Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ > Leiðinda- fréttir Aðeins eitt íþessum heimi erhrœðilegt, líjsleiðinn oghann er eina syndin sem ekki er hægt að fyrirgefa. __ OscarWilde Sá merkií’arkinson, sem uppgötvaði lög- málið um að störfum í stofnun fjölgar alltaf þangað til ekki er rými fyrir fleiri, kom eitt sinn hingað til lands. Eitt af því sem þá hneykslaði suma var að hann skyldi fullyrða að leiðindi væru að verða eitt mesta böl mann- kynsins. Auðvitað er það heldur kald- ranalega sagt í heimi þar sem hundruð milljóna manna líða enn skort að tala af slíkri léttúð. En í anda sannleiksleitar verður að viðurkenna að lífsleiði er það sem margir í velmegunarlöndunum okkar virðast óttast meira en allt annað. Nagandi, nístandi lífsleiði sem helst er hægt að sporna við með því að láta einhverja aðra sem það hafa fyrir VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson atvinnu um að troða skiln- ingarvitin okkar full af - einhverju. Alveg sama hvaða það er bara ef okkur finnst það fylla upp í tómið, seðja í bili, slæva ömurleikatilfinninguna. Allir þekkja þetta, hafa ein- hvern tíma fundið fyrir lífsleiðan- um. En að einu leyti erum við betur sett en fyrri kynslóðir, það er að segja þeir fáu sem í gamla daga gátu litið upp frá stritinu og látið sér leiðast. Núna er mikið framboð á afþreyingu og hún er meira að segja oft hræódýr í meira en einum skilningi orðsins. En erum við í hræðslunni við leiðann að missa endanlega með- vitundina og verða sjálfvirkar móttökustöðvar fyrir stanslausa endurvinnslu á afþreyingu? Stundum eru kröfurnar um skemmtanagildið orðnar svo há- værar og alltumlykjandi að manni finnst kominn tími til að spyrna við fótum. Vinsælasta efnið sem flutt er í fjölmiðlum, hvort sem það eru gamaldags trjákvoðumiðlar eða ljósvakamiðlar, er afþreying, ekki undirstöðufæðan heldur léttmetið. Við þessu er ekkert að gera og auðvitað ekkert annað en tuð að vilja ekki sætta sig við þetta. Fleira fólk en áður hefur nú tíma til að njóta afþreyingar, fleiri en áður hafa efni á því. Það er er ekkert nýtt við þetta annað en ríkisbubbamir hafa ekki leng- ur einkaleyfi á að drepa tímann, á gáfulegan eða heimskulegan hátt. Fullvaxið fólk velur sjálft hvernig það drepur hann. Þess vegna er framboðið á af- þreyingarstaglinu orðið svona yf- irþyrmandi, ef við viljum draga úr því er varla önnur leið fær en að efla vinnuþrælkun, auka fá- tækt og kannski draga úr lýð- ræði. Fjöldinn greiðir atkvæði í rimmunni milli upplýsandi frétta um pólitik og meira eða minna tilbúins slúðurs um fræga fólkið og velur oftast slúðrið. Svo erum við mörg sem vöfrum á milli, dagamunur er á áhugasviðunum. Hvers vegna að vera að benda á það sem lengi hefur legið fyrir og hefur verið vinsæl klisja menningarlega sinnaðs fólks, að smjaður fyrir lágkúru er oft áhrifarík leið til að græða pen- inga? Fram á síðustu áratugi hefur i vestrænum fréttamiðlum verið reynt að skilja nokkurn veginn á milli frétta og afþreyingar, milli annars vegar þess sem okkur fannst vera miðlun mikilvægra upplýsinga um grundvallaratriði, og hins sem við gerum okkur flest grein fyrir að er ekkert nema uppfyllingarefni, dægur- fiugur, þetta sem krakkarnir kalla nammi. En nú er rætt um það fullum fetum að til sé að verða nýtt fyrirbæri sem á ensku hefur verið kallað infotainment, sem ég ætla að kalla froðufréttir. Slegið er saman í eitt ensku orð- unum yfir upplýsingar og afþrey- ingu. Afleiðingin? Fréttir eiga sem sagt að vera skemmtilegar, hafa afþreyingargildi. Þær eiga að verða hluti af allsherjar hræri- graut í fjölmiðlum, þær mega þá helst ekki fjalla um neitt sem getur valdið umtalsverðum hópi fólks óþægindum. Vera ljúfar og hressilegar eins og sápurnar. Einhverjir bregðast nú til varnar og segja að raunverulega sé aðeins verið að fara fram á að þeir sem velja og matreiða fréttir eigi að gera réttina lystugri, ekki demba eintómum sætindum á diskinn en bæta matargerðina. Að sjálfsögðu er það rétt að fréttaflutningur er stundum þurrari en þörf krefur, hægt er að krydda frétt án þess að afbaka hana eða draga úr vægi þess sem ætlunin er að koma til skila. Og matið á því hvað sé fréttnæmt er stundum of bundið við pólitískt þvarg og fjármálatíðindi. En menn verða að kunna sér hóf í notkun á kryddi og ekki síð- ur sykri. Ef ekki breytist frétta- maðurinn í hreinræktaðan skemmtikraft. Viljum við það? Er ekki nóg að stjórnmálamenn séu farnir að markaðssetja sig sem vinalega seppa og kurrandi dúfur, reyni að þvo af sér þann stimpil að þeir fáist við al- vörumál? Leiðinleg mál? Reynslan af þessari nýju hneigð til að blanda saman frétt- um og skemmtun bendir alls ekki til þess að varfærni og viðleitni til að halda fast í bitastætt inni- hald verði raunin. Þeir sem fylgj- ast með fréttatímum stærstu bandarísku sjónvarpsstöðvanna sjá að það er ekki lengur frétta- matið eitt sem ræður heldur ann- arleg sjónarmið. Markaðs- fulltrúar sem selja auglýsingar á milli fréttanna eru farnir að ráða sífellt meira bak við tjöldin. Fréttirnar eiga að selja auglýs- ingarnar, laða áhorfendur að auglýsingum. Hundsuð er jafnvægislistin milli þess að þurfa að selja fram- leiðsluna og hins að segja frá því sem skiptir máli, jafnvel þótt það liggi ekki strax í augum uppi fyr- ir alla að málið sé mikilvægt og þótt það sé ekki vitund skemmti- legt. Nú skal selt. Logandi hugsjónamenn með gamlar patentlausnir upp á vas- ann eru vísir til að segja að hér sé aðeins um lýðræðislegt val meirihlutans að ræða, markaður- inn ráði og eigi að gera það. Engu skipti hvað fréttamönnum og ráðamönnum fréttamiðlanna finnist, herrann, sjálfur markað- urinn, hafi talað og stundargam- an hans ryðji alltaf úr vegi sjálf- stæðri hugsun og mati. Eða er það Herrann? Fæðubót með líftækni ÞAÐ er samdóma álit margra alþjóðlegra stofnana að það verði að auka matvælafram- leiðslu í heiminum verulega á næstu árum til þess að halda í við vaxandi fólksfjölgun. Þetta verður að gera á nokkurn veginn sama landrými og nýtt er til jarðræktar í dag, ef ekki á að ganga af síð- ustu regnskógunum dauðum. Til að þetta geti átt sér stað verður að fá fram þolnari af- brigði nytjaplantna sem standast ræktun á jaðarsvæðum, auka uppskeruna án þess að umhverfið hljóti skaða af og auka næringargildi þeirra afurða sem ræktaðar eru. Líftækni í land- búnaði er talin nauðsynleg og ein vænlegasta leiðin til að auka og bæta fæðuframleiðslu í heiminum. Hefðbundnar kynbætur duga ekki til að tryggja bætta fæðuframleiðslu í heiminum og ekki síst í þróunar- löndunum. Allar kynbætur frá örófi alda byggjast á yfirfærslu hundraða og þúsunda erfðavísa á milli afbrigða og vali á hentugri nýrri blöndu af erfðaefni sem gefur af sér betri af- urð. Þannig eru svo til öll matvæli í dag til komin. Þar til fyrir skemmstu hefur þetta verið gert blindandi hvað varðar yfirfærslu allra annarra erfðaeiginleika en þess sem valið er fyrir. Það er fyrst með tilkomu sam- eindalíffræðinnar sem gefst kostur á að stunda kynbætur af miklu meiri nákvæmni og mun minni erfðablönd- un, þ.e. aðeins með einstaka gjör- þekkta erfðavísa. í framtíðarsýn IFPRI-stofnunar- innar (International Food Policy Research Institute), „Vision 2020“, sem bendir á úrlausnir til að fæða heiminn, draga úr fátækt og vernda umhverfið, er ítrekað að þróun og hagnýting erfðatækni í þágu land- búnaðar sé eðlilegt framhald af margra alda kynbótastarfi og sé mikilvægur liður í þróun sjálfbærra lausna sem hlífa umhverfmu. Meðal eiginleika sem IFPRI telur að myndu koma þróunarlöndum að góð- um notum væri þeim komið fyrir í plöntum eru aukið betakarotíninni- hald, næringarríkari olía og sterkja, hollari fitusýrusamsetning, bættur meltanleiki, seinkun á ofþroskun ávaxta og grænmetis, aukið bakter- íu- og sveppaþol, skordýraþol, veiru- þol, þurrk- og saltþol, ál- og mangan- þol. Erfðavísar fyrir fyrmefnda eiginleika eru þekktir og þessi óska- listi lýsir væntingum þeim sem gerð- ar eru til kynbóta með líftækni þar sem næringarinnihald plantna og þol gagnvart sjúkdómum og umhverfis- streitu eru bætt, með það að mark- miði að tryggja fæðuframleiðslu. Per Pinstrup Andersen, yfirmaður IFPRI-stofnunarinnar, segir það ómögulegt að ná til allra þeirra sem þjást af vannæringu með pillum, eina leiðin sé að auka næringargildi þeirrar fæðu sem tiltæk er. Gullnu grjónin Hrísgrjón eru meginuppistaða fæðu í mörgum þróunarlandanna en eru heldur næringar- snauð. Hrísgrjóna- plönturnar framleiða sjálfar betakarótín sem er forveri A-vítamíns í grænum hlutum plönt- unnar, en ekki í sjálfum grjónunum. A-vítamínskortur er alvarlegt vandamál í þróunarlöndunum, þar sem yfir 100 milljónir barna þjást af A-víta- mínskorti, en hann minnkar mótstöðuafl gegn sýkingum og er meginorsök blindu barna í þróunarlöndun- um. I löndum Suðaust- ur-Asíu þjást 70 % barna undir fimm ára aldri af A-vítamínskorti, sem leiðir með óbeinum hætti til dauða tveggja milljóna barna ái’lega. Erfðabreytingar Erfðabreytt matvæli, segir Einar Mantyla, eru í flestum tilvikum betri, heilnæmari og umhverfísvænni. Prófessor Ingo Potrykus og sam- starfsmönnum hans við Swiss Federal Institute of Technology tókst með erfðatækni að auka veru- lega næringarinnihald hrísgijóna með því að stýra betakarótínfram- leiðslu inn í sjálf grjónin. Þar með fékkst nægileg uppsöfnun betakaró- tíns - sem líkaminn breytir í A-víta- mín - til að mæta fullri dagsþörf fyr- ir A-vítamín í einum málsverði. Nýju heilnæmari hrísgrjónin eru kölluð Gullnu grjónin (Golden rice) sökum hins gullna blæs sem beta- karótínið ljær þeim. Rannsóknir próf. Potrykus voru eingöngu styrktar af ríkisstjórnum, Evrópu- bandalaginu og sjálfstæðum samtök- um eins og Rockefeller-stofnuninni, sem styrkja rannsóknir sem líklegar eru til að nýtast þróunarlöndunum án kröfu um arðsemi. Ekki var tekið einkaleyfi á nýja hrísgrjónaafbrigðinu og er því dreift endurgjaldslaust og óhindrað til landbúnaðarrannsóknastöðva um heim allan svo taka megi það inn í kynbótastarf á staðbundnum hrís- grjónaafbrigðum. Þegar eru hafnar víxlanir við helstu hrísgrjónaafbrigð- in í Alþjóðlegu hrísgrjónarann- sóknastofnuninni, IRRI (Interna- tional Rice Research Institute), á Filippseyjum. Þegar fræ eða plöntur eru komin í hendur bænda er þeim frjálst að sá, rækta og viðhalda þeim að vild, án nokkurs endurgjalds. Rannsóknimar vom ekki unnar á vegum fyrirtækja, sem veitir þróun- arlöndum frelsi til afnota á afurðum rannsóknanna, enda var tilgangur þeirra beiting líftækni í þágu þróun- arlandanna og markmiðið að bæta næringargildi þeirrar fæðu sem þar er fyrir hendi. Með gullnu hrísgrjónunum er brotið blað í möguleikum til að bæta næringargildi gmnnfæðu hundraða milljóna manna. Árangur Potrykus og félaga er ekki aðeins frétt ársins í líftækni, matvælaframleiðslu og vonandi í þróunarhjálp, hún sýnir svo ekki verður um villst að líftæknin býr yfir tækifæram til að bæta afkomu manna, jafnt í þróuðum sem þróun- arlöndum, og að henni megi beita til mannúðarmála. Gullnu hrísgrjónin eru ennfremur dæmi um afurð líftækni sem hefur sýnilega kosti frá sjónarmiðum neyt- enda, en gagnrýnisraddir hafa bent á að margar afurðir líftækni í mat- vælaiðnaði hafi hingað til haft í för með sér ávinning íyrir bændur en engan skýran ávinning fyrir neyt- endur. Líftækni til hjálpar Andstæðingar líftækni hafa gjarn- an sagt að einungis stórfyrirtæki hagnist á líftækni, en fyrrnefnt dæmi sýnir glögglega að líftækni má alveg eins beita í óeigingjörnu markmiði til mannúðarmála sé vilj- inn fyrir hendi. Það er alveg Ijóst að þáttur fyrir- tækja er mikill í þeim öra framföram sem orðið hafa á tækni og þekkingu á sviði líftækni í landbúnaði. Þau hafa árum saman stundað öflugar rann- sóknir eða stutt rannsóknarhópa á þessu sviði með einum eða öðram hætti. Fyrirtæki hljóta alltaf að stjórnast af gróðasjónarmiðum, ann- að væri óeðlilegt. Því er brýnt að skapa líftæknirannsóknum sem miða að því að auka fæðuöryggi í þriðja heiminum, sbr. afrek Potrykus og fé- laga, vettvang sem gerir ekki sömu kröfur til arðsemi og einkageirinn gerir. Þróunaraðstoð í formi þjálfun- ar og menntunar vísindamanna frá þriðja heiminum í háskólum og rann- sóknastofnunum iðnþróuðu land- anna gerir þróunarlöndunum kleift að nýta nýjustu tækni og þekkingu til að leita bestu lausna á staðbundn- um vandamálum sem þeir þekkja gleggst. Þetta er enn ein útfærslan á þeirri skynsömu stefnu að betra sé að kenna hungraðum manni að veiða en að gefa honum fisk. I þessum til- gangi era margir háskólar og rann- sóknarstofnanir með einskonar tvíhliða samning við ýmis þróunar- lönd um menntun og þjálfun vísinda- manna og er líftækni þar lykilatriði. Ljóst er að líftæknin verður eðli- legur þáttur í matvælaframleiðslu og iðnaði komandi aldar, þó að nokkurs titrings gæti í Evrópu um þessar mundir, því afurðir og lausnir byggð- ar á líftækni geta fyrirsjáanlega fært okkur nær sjálfbærari og umhverfis- vænni umgengni við þessa einu jörð sem vi_ð höfum til yfirráða. Ekki veit- ir af. Eg vona sannarlega að Islend- ingar taki ekki þátt í hinni ógrun- duðu móðursýki gegn erfðabættum matvælum sem nú er víða í gangi, enda eru þau í flestum tilvikum betri, heilnæmari og umhverfisvænni en hefðbundin landbúnaðarframleiðsla iðnríkjanna. Sem neytandi vil ég eiga kost á því að velja betri og um- hverfisvænni erfðabætta afurð úti í kjörbúð handa mér og fjölskyldu minni og ég vænti þess að mér sem neytanda sé treyst til þess af bæði yfirvöldum og innflytjendum. Höfundur er plöntuerfðafræðingur. Einar Mantyla Höfuðágallar gildandi fískveiðistjórnar Á VEFSÍÐU Morgunblaðsins, Mbl.is, hefur nú verið birt sérstök orðsending Jóns Sigurðssonar, íyrrverandi framkvæmdastjóra, um „Höfuðágalla gildandi fiskveiði- stjómunar". Orðsending Jóns, sem birt er að hans eigin ósk á vefnum, er send svokallaðri sáttanefnd um fiskveiði- stjórnun, en nefndin hefur opinber- lega kallað eftir málefnalegu fram- lagi frá borguram samfélagsins til starfa nefndarinnar „og hef ég und- irritaður, höfundur orðsendingar- innar, ákveðið að bregðast við og senda nefndinni efni“, segir Jón í upphafi orsendingarinnar, sem fel- ur að uppistöðu til í sér greiningar, sem Jón gerði og dró saman í nóv- embermánuði 1998. Þessar grein- ingar birtust þó aldrei vegna kvóta- dómsins, sem kom í desember það ár og kenndur hefur verið við Vald- imar Jóhannesson. Jón segir í orðsendingunni, sem birt er á Morgunblaðsvefnum á sama stað og aðsendar greinar: „Nefndin, sem er viðtakandi þess- arar orðsendingar, á að skoða þetta mál frá granni og því tel ég mikils um vert, að mínar gömlu greiningar komi fyrir hennar sjónir, þannig að það sem hún kann að gera að tillög- um sínum sé a.m.k. með fullri vit- und um þessar hlutlægu greining- ar, hvað sem hún svo kýs að gera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.