Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 >--------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSTDÍS . GIJÐMANNSDÓTTIR Ástdís Guð- mannsdóttir fæddist í Jórvík í Álftaveri í V-Skafta- fellssýslu 13. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu 23. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru: Guðmann Isleifsson, bóndi í Jórvík, f. 11. nóvember 1901, d. 22. febrúar 1985, og ~ Guðríður Bárðar- dóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1902, d. 10. nóvember 1984. Systkini Ástdísar eru: Guðbjörg, f. 29. ágúst 1926, Óskar, f. 24. febrúar 1929, Ingibjörg, f. 30. júlí 1931, Sijjríður, f. 18. október 1932, og Isleifur, f. 12. desember 1939. Börn Kristínar Bárðardótt- ur, móðursystur Ástdfsar, ólust að mestu leyti upp í Jórvík eftir andlát móður sinnar 1947. Þau eru: Sigrún Ágústsdóttir, f. 22. nóvember 1944, og Kristinn Ágústsson, f. 30. október 1947. Synir Ástdísar eru tveir: 1) Ein- ar Gunnarsson, f. 10. febrúar Elsku Ástdís mín. Það voru óvænt skilaboð sem ég fékk á sím- svaranum mínum sunnudaginn 23. janúar: „Hún Ástdís systir okkar dó í nótt.“ Hvemig er hægt að trúa svona skilaboðum, þau koma manni algjörlega í opna skjöldu. Hvernig má það vera, við sem vorum svo kátar og hressar á þrett- ándanum í þínu árlega jólaboði. Þú og Jóhann voruð búin að bjóða mér í lambahrygginn sem þú varst meist- 'ari í að elda og ekki var nú rauðvínið af verri endanum. Við sem höfðum alltaf svo gaman af því að hittast og tala saman um gamla daga. Ekki svo sjaldan tókum við í harmonikuna og spiluðum og sungum af hjartans lyst. En þrátt fyrir glatt yfirborð máttir þú stríða við heilsubrest árum saman, og var aðdáunarvert hvernig Jóhann, mað- urinn þinn, stóð sem klettur þér við hlið. Nú ertu farin til annarra heima til að starfa Guðs um geim. Þar verður örugglega tekið vel á móti þér af þeim sem þar ræður. Nú tölum við ekki lengur saman í síma og har- monikan er þögnuð. En eitt er víst ^Sið við eigum eftir að hittast aftur hinum megin og þá verða englatár felld og lögin aftur spiluð. Eg sendi Jóhanni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, einnig sonum þínum, Einari og Guðna, litlu sonar- dætrunum, tengdadóttur, systkin- um og vinum. Mig langar til að enda þessa fátæklegu kveðju, kæra syst- ir, með þessum sálmi: Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Þín líknarsján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. ^ I Jesúnafnivilégværansofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. Mín elskulega systir hún Ástdís hefur nú kvatt þennan heim. Hún er nú sjálfsagt hvfldinni fegin því líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Minningarnar streyma í gegnum huga minn og í gegnum tárin færist bros yfir andlit mitt þegar ég hugsa jim þig, kæra systir. Mér er minnis- •tæð síðasta heimsókn þín til mín. Þá hittumst við allar systurnar hressar og kátar heima hjá mér og þá varst þú svo fín og hafðir svo gaman af að vera með okkur. Á leið- inni heim fórum við svo að skoða hús dætra minna og þú hafðir mjög gaman af því og samgladdist mér íívo innilega. Elsku systir, margir voru kostir 1966, faðir Gunnar Jóhannsson, fyrri eiginmaður Ástdís- ar, f. 12. febrúar 1935. Einar er kvæntur Elísabetu Þórðardóttur, f. 26. desember 1965. Dætur þeirra eru: Andrea Sara, f. 14. aprfl 1991, og Karen Eir, f. 3. maí 1998. 2) Guðni Magnússon, f. 17. maí 1972, faðir Magnús R. Gíslason, sambýlismaður Ást- dísar, f. 26. október 1937. Guðni á eina dóttur, Maríu Rut, f. 19. september 1992. Ástdís giffist öðru sinni 19. júlí 1979 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jóhanni Kr. Hannessyni, f. 27. aprfl 1916. Börn Jóhanns af fyrra hjónabandi voru sex: Björg Pálína, f. 1940, d. 1999, Sigurrós, f. 1941, Björn, f. 1944, Hannes, f. 1945, Jónina, f. 1949, og Ragnar, f. 1956, d. 1984. Útför Ástdisar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. þínir og er þá gjafmildi þín mér efst í huga. Þegar ég eignaðist mín barnaböm sem eru orðin ansi mörg var alltaf þín fyrsta hugsun að færa hinu nýfædda bami einhverja gjöf þó svo að þú treystir þér ekki alltaf til að fara út úr húsi. Eg minnist þess líka þegar þú og hann Jóhann þinn komuð til mín upp í sumarbústað og við skemmt- um okkur svo vel. Við hlógum og sungum, spiluðum gömlu dansana og dönsuðum þó ekki væri bakkus þar með í ferðum. Elsku systir, þessar minningar eru mér mjög kærar. Gestrisni þín var með eindæmum, alltaf vildir þú bera fram það besta sem þú áttir til og er mér ofarlega í huga þegar við ísleifur bróðir kom- um til ykkar Jóhanns skömmu fyrir jól. Þú varst búin að setja þennan dýrindis lambahrygg á borðið með öllu tilheyrandi og þetta var nú meiri herramannsmaturinn. Ástdís systir mín átti litlar sonar- dætur sem hún elskaði mikið, þær voru henni allt. Mikið hafði hún gaman af því að tala um þær og voru þær stolt hennar. Ástdís var mjög þakklát fyrir allt það sem fyrir hana var gert og var það ávallt henni efst í huga hvernig hún gæti launað í staðinn. Elsku systir mín, með þessum orðum langar mig að kveðja þig í hinsta sinn. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Ég þakka af alhug samverustundirnar góðu og þann kærleika og hlýju sem þú hafðir að geyma. Blessuð sé minn- ing þín Ó, þánáðaðeiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut Ó, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg i Drottins skaut. Elsku Jóhann, Einar, Guðni og fjölskyldur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Megi guð veita ykkur styrk í sorginni. Þín systir, Ingibjörg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum aðbeygjasigundirþann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hvfl í friði, elsku systir. Sigríður. + Unnur Jönsson var fædd í Reykjavík 27. ágúst. 1912. Hún andaðist á Elliheimilinu Grund, þriðjudaginn 25. jan- úar siðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðnasonar, fisksala og Hallberu Ottadótt- ur, húsmóður, og var hún þriðja í röð fjög- urra systkina. Systk- inin voru Björgvin, fisksali, Vilbergur, reiðhjólasmiður og Hallfríður, húsmóðir, öll látin. Unna eins og hún var alltaf kölluð, hafði reisn til að bera, var vel klædd og glaðleg. Hún hafði einstaklega gaman af að klæða sig upp og láta á sig perlufestar og eyrnalokka. Henni Unnur giftist árið 1936 Börge Jönsson, bryta, d. 1995. Þau eignuðust eina dótt- ur, Inge Lydiu, f. 1940, sem er búsett í Danmörku. Börn hennar eru Unnur, Rita og Börge, og bamabamabömin eru sex, öll búsett í Danmörku. Maður Inge er Erik Jensen. Utfor Unnar fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. var gefið gott skap og gat hún gert ævintýri úr minnstu atvikum og hvað við gátum oft hlegið þegar hún sagði frá. Það þurfti ekki nema ferð í strætó eða gönguferð til þess að æv- KA TRIN N0RGAARD VIGFÚSSON + Katrín Norgaard Vigfússon fædd- ist í Gullerup á Mors í Limafirði í Dan- mörku 28. mars 1904. Hún lést 11. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkir- kjunni 21. janúar. Kirkjuklukka, ekki í heimsinshöllum hljómarþínirkveða skærastvið, heldurþar.semómar þíniröllum eyrum ná í helgri ró og frið. (NFS Grundtvig) Ofanskráð vers er það síðasta úr þekktum sálmi danska skáldsins Gmndtvig. Bæði ljóð og lag hafa komið hvað eftir annað upp í huga mér síðan ég frétti lát kærrar vin- konu okkar, Katrínar Vigfússon. Það flutti með sér einhvern andblæ frá föðurlandi hennar, Danmörku, og frá löngu liðinni samverustund okkar í garðinum við Vartov kirkjuna í Kaupmannahöfn, en þar sátum við á sólríkri stund við styttuna af Grundtvig og Katrín sagði mér frá því að í þessari kirkju hefði hún gengið að eiga íslendinginn Tómas Vigfússon á jóladag 1938. Vegferð Katrínar var orðin löng - nærri 96 ár - og lengst á tengdaland- inu, Islandi. Ég held að hún hafi elsk- að bæði löndin jafnt. Annað gaf henni rótgróna jóska fjölskyldu, góða for- eldra og góðan systkinahóp; hitt gaf henni traustan og góðan eiginmann, stóra tengdafjölskyldu og vinafjöld, dætumar þrjár og tengdasyni, 9 bamabörn og 23 böm í þriðja lið. Ég hitti hana síðast á níræðisafmælinu, þá var hún enn hin hressasta, umvaf- in sinni stóru og fallegu fjölskyldu og mörgum góðvinum. Hvergi kunni hún betur við sig en 1 þeim hóp. Hún bar ættmóðurnafnið með rentu. Katrín ólst upp í Nyköbing, Moss á Jótlandi og vom þau 12 systkinin. Yngsti bróðirinn er enn á lífi. Hún bar það alltaf með sér hvað hún hafði fengið vandað uppeldi. í heimahús- um nam hún hvað eina til munns og handa. Hún var alla tíð framúrska- randi velvirk og myndarleg hús- freyja, þær gerast ekki betri. En Katrín vildi gjaman læra eitthvað annað en heimilishald og fór því til Kaupmannahafnar að læra ljós- myndun á einni bestu myndastofu borgarinnar á sjálfu „Strikinu". Hún hafði margt að segja frá námi sínu í Höfn og frá eigendum stofunnar sem hún hélt kunningsskap við alla tíð. Að loknu námi réði hún sig til ljós- myndastofu Hans Petersen í Reykjavík og þar með vom örlög hennar ráðin. Systir Tómasar Vig- fússonar vann á sama stað og þannig kynntist Katrín mannsefni sínu í sumarleyfisferð^ með Ferðafélagi Islands. Hún var snemma áhugasöm við að skoða landið sem tók hana í fóstur. Þessi fyrstu kynni leiddu til hjóna- vígslu í Vortov árið 1938 eins og fyrr var getið en þá var Tómas við nám í tækniháskól- anum en Katrín á Ijós- myndastofunni. Þau héldu síðan til íslands og settust að á heimili Tómasar en hann bjó þá með móður sinni og sjö systkinum, þau yngstu vom þá um eða innan við fermingu. Katrín og Tómas voru forsjá þessa hóps næstu árin þar til þau fóm að heiman og reistu bú. Ámm saman kom þessi stóra fjölskylda saman á heimili Tómasar og Katrínar á jóladaginn. Flest af því sem hér hefur verið getið gerðist áður en við kynntumst þeim hjónum. Þeir Tómas bygginga- meistari og Vilhjálmur Árnason, eig- inmaður minn, vom árið 1957 og lengi síðan saman í stjórn íslenskra aðalverktaka. Mig minnir að ég hitti Katrínu fyrst 1958 en þá stóð fyrir dyrum för bænda okkar til New York vegna fundahalda og við feng- um að fara með, frúmar. Margar góðar ferðir fómm við eftir þetta, ut- anlands og innan. í þessari ferð, eins og oft síðan, fómm við í verslunar- ferðir. Mér þykir yfirleitt leiðinlegt að fara í búðir en ekki með Katrínu. Hún hafði ákaflega vandaðan smekk og forðaði mér oft frá ólánskaupum. Eg var túlkur hennar og fylginautur í þessum ferðum um stórverslanir Fimmtugötu. Afgreiðslufólkið hélt þá oft að Katrín væri framandi hefð- arfrú frá ókunnu landi (það var hún líka) og að ég væri í hennar þjónustu. „Viltu segja frúnni þinni...“ sagði það. Við skemmtum okkur vel yfir þessu og fleiru spaugilegu sem fyrir kom á verslunarferðum. I þessari heimsókn til New York ókum við t.d. langar leiðir upp með Hudson-ánni og tók Katrín þá af- bragðsgóðar ljósmyndir. Hún var auk margs annars afbragðs Ijós- myndari. Of langt yrði að telja upp þær ferðir sem við fómm saman til Bandaríkjanna, en ég get ekki stillt mig um að segja að skemmtilegast af öllu þótti mér að vera með Katrínu í Kaupmannahöfn, því miður aðeins einu sinni. Hún var vel kunnug á Hafnarslóð frá námsámm sínum og fór með mig vítt og breitt um Strikið og nágrenni. Við fóram í morgun- andakt í Heilagsandakirkju, fengum okkur jarðarber og rjóma í kjallar- anum góða og danskt ljúfmeti hjá Soldath. Þama þurfti ég hvorki að UNNUR JÖNSSON túlka né leiðbeina, heldur fræðast. Katrín var óþreytandi að segja frá, svo vel var hún að sér í sögu borgar- innar og sögu íslendinga þar. Við heimsóttum Andreu systur Katrínar sem bjó í Sengelöse nokkm utan við bæinn og rak þar stórt garðyrkjubú ásamt fjölskyldu sinni. Ein dóttir mín var sumartíma hjá því góða fólki. Þetta var ógleymanlegur tími með Katrínu og þá kynntist ég henni sem Dana, ekki danskri konu búsettri á íslandi. Fleira gerðum við skemmtilegt saman um dagana og ber þá fremst að nefna veiðiferðir í Víðidalsá sum- ar eftir sumar. Katrín varð fljótlega áhugasöm veiðikona og Tómas henn- ar staðfastur aðstoðarmaður í því sem öðm. Man ég margar yndis- stundir með þeim hjónum við ána, döggvota morgna þegar varla blakti hár á höfði. Katrín og Vilhjálmur kappsöm við veiðiskapinn, við Tómas óaðfinnanlegt aðstoðarfólk. Mér fannst Katrín þá fyrst ánægð þegar hún var búin að veiða í soðið handa allri stórfjölskyldunni, og henni tókst það oftast á þessum fjóram dögum. Víðidalsá var fisksæl þá og margan vænan laxinn dró Katrín þá úr Kerfljótinu, ég held að það hafi verið hennar uppáhaldsstaður í ánni. Þegar ég kynntist Katrínu og Tómasi fyrst bjuggu þau á Víðimel 57, áttu þar þá eins og alltaf vel búið og myndarlegt heimili. Dæturnar þrjár vora þá allar heima og við nám, en á næstu áram giftust þær ein af annarri og stofnuðu heimili. Síðast bjuggu þau á Grenimel 41 en Tómas andaðist árið 1974. Bjó Katrín eftir það á miðhæðinni í rúmgóðri og þægilegri íbúð. Guðbjörg dóttir hennar og fjölskylda bjuggu á efstu hæðinni og a.m.k. annar sonur henn- ar í kjallaranum með sína fjölskyldu meðan hann var við nám. Katrín var því eftir sem áður umkringd fjöl- skyldunni. Hún var mikil útivistar- kona, stundaði sund og gönguferðir langt fram eftir aldri. Hún átti góðar vinkonur, ekki síst í Dansk kvinde- klub og rækti þann vinskap af tryggð. Hún fór margar ferðir til Danmerkur eftir lát Tómasar og heimsótti frænkur og vini, einnig til Noregs en þar býr Elsa dóttir henn- ar. Margt af frændfólki heimsótti hana líka og gisti á Grenimelnum. í nokkur ár hélt ég þeim sið að koma til Katrínar á jólaföstunni og ekki get ég hugsað mér yndislegra andrúmsloft en var þá í stofunni hennar. Jólakaktusinn stóð í blóma og speglaðist ásamt kertaljósum og borðsilfri í gljáfægðum rúðum, ilmur af nýbökuðum kökum og svo allt við- mót Katrínar sem jafnan fagnaði mér eins og týndum sauð. Heimilis- bragurinn var þá eins og alltaf mót- aður af upprana húsfreyjunnar og af því góða æskuheimili sem hún átti og sagði mér svo oft frá. Með þessari svipmynd vil ég nú kveðja Katrínu okkar með kærri þökk fyrir löng og góð kynni. Sigríður Ingimarsdóttir. intýrin gerðust. Unna hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og kom þeim óspart á framfæri og stóð fast á sínu. Á sínum yngri áram var Unna mikil samkvæmiskona og tók mikinn þátt í störfum eiginmanns síns sem var í mörg ár formaður Dannebrog á íslandi. En þau vora einstaklega samrýnd hjón og nutu þess að fara á kaffihús og skemmta sér saman. Unna hafði mikla ánægju af lúðra- blæstri og lét hún sig helst ekki vanta ef von var á skrúðgöngu í bæn- um, en þá mátti ganga að því vísu að hún væri þar framarlega til þess að missa nú ekki af neinu. Hún bjó í Meðalholti 15 allt þar til fyrir hálfu ári, en það var kannski meira af vilja en getu. Síðustu mán- uðina sem hún lifði, naut hún góðrar aðhlynningar starfsfólks á Elliheim- ilinu Grand og lét afar vel af dvöl sinni þar. Við vitum að vel verður tekið á móti Unnu af þeim sem farnir era og þökkum henni samfylgdina og send- um Inge og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halla, Bryndís, Guðbjörg og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.