið á þessum aðgerðum viðskiptaráðherra og at- hugasemdum Fjármálaeftirlits má gera ráð fyrir, að strangara eftirlit verði með þeim reglum, sem samkomu- lag verður um. Fjármálamarkaðurinn á Islandi hefur ver- ið í mikilli gerjun. Það var varla við öðru að búast en að eitthvað færi úrskeiðis í þeim mikla hraða, sem einkennir þennan markað. Þegar hlutabréfamarkaðurinn tók að þróast að ráði fyrir áratug ríkti lögmál frumskógarins á honum. Smátt og smátt tókst að þróa eðlilegar starfsregl- ur á þeim markaði. Nú þarf að gera nýtt átak á fjármálamarkaðnum. Ganga verður út frá því, að viðskiptaráðherra og Fjármálaeftir- litið hafi talað með þeim hætti að dugi til þess að rétta af það sem úrskeiðis hefur farið. Af samtölum, sem Morgun- blaðið átti við forráðamenn fjármálafyrirtækja í gær, má ráða, að þeir hafi ríkan vilja til þess. ÁLVER OG ÁLVER ^'1)^0 Aluminium, sem er hugsanlegur samstarfsaðili okkar íslendinga við byggingu álvers á Reyðarfírði, efndi til kynningarfundar í fyrradag, þar sem sjónarmið fyr- irtækisins varðandi þetta verkefni voru kynnt. Þar kom fram, að markmið fyrirtækisins væri að stækka álverið úr 120 þús- und tonnum í 480 þúsund tonn. Síðarnefnda stærðin væri sú, sem skynsamlegast væri að stefna að og sem gæfí mestan arð. Fyrsti hlutinn einn og sér mundi bera sig en væri vart hagkvæmur þegar til lengri tíma væri litið. Síðan sagði tals- maður norska fyrirtækisins orðrétt: „Því er ljóst, að ákveði Hydro Aluminium að vera með í byggingu álvers á Reyðar- fírði verður stefnt að því að reisa þar 480 þúsund tonna verk- smiðju.“ Þetta era athyglisverðar yfirlýsingar. Staða málsins er svona: Alþingi hefur með þingsályktun ítrekað heimild til Landsvirkjunar til þess að byggja Fljótsdalsvirkjun af tiltek- inni stærð. Sú virkjun dugar ekki til þess að sjá 480 þúsund tonna álveri fyrir orku. Frekari virkjanaframkvæmdir norð- an Vatnajökuls verða að fara í umhverfismat, samkvæmt lög- um þar um. Enginn, hvorki ríkisstjórn né aðrir, geta sagt nokkuð um hver niðurstaða slíks mats yrði. Þess vegna er ekki hægt að gefa nein fyrirheit um að hægt verði að stækka fyrirhugað álver á Reyðarfirði. Ef forsenda þess, að byggt verði 120 þúsund tonna álver er sú, að leyfi fáist til að stækka það í 480 þúsund tonn er spurning, hvaða vit er í þessari framkvæmd fyrir fjárfesta. Þessi staða hlýtur að verða mikið umhugsunarefni fyrir þá íslenzku fjárfesta, sem menn vænta að leggi fram fjármuni í álverið. Norska álfyrirtækið ætlar ekki að leggja mikla fjármuni í þessa framkvæmd. Það ætlar að leggja fram m.a. tækniþekk- ingu, sem verður metin til fjár. Gert er ráð fyrir, að íslenzkir fjárfestar og þá væntanlega ekki sízt lífeyrissjóðir leggi fram þá peninga, sem þarf til að byggja álverið. Ef álverið er hins vegar ekki hagkvæm eining nema það verði stækkað og eng- inn getur gefið fyrirheit um hvort hægt verður að fara í þá stækkun hljóta menn að spyrja hvað sé eiginlega um að vera? Forkosningar í New Hampshire marka n IBÚAR New Hampshire eru að- eins rám milljón, nær allir hvítir og kristnir og lýst sem frjálslyndum íhaldsmönnum. Því fer fjarri að ríkið endurspegli fjölbreytileika bandarískra kjósenda, en þjóðin bíður samt spennt eftir úr- slitum forkosninganna í New Hamp- shire, enda eru kjósendur þar naskir á að finna rétta frambjóðandann. Frá því að núverandi fyrirkomulag for- kosninganna var tekið upp árið 1952 hefur forseti Bandaríkjanna ávallt sigrað í forkosningum síns flokks í New Hampshire. Á þessari reglu er aðeins ein undantekning. Árið 1992 fékk demókratinn Paul E. Tsongas fleiri atkvæði en flokksfélagi hans, Bill Clinton, en Clinton náði tilnefn- ingu flokks síns og sigraði í for- setakjörinu sama ár. Eftir alla þá athygli, sem hefur beinst að forkosningunum í New Hampshire, kemur á óvart að ferðast þar um og sjá hvað allt er smátt í sniðum. Meira að segja syðst í fylk- inu, þar sem byggðin er þéttust, er hún lítið annað en hver smábærinn á fætur öðrum. Bæirnir kúra inni á milli skógi vaxinna og snævi þakinna hæða og það eina sem kemur í veg fyrir að hægt verði að nota ljós- myndir frá New Hampshire á næstu jólakort eru öll auglýsingaspjöldin: Kjósið Bush, Kjósið Bradley, Kjósið McCain, Kjósið Gore. Á mánudag voru frambjóðendur á lokasprettinum. George W. Bush, ríkisstjóri Texas, ætlaði að koma við á veitingahúsinu Brauðhleifnum og ausunni í Exeter á hádegi, en hætti við. Kannski hefur dagskrá hans ver- ið komin úr skorðum, eða þá að hann hefur ekki séð ástæðu til að eyða tímanum í heimsókn á veitingahús, þar sem nokkrir blaðamenn og enn færri gestir sátu innan dyra og um þrjátíu manna hópur stuðnings- manna stóð úti á gangstétt og veifaði spjöldum. Þarna var litla stemmn- ingu að hafa og fá atkvæði, en fram- bjóðendurnir lögðu mesta áherslu á það á lokasprettinum að ná í þá kjós- endur, sem enn áttu eftir að gera upp hug sinn. Eftirgrennslan leiddi í ljós að Bush var á öðru veitingahúsi, Madd- en’s í Derry. Þar sat hann innst í sal og veitti sjónvarpsviðtöl. Hann hafði lagt jakkafötin til hliðar, var í peysu og virtist óþreyttur og afslappaður. Nú er að < eða drep Fyrstu almennu forkosningarnar vegna væntanli Bandaríki’unum voru í New Hampshire í gær. Ragr þangað og leitaði uppi þá fjóra frambjóðendur sem ] ast fyrir embættinu í kosningunum ns v ' IJ A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forkosningum demókra við Beech St.-grunnskólann í Manchester, New Har „Lýðræðið að verki“ Bush hélt enga almenna, stóra kosningafundi þennan dag. Raunar hefur hann ekki verið frambjóðenda iðnastur við slíkt, heldur kosið að fara á milli minni staða. Um síðustu helgi fékk hann góðan stuðning, þeg- ar foreldrar hans, George Bush, fyrrverandi forseti, og Barbara Bush komu til New Hampshire. Á Madden’s beið hópur fólks eftir að hitta frambjóðandann, en aðrir sátu og borðuðu hamborgara og kipptu sér lítið upp við pólitíkina. Á milli viðtala stökk Bush til og gaf sér tíma til að grípa í nokkrar hendur. Hann veitti þó ekkert færi á spjalli, heldur varpaði fram nokkrum setn- ingum: „Hérna í New Hampshire sjáið þið lýðræðið að verki. Eg hef tekið í höndina á fleira fólki en nokk- ur annar frambjóðandi og hef vakið meiri von með kjósendum en nokkur annar. Hérna í New Hampshire vel- ur fólkið sjálft sinn frambjóðanda og ég mun sigra.“ Það er raunar hæpin fullyrðing hjá George W. Bush að hann hafi hitt fleira fólk en nokkur annar frambjóðenda. Hann lagði til dæmis mikla áherslu á kosningabaráttu í Iowa, enda vann hann glæsilegan sigur í forkosningum repúblikana þar í síðustu viku. Þær kosningar fara allt öðru vísi fram en kosning- arnar í New Hampshire, því hópar flokksfélaga flykkja sér þar hver um sinn frambjóðanda, en í New Hampshire velja al- mennir kjósendur. Á meðan Bush, sem er óumdeilanlega krónprins flokksmaskínu repúblik- ana, lagði grunninn að sigrinum í Iowa var helsti keppinautur hans, John McCain, á fleygiferð um New Hampshire þvert og endilangt og hélt þar 115 borgarafundi áður en yfir lauk. McCain er enda spáð sigri í forkosningunum þar. En ekki má gleyma að taka með í reikninginn að íbúar New Hampshire eru í raun óútreiknanlegir. Þeir gantast með að þeir geti ekki ákveðið hvaða frambjóðanda þeir ætli sér að kjósa af því að þeir hafi bara hitt þá þrisvar sinnum, en stundum kjósa þeir frambjóðendur sem hafa aldrei látið sjá sig. Eisenhower var til dæmis í Evrópu að stjórna herjum NATO árið 1952 þegar vinir hans tóku sig til og settu nafn hans á lista frambjóðenda. Hann vann góð- an sigur í New Hampshire og end- aði á forsetastóli. Þreyttur og rólegur Bradley Frá Bush var haldið til demókrat- ans Bills Bradleys. Bradley hélt um þúsund manna útifund í Hollis fyrr um daginn, en nú var komið að Adams Memorial Opera House í Derry. Það er til marks um smæð bæjarins, að húsið með þessu vold- uga nafni tekur um 200 manns í sæti, en að auki stóðu um 100 meðfram veggjum. Fólkið sýndi stökustu þol- inmæði og kippti sér ekkert upp við þótt það drægist um klukkutíma að fundurinn hæfist. Loks kom fyrrverandi öldunga- deildarþingmaðurinn og körfuboltakappinn Brad- ley. Hljóðnemi fyrir ræðu- menn var á gólfinu fyrir framan fremstu sætaröð, ekki uppi á sviði. Tveir stuðningsmenn hans, Harvard-pró- fessorinn Cornel West og kvik- myndaleikarinn Ron Silver, hvöttu áheyrendur ákaft til að kjósa þeirra mann. Bradley sjálfur virtist ekki jafn upprifinn. Hann er hæglátur, flytur ræður sínar eins og prófessor fyrirlestra og leggur litla áherslu á Frambjóðandinn George W. Bush re brekku í New Hampshire, ásamt tvíb grípandi setningar, sem kalla á lófa- tak salarins. Þetta síðdegi í Derry var frambjóðandinn augljóslega þreyttur. Hann var með bauga undir augum og virtist eiga erfitt með að einbeita sér að ræðunni, endurtók sig og ruglaðist einu sinni svo í rím- inu að blaðamaður var farinn að ótt- ast að hann myndi aldrei ná þræði á ný. Ræðan hans var engin hvatning- arræða, fremur bón um stuðning. Hann talaði sem fyrr um gæsku bandarísku þjóðarinnar. „Þetta land Hvergi í Banda- ríkjunum er meiri kjörsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.